Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 08.11.2003, Qupperneq 24
Bandaríkjamenn hafa hernum-ið Írak og Afganistan og klerkarnir í Íran virðast vera reiðubúnir að lúffa fyrir Wash- ington – en Norður-Kórea heldur sínu striki sem óvinur Bandaríkj- anna númer eitt meðal „möndul- velda hins illa“. Og ekki nóg með það heldur eiga Norður-Kóreu- menn „sprengjuna“, gjöreyðing- arvopnið sem Saddam þóttist eiga en átti ekki og landsfaðirinn í Norður-Kóreu er einræðisherra sem virðist vera ennþá veru- leikafirrtari en Saddam Hússein. Sá heitir Kim Jong-il og hefur frá blautu barnsbeini alist upp við þannig aðstæður að maður efast um að hann sé sérdeilis heppileg- ur persónuleiki til að ráða yfir kjarnorkuvopnum. Kim Il-sung komst til valda árið 1948 Norður-Kórea sem ríki varð til um haustið árið 1948 og spratt upp úr ringulreiðinni sem fylgdi í kjöl- far síðari heimsstyrjaldarinnar. Fyrir því ríki fór leiðtogi með mikla persónutöfra sem hófst handa um vinsælar þjóðfélags- og efnahagsumbætur; hann skipti jarðnæði upp meðal þegnanna og þjóðnýtti fyrirtæki og fasteignir sem Japanir áttu í landinu. Hann hét Kim Il-sung. Með þessu móti ávann Kim Il-sung sér víðtækan stuðning meðal landsmanna og var velkominn undir verndar- væng Sovétríkjanna, sem studdu hann með ráðum og dáð. Þetta leiddi til átaka á Kóreu- skaga milli kommúnista í norðri, sem nutu stuðnings Sovétríkj- anna, og andkommúnista í suðri, en þar réðu Bandaríkjamenn lög- um og lofum. Í síðari heimstyrj- öldinni höfðu Sovétmenn hernu- mið norðurhluta Kóreuskagans, en Bandaríkjamenn gátu ekki af- borið þá tilhugsun að Kóreuskagi yrði sovéskt yfirráðasvæði, og því fór sem fór. Kóreustríðið 1950-53 Styrjöld hófst á milli Suður- og Norður-Kóreu árið 1950 og stóð það stríð með skelfilegu mannfalli og hörmungum til septemberloka árið 1953. Á þeirri hálfu öld sem liðin er síðan Kóreustríðinu lauk hefur Norður-Kórea þróast með furðu- legum og hræðilegum hætti. Í fyrstunni virtist svo sem framfar- ir þar í iðnaði væru sæmilegar og hagvöxtur sömuleiðis. En eftir dauða Stalíns, árið 1953, gerðist hvort tveggja í senn að bæði dró úr stuðningi Sovétríkjanna við Norður-Kóreu og enn fremur tók þjóðarleiðtoginn, Kim Il-sung, að leggja vaxandi áherslu á það inn- tak sinnar pólitísku hugmynda- fræði sem Kóreumenn nefna „juche“, en það er nokkurs konar „sjálfbær þróun“, eða það mark- mið að Norður-Kórea eigi að vera sjálfri sér næg og ekkert upp á aðrar þjóðir komin. „Hugmyndafræðilegt skírlífi“ Kim Il-sung fór sínar eigin leiðir sem þjóðarleiðtogi, og með- an aðrir kommúnistaforingjar voru reiðubúnir til að huga að margvíslegum „endurbótum“ var hann staðráðinn í að viðhalda „hugmyndafræðilegu skírlífi“, sem leiddi til þess að efnahagur landsins versnaði ár frá ári sam- tímis því sem útgjöld til hervæð- ingar stigu upp úr öllu valdi. Árið 1980 var svo komið að Norður-Kórea gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Öll erlend lán gjaldféllu – nema hvað Norður-Kóreumenn reyndu að standa í skilum við Japani. Einangrunarstefna, per- sónudýrkun og „juche“ Á meðan efnahagurinn versnaði herti Kim Il-sung tök sín á þjóðinni og barði inn í hana einangrunar- stefnu og persónudýrkun. Landinu var lokað fyrir erlendum áhrifum. Öll útvarpstæki í landinu voru stillt inn á eina, og aðeins eina, bylgju- lengd, og upplýsingar urðu að víkja fyrir áróðri. Persónudýrkun í Norður-Kóreu varð íbúum Vesturlanda aðhlát- ursefni. Þrátt fyrir persónudýrk- un á Vesturlöndum þótti fólki hjá- kátlegt að frétta af því að Norður- Kóreumönnum þætti sjálfsagður hlutur að tala um þjóðarleiðtoga sinn sem „hinn dýrðlega for- ingja“, „sólskin þjóðarinnar“, „spekinginn mikla“, „leiðarljós landsmanna“, og þar fram eftir götunum. Gallinn er bara sá að þessi persónudýrkun er ekkert grín, heldur bláköld alvara. Heil þjóð hefur í hálfa öld búið í and- legri og efnahagslegri einangrun og verið kúguð og heilaþvegin með svo kerfisbundnum hætti að erfitt er að finna dæmi um slíkt í sögu mannkynsins. Norður-Kóreumönnum hefur verið innrætt það í hálfa öld að þeim komi ekki við það sem gerist utan landamæra ríkis þeirra. Að þeir séu útvalin þjóð og hafi ekk- ert til annarra að sækja. Heil þjóð byggir tilveru sína á kennisetningum „juche“, kenni- setningum sem eru óskiljanleg þvæla frá upphafi til enda. Efnahagur í rúst Kjörum manna í Norður- og Suður-Kóreu er mjög misskipt. Undir heimskulegri harðstjórn Kim Il-sungs minnkaði þjóðar- framleiðslan ár frá ári, og nú er svo komið að efnahagur landsins er talinn vera ennþá verri heldur en efnahagur Afríkuríkisins Búrúndí, en á sama tíma hefur hagkerfi Suður-Kóreu vaxið og er nú 12. stærsta hagkerfi heimsins. En kannski er rétt að láta þess getið að þrátt fyrir „frelsið“ í efnahagslífi Suður-Kóreu er dauðarefsing í gildi þar í landi við því að flytja fjármagn úr landinu. Þegar Kim Il-sung tók að eldast reisti hann sjúkrastöð í Pjongjang sem hafði eingöngu það hlutverk að reyna að treina í honum líftór- una. Þar störfuðu hópar af vest- rænum læknum, heilar herdeildir af næringarfræðingum og hómó pötum, og meðan landsmenn börð- ust við hungursneyð voru sérstök gróðurlendi lögð undir það eitt að rækta þar heilsufæði handa leið- toganum. Þegar Kim Il-sung loksins hrökk upp af árið 1994 kom dánar- fregnin eins og reiðarslag yfir þjóð hans, sem þekkti ekkert líf handan leiðsagnar leiðtogans mikla. Hreinræktaður fábjáni? Arfurinn sem hinn mikli leið- togi skildi eftir sig reyndist ekki vera upp á marga fiska; annars vegar matarskömmtunarkerfi til að brauðfæða þjóðina, og það kerfi var komið að fótum fram svo að hungursneyð hófst ári síð- ar; hins vegar skildi hann eftir sig arftaka, soninn Kim Jong-il sem fæddist árið 1941 í Síberíu þegar faðir hans dvaldi þar landflótta. Hin opinbera frásögn af fæðingu hans er reyndar sú að hann hafi verið í heiminn borinn í bjálka- kofa hátt í hlíðum hæsta fjalls í Kóreu og þau stórmerki hafi orðið við fæðingu hans að tvöfaldur regnbogi hafi sést á himni, auk þess sem ný stjarna kom í ljós á himinhvolfinu. Arftakinn – sem Vesturlanda- búum virtist vera hreinræktaður fábjáni – reyndist þó ekki vera vitlausari en svo að við lát föður síns lét hann verða sitt fyrsta verk að taka að sér alla yfirstjórn yfir herafla landsins. Trúr arfleið föður síns Hafandi tryggt sig í sessi fór Kim Jong-il sér að engu óðslega, sagðist ætla að leggja áherslu á að vera trúr arfleifð föður síns. Á Vesturlöndum veltu menn því fyr- ir sér hvort valdabarátta væri í gangi í Pjongjang, og þær bolla- leggingar fengu byr undir báða vængi þegar Húang Jang Jop, einn þekktasti hugmyndafræðingur landsins gerðist landflótta og bað um hæli sem pólitískur flóttamað- ur í sendiráði Suður-Kóreu í Pek- ing, en það var 12. febrúar 1997. En í ljós kom að Kim Jong-il hafði alla þræði í sínum höndum. Forsætisráðherra Norður-Kóreu lét af embætti þegar Húang stakk af úr landi, og varnarmálaráð- herrann andaðist snögglega á sama tíma. Andans maður Kim Jong-il steig loks fram á sjónarsviðið og tók við embætti aðalritara kommúnistaflokks Norður-Kóreu í október 1997 og lét útvíkka hlutverk sitt sem yfir- manns heraflans þannig að það fæli einnig í sér embættisskyldur þjóðhöfðingja – en um leið var samþykkt að hinn framliðni faðir, Kim Il-sung, skyldi vera forseti landsins „um alla eilífð“. Hinn nýi þjóðarleiðtogi Norð- ur-Kóreu segist vera mikill and- ans maður. Hann segist hafa samið sex óperur á tveimur árum, og einnig kveðst hann hafa hann- að risavaxinn turn í miðborg Pjongjang. Hann er lágur vexti en bætir það upp með því að ganga á þykkbotna skóm og túberar hár sitt og lætur það rísa með því að nota permanent. Veruleikafirrtur drykkjurútur? Kim Jong-il virðist gera sér það ljóst að hann þarf á hernum að halda til að missa ekki völdin úr höndum sér. Þess vegna ræktar hann mjög samband sitt við yfir- menn í hernum, dregur mjög taum þeirra við embættisveiting- ar og hampar þeim ennþá meira en háttsettum flokksgæðingum. Einnig er sagt að hann í eigin per- 24 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Kim Jong-il heldur sínu striki sem óvinur Bandaríkjanna númer eitt í „möndul- veldum hins illa“. Einangrunarstefna og persónudýrkun er hins vegar óvinur Norður-Kóreubúa númer eitt. Sorgarsaga Norður-Kóreu KIM JONG-IL Kim Jong-il steig loks fram á sjónarsviðið og tók við embætti aðalritara kommúnistaflokks Norður-Kóreu í október 1997 og lét útvíkka hlutverk sitt sem yfirmanns heraflans þannig að það fæli einnig í sér embættisskyldur þjóðhöfðingja. ÁRÓÐUR Áróður á kommúnískum nótum er og hefur verið fyrirferðarmikill í Norður-Kóreu. Litli Kim fæddist í Síberíu árið1941, þegar faðir hans var þar í útlegð. Í hinni opinberu ævisögu er frá því skýrt að drengurinn hafi fæðst í bjálkakofa í efstu hlíðum hæsta fjalls í Kóreu, og ný stjarna hafi sést á himni um sama leyti og tvöfaldur regnbogi hafi glitrað yfir bjálkahúsinu. Fátt eitt er vitað um litla Kim, en sögum um hann ber ekki sam- an. Hin opinbera ævisaga hans segir frá honum sem goðsagnaper- sónu sem sameini ótrúlega hæfi- leika á ótal sviðum, til dæmis er hann sagður hafa samið 6 óperur á tveimur árum; en almannarómur segir að hann sé fyllirútur og spilltur saurlífisseggur sem lifi í sýndarveröld Hollywood-kvik- mynda og hafi heimsmynd sína úr ævintýramyndunum um njósnar- ann James Bond. Flestum ber þó saman um að litli Kim sé maðurinn á bak við kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, og öllum ber saman um að vand- fundinn væri óheppilegri aðili til að hafa yfirráð yfir gereyðingar- vopnum. ■ Sonurinn litli Kim

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.