Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 30
■ Sagt og skrifað
30 25. október 2003 LAUGARDAGUR
BÓK VIKUNNAR
Góðan dag, barnið mitt! eftir Björn Meidal
Hér er fjallað um afar storma-
samt hjónaband sænska leikrita-
skáldsins August Strindberg og
þriðju eiginkonu hans, leikkon-
unnar Harriet Bosse og samband
Strindbergs við dóttur þeirra,
Anne-Marie. Bréf Strindbergs til
þessara tveggja kvenna eru
þungamiðja bókarinnar. Þetta er
sérlega áhugaverð bók fyrir hina
fjölmörgu aðdáendur skáldsins.
Ekki spillir fyrir að bókin er
falleg í allri uppsetningu og er
prýdd fjölda mynda.
■ Bækur
METSÖLU-
LISTI
EYMUNDS-
SONAR
Allar bækur
1. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson
2. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir
3. Frægð og firnindi - ævisaga
Vilhjálms Stefánssonar. Gísli Pálsson
4. Supersex. Tracey Cox
5. Dætur Kína. Xinran
6. Íslenskir samtíðarmenn. Vaka Helgafell
7. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfsson
8. Að elska það sem er. Byron Katie
9. Lífsgleði njóttu. Dale Carnegie
10. Ambáttin. Damien Lewis og Mende
Nazer
Skáldverk
1. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfsson
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Hótelsumar. Gyrðir Elíasson
4. Skugga Baldur. Sjón
5. Híbýli vindanna. Böðvar Guðmundsson
6. Stúlka með perlueyrnalokka. Tracey
Chevalier
7. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
8. Spútnik-ástin. Haruki Murakami
9. Dýrlegt fjöldasjálfsmorð.
Arto Paasilinna
10. Sagan af Pi. Yann Martel
METSÖLULISTI BÓKABÚÐA
EYMUNDSSONAR 15. - 21. OKTÓBER
METSÖLU-
LISTI
BÓKABÚÐA
MÁLS OG
MENNINGAR
Allar bækur
1. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð.
Arto Paasilinna
2. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson
3. Frægð og firnindi. Gísli Pálsson
4. Íslenskir samtíðarmenn.
Vaka Helgafell
5. Að láta lífið rætast. Hlín Agnarsdóttir
6. Supersex. Tracey Cox
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Dætur Kína. Xinran
9. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
10. Að elska það sem er. Byron Katie
Skáldverk
1. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Arto
Paasilinna
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
4. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
5. Sagan af Pí. Yann Martel
6. Röddin. Arnaldur Indriðason
7. Skuggaleikir. Jose Carlos Samoza
8. Vansæmd. J.M. Coetzee
9. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfsson
10. Skugga Baldur. Sjón
METSÖLULISTI BÓKABÚÐA
MÁLS OG MENNINGAR 15. - 21. OKTÓBER
Mamma
Blíðfinns
Í væntanlegri lífssögu LinduPétursdóttur, Linda, ljós og
skuggar er við-
búið að fegurð-
ardrottningin og
viðskiptajöfur-
inn segi frá
kynnum þeirra
Þorvaldar Þor-
steinssonar, rit-
höfundar og
m y n d l i s t a r -
manns. Þorvald-
ur er höfundur
vinsælla bóka
um álfinn Blíð-
finn sem unnið
hefur hug og hjörtu margra barna
og fullorðinna. Færri vita að Blíð-
finnur tók á sig
mynd í höfði
höfundarins í
tölvusamskipt-
um Lindu og
Þorvaldar. Í upp-
hafi hét álfurinn
Bóbó og rithöf-
undurinn sendi
hann til að gæta
Lindu. Í fyrstu
bókinni, „Ég
heiti Blíðfinnur
en þú mátt kalla
mig Bóbó“ er tilvísun í þessi sam-
skipti þegar Blíðfinnur drekkur
af „lind“ nokkurri. Linda er því
eins konar „mamma“ Blíðfinns. ■
Seinna bindi ævisögu StephansG. Stephanssonar eftir Viðar
Hreinsson, Andvökuskáld, er
komið út. Fyrra bindið, Landnem-
inn mikli, fékk góðar móttökur og
fína dóma og tilnefningu til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Seinna bindið er ekki síðra, vel
skrifað, vandlega unnið og áhrifa-
mikið og kann jafnvel að taka því
fyrra fram. Viðfangsefni seinni
bókarinnar er stormasamt líf
Stephans og skáldskapur á árun-
um 1899-1927.
Höfundurinn, Viðar Hreinsson,
segist fyrst hafa heillast af skáld-
skap Stephans í menntaskóla.
„Róttæknin í skáldskap hans
greip mig strax og síðan hef ég
ekki haft frið fyrir honum,“ segir
Viðar. „Ég fékk hann svo á bakið
þegar ég ákvað að skrifa ævisögu
hans fyrir sex árum en framvegis
ætla ég bara að hafa hann við hlið-
ina á mér.“
Manni finnst eins og það séu
nokkuð skiptar skoðanir um
skáldskap Stephans. Sumum
finnst hann tyrfinn. Hversu gott
ljóðskáld finnst þér hann vera?
„Lengst af hefur verið dregin
upp einhæf mynd af Stephani.
Menn hafa litið á hann sem ætt-
jarðarskáld. Allir þekkja Þótt þú
langförull legðir og menn hafa
ímyndað sér að Stephan sé væl-
andi af heimþrá í kvæðum sínum
en það var hann alls ekki. Skáld-
skapur hans er fjölbreyttari en
flestra annarra skálda. Víða leyn-
ist gullfalleg náttúrulýrík sem
hefur staðið í skugganum af kraft-
meiri kvæðum. Stephani hefur
verið legið á hálsi fyrir formgalla
og hann hefur verið sagður tyrf-
inn. Sumt af því sem hann yrkir er
vissulega torf en það kemur til af
því að Stephan er að berja saman
kvæði utan um hugmyndir og það
er einfaldlega ekki hlaupið að því
að gera það. Á sinn hátt var Steph-
an alvöru heimspekingur. Hann
hafði bara ekki tóm til að setja
heimspekina fram öðruvísi en í
kvæðum og þar smíðar hann lífs-
speki sína mjög meðvitað.“
Sannfærður friðarsinni
Það kemur nokkuð á óvart þeg-
ar maður les bókina hvað Stephan
varð fyrir gífurlega mikilli gagn-
rýni fyrir að vera friðarsinni, en
þrátt fyrir árásir hélt hann mjög
fast í þær hugmyndir.
„Hann sagði sjálfur að hann
hefði ekki getað annað og hefði
einnig vina sinna vegna orðið að
taka þessa afstöðu, þótt sumum
þeirra hafi mislíkað. Hann hélt
alla tíð mjög fast við grunnhug-
myndir sínar og stríðið stríddi
gegn öllu sem hann mat mest. Í
löngu kvæði, Vopnahlé, lýsir hann
því hvernig vopnað ofbeldi kallar
á hefnd og setur þannig af stað
vítahring. Þetta er það sem gerist
enn í dag. Menn hafa greinilega
ekki mikið lært síðan þá.“
Einn af kostum þessarar bókar
er að maður finnur ekkert mikið
fyrir heimildunum. Frásögnin líð-
ur eðlilega áfram. Gerðirðu þetta
meðvitað?
„Ég er menntaður bókmennta-
fræðingur og hef kannski ýmsar
fræðikenningar á bak við eyrað
en ég reyndi mjög markvisst að
fela allar fræðilegar hugmyndir á
bak við frásögnina þó þær séu
þarna allar. Ég lagði upp úr því að
rödd Stephans og aðrar raddir
kæmu í gegn í textanum en reyndi
að flétta þetta liðlega saman
þannig að frásögnin yrði læsileg.
Ég var með fínan yfirlesara á for-
laginu, Jón Karl Helgason, sem
hugsaði mikið um frásagnarþátt-
inn og hnippti stundum í mig. Það
er ómetanlegt að hafa góða menn
til að lesa yfir með sér því maður
er sjálfur blindur á margt.“
Kraftaverk í heimsbók-
menntunum
Uppáhaldskafli minn í þessari
bók er þegar Stephan kemur í
heimsókn til Íslands og ótrúlega
góðar móttökur.
„Íslandsferðin er öll merkileg.
Stephan fer heim og fær þessar
konunglegu móttökur. Segja má
að ungir og framsæknir mennta-
menn hafi sest við fótskör hans.
Hann skrifaðist á við nokkra
þeirra, þar á meðal Guðmund
Finnbogason, Ágúst H. Bjarnason
og seinna Sigurð Nordal. Það eru
oft nokkuð mögnuð bréfaskrifti.
En um leið og Stephan á tilfinn-
ingaþrungna endurfundi við
æskuslóðir og eigin æsku sjáum
við hann svo vel í lýsingum þeirra
sem hittu hann. Þeir urðu fyrir
vonbrigðum og þótti hann lítill
fyrir mann að sjá en um leið og
þeir kynntust honum stækkaði
hann aftur.
Annars er erfitt fyrir mig að
taka einhvern kafla út úr bókinni.
Það eru hins vegar ákveðin kvæði
Stephans sem ég hef mikið dálæti
á, eins og Á ferð og flugi sem er
bókmenntasögulega stórmerki-
legt því það var veruleg nýjung í
bókmenntum. Þar yrkir Stephan
um vændiskonu og ritdómarar
þorðu ekki einu sinni að taka sér
það orð í munn. Þeir skömmuðu
hann bara fyrir að vera að rífast
út í presta. Þarna nýtir Stephan
sér raunsæisstefnuna en vill um
leið skapa góðan skáldskap eftir
sínum eigin smekk. Þannig að þar
fara saman rómantísk og mynd-
ræn náttúrusýn í umhverfislýs-
ingum, mild og afdráttarlaus
mannúð og grjóthart félagslegt
raunsæi í afstöðunni til samfé-
lagsins. Þetta eru kannski helstu
drættirnir í skáldskap Stephans
sem eiga vissulega brýnt erindi
við okkur í dag. Samfélagsgagn-
rýni sem er byggð á mannúð og
umhyggju fyrir því að bestu eig-
inleikar manna fái að blómstra á
frekar erfitt uppdráttar í dag.
Annars finnst mér Stephan
vera kraftaverk í heimsbók-
menntunum. Sjálfmenntaður
maður sem býr við erfið skilyrði
en kemst þó svo hátt í hugsun og
skáldskap.“
kolla@frettabladid.is
Undanfarið hef ég aðallegaverið að lesa gamlar erlend-
ar bækur,“ segir Heimir Már
Pétursson, upplýsingafulltrúi
Flugmálastjórnar, um lesefni
sitt um þessar mundir. „Síðustu
daga hef ég sökkt mér í saka-
málasögur Sjöwall og Wahlöö
sem ég ætla mér að lesa allar
eina ferðina enn. Búinn að lesa
þær oft. Núna er ég í Maðurinn
sem hvarf, sem tekur Martin
Beck til Búdapest í leit að blaða-
manni sem lítur út fyrir að jörð-
in hafi gleypt. Þar á undan las ég
Lögreglumorð. Allar bækur
Sjöwall og Wahlöö tengjast
óbeint þar sem það er í þeim
ákveðin stígandi og persónurnar
gróa og þroskast saman eftir því
sem líður á bókaflokkinn.
Þessar bækur eru einstakar í
flokki glæpasagna vegna
þeirrar þjóðfélagsrýni
sem þar kemur fram.
Samúðin er oft með hin-
um svokölluðu glæpa-
mönnum, og lögregl-
unni, „kerfinu“ og
fjölmiðlum eru
sendar kaldar kveðj-
ur. Þannig liggur
sjaldan ljóst fyrir hver er vondi
karlinn og hver er góði maðurinn
í þessum bókum. Þar fyrir utan
eru nokkrar aðalpersónanna svo
ljúfar að manni fer að þykja
vænt um þær. Þar ber hæst
Martin Beck og Kollberg, besta
vin hans í lögreglunni.
Ég hef nýlokið við að lesa
minningar Hillary Clinton, öld-
ungadeildarþingmanns og fyrr-
verandi forseta-
frúar Bandaríkj-
anna. Þar fær
maður stað-
festingu á því
hversu eitur-
snjöll þessi
kona er. Ég er
s a n n f æ r ð u r
um að hún
m y n d i
valda því fullkomlega að vera
forseti Bandaríkjanna. Bókin
veitir einstaka sýn inn í forseta-
tíð Clintons og persónulegt og
pólitískt samband þeirra hjóna.
Þar kemur meðal annars fram
hvernig skipulagðar pólitískar
ofsóknir hægri öfgamanna í
Bandaríkjunum fóru fram gegn
þeim, og byrjuðu fyrir alvöru
þegar forsetinn greindi frá áætl-
unum sínum um endurbætur á
heilbrigðiskerfinu og setti Hill-
ary í forsvar fyrir þeim breyt-
ingum.
Áður en maður las bók Hillary
er gott að lesa bók sem heitir
Shadow eftir Watergate-blaða-
manninn Bob Woodward. Bókin
fjallar um forsetana í Hvíta hús-
inu að Nixon gengnum og lýsir
einmitt því rannsóknaræði sem
heltekið hefur Washington eftir
Watergate-hneykslið og hvernig
forsetarnir hafa komið út úr
þessum rannsóknum.“ ■
ÞORVALDUR
ÞORSTEINSSON
Fékk hugmynd að
Blíðfinni í tölvupóst-
samskiptum við
Lindu.
LINDA
PÉTURSDÓTTIR
Segir frá kynnum
sínum og Þorvaldar
Þorsteinssonar í
ævisögu sinni.
Andvökuskáld, seinna bindi ævisögu Stephans G.
Stephanssonar, er nýkomið út. Höfundur er Viðar
Hreinsson. Hann segir einhæfa mynd oft hafa verið
dregna upp af Stephani G.
Sjálfmenntað
heimspekiskáld
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
VIÐAR HREINSSON
„Á sinn hátt var Stephan alvöru heimspekingur. Hann hafði bara ekki tóm til að setja heim-
spekina fram öðruvísi en í kvæðum og þar smíðar hann lífsspeki sína mjög meðvitað.“
ANDVÖKUSKÁLD
Seinni bindi ævisögu Stephans G. Steph-
anssonar er vel skrifað, vandlega unnið og
áhrifamikið.
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
„Ég er sannfærður um að
Hillary myndi valda því
fullkomlega að vera for-
seti Bandaríkjanna.“
Sakamál og pólitík
Ég hef nýlokið við að
lesa minningar Hill-
ary Clinton öldungadeildar-
þingmanns og fyrrverandi
forsetafrúar Bandaríkjanna.
Þar fær maður staðfestingu
á því hversu eitursnjöll þessi
kona er.
,,