Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 16
16 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Ég hef haft áhuga á náttúr-unni og dýrum frá því ég var
barn og minnist þess í raun ekki
að ég hafi nokkurn tíma ekki
haft áhuga á þessu enda held ég
að öll börn heillist af þessum
hlutum“, segir Sir David Atten-
borough sem hefur um áratuga
skeið fært sjónvarpsáhorfend-
um magnaða náttúru og fjöl-
skrúðugt dýralíf heim í stofu
með vinsælum sjónvarpsþáttum
sínum.
„Ég valdi mér þennan starfs-
vettvang vegna þess hversu
ánægjulegur hann er. Það er fátt
skemmtilegra en að fylgjast
með náttúrunni.“ Attenborough
hefur ferðast um hnöttinn þver-
an og endilangan og kynnt sér
lifnaðarhætti flestra dýrateg-
unda en treystir sér þó ekki til
að nefna neitt eitt, sérstakt upp-
áhaldsdýr. „Ég hef þó mikinn
áhuga á fuglum og hef fylgst
með fuglum frá því að ég var
barn.“
Kjörið sjónvarpsefni
Bók Attenboroughs, Heimur
spendýranna, kom út hjá Iðunni á
dögunum og af því tilefni sótti
hann Ísland heim og hélt meðal
annars fyrirlestur um þá marg-
víslegu myndatökutækni sem
beitt er við gerð þátta sinna og
hvernig þróun myndavélanna
hefur leitt til nýrra uppgötvana.
Attenborough segir aðspurður að
sjónvarpið sé miðill sem henti
efni af því tagi sem hann fram-
leiðir ákaflega vel: „Kvikmynda-
iðnaðurinn hefur nær algerlega
vanrækt náttúru- og dýralífs-
myndir og ég held að það liggi í
augum uppi að ástæðan sé fyrst
og fremst sú að þegar þú ferð í
kvikmyndahús viltu sjá eitthvað
sem stendur yfir í tvær til þrjár
klukkustundir svo það taki því nú
að eyða kvöldinu í bíóferð. Það er
auðvitað ákaflega erfitt að halda
athygli áhorfandans í þennan
tíma án þess að hafa söguþráð og
að því leyti lúta náttúrulífsmynd-
ir öðrum lögmálum og framvind-
an og „söguþráðurinn“ er allt
öðruvísi. Sjónvarpið þrífst, aftur
á móti, á þáttum sem eru á bilinu
hálf til ein klukkustund að lengd
og er því alveg kjörið til þess að
dreifa náttúrulífsmyndum.“
Attenborough segist ekki gera
þætti sína með neinn sérstakan
markhóp í huga. „Það er nú það
skemmtilega við náttúrulífsþætt-
ina að þeir geta höfðað til allra.
Mér er til dæmis minnistætt að
eftir einn þáttinn fékk ég bréf frá
sjö ára barni sem var alveg heillað
en þessi sami þáttur gaf einnig
prófessor nokkrum ástæðu til að
skrifa mér og lýsa yfir ánægju
sinni með þáttinn. Þannið að ég
held að þessir þættir höfði til allra
frá átta ára aldri til 88 ára, auk
þess sem allar manngerðir á öllum
menntunarstigum virðast finna
eitthvað við sitt hæfi í náttúrunni.“
Fallegir fuglar og óvæntar
uppákomur
Attenborough er heimilisvin-
ur Breta og með þekktari nöfn-
um í fjölmiðlabransanum þar í
landi. Hann á ekki síður traustan
hóp aðdáenda á Íslandi eins og
sást best á aðsókninni á fyrir-
lestri hans í Salnum. Aðgangur
var ókeypis á meðan húsrúm
leyfði og hundruðir þurftu frá að
hverfa þannig að það hefði sjálf-
sagt verið hægur vandi að selja
inn á fyrirlesturinn og fylla stóra
salinn í Háskólabíói. Þeir sem
voru svo heppnir að fá sæti í
Salnum segja þó að það hefði
dregið nokkuð úr áhrifunum þar
sem það sé einstök tilfinning að
hlusta á Attenborough í návígi.
Þessi mikli áhugi Íslendinga
koma Attenborough í opna skjöl-
du þó hann segi land og þjóð, að
vísu, aldrei hætta að koma sér á
óvart.
„Það er svo margt við Ísland
sem kemur á óvart. Ég er til að
mynda alveg gáttaður á því hver-
su mörg útgáfufyrirtæki starfa á
þessu fámenna landi. Ég hef ekki
borið þetta nákvæmlega saman
við Bretland en það er alveg ljóst
að við höfum ekki nærri því jafn
mikið af virkum útgefendum á
Bretlandi þegar miðað er við
mannfjölda og framboðið á ís-
lenskum þýðingum erlendra
verka er með ólíkindum. Ég hef
komið hingað fimm eða sex sinn-
um áður og hef ferðast þó nokk-
uð um landið. Ég kom hingað
þegar Surtsey birtist fyrst og svo
fór ég þangað þegar hún var um
það bil 10 ára gömul og svo kom
ég líka til Íslands síðast þegar
Hekla gaus. Hún er enn þá að
gjósa er það ekki? Ég hef líka
komið hingað sérstaklega til að
filma fugla og í tilefni af útgáf-
um fleiri bóka eftir mig.“
Attenborough hefur rannsak-
að dýr út um allan heim og því
mætti ætla að honum þætti ís-
lenskt dýralíf frekar fábrotið þar
sem sauðkindin stenst varla sam-
anburð við þær skepnur sem
spóka sig til dæmis á sléttum
Afríku. „Þið eigið mikið af mjög
áhugaverðum og fallegum fugl-
um sem eru endalaus uppspretta
efnis.“
Heimurinn er stór
Attenborough segir fugla sér-
staklega heillandi skepnur og
segist ekki efast um það að þeir
séu útbreiddasta og dugmesta
dýrategund á jörðinni. „Það seg-
ir ekki alla söguna að horfa á
fugl og dást að fegurð hans. Stór
hluti tilveru hans er okkur hulinn
og við vitum sáralítið um hann.
Ég hef leitast við það í þáttum
mínum að opna fólki leið inn í
hugarheim fuglsins. Fuglar fljú-
ga langt út á sjó, þeir kafa og lifa
á heimskautunum. Þeir hafa lagt
himinhvolfið undir sig og eru á
flugi nánast allt sitt líf.“
Attenborough er um þessar
mundir að vinna að þáttaröð um
köngulær, flugur og aðrar smá-
verur sem oft enda ævina í fugls-
goggi. „Ég hef mikinn áhuga á
köngulóm, drekaflugum og öðr-
um smádýrum sem hösluðu sér
völl á jörðinni langt á undan
stærri dýrum.“ Attenborough
bætir því við að hann sé yfirhöf-
uð heillaður af öllum skepnum.
„Það er ekki aðalmálið hvort um
er að ræða fugl, könguló eða apa.
Ég hef áhuga á því hvað þau gera
og ekki síður hvers vegna. Þess-
ar spurningar eru rauði þráður-
inn í þáttum mínum.“
Þrátt fyrir að Attenborough
hafi ferðast út um allar trissur
og fest dýralíf á filmu í fjóra ára-
tugi segist hann hvergi nærri
vera búinn og hann eigi enn eftir
að skyggnast í mörg skúmaskot,
jafnvel í sínu næsta nágrenni.
„Það eru meira að segja eftir
staðir á Englandi sem ég hef ekki
skoðað, að ég tali nú ekki um í
Evrópu“, segir Attenborough
sem fullyrðir að hann hafi aldrei
lent í lífsháska á öllu sínu flakki
með myndavélina fyrir framan
dýr merkurinnar.
thorarinn@frettbladid.is
Eitthva› fyrir alla!
BARNABÆKUR • ÆVISÖGUR • SPENNUSÖGUR
SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR • LJÓÐ • DULRÆNT EFNI
MATREIÐSLUBÆKUR • SKÁLDSÖGUR •
ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR • HESTABÆKUR •
ÁSTARSÖGUR • SPENNUSÖGUR O.FL .
Grensásveg i 14 - bakhús • 108 Reyk jav ík • S ími : 588-2400
Fax: 588 8994 • Net fang: sk ja ldborg@sk ja ldborg . is
BÓKAÚTGÁFA
OPIÐ:
9-18 virka daga
10-17 laugardaga
13-17 sunnudaga
David Attenborough staldraði við á Íslandi í vikunni og hélt fyrirlestur fyrir troðfullu húsi. Hann hefur komið hingað nokkrum
sinnum áður og meðal annars drepið niður fæti á Surtsey, horft á Heklu gjósa og skoðað íslenska fugla sem heilla hann sérstaklega.
Öll dýrin mín stór og smá
SIR DAVID ATTENBOROUGH:
Segir þolinmæðina mikilvægan þátt í starfi sínu. „Þekking á viðfangsefninu verður þó alltaf mikilvægust.
Ef þú ert til dæmis að eltast við farfugla þýðir ekkert að mæta með myndatökuvélina til Íslands í desember.
Innsæi og skilningur eru númer eitt. Síðan kemur þolinmæðin.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M