Fréttablaðið - 08.11.2003, Side 1

Fréttablaðið - 08.11.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR BARIST Í VÍKINNI Einn leikur verður í Remax deild karla í handoblta. Víkingur og Fram mætast klukkan 16.30 í Víkinni. Tveir leikir verða í Remax deild kvenna. Valur og Fram mætast klukkan 14 og Vík- ingur sækir KA/Þór heim klukkan 16.45. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM VÆTUTÍÐ Í borginni verður úr- komulítið í fyrstu en síðan myndarlegar dembur þegar kemur fram á daginn. Góð bók er í þessu veðri gulli betri. Sjá síðu 6. 8. nóvember 2003 – 276. tölublað – 3. árgangur NORÐURLJÓS Í NAUÐVÖRN Í gjald- þrot stefnir hjá Norðurljósum ef samningar nást ekki fyrir áramót. Fjárfestar hafa ekki áhuga á samstarfi við Jón Ólafsson, eigan- da fyrirtækisins. Sjá síðu 2. RÚMUR MILLJARÐUR Á MÁNUÐI Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um tæpa 1,3 milljarða á mánuði frá ára- mótum. Kaupþing-Búnaðarbanki græðir mest. Sjá síðu 2. VG ÁLITNIR ÓGN Steingrímur J. Sig- fússon sagði hina stjórnmálaflokkana hafa álitið VG sameiginlega ógn á landsfundi flokksins í gær. Sjá síðu 4. TYRKIR EKKI TIL ÍRAKS Tyrkneska ríkisstjórnin ætlar ekki að senda hermenn til friðargæslu í Írak, líkt og áður hafði verið ákveðið. Ástæðan er andstaða innan fram- kvæmdaráðs Íraks og ekki síður andstaða meðal almennings í Tyrklandi. Sjá síðu 2. LÖGREGLA Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli handtók á miðvikudag Ástrala sem kom með flugi frá Stokkhólmi á leið til Boston. Í fylgd með mannin- um voru tvær kín- verskar stúlkur um tvítugt sem talið er að hann hafi ætlað að koma ólöglega til Bandaríkjanna. Talið er að þar hafi þeirra jafnvel beðið að vera seld- ar mansali. Við vegabréfaskoðun í Leifsstöð framvísaði hann bresku vegabréfi sem við nánari rann- sókn reyndist vera falsað. Kín- versku stúlkurnar tvær voru með japönsk vegabréf sem einnig voru fölsuð. Maðurinn var í gærmorgun úr- skurðar í tveggja vikna gæslu- varðhald í Héraðsdómi Reykja- ness vegna meintra brota á út- lendingalöggjöfinni og gruns um þátttöku í mansali. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, staðfesti við Fréttablaðið að umrædd handtaka hefði átt sér stað en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið sem hann segir vera á viðkvæmu stigi. Rannsókn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli miðar vel áfram en málið teygir anga sína út fyrir landsteinana því í framhaldi af upplýsingum við rannsóknina hér á landi var maður handtekinn í Svíþjóð ásamt þremur meintum fórnarlömbum. Finnska lögreglan hefur einnig framkvæmt handtök- ur þar sem karlmaður var tekinn ásamt meintum fórnarlömbum. Í öllum tilvikum er um að ræða kín- verskar stúlkur á fölsuðum japönskum vegabréfum. Talið er að um sé að ræða al- þjóðlegan hring sem hafi skipu- lega stundað smygl á fólki og jafn- vel mansal sem felst í því að koma fólki ólöglega inn í lönd og gera það út til vinnu eða vændis. Fórn- arlömbin eru þá algjörlega rétt- indalaus í viðkomandi löndum og greiða glæpasamtökum stóran hlut tekna sinna. Mál Ástralans gæti orðið hið fyrsta hérlendis sem reist er á mansalsákvæði sem sett voru í hegningarlög í vor. Lögregluyfirvöld hérlendis hafa náið samráð við lögreglu í Finnlandi og Svíþjóð við rannsókn málanna. rt@frettabladid.is HARÐUR ÁREKSTUR Á EIÐISGRANDA Kona á fimmtugsaldri liggur alvarlega slösuð á Landspítalanum eftir að hafa lent í hörðum árekstri við Eiðisgranda í gærdag. Handtekinn í Leifsstöð grunaður um mansal FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sir David Attenborough Sjónvarpsmaðurinn heimsfrægi tal- ar um einlægan áhuga sinn á dýr- um og ferðir sínar um víða veröld. ▲ SÍÐA 16 Ópera fyrir unglinga Íslenska óperan og Strengjaleikhúsið frumsýna óperu sem er samin fyrir unglinga. SÍÐA 22 ▲ Nýtt verk á fjölunum: Vinsæll á Íslandi FJÖLMIÐLAR „Við höfum verið að skipuleggja útgáfuna og kalla til fólk,“ segir Gunnar Smári Egils- son, framkvæmdastjóri Fréttar, um undirbúning að útgáfu DV. „Það er of snemmt að fastsetja fyrsta útgáfudag en hann er enn ráðgerður í næstu viku.“ Gunnar Smári segir að byrjað sé að ráða fyrrum starfsfólk DV að blaðinu og því verði haldið áfram um helgina. Leitað var til prentsmiðju Morgunblaðsins og Ísafoldarprentsmiðju í gær. Vonir standa til að takast muni að ná samningi um prentun blaðsins um helgina. Unnið er að því að sam- eina dreifikerfi DV og Frétta- blaðsins, ákvarða verðskrár aug- lýsinga, útsöluverð og áskriftar- verð og skipuleggja starfsemina á annan hátt. Ritstjórn DV mun verða áfram á sama stað í Skafta- hlíð fyrst um sinn. „Markmiðið er að við lok helg- arinnar séu allar meginlínur komnar. Þar með að búið verði að ganga frá ráðningu ritstjóra og annarra helstu yfirmanna,“ segir Gunnar Smári. ■ Undirbúningur að endurútgáfu DV: Starfsemin að komast i gang Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði karlmann og tvær kínverskar stúlkur sem öll voru með fölsuð vegabréf. Ástrali grunaður um aðild að mansali hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið leiddi til þess að nokkrir voru handteknir í Svíþjóð og Finnlandi. LEIFSSTÖÐ Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti upp- götvuðu að karlmaður og tvær ungar kon- ur voru með fölsuð vegabréf. ■ Talið er að um sé að ræða al- þjóðlegan hring sem hafi skipu- lega stundað mansal FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Harður árekstur: Kona slasað- ist alvarlega SLYS Kona á fimmtugsaldri liggur alvarlega slösuð á gjörgæslu eftir harðan árekstur tveggja bíla á Eiðisgranda rétt vestan við Reka- granda í Reykjavík um klukkan tvö í gær. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild. Við áreksturinn kastaðist önn- ur bifreiðin út af veginum. Kalla þurfti út tækjabíl slökkviliðsins til að ná ökumanninum út. Hún var svo flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Farþegi bílsins, fimm ára barn, og ökumaður hins bíls- ins voru flutt minna slösuð á sjúkrahús. Að sögn læknis á slysadeild, er konan alvarlega slösuð. Hinir tveir sluppu við meiriháttar áverka. ■ ● Leika gegn Fulham Hermann Hreiðarsson: ▲ SÍÐA 38 Stígandi hjá Charlton ● Prestur innflytjenda Toshiti Toma: ▲ SÍÐA 14 Eldar fyrir vini ● Höfundur 100% hitt Bernard Ludwig: ▲ SÍÐA 18 Sálfræði eða skemmtun? ● Fær hæstu einkunn Jón Sigurðsson: ▲ SÍÐA 20 Gáfaður og geggjaður Sænska konungs- fjölskyldan: Stefnir slúð- urblöðum STOKKHÓLMUR, AP Sænska konungs- fjölskyldan ætlar að fara í mál við þýsk tímarit sem birtu fréttir þess efnis að Viktoría krón- prinsessa væri barnshafandi eða hefði farið í fóstureyðingu. Konungsfjölskyldan fullyrðir að fréttin sé uppspuni frá upphafi til enda. Lögmaður fjölskyldunn- ar, Bengt Ljungvist, segir að ákveðið hafi verið að höfða mál gegn nokkrum tímaritum. Þess verður krafist að tímaritin birti leiðréttingu og afsökunarbeiðni á forsíðu. Auk þess verður að lík- indum farið fram á að þau greiði málskostnað og miskabætur. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.