Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 10
10 25. október 2003 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um tæplega 40% á fimm árum. Brot sem tengjast fíkniefnum hafa aldrei verið fleiri en þau voru í fyrra eða 994 tals- ins. Um 67% fíkniefnabrotanna komu upp á höfuðborgarsvæðinu, en hafa ber í huga að á meðal þeirra brota sem koma á borð lög- reglunnar í Reykjavík eru vegna mála sem eiga upphaf sitt hjá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli og Tollstjóranum í Reykja- vík. Lagt var hald á meira hass en nokkru sinni áður eða 57 kíló. Sömu sögu er að segja af kókaíni en lagt var hald á ríflega 1,8 kíló af efninu í fyrra. Samkvæmt lög- reglunni má rekja aukningu fíkni- efnabrota að langmestu leyti til frumkvæðisverkefna tollgæsl- unnar og lögreglu. Alls var lagt hald á 7,2 kíló af amfetamíni en aðeins einu sinni áður hefur verið lagt hald á meira magn. Það var árið 2000 þegar ríf- lega 10 kíló af efninu voru gerð upptæk. Mun minna var haldlagt af e-töflum eða í fyrra en síðast- liðin ár eða 814 stykki. Fíkniefnabrotin í fyrra leiddu af sér 1.039 kærur, þar af voru 917 karlar kærðir og 122 konur. ■ VARNARMÁL Bandarísk stjórnvöld eru að vinna að heildarendurskoð- un á herafla sínum í ljósi breyttr- ar stöðu heimsmála. Áformað er að gera breytingar á starfsemi varnarliðsins á Íslandi í þessu samhengi og á grundvelli tvíhliða viðræðna við íslensk stjórnvöld. Bandaríkin leggja áherslu á að taka verði mið af þörfum beggja aðila til að finna framtíðarlausn á varnarmálum Íslands. Ástandið í heiminum hefur breyst mikið síðan kalda stríðinu lauk og stórveldaslagur Banda- ríkjanna og Rússlands heyrir að mestu sögunni til. Af þessum sök- um er ekki lengur talin ástæða til að vera með svo mikinn viðbúnað í Evrópu og Norður-Atlantshafi sem raun ber vitni. Í dag líta bandarískir sérfræðingar svo á að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra stafi fyrst og fremst ógn af hryðjuverkastarfsemi og því þurfi að leita nýrra aðferða til að gæta öryggis þegnanna. Samband landanna í húfi Í vor komu upp deilur á milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda um framtíð varnarmála á Íslandi. Bandaríkin höfðu tekið einhliða ákvörðun um breytingar á starfi varnarliðsins hér á landi sem meðal annars fólust í því að kalla burt fjórar F-15 orustuþotur. Íslensk stjórnvöld lögðust hart gegn þessum niðurskurði á varn- arviðbúnaðinum og báru því við að ekki væri hægt að halda uppi nauðsynlegum vörnum hér á landi án þotnanna. Að lokum fór svo að George W. Bush Bandaríkjafor- seti afturkallaði fyrirmælin um að fjarlægja þoturnar, að líkind- um til að koma í veg fyrir að al- varlegir brestir kæmu í pólitískt samband Íslands og Bandaríkj- anna. Í framhaldi af þessu var tekin sú ákvörðun að endurskoða starfsemi varnarliðsins á Íslandi með hliðsjón af öðrum breyting- um á varnarkerfi Bandaríkjanna. Stjórnmálalegt og diplómatískt samband Íslands og Bandaríkj- anna hefur verið fremur náið á áratugum. Háttsettir embættis- menn sem Fréttablaðið ræddi við í Washington segja að ekki sé hægt að líta fram hjá því að Íraks- deilan og önnur mál þar sem ís- lensk stjórnvöld hafa sýnt Banda- r í k j u n u m stuðning hafi átt þátt í því að styrkja þetta samband og móta af- stöðu Banda- ríkjastjórnar til Íslendinga. B a n d a r í s k s t j ó r n v ö l d telja brýnt að standa vörð um þessi sterku tengsl og vilja því reyna að finna lausn á framtíð varnarmála hér á landi í samstarfi við íslensk stjórnvöld. Heraflanum betur varið annars staðar Á málflutningi bandarískra og íslenskra embættismanna má heyra að enn er töluverður munur á þeim hugmyndum sem ríkin tvö hafa um það hvernig vörnum skuli háttað á Íslandi. Bandaríkja- menn líta svo á að síðan kalda stríðinu lauk hafi þörfin fyrir her- vernd hér á landi minnkað veru- lega og í því ljósi beri að gera breytingar á starfi varnarliðsins. Sérfræðingar í varnarmálum telja farsælast að gera bandaríska herinn hreyfanlegri, leggja áher- slu á að þróa hátæknibúnað og færa herstöðvarnar nær líklegum átakasvæðum. Þeir benda á að ör- yggis íslenskra borgara geti verið betur gætt með auknum herafla á þeim stöðum þar sem ófriður og spenna ríkir. Embættismenn í Washington leggja áherslu á að mannafli og tækjabúnaður banda- ríska hersins sé þrátt fyrir allt takmarkaður og því sé mikilvægt að honum sé ávallt vel varið. Í því sambandi benda þeir á þann kostnað sem fylgir því að halda úti fjór- um orustuþot- um hér á landi sem líklega kæmu að meiri notum annars staðar. Þoturnar hafa ekki borið vopn svo árum skiptir og því er gildi þeirra að mati sumra fyrst og fremst táknrænt. Í samtölum embættismanna við íslenska blaðamenn kom fram að þó ákveð- ið hafi verið að fresta brottför þotnanna muni þær að öllum lík- indum fara innan fárra missera. Íslendingar verða að skilgreina ógnina Bandarískir embættismenn benda á að Íslendingar verði sjálf- ir að skilgreina þá ógn sem þeir telji sig þurfa vernd gegn. Þeir segja að til þess að geta þróað varnarsamband landanna tveggja verði Íslendingar að hafa skýra hugmynd um það hvers konar varnir séu nauðsynlegar og af hverju. Margir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að Íslendingum beri að leita leiða til að taka virk- ari þátt í að gæta öryggis lands- ins. Í því sambandi er bent á þann möguleika að þjálfa lögreglu og sérsveitir enda sé erlendur her- afli ekki endilega hagkvæmasta eða áhrifaríkasta lausnin eins og staða heimsmála er í dag. Skiptar skoðanir eru um mikil- vægi veru varnarliðsins hér á landi meðal bandarískra sérfræð- inga. Þær raddir verða sífellt há- værari sem halda því fram að enginn hluti af starfsemi varnar- liðsins geti talist nauðsynlegur eins og staðan er í dag. Engu að síður er það almennt viðhorf að ekki sé ástæða til að leggja her- stöðina af með öllu að svo stöddu þar sem ástandið geti átt eftir að breytast í framtíðinni. Bandarískir embættismenn segja að það geti tekið eitt til tvö ár að endurskoða herafla Banda- ríkjanna og því ætti Íslendingum að gefast ráðrúm til að þróa hug- myndir um það hvernig þeir vilja að staðið verði að málum hér á landi. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í síð- ustu viku að undirbúningurinn að breytingum á varnarviðbún- aði landsins væri kominn vel á veg og sennilega væri um það bil þriðjungi ferilsins lokið. Á næstu misserum hefjast viðræður milli bandarískra ríkisstofnana og í framhaldi af því á munu Banda- ríkin setjast við samningaborðið með bandamönnum sínum í Nató. ■ Fréttaskýring BRYNHILDUR BIRGISDÓTTIR ■ fjallar um stöðu Íslands í yfir- standandi heildarendurskoðun á varnarkerfi Bandaríkjanna VARNARSVÆÐIÐ Hermönnum varnarliðsins á Miðnesheiði hefur fækkað verulega á undanförnum fimmtán árum. HERMENN VARNARLIÐSINS 1990 3.294 1994 2.877 1995 2.280 1996 2.149 1997 2.019 2000 1.900 2001 1.898 2002 1.924 2003 1.946 ÍSLENSKIR STARFSMENN VARNARLIÐSINS 1990 1.086 1994 910 1995 951 1996 882 1997 883 2000 916 2001 870 2002 910 2003 897 Þoturnar væntanlega á braut á næstu misserum Umfangsmiklar breytingar eru í vændum á varnarkerfi Bandaríkjanna og munu þær hafa áhrif um heim allan. Bandarískir ráðamenn vilja að varnarsamningurinn við Ísland verði endurskoðaður í þessu samhengi. ´70 ´71 ´72 ´73 ´74 ´75 ´76 ´77 ´78 ´79 ´80 ´81 ´82 ´83 ´84 ´85 ´86 ´87 ´88 ´89 ´90 ´91 ´92 ´93 ´94 ´95 ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Tekjur íslenska þjóðarbúsins af veru varnarliðsins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu DONALD RUMSFELD Bandaríski varnarmálaráðherrann segir að breytingar á starfsemi varnarliðsins á Íslandi verði gerðar með hliðsjón af heildarendurskoðun á varnarkerfi Bandaríkjamanna. KÓKAÍN Lagt var hald á meira kókaín en nokkru sinni fyrr eða 1,8 kíló. Lagt var hald á tæplega 60 kíló af hassi í fyrra: Fíkniefnabrotum fjölgar um 40% Unglingspiltar: Gleyptu Viagra í skólanum BRETLAND Sex breskir unglingspilt- ar voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn stinningarlyfið Vi- agra. Piltarnir, sem eru tólf og þrett- án ára, tóku lyfið í hádegishléi í skóla í Berkshire, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Heimildir herma að einn þeirra hafið komið með töflurnar í skólann og deilt þeim með félögum sínum. Kenn- arar hringdu eftir sjúkrabíl þegar þeim varð ljóst hvað drengirnir höfðu gert. Læknar á Konunglega sjúkrahúsinu í Bershire rannsök- uðu piltana en þeim virtist ekki hafa orðið meint af lyfinu. ■ Greiðsluafkoma ríkissjóðs: Tekjur aukast um 11,5% EFNAHAGSMÁL Heildartekjur ríkis- sjóðs á fyrstu níu mánuðum árs- ins námu rúmum 187 milljörðum króna og hækkuðu um 19 millj- arða frá því í fyrra eða um 11,5%. Í auknum tekjum munar mestu um sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landsbankanum, Búnaðarbankan- um og Íslenskum aðalverktökum. Innstreymi vegna hlutabréfasölu námu um 12 milljörðum króna. Greidd gjöld á fyrstu níu mánuð- um ársins námu 196 milljörðum króna og hækkuðu um 6,2% frá því í fyrra.Langmest fór til fé- lagsmála eða 126 milljarðar. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 20,6 milljarða saman- borið við 19,6 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. ■ ÓBREYTT ÚTGJÖLD Í Vefriti fjár- málaráðuneytisins segir að hlut- fall útgjalda af landsframleiðslu hafi haldist óbreytt frá árinu 1998. Útgjöld ríkissjóðs hafi því ekki stóraukist eins og sumir hafi haldið fram. Í vefritinu kemur fram að hlutfallið muni lækka um 1,5% árið 2004. LÁG SKATTBYRÐI Skattbyrði Ís- lendinga er langtum minni en á hinum Norðurlöndunum og nokk- uð undir meðaltali Evrópuríkja OECD. Þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um nýútkomna skýrslu um skatttekjur í OECD- ríkjunum. Hæstu skatthlutföllin er að finna í Svíþjóð og Dan- mörku, þar sem hlutfallið er 50% af landsframleiðslu. ■ Efnahagsmál VIAGRA Unglings- piltunum sex varð ekki meint af lyfinu. Móðir dæmd fyrir morð: Kæfði fjögur börn sín SYDNEY, AP Áströlsk kona hefur verið dæmd í 40 ára fangelsi fyrir að bana fjórum börnum sínum. Kathleen Folbigg var fundin sek um að hafa kæft börnin og dæmd fyrir þrjú morð og eitt manndráp. Að sögn verjenda Fol- bigg þjáðist hún af persónuleika- truflunum og þoldi illa að vera undir álagi. Yngsta barnið var nítján daga gamalt og það elsta nítján mán- aða. Fyrst voru lát þeirra talin af eðlilegum örsökum en grun- semdir vöknuðu eftir að fjórða barnið lést. Í fyrstu lá faðir bar- nanna undir grun. ■ LAUNAVÍSITALA Í SEPTEMBER Ár Vísitala Hækkun milli ára 2003 239,9 5,6% 2002 227,2 5,8% 2001 214,8 9,1% 2000 196,8 7,8% 1999 182,5 6,3% 1998 171,7 8,3% 1997 158,5 7,1% 1996 148,0 5,1% 1995 140,8 5,6% 1994 133,3 1,4% 1993 131,5 0,9% 1992 130,3 0,8% Heimild: Hagstofan Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.