Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 12
Um helgina 18.-19. október vardeilt um „öryrkjadóminn“ svo- kallaða sem Hæstiréttur kvað upp, en samkvæmt honum þarf ríkis- sjóður að borga öryrkjum þúsund til fimmtán hundruð milljónir sem ranglega voru hafðar af þeim. Dav- íð Oddsson fullyrti á þingi að dóm- urinn væri „sigur fyrir ríkisstjórn- ina“, en Steingrímur Sigfússon sagði að Davíð kynni „ekki að skammast sín“. Kirkjuþing var sett um helgina og biskupinn varaði þjóðina við „hinum myrku öflum“ og einkum og sér í lagi tók biskup Strandamönn- um vara við því að taka að leggja stund á kukl og galdrabrennur sér til lífsviðurværis þótt lítill kvóti sé eftir í byggðarlaginu og landbúnað- ur á fallanda fæti. Mánudaginn 20. október var frá því skýrt að músafaraldur mikill er kominn upp á Suðurlandi og hafa mýsnar nær því lamað samgöngur í héraðinu með því að læðast inn í bíla um nætur og éta úr þeim raf- kerfið. Sömuleiðis hafa kakkalakk- ar lagt undir sig tvö hús í Hafnar- firði. Stofnstærð músa og kakka- lakka virðist því vera í sögulegu há- marki um leið og íslenski rjúpna- stofninn er í lægð, og er líklegt að umhverfisráðuneytið gefi skot- veiðimönnum veiðileyfi á hagamýs og kakkalakka uns rjúpnastofninn hefur rétt aftur úr kútnum. Þriðjudaginn 21. október sögðu Neytendasamtökin ofsagróða bank- anna á fyrstu sex mánuðum ársins stafa af óeðlilegum vaxtamun og uppspenntum þjónustugjöldum. Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja kvaðst mundu óska eftir því „að fá að sjá þessa útreikninga, því niðurstöður Neytendasamtakanna eru í and- stöðu við okkar raunveruleika“. Enda hafði það augljóslega farið fram hjá Neytendasamtökunum að nú á tímum hins mikla vöruúrvals eru að sjálfsögðu til margir raun- veruleikar, og heimskulegt að rugla saman gráum raunveruleika neyt- enda og glæstum raunveruleika bankakerfisins. Fimmtudaginn 23. október birti Fréttablaðið frétt af Sigurði Pét- urssyni skipstjóra sem flutti úr kvótaleysinu á Íslandi til Austur- Grænlands og veiddi þar nýverið níu náhveli og sporðtók að auki 300 kílóa hákarl með berum höndum í flæðarmálinu við baðströndina í Kangerlussuaq á 69 gráðum norð- ur. Föstudaginn 24. október greindi Fréttablaðið svo frá því að embætti ríkislögreglustjóra hefur hafið op- inbera rannsókn á ætluðu ólöglegu samráði stjórnenda olíufélaganna. Rannsóknin snýr að æðstu stjórn- endum Skeljungs, Olís og Olíu- félagsins Esso á árunum 1993-2001 og þeim millistjórnendum sem tóku þátt í samskiptum við hin fé- lögin. Alls eru þetta á milli 10 og 15 manns. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Þórólfur Árnason, segir að ekki standi á sér að hjálpa til við að upplýsa málið. ■ Samgöngumál gerðu harða at-lögu að veðrinu í samkeppni um algengasta umræðuefni manna á milli þetta haust. Að hluta til er það árvisst. Allt of mörgum gefst tími til að velta fyr- ir sér samgöngumálum í umferð- arhnútum á helstu gatnamótum borg- arinnar um það leyti sem skólar hefja göngu sína. Nýráðinn borg- arverkfræðingur vakti jafnframt at- hygli fyrir hug- myndir um eflingu almennings- samgangna til að draga úr álagi á helstu umferðaræðar. Ef fram- haldsskólanemar fengju frítt í strætó kvölds og morgna kæmust aðrir greiðar um götur. Kannski kristallast afstaða flestra Reyk- víkinga einmitt í því að þeir styð- ja heilshugar að sem flestir (aðrir en þeir) noti strætó. Gatnakerfið stíflast Vandinn sem við er að eiga á sér vitanlega hliðstæður hvarvetna í heiminum. Einkabílar einfalda svo fyrir okkur lífið að það lögmál virðist ráða að eftir því sem betur er búið að umferð þeirra fjölgar þeim allt þar til einstakir hlutir gatnakerfisins stíflast. Og ekki hefur skort á fjölgun bíla hér á landi. Á síðasta ártug fjölgaði bílum um 50.000. Meginþorri þeirrar fjölgunar varð á höfuðborgarsvæð- inu. Í desember síðastliðnum áttu 26.855 kjarnafjölskyldur og 8.069 einstæðir foreldrar í Reykjavík alls 74.573 bíla. Þetta eru nærri þrír bílar á hverja fjölskyldu ef við gerum ráð fyrir að einstæðir for- eldrar keyri aðeins um á einum bíl. Á höfuðborgarsvæðinu í heild voru 112.803 bílar skráðir í lok síðasta árs. Fleiri bílar en bílpróf. Strætó hluti samgönguáætlunar Á sama tímabili hefur farþega- fjöldi strætó staðið í stað. Hefð- bundinn skotgrafahernaður í um- ferðarumræðunni væri að leggj- ast annaðhvort á þá sveif að al- menningssamgöngur séu óraun- hæfar í dreifðustu höfuðborg heims eða hina, að milljarðarnir sem lagðir eru í mislæg gatnamót eigi að renna til almenningssam- gangna. Millivegur á milli þessara tveggja póla fer án efa nærri heildarhagsmunum borgarinnar. Mislæg gatnamót eru brýn og ný- hafnar endurbætur á leiðakerfi strætó ekki síður. En allt kostar peninga. Kjarni málsins er því sá að líta á almenningssamgöngur sem sjálfsagðan fjárfestingar- kost til samanburðar við aðrar fjárfrekar lausnir á samgöngu- sviðinu. Strætó á að vera sjálf- sagður hluti samgönguáætlunar Alþingis. Fyrsta skrefið er þó að almenn- ingsamgöngur á höfuðborgar- svæðinu njóti jafnræðis við áætl- unarferðir um landið og ferjuleið- ir sem njóta ríkisstuðnings. Þó ekki væri í öðru en að mæta 230 milljóna skatti Strætó bs. í ríkis- sjóð. Fyrir það mætti bjóða fram- haldsskólanemum fríar ferðir. Ferðavenjum fólks er erfitt að breyta. Þetta er auðleyst. ■ 12 25. október 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég þekki illa þau umkvörtunar-efni sem ollu því að Steinunn Birna Ragnarsdóttir sagði af sér ábyrgðarstörfum fyrir Reykja- víkurlistann. Um þau hef ég því ekki margt að segja – þaðan af síður um Austurbæjarbíó. En hitt sýnist mér vera rétt sem Birgir Guðmundsson gaf í skyn á þess- um vettvangi í gær að mál Stein- unnar Birnu sé fremur til marks um óhóflega samstöðu innan Reykjavíkurlistans en upplausn innan hans eins og sjálfstæðis- menn hafa haldið fram. Stjórnarskrárbrot þings og ríkisstjórnar hafa verið til um- ræðu að undanförnu. Hefur að vonum vakið mikla hneykslun að þær háu stofnanir skuli liggja undir ámæli um slíkt. En á það hefur líka stundum verið bent að stjórnarskrárbrot eru alls ekki svo fátíð sem ætla mætti meðal þingmanna. Stjórnarskráin brotin dag- lega? Sumir vilja ganga svo langt að fullyrða að þingmenn brjóti stjórnarskrána næstum upp á hvern einasta dag – eða alltént þá daga þegar atkvæði eru greidd. Því þau falli í langflestum tilfell- um samkvæmt fyrir fram ákveðnum flokkslínum – þing- flokkarnir hafa komið sér saman um eina og einróma skoðun og undantekningarlítið greiða þing- mennirnir svo atkvæði sam- kvæmt því. Og í mikilsháttar málum skiptast skoðanirnar oft- ar en ekki einfaldlega í tvennt: stjórnarflokkarnir eru á móti öllu sem stjórnarandstaðan vill og öfugt. Þó vita allir að málin eru aldrei svo einföld. Í stjórnar- flokkunum gæti fullt af þing- mönnum iðulega hugsað sér að styðja mál stjórnarandstöðunnar – og öfugt. Hver trúir því t.d. í al- vöru að í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins sé enginn sem vill ganga í Evrópusambandið? En hafi flokkurinn ákveðið stefnu þarf meira en lítið til að einstakir þingmenn opinberi sínar eigin skoðanir og það gerist yfirleitt ekki nema í heldur „ómerkileg- um“ málum. Telst ella til mikilla tíðinda. Þó mun standa skýrum stöfum í stjórnarskránni að þingmenn séu aðeins bundnir af sannfær- ingu sinni. En flokksaginn er þegar á reynir sterkari en þessi fyrirmæli stjórnarskrárinnar. Og við sitjum uppi með pólitískt kerfi þar sem helst verður að njörva allar skoðanir niður á ein- faldar flokkslínur og samstaðan er svo mikils virði að einn og einn borgarfulltrúi má ekki hafa prí- vat skoðun á því hvort rífa eigi Austurbæjarbíó. Starfskraftar minnihlutans Ég held ég muni það rétt að eftir að Árni Sigfússon var kjör- inn bæjarstjóri í Reykjanesbæ í fyrra hafi hann að eigin frum- kvæði og óumbeðinn gefið þá yf- irlýsingu að hann myndi leggja sig sérstaklega fram um að hafa gott samstarf við minnihlutann í bæjarstjórninni. Hann myndi kappkosta að hlusta á sjónarmið minnihlutans, leyfa honum að taka þátt í ákvarðanatöku og óhikað virkja starfskrafta minnihlutamanna þar sem það ætti við. Þetta væri eðlilegt vegna þess að þeir sem byðu sig fram til bæjarstjórnar – fyrir hvaða flokk sem væri – það væru nátt- úrlega einmitt þeir sem hefðu mestan áhuga á að starfa fyrir bæjarfélagið sitt og hefðu að líkindum bæði hugmyndir og starfsorku fram að færa. Því væri fáránlegt að nýta ekki þær hugmyndir og þá starfsorku af þeirri ástæðu einni að viðkom- andi hefðu – af alls konar ástæð- um – fengið ögn færri atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum en einhverjir aðrir. Eitthvað í þessa áttina var það sem Árni sagði – ef ég man rétt. Nú hef ég ekki fylgst svo vel með bæjar- stjórnarmálum í Reykjanesbæ að ég viti hvernig og að hversu miklu leyti Árna hefur auðnast að standa við þau fyrirheit sem hann gaf. En bara þessi yfirlýs- ing ein var þó í sjálfu sér merki- leg. Því það er til marks um helj- artök flokksagans í öllu póli- tísku starfi hér á landi hvað yf- irlýsingin hljómaði djörf, frum- leg og eiginlega nánast bylting- arkennd! Því auðvitað er afstað- an sem í henni birtist alveg laukrétt og ætti satt að segja að vera sjálfsögð. Bæði í sveitar- stjórnarstjórnum og ekki síður á Alþingi. Margrét ráðherra í stjórn Davíðs? Haldiði ekki til dæmis að í stjórnarandstöðuflokkunum á Al- þingi sé að finna bæði karla og konur sem hefðu staðið sig betur í ráðherraembættum undanfarin ár heldur en sumir þeir ráðherrar sem stjórnarflokkarnir völdu til starfa – ég nefni engin nöfn!? Og að í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík séu ekki einhverjir sem hefðu getað stýrt tilteknum nefndum og stofn- unum borgarinnar betur en sumir þeir sem Reykjavíkurlistinn hef- ur teflt fram? Svarið við báðum spurningun- um er afdráttarlaust „jú“ – ég held enginn geti neitað því. Samt kemur auðvitað ekki til mála að Margrét Frímannsdóttir verði til dæmis samgönguráðherra eða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður Orkuveitunnar. Flokkakerfi kemur í veg fyrir það. En er þá ekki bara eitthvað að flokkakerfinu? ■ Sveit í borg - kveður Stjórn „Sveitar í borg“ – Kolbrún Kópsdótt- ir, Sigríður Br. Sigurðardóttir, Rut Kristins- dóttir, Sigurlaug Jónsdóttir og Steinunn Jónsdóttir – skrifar: Samþykkt var einróma á aðal-fundi Hverfissamtaka Vatns- endahverfis, „Sveit í borg“, þann 14. október sl. að leggja niður formlega starfsemi samtakanna. Hugmyndir um virkt lýðræði á sviði landnýtingar og umhverfis- mála hafa undanfarin ár grund- vallast á virku samráði á milli þeirra er hafa vald til ákvarðana- töku og þeirra sem þurfa að búa við þau skilyrði sem yfirvöld skapa þeim. Í þeim lögum sem fjalla um landnýtingu er lögð áhersla á slíkt samráð og að tekið sé tillit til athugasemda almenn- ings, enda er það í anda þeirrar hugmyndafræði sem býr að baki lýðræðislegri ákvarðanatöku. Í kjölfar ólíkra skoðana íbúa og ráðamanna í Kópavogi varðandi uppbyggingu á Vatnsendasvæð- inu spratt upp hreyfing sem kall- aði sig „Sveit í borg“, en m.a vegna hvatningar frá yfirvöldum Kópavogsbæjar voru mynduð formleg samtök. Markmið þeirra snerist um að skipulag á Vatns- endanum yrði unnið í sátt við nátt- úru og íbúa. Samtökin hafa átt ótal fundi með íbúum, embættismönn- um og bæjarstjórnarfulltrúum á sl. þremur árum. Samtökin hafa sent frá sér á annan tug vel rök- studdra athugasemda við skipu- lagstillögur er tengjast Vatns- endasvæðinu. Árangur þessarar vinnu er því miður að mati íbúa og stjórnar „Sveitar í borg“ sama og enginn. Íbúar spyrja sig hvaða merk- ingu yfirvöld leggi í að „taka tillit til“ athugasemda – er það að stefna að yfir 7.000 manna byggð á svæð- inu á meðan íbúar óska eftir 3.000 manna byggð? Hvað merkir það þegar segir í Staðardagskrá 21 fyr- ir Kópavog að stefnan í skipulags- málum sé að „byggð falli vel að umhverfinu“ – eru það 14 hæða byggingar í 450 m fjarlægð frá El- liðavatni? Þegar segir í sömu stefnu að byggð þróist í „sátt við náttúru, í samvinnu við íbúa og í anda sjálfbærrar þróunar“, þá vita Vatnsendabúar varla hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Það tillit sem tekið hefur verið til athugasemda vegna skipulags á Vatnsendanum er vart sjáan- legt. Fyrr en varir rís steinsnar frá Elliðavatni athafnasvæði og rúmlega 7.000 manna byggð, sem hýsir meðal annars tuttugu hæða byggingar, ofan á helstu reiðleiðir hestamanna á höfuðborgarsvæð- inu og í sjónlínu við Heiðmörkina. Þar að auki er byggð skorin sund- ur af vegi sem næstu áratugina mun gegna hlutverki stofnbrautar á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn „Sveitar í borg“ þakkar íbúum í Vatnsendahverfi gott og ánægjulegt samstarf og óskar þess að yfirvöld í Kópavogi beri gæfu til þess í framtíðinni að hlusta og taka raunverulegt tillit til radda íbúa sinna. Það er leiðin til að vinna í anda Staðardagskrár bæjarins og að geta staðið undir þeirri staðhæfingu að það sé „gott að búa í Kópavogi“. ■ ■ Bréf til blaðsins BÍLAR Í REYKJAVÍK Í desember síðastliðnum áttu 26.855 kjarnafjölskyldur og 8.069 einstæðir foreldrar í Reykjavík alls 74.573 bíla. Þetta eru nærri þrír bílar á hverja fjölskyldu. Kukl, kakkalakkar og níu náhveli ■ Afstaða flestra Reykvíkinga er sú að þeir styð- ja heilshugar að sem flestir (aðrir en þeir) noti strætó. ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um flokks- stefnur og flokksaga. Um daginnog veginn Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ rifjar upp minnisverð tíðindi vikunnar. Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um almennings- samgöngur og bílaeign. Burt með flokksagann! Fleiri bílar en bílpróf FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.