Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 10
SJÓMANNAAFSLÁTTUR Ef hafa má fyrir satt að útvegsmenn og sjó- menn séu sammála um fátt er þó eitt sem þeir geta sameinast um: andstöðu við það að sjómanna- afsláttur verði lagður niður. Þegar Geir H. Haarde fjármálaráðherra orðaði það á dögunum að réttast væri að leggja afsláttinn af og láta útvegsmönnum og sjómönnum eftir að koma sér saman um þenn- an hluta af kjörum sjómanna var samhljómur í yfirlýsingum for- ystumanna hvort tveggja útvegs- manna og sjómanna. Þeir mæltu allir gegn því. Hagsmunirnir eru heldur ekki litlir. Sjómannaafsláttur kostar ríkissjóð rúman milljarð króna ár hvert, sjómenn vilja ekki verða fyrir skaðanum og það væri dýrt fyrir útvegsmenn að bæta sjó- mönnum tekjutapið. Verulegar fjárhæðir Það munar um sjómanna- afsláttinn. Hvort tveggja fyrir sjómenn og ríkissjóð að ógleymdu því að hann kemur útvegsmönn- um til góða. Sjómannaafslátturinn nemur 728 krónum dag hvern. Sjómaður sem er lögskráður 245 daga á ári eða fleiri fær sjómannaafslátt fyrir alla daga ársins. Afsláttur- inn einn og sér nemur 265.720 krónum og lækka skattar sem því nemur. Ef sjómannaafsláttarins nyti ekki við þyrftu sjómenn að hafa tekjur upp á um 430.000 krónur aukalega til að fá jafn mik- ið útborgað og nú er. Flesta munar um svona upphæðir. Það munar líka um sjómanna- afsláttinn fyrir ríkissjóð. Í ár er áætlað að sjómannaafslátturinn nemi 1.100 milljónum króna sem skila sér ekki í ríkissjóð í formi tekjuskatts. 1.100 milljónir eru kannski ekki stór hluti af áætluð- um rúmlega 270 milljarða króna tekjum ríkissjóðs í ár en ef þetta væri yfirfært á vinnudaga sam- svarar það einum og hálfum degi, að því gefnu að unnið sé allan árs- ins hring. Útvegsmenn njóta góðs af Útvegsmenn hafa löngum ekki viljað kannast við það opinberlega að sjómannaafslátturinn komi þeim nokkuð við. Þeir hafa sagt þetta mál sjómanna og ríkisins sem komi þeim alls ekki við. Sag- an sýnir annað, sömuleiðis áhrif sjómannaafsláttar á laun sjó- manna og starfsval. Þegar sjómannaafsláttur var tekinn upp á sínum tíma var hann hugsaður sem þátttaka ríkisins í launakostnaði útgerðarinnar. Á þeim tíma gátu útvegsmenn ekki boðið sjómönnum betri laun en svo að illa gekk að manna mörg skip. Sögulega er sjómanna- afsláttur því hreinn og klár ríkis- stuðningur við útgerðina. Þó laun sumra sjómanna séu með mun betra móti en áður breytir það því ekki að sjómanna- afslátturinn gerir það að verkum að þeir hafa meiri hagsmuni af því að vera á sjó en ella. Sjómaður sem fer í vinnu í landi þarf að hafa nær hálfri milljón króna meira í laun í landi en á sjó til að fá ekki minna útborgað en áður. Því ræður sjómannaafslátturinn, sem í raun samsvarar launum upp á 430.000 krónur á ári eins og áður segir. Ef kostnaðurinn við sjómanna- afslátt færðist yfir á útgerðirnar þyrfti launakostnaður þeirra að hækka um nær tvo milljarða króna ef sjómenn ættu að halda sömu tekjum eftir skatta. Til að vinna upp sameiginlegan skatta- afslátt sjómanna upp á 1.100 millj- ónir þyrftu laun þeirra að hækka um tæpar 1.800 milljónir króna. Þetta er upphæð sem útvegsmenn hafa fæstir nokkurn áhuga á að taka á sig og sjómenn virðast ekki hafa mikla trú á að þeir sæki til útgerðanna. Lítið breyst hingað til Það hefur gerst af og til undan- farin ár að rætt hefur verið um að afnema sjómannaafsláttinn. Yfir- lýsingar Geirs H. Haarde á dög- unum og viðbrögð forystumanna sjómanna og útvegsmanna í kjöl- farið eru einfaldlega síðasta birt- ingarmynd þeirrar umræðu. Hingað til hefur ekkert orðið úr því að sjómannaafsláttur yrði af- numinn. Hefur það litlu breytt hver hefur vakið máls á því. Sjálf- ur hefur fjármálaráðherra talað fyrir þessu opinberlega áður. Þá varð ekkert úr breytingum. ■ 10 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR ■ Evrópa RÁNDÝR SAFÍR Þetta hálsmen, skreytt safír frá Búrma og demanti, verður boðið upp hjá Christie’s á næstunni. Hálsmenið er verðlagt á eina milljón dollara. Stjórnmálaleiðtoginn Pauline Hanson: Leyst úr fangelsi BRISBANE, AP Pauline Hanson, fyrr- um stjórnmálaforingja í Ástralíu, var sleppt úr fangelsi eftir að áfrýjunarréttur ógilti dóm sem hún hlaut vegna fjársvika. Han- son var fundin sek um fjársvik í sumar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Hún hafði því setið inni í 77 daga þegar dómurinn var ógilt- ur. Hanson sagði að tiltrú hennar á ástralskt réttarkerfi væri nær horfin eftir þessa reynslu. „Þetta hefur verið skelfileg lífsreynsla og sársaukafull. Ég get ekki skýrt að fullu hver áhrif þetta hefur haft á mig,“ sagði Hanson þegar hún gekk út úr fangelsinu í gærmorgun. Þegar Hanson var spurð hvort hún ætlaði í stjórnmálin aftur svaraði hún, „Nei, því fer víðs- fjarri.“ Pauline Hanson er 49 ára. Hún var sakfelld 20. ágúst fyrir að hafa árið 1997, skráð stjórnmála- flokk sinn „Ein þjóð“, með ólög- mætum hætti og síðan krafist þess að ríkið greiddi flokknum 500 þúsund ástralska dollara í styrk eða sem nemur rúmum 25 milljónum króna. David Ettridge, sem stofnaði flokkinn ásamt Hanson, var ein- nig sakfelldur í ágúst síðastliðn- um. Dómurinn yfir honum var líka ógiltur. ■ Þegar útgerðarmenn og sjómenn sammælast Fyrir sjómann sem nýtur fulls sjómannaafsláttar gæti afnám hans numið því að sjómaðurinn yrði af tekjum upp á rúmar 400.000 krónum árlega. Fjármálaráðherra vill afnema afsláttinn og láta sjómönnum og útvegsmönnum eftir að semja um hvernig bregðast eigi við því. UPPRÆTTI KLÁMHRING Þýska lögreglan segist hafa upprætt fjöl- mennan barnaklámhring. Ráðist var til inngöngu í rúmlega 30 íbúð- ir í Munchen og nágrenni í vik- unni. Að minnsta kosti 12 manns voru handteknir og hald lagt á tölvubúnað og þúsundir tölvudiska með barnaklámi. EFTIRLITSMENN TIL ÍRAKS Utan- ríkisráðherra Rússlands hvatti til þess að vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði leyft að starfa á ný í Írak. Rússar sem voru andvígir innrás Bandaríkja- manna, hafa ítrekað bent á að Bandaríkjamenn hafi engin ger- eyðingarvopn fundið í Írak. Ógn af meintum vopnum Saddams hafi þó verið meginrökstuðningur Banda- ríkjanna fyrir innrásinni. ■ ÍSAFJÖRÐUR Ísafjarðarbær sparar allt að 15 milljónir króna á árinu vegna lítilla anna í snjó- mokstri. Ísafjörður: Spara vegna snjóleysis VEÐURFAR Milt tíðarfar á Vestfjörð- um síðasta árið hefur sparað Ísa- fjarðarbæ umtalsverðar fjárhæð- ir, að því er fram kemur á vest- firska fréttamiðlinum bb.is. Bæjarfélagið áætlar 19 millj- óna króna útgjöld vegna snjó- moksturs, enda er svæðið þekkt fyrir snjóþyngd. Það sem af er ár- inu hefur einungis fjórum til fimm milljónum króna verið varið í snjómokstur og þar sem háanna- tími moksturs er vanalega fyrri hluta árs er útlit fyrir umtalsverð- an sparnað. Bb.is hefur eftir Sig- urði Mar Óskarssyni bæjartækna- fræðingi að aukinn kostnaður við viðhald gatna komi á móti. Þó sé sparnaður í heildina af hinni mildu tíð fyrir vestan. ■ LAUS ÚR PRÍSUNDINNI Synir Pauline Hanson tóku á móti henni þegar Hanson var sleppt úr fangelsi eftir 77 daga. Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ fjallar um sjómannaafslátt og hug- myndir um að leggja hann af. RÉTTUR TIL SJÓMANNAAFSLÁTTAR: „Maður, sem stundar sjómennsku á ís- lensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, skal njóta sérstaks afsláttar, sjómannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reiknuðum tekjuskatti af þeim launum sem hann hafði fyrir sjó- mannsstörf.“ SJÓMANNAAFSLÁTTUR Dag hvern: 728 krónur Mest á ári: 265.720 krónur VIÐ BORÐSTOKKINN Verði sjómannaafsláttur lagður af rennur meirihluti af tekjum sjómanna í ríkissjóð. Þeir óttast að sá tekjumissir verði ekki bættur af útvegsmönnum. GEIR H. HAARDE Ítrekaði fyrir nokkru þá afstöðu sína að leggja ætti sjómannaafslátt af. Þegar hann hefur minnst á þetta áður hefur ekkert orðið af því. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.