Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 4
4 25. október 2003 LAUGARDAGUR ■ Ísrael Er mikið sterahneyksli í uppsiglingu í íþróttaheiminum? Spurning dagsins í dag: Leiðir rannsókn á meintu olíusamráði til dóma yfir einstaklingum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 12,4% 87,6% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Asía ÁRSÞING Auka á atvinnuleysisbæt- ur stórlega og lágmarkslaun á samningstíma næstu kjarasamn- inga verði ekki lægri en 150 þús- und krónur. Þetta er meðal fjöl- margra ályktana 40. þings Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja en þinginu lauk í gær. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir kröftuga umræðu hafa farið fram á þinginu um ýmis brýn þjóðfélagsmál. „Við höfum tekið á fjölmörgum málum og far- ið víða. Launamálin er einn mikil- vægasti þátturinn og þrátt fyrir að samningar flestra aðildarfé- laga okkar losni ekki fyrr en und- ir lok næsta árs, er kominn víga- hugur í mannskapinn. Hugmynd- in um 150 þúsund króna lág- markslaun er engin fjarstæða og eina fólkið sem gagnrýnir slíkt er venjulega fólk sem er sjálft með margföld slík laun.“ Skattamál voru meðlimum BSRB hugleikin. „Núverandi skattakerfi er komið í öngstræti og þörf er á nýjum áherslum og nýrri hugsun. Kanna þarf betur hvort að hægt sé að jafna og bæta kjör fólks með skattakerfið að vopni.“ Stjórn BSRB var endurkjörin en ekkert mótframboð barst gegn sitjandi fulltrúum. ■ Ábending upplýsti átta ára gamalt rán LÖGREGLUMÁL Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins lést einn grun- aðra í Skeljungsráninu í Lækjar- götu eftir að hafa verið boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu. „Við vorum byrjaðir á málinu, en náðum ekki að yfirheyra hann. Hann var látinn þegar að því kom,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Maðurinn lést sviplega og bár- ust lögreglu upplýsingar í kjölfar andlátsins sem beindu grun að tveimur öðrum mönnum. Annar mannanna hafði ekkert komið við sögu lögreglu áður en hinn lítið. Maðurinn sem lést glímdi við veikindi og óreglu. Ránið var með þeim hætti að tveir menn réðust á tvær konur sem fluttu rúmar fimm milljónir króna í reiðufé og ávísunum fyr- ir Skeljung í Íslandsbanka á Lækjargötu í febrúar 1995. Mennirnir tveir stukku út úr stol- inni bifreið á meðan sá þriðji beið átekta í bílnum. Eftir að hafa slegið aðra konuna í höfuðið flúðu mennirnir með ránsfenginn í bílinn og óku á brott. Í byrjun þessa árs fékk Lög- reglan í Reykjavík ábendingu sem kom henni á spor ræningj- anna. Fram að því hafði málið verið lagt til hliðar óupplýst. „Okkur bárust mjög áreiðanlegar vísbendingar sem við skoðuð- um,“ segir Hörður. Tveir menn og ein kona hafa verið yfirheyrð vegna málsins. Mennirnir eru fæddir 1963 og 1965, en konan 1966. Konan er sökuð um að hafa tekið við og notað hluta ránsfengsins. Játn- ingar liggja fyrir að hluta til en önnur atriði eru óljós og telur lögregla mögulegt að þau verði aldrei upplýst að fullu. Málið er þó í aðalatriðum upplýst. Hörður segir ræningjana að- eins hafa getað notað hluta af ránsfengnum, en ekki er ljóst hve stór hluti var reiðufé. Bifreiðin og taskan sem inni- hélt ránsfenginn fundust sköm- mu eftir að ránið var framið en mennirnir voru á bak og burt. Leit lögreglu að ræningjunum var án árangurs þar til henni barst ábending síðasta vetur. jtr@frettabladid.is TÍU FÓRUST Í ELDFLAUGAÁRÁS Tíu manns létu lífið þegar eld- flaugum var skotið á pallbíl í norðurhluta Afganistan. Á meðal fórnarlambanna voru tvö börn. Tveir farþegar lifðu árásina af. Áætlað er að árásarmennirnir hafi verið hátt í tíu talsins. ÞRIÐJUNGUR UNDIR FÁTÆKRA- MÖRKUM Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af vaxandi fátækt í Úsbekistan. Hátt í þriðj- ungur þjóðarinnar lifir undir fá- tækramörkum og er óttast að inn- an skamms muni 63% lands- manna búa við sára fátækt. SÞ hvetja úsbesk stjórnvöld til að reyna að draga úr atvinnuleysi og bæta aðgang þegnanna að læknis- þjónustu og menntun. FLAKIÐ FLUTT BURT Ljósmyndararnir þrír tóku myndir af lífvana líkömum Díönu prinsessu og Dodi Fayed í flaki bifreiðarinnar. Mynduðu Díönu: Dregnir fyr- ir dómstóla BRETLAND Þrír ljósmyndarar hafa verið dregnir fyrir rétt í París, ákærðir fyrir að taka myndir á vettvangi þegar Díana prinsessa og Dodi Fayed létust í bílslysi árið 1997. Þremenningarnir tóku myndir af Díönu og Dodi í bifreið þeirra fyrir og eftir slysið. Mohammed Al Fayed, faðir Dodi Fayed, kærði ljósmyndarana á grund- velli laga um friðhelgi einkalífs- ins. Hann hafði áður reynt að fá þó sótta til saka fyrir manndráp á þeim forsendum að þeir hefðu ekki sinnt þeirri skyldu sinni að aðstoða hina slösuðu. Ljósmyndararnir eiga yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi eða rúmlega fjögurra milljóna króna sekt verði þeir fundnir sekir. ■ FÖL OG FROST VIÐ KÁRAHNJÚKA Hópur viðskiptavina Landsbanka Íslands hélt í kynnisferð þangað. Boðsferð Landsbankans: Kárahnjúkar skoðaðir FERÐALÖG Landsbanki Íslands bauð viðskiptavinum og áhrifamönnum austur á Egilsstaði til fræðslu, fundar og skoðunarferðar á vinnu- svæði virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka. Bankinn kynnti starfsemi sína á Austurlandi og fyrirsjánlegar breytingar sem verða á starfsemi bankans á þeim slóðum þegar stór- framkvæmdir á svæðinu ná fullum krafti. Sá uppgangur sem þar á sér stað vegna stóriðjuframkvæmda býður upp á ný tækifæri og voru þau kynnt þeim 200 gestum sem boðið var með. ■ ÍSRAELSKIR HERMENN DREPNIR Tveir herskáir Palestínumenn gerðu árás á landnemabyggð gyð- inga á Gaza- ströndinni og skutu til bana þrjá ísraelska hermenn þar sem þeir lágu sofandi í her- búðum. Tveir aðrir Ísraelar særðust í árásinni. Her- menn eltu annan árásarmanninn uppi og skutu hann til bana. Hamas og samtökin Íslamskt Jihad lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér. EINN AF LEIÐTOGUM JIHAD HANDTEKINN Leyniþjónusta ísra- elska hersins handtók einn af leiðtogum samtakanna Íslamskt Jihad í sælgætisverslun í borg- inni Ramallah. Osama Barham hafði verið í felum í þrjú ár. Hann er sakaður um aðild að fjöl- da hryðjuverkaárása. LANDNEMABYGGÐIR STÆKKAÐAR Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir byggingu 300 nýrra heimila í landnemabyggðunum á hernumdu svæðum Palestínu. Þessi ákvörðun brýtur í bága við vegvísinn til friðar þar sem kveðið er á um að Ísraelar hætti að stæk- ka landnemabyggðir sínar á Vest- urbakkanum og Gaza-ströndinni. SAMNINGAFUNDUR „Þarna er deilt um almenn atriði kjarasamninga,“ segir Þórir Einarsson ríkissátta- semjari en heldur hefur dregið sundur með deilendum í kjaradeilu flugvirkja. Hafa þeir boðað verk- fall aðfaranótt þriðjudags ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun millilanda- flug Icelandair leggjast niður. „Staðan er einfaldlega sú að ekkert hefur gengið saman. Þess vegna sleit ég fundi til að menn átti sig á alvöru málsins.“ Þórir mun gefa deilendum tóm til að hugsa sinn gang en hann hef- ur boðað nýjan sáttafund fyrir há- degi í dag. „Við munum hittast hvort sem þokast hefur í stöðunni eður ei. Að öðru leyti er vonlaust að ráða eitthvað í stöðuna. Menn eru í skotgröfum og langur vegur eftir enn.“ ■ Fjölmargar ályktanir á nýafstöðnu þingi BSRB: Lágmarkslaun verði 150 þúsund ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir mörg mikilvægt mál hafa verið rædd á 40. þingi BSRB. Einn þriggja manna sem grunaður er um Skeljungsránið í Lækjargötu fyrir átta árum lést eftir að hafa verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu. Ábending til lögreglu kom henni á spor þriggja manna í byrjun árs. ÍSLANDSBANKI Í LÆKJARGÖTU Tveir menn réðust á tvær konur á vegum Skeljungs þegar þær fluttu fé í Íslandsbanka í Lækjargötu. Þriðji maðurinn beið í stolnum bíl. ■ Okkur bárust mjög áreiðan- legar vísbend- ingar sem við skoðuðum. Kjaradeilda flugvirkja: Nýr fundur í dag ÞÓRIR EINARSSON Annar samningafundur með flugvirkjum verður haldinn í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Bankar: Rakalausar ásakanir VIÐSKIPTI Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja gagnrýna Neyt- endasamtökin harðlega í nýrri skýrslu sem samtökin sendu frá sér í gær. „Ályktanir Neytendasamtak- anna um að stóran hluta hagnaðar bankanna megi rekja til óeðlilega mikils vaxtamunar og sívaxandi tekna af þjónustugjöldum sem við- skiptavinum er gert að greiða standast engan veginn,“ segir skýrslunni. Þar segir að 77% hagnaðar megi rekja til mikils og óvenjulegs gengis- hagnaðar. Þá skili aukin þjónusta við fagfjárfesta sér í auknum tekjum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.