Fréttablaðið - 08.11.2003, Side 38
38 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
SKELLA
Neamat Badawy frá Egyptalandi skellir hér
boltanum á vörn Suður-Kóreu á meðan
landa hennar Dina Youssef fylgist spennt
með. Suður-Kórea vann leikinn.
Blak
FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson
verður að öllum líkindum í byrj-
unarliði Charlton sem fær Fulham
í heimsókn í tólftu umferð ensku
úrvalsdeildarinnar í dag. Íslenski
landsliðsmaðurinn hefur leikið
vel frá því hann steig upp úr
meiðslum og skoraði meðal ann-
ars fyrsta mark sitt fyrir Charlton
fyrir skömmu.
„Þetta er búið að rúlla ágæt-
lega hjá okkur. Fjórir sigrar í síð-
ustu fimm leikjum,“ sagði Her-
mann í samtali við Fréttablaðið.
„Við höfum spilað flesta leikina
vel og það hefur verið stígandi hjá
okkur. Með fleiri stigum kemur
meira sjálfstraust og þá njóta
menn sín betur.“
Charlton hefur komið talsvert
á óvart í vetur þó margir leik-
manna liðsins hafi átt við meiðsli
að stríða. Hermann býst við að
Ítalinn Paolo Di Canio komi aftur
inn í byrjunarlið Charlton.
Charlton er í sjöunda sæti
deildarinnar, með jafn mörg stig
og Fulham og Manchester City en
verri markatölu.
Mikil spenna er fyrir Lundúna-
slag Arsenal og Tottenham. Sol
Campbell mætir sínum gömlu fé-
lögum úr Tottenham en Patrick
Vieira verður sem fyrr frá vegna
meiðsla. Arsenal er á toppi deild-
arinnar og er eina liðið sem hefur
ekki tapað viðureign.
Mikil vonbrigði eru í herbúð-
um Tottenham þar sem gengið
hefur ekki verið sem skyldi. Liðið
er í tólfta sæti deildarinnar með
tólf stig.
Freddie Kanoute er frá vegna
meiðsla og sömu sögu er að segja
af þýska varnarmanninum Christ-
ian Ziege.
Jóhannes Karl Guðjónsson og
félagar í Úlfunum mæta spút-
nikliði Birmingham á heimavelli.
Trúlegt þykir að Jóhannes Karl
verði í byrjunarliðinu eins og í
síðasta leik en þó nokkrir leik-
menn Úlfanna eru meiddir. Þar á
meðal eru Colin Cameron, Nathan
Blake, Hassan Kachloul og Isaac
Okoronkwo. Alex Rae kemur þó
aftur inn í liðið.
Sterkur varnarleikur hefur
verið aðalsmerki Birmingham en
liðið hefur aðeins fengið á sig sjö
mörk í ellefu leikjum. Liðið hefur
þó átt í erfiðleikum með að skora
mörk og hefur aðeins komið bolt-
anum tíu sinnum í netið í ellefu
leikjum. Úlfarnir eru hins vegar
það lið sem hefur fengið flest
mörk á sig, 23 talsins. ■
Framkvæmdastjóri FA:
Afþakkaði
boð United
FÓTBOLTI Mark Palios, fram-
kvæmdastjóri enska knattspyrnu-
sambandsins, FA, afþakkaði boð
Manchester United um að vera
heiðursgestur á leik félagsins.
Knattspyrnusambandið og
United greinir á um margt þessa
dagana og er mál Rio Ferdinand þar
fyrirferðarmest. Talið er að Palios
vilji með þessu sýna hver hafi hús-
bóndavaldið í enska boltanum.
Ummæli sir Alex Ferguson um
að Arsenal hafi samið við
knattspyrnusambandið um agamál
hafa ekki bætt andrúmsloftið milli
FA og United. Talið er ólíklegt að
Ferguson sleppi við refsingu vegna
ummælanna enda gæti það gefið
öðrum röng skilaboð. ■
LEIKIR DAGSINS:
Wolves - Birmingham
Arsenal - Tottenham
Aston Villa - Middlesbrough
Bolton - Southampton
Charlton - Fulham
Portsmouth - Leeds United
STAÐAN:
L U J T Mörk Stig
Arsenal 11 8 3 0 23-9 27
Chelsea 11 8 2 1 21-9 26
Man. Utd. 11 8 1 2 21-6 25
Birmingh. 11 5 4 2 10-7 19
Man City 11 5 3 3 22-12 18
Fulham 11 5 3 3 21-15 18
Charlton 11 5 3 3 16-14 18
Liverpool 11 5 2 4 17-12 17
Newcastle 11 4 4 3 16-13 16
South. 11 4 4 3 10-7 16
Portsm. 11 3 3 5 11-15 12
Tottenham 11 3 3 5 10-14 12
Aston Villa 11 2 5 4 9-13 11
Middlesbro 11 3 2 6 9-15 11
Bolton 11 2 5 4 9-19 11
Everton 11 2 4 5 12-15 10
Wolves 11 2 3 6 7-23 9
Leicester 11 2 2 7 16-21 8
Hermann Hreiðarsson segir aukið sjálfstraust
ríkja í herbúðum Charlton. Liðið hefur leikið
vel í síðustu leikjum og mætir Fulham í dag.
Stígandi hjá
Charlton
FÖGNUÐUR
Hermanni Hreiðarssyni var vel fagnað þeg-
ar hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir
Charlton á leiktíðinni fyrir skömmu.
ARSENAL
Arsenal getur náð fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í dag með sigri á Totten-
ham. Manchester United og Chelsea leika á morgun.
HANDBOLTI „Þetta er bara hörkulið,
virkilega gott sænskt hand-
boltalið,“ sagði Árni Stefánsson,
þjálfari HK um Drott, sem HK
leikur gegn í Evrópukeppni bikar-
hafa í dag. Leikurinn verður í
Gautaborg og hefst klukkan 15 að
íslenskum tíma.
„Þeir spila dæmigerðan hraðan
og teknískan sænskan handbolta.
Magnus Andersson þjálfar þá en
hann var einhver skemmtilegasti
handboltamaður í heimi á sínum
tíma. Hann leggur greinilega upp
með að þeir spili eitthvað svipað
og hann gerði.“
Drott er í fimmta sæti deildar-
innar eftir átta umferðir. „Þeir
hafa ekki alveg náð sér á strik í
deildinni en hafa verið að bæta
sig,“ sagði Árni. „Þeir hafa verið
að spila skemmtilegan bolta og
þetta er talið eitt af þremur, fjór-
um skemmtilegustu liðunum í Sví-
þjóð.“
„Ég tel að með toppleik getum
við alveg strítt þeim,“ sagði Árni.
„Þá á ég við að við náum sama
varnarleik og markvörslu og
gegn Rússunum í síðustu umferð.
Ég vil fara í þennan leik af full-
um krafti og ná góðum úrslitum
og svo getum við hugsanlega
unnið þá heima og farið áfram.
Þetta er það sem ég vil. Mér
finnst þetta búa í mínu liði. Við
erum með hörkugott lið og þegar
við smellum og náum að sýna
okkar sterkustu hliðar erum við í
góðum málum.“ ■
Evrópukeppni bikarhafa:
Við getum alveg
strítt þeim
HK
„Við erum með hörkugott lið,“ segir Árni Stefánsson, þjálfari HK, sem mætir Drott
í Evrópukeppni bikarhafa í dag.