Fréttablaðið - 25.10.2003, Page 43
LAUGARDAGUR 25. október 2003
®
■ ■ FUNDIR
09.00 Nýlistasafnið og Reykjavík-
ur-Akademían efna til ráðstefnu, sem
nefnist Verðandi rými, í byggingu Orku-
veitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Fjall-
að verður um listrýmið.
✓ 10.00 Ráðstefna um einelti sem
samfélagsvandamál verður haldin í
Lögbergi, stofu 101, í Háskóla Íslands.
Ráðstefnan er einstaklingsframtak Krist-
ínar Vilhjálmsdóttur og Margrétar
Birnu Auðunsdóttur. Kynnir verður Jón
Gnarr.
11.00 Siðmennt verður með
kynningarfund fyrir unglinga sem hafa
áhuga á borgaralegri fermingu og að-
standendur þeirra í Kvennaskólanum,
Fríkirkjuvegi 9.
✓ 15.00 Áfram stelpur nefnist mál-
þing Feministafélags Íslands í Lista-
safni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Fjall-
að verður um sögu nýju kvennahreyf-
ingarinnar. Nokkrar baráttukonur rifja
upp blíðar og stríðar minningar frá
Úum, Rauðsokkum, Kvennalistakonum,
Bríetum og Femínistafélagi. Þátttakend-
ur verða meðal annarra: Ásdís Skúla-
dóttir, Rannveig Jónsdóttir, Silja Aðal-
steinsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Helga Thorberg,
Guðný Guðbjörnsdóttir og Ingibjörg
Hafstað.
Líffræðifélag Íslands stendur fyrir
ráðstefnu í Norræna húsinu um friðun.
Sérfræðingar á ýmsum sviðum, líffræð-
ingar, jarðfræðingar, heimspekingar og
hagfræðingar, fjalla um hugtakið frá
mörgum hliðum. Aðgangseyrir er 1000
kr. en ókeypis er fyrir skuldlausa félaga
Líffræðifélagsins. Ráðstefnan hefst 9.30.
■ ■ SAMKOMUR
10.00 Kynjakettir Kattaræktarfé-
lagið verður með sýningu í reiðhöll
Gusts í Kópavogi í dag og á morgun.
Sýningin er opin 10-18 báða dagana.
11.00 Fjölskyldudagur verður í
Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi. Tónlist-
arskólinn verður með tónleika, opið hús
verður í grunnskólanum og orkubolta-
keppni fer fram þar sem Solla stirða
mætir. Ýmsar þrautir verða fyrir gesti.
16.00 Elísabetarnótt verður haldin
í Eymundson, Austurstræti. Þetta er út-
gáfugleði vegna nýrrar ljóðabókar Elísa-
betar Jökulsdóttur, Vængjahurðin.
Kristján sonur hennar les upp og tví-
burarnir Garpur og Jökull gera eitthvað.
Andrea Gylfadóttir söngkona, Jóel
Pálsson saxófónleikari og Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari frumflytja
tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Ragn-
heiður Skúladóttir leikkona flytur erindi
sem nefnist „Á Elísabet séns í
Nóbelinn?”. Ástardrykkir á boðstólum.
■ ■ SÝNINGAR
Nýverið opnaði sýning í Minjasafn-
inu á Akureyri á ljósmyndum Lenharð-
ar Helgasonar. Sýningin er opin laugar-
daga 14-16 og aðra daga eftir sam-
komulagi.
Myndlistarkonan Hrefna Víglunds-
dóttir er með sýningu í Kaffi Solon,
Bankastræti 7. Sýningin samanstendur
af 5 olíuverkum, sem öll eru máluð
undir áhrifum frá íslenskri náttúru. Sýn-
ingin stendur til 14. nóvember.
■ ■ FÉLAGSLÍF
14.00 Allsherjarþing Ásatrúarfé-
lagsins verður haldið í húsnæði félags-
ins að Grandgarði 8. Þar verða öll venju-
leg aðalfundarstörf tekin fyrir auk kosn-
inga. Um kvöldið verður síðan haldið
Dísablót á sama stað og hefst það
klukkan átta. Allir eru velkomnir en viss-
ara er að tilkynna þátttöku fyrir blótið.
ÖRLYGUR HNEFILL
Örlygur Hnefill Örlygsson dag-skrárgerðarmaður gæti vel
hugsað sér að skreppa á lokakvöld
Foster’s trúbadorkeppninnar á
Kránni í kvöld. „Svo líst mér vel á
Hundrað prósent hitt með Helgu
Brögu.“ Næst nefnir hann mál-
þingið Áfram stelpur, sem Fem-
inistafélag Íslands stendur fyrir í
Hafnarhúsinu. „Ekki spurning, ég
er alinn upp í miklum feminisma
bæði frá systur minni og móður.
Svo er ráðstefna um einelti, ég hef
dálítinn áhuga á þeim málum.“
Val Örlygs
Þetta lístmér á!
✓
Hvorki hlutlaust né náttúrulegt
Ídag ætla innlendir sem erlendirlistamenn, listfræðingar, heim-
spekingar og arkitektar að koma
saman í splunkunýrri glæsibygg-
ingu Orkuveitu Reykjavíkur að
Bæjarhálsi 1 til þess að ræða um
rýmið.
„Það er mikið verið að pæla í
þessu fyrirbæri í dag og þetta
býður upp á mjög fjölbreytta um-
fjöllun,“ segir Geir Svansson,
framkvæmdastjóri Nýlistasafns-
ins við Vatnsstíg. Hann hefur
skipulagt ráðstefnuna og upphaf-
lega er hugmyndin frá honum
komin.
Listamenn hafa mikið verið
að velta því fyrir sér undanfarið
hvaða áhrif sýningarrými hefur
á verk þeirra. Sömuleiðis spyrja
þeir sig gjarnan hvaða áhrif
listaverkin hafa á sýningarým-
ið.
Einn fyrirlesara, breski heim-
spekingurinn Jonathan Dronsfi-
eld, fjallar meira að segja um sið-
ferðilega ábyrgð í þessu sam-
hengi.
Af öðrum fyrirlesurum má
nefna Ólaf Gíslason, Einar Gari-
balda, Steinþór Kára Kárason,
Halldór Gíslason, Margréti E.
Ólafsdóttur, Önnu Hallin og Ósk
Vilhjálmsdóttur. Einnig Elena
Filipovic frá París og Carolyn F.
Strauss frá Bandaríkjunum.
Ráðstefnan hefst klukkan 9 og
stendur til 16.30. ■
GEIR SVANSSON
Hannes Lárusson verður með gjörning
sem stendur yfir allar ráðstefnutímann, frá
rúmlega níu og til hálffjögur.
■ MYNDLIST
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T