Fréttablaðið - 08.11.2003, Page 43
virkni lípasa í efnasmíðum á fituefnum í
Hátíðarsal Háskóla Íslands. Dokt-
orsvörnin og er öllum opin.
14.00 Nanna Hermansson heldur
fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu, um Norðurlöndin á tím-
um Napóleons. Nanna er þjóðhátta-
fræðingur að mennt og var borgarminja-
vörður í Reykjavík 1974-1984, en síðan
landsminjavörður í Suðurmannalandi í
Svíþjóð og borgarminjavörður í Stokk-
hólmi frá 1992.
■ ■ FUNDIR
13.30 Aðalfundur Listvinafélags
Hallgrímskirkju, sem frestað var sl. vor,
verður haldinn í Hallgrímskirkju í dag.
Fundurinn hefst með stuttri tónlistardag-
skrá í kirkjunni, þar sem Mótettukór
Hallgrímskirkju og Schola cantorum syn-
gja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Að-
alfundarstörf fara síðan fram í suðursal
kirkjunnar.
■ ■ SAMKOMUR
10.30 Hátíðarhöld verða í Landa-
koti í Reykjavík í tilefni þess að 100 ár
eru liðin frá því að Montfortreglan hóf
störf fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi.
Aðgangur er öllum heimill. Dagskráin
hefst með Biskupsmessu í Kristskirkju.
13.00 Opið hús verður í Snorra-
stofu í Reykholti. Gestum og gangandi
er boðið að skoða húsakynni stofnunar-
innar og jafnframt kynna sér þá starf-
semi sem þar fer fram. Gestum verður
boðið að skoða bókhlöðu Snorrastofu
og sýninguna Snorri Sturluson og sam-
tíð hans.
■ ■ SÝNINGAR
Í Þjóðarbókhlöðunni standa nú yfir
þrjár sýningar: Smekkleysusýningin
Humar eða frægð, sýning um Land-
nemann mikla, Stephan G. Stephans-
son, og sýning um Óskar Ingimarsson,
sagnfræðing, þýðanda og þul.
Hinn þekkti bandaríski listamaðurinn
David Diviney er með sýninguna
„Foxfire“ í Kling og Bang gallerí, lauga-
vegi 23.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn-
ing á verkum eftir Karl Guðmundsson
og Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Þetta er
þriðja sýningin í röð myndlistarsýninga
listahátíðarinnar List án landamæra í
norðursal Kjarvalsstaða, nýjum sal Lista-
safns Reykjavíkur.
Yfirlitssýningu á verkum Júlíönu
Sveinsdóttur í Listasafni Íslands, „Vefur
lands og lita - Júlíana Sveinsdóttir“, lýkur
á morgun. Á sýningunni eru málverk og
myndvefnaður og spannar hún allan fer-
il Júlíönu sem er einn af frumkvöðlun-
um í íslenskri myndlist og ein fyrsta ís-
lenska konan sem gerði myndlist að
ævistarfi sínu.
Opnuð hefur verið sýning í Barna-
spítala Hringsins á myndum sem gerð-
ar hafa verið í listasmiðjunni Gagn og
gaman í Gerðubergi í Reykjavík.
Á neðri hæðinni í Gerðarsafni í
Kópavogi stendur yfir sýning Huldu
Stefánsdóttur, Leiftur, þar sem hún tefl-
ir saman óræðum ljósmyndum og ein-
tóna málverkum. Í austursalnum efri
hæðarinnar eru valin málverk úr einka-
safni Þorvaldar Guðmundssonar og
Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem hef-
ur að geyma margar af perlum frum-
herja íslenskrar málaralistar.
Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6.
hæð í Grófarhúsinu stendur yfir yfirlits-
sýning á verkum Magnúsar Ólafssonar
(1862-1937), eins helsta frumherja í ís-
lenskri ljósmyndun. Verk Magnúsar, sem
eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns
Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá
aldamótum 1900 fram undir miðbik 20.
aldar. Safnið er opið 12-19 virka daga,
13-17 um helgar. Sýningin stendur til 1.
desember. Aðgangur er ókeypis.
Í skartgripabúðinni Mariella, Skóla-
vörðustíg 12, stendur yfir sýning á perl-
um og ýmsu er þeim viðkemur.
Sýningin „Humar eða frægð -
Smekkleysa í 16 ár“ stendur yfir í Þjóð-
arbókhlöðunni í Reykjavík. Menningar-
borgarsjóður styrkir sýninguna, sem
stendur til 23. nóvember.
Á Kjarvalsstöðum er til sýnis brot af
verkum Jóhannesar S. Kjarval.
Þórdís Þórðardóttir, listakona á Eyr-
arbakka, sýnir vatnslita, pastel og
tepokamyndir í Rauða húsinu, Eyrar-
bakka. Sýningin stendur til 19. nóvem-
ber.
Á bókasafni Háskólans á Akureyri
stendur yfir sýning Stefáns Jónssonar
myndlistarmanns. Sýningin, sem Stefán
nefnir „Listaverkahrúga“, stendur fram í
miðjan nóvember.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003 43
Dansleikur ársins!
Jazzhátíðardansleikur með fönksveitinni JAGÚAR
á NASA laugadag 8. nóvember kl. 00.30 - 04.00
Komið og skemmtið ykkur þar sem fjörið verður á laugardag!
Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og
UppplýsingmiðstöðFerðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/
Í kvöl
d
Ídag klukkan þrjú verður Sinfón-ían aftur í bíóstuði og spilar und-
ir þremur stuttmyndum frá þögla
tímabilinu eftir höfuðsnillingana
þrjá, Buster Keaton, Harold Lloyd
og Charles Chaplin.
Eftir Keaton verður sýnd
myndin Járnsmiðurinn frá árinu
1922. Þar segir frá ævintýrum
Busters á járnsmíðaverkstæði þar
sem bæði hestar og bifreiðar koma
við sögu.
Mynd Lloyds er Draugafár frá
1920. Sú mynd er sprenghlægileg
drauga- og ástarsaga. Rúsínan í
pylsuendanum er svo Chaplin-
myndin Ævintýramaðurinn frá
1917.
Þar segir frá ævintýrum litla
flækingsins þegar hann sleppur úr
hinu illræmda Sing Sing fangelsi.
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
arinnar er Richard Benjamin, sem
er mikill áhugamaður um kvik-
myndatónlist þögla tímabilsins.
Miðaverð er 2000 krónur fyrir
fullorðna og 1000 krónur fyrir
börn yngri en 12 ára. ■
Bókið hópa núna! Keramik fyrir alla,
Laugavegi 48b, sími 552 2882,
www.keramik.is
Opið alla virka daga kl. 11-18,
laugardaga 13-17,
opið hús miðvikudagskvöld kl. 20-23.
Hvernig fannst þér í
Keramik fyrir alla?
- Mér fannst frábært og kem aftur með
vinkonu mína næst
Kristín 10 ára
■ TÓNLEIKAR
HAROLD LLOYD
Harold Lloyd var einn þriggja höfuðsnillinga þöglu grínmyndanna í Bandaríkjunum.
Hinir voru Buster Keaton og Charlie Chaplin.
Meira
Sinfóníubíó
HÁDEGISDJASS MEÐ
RAGNHEIÐI GRÖNDAL
Hádegisdjass á Hótel Borg fylgir jafnan
Jazzhátíð Reykjavíkur. Þetta árið sér
Hljómsveit Ragnheiðar Gröndal um fjörið.
Með henni leika bróðir hennar Haukur
altósaxófónleikari, Jón Páll Bjarnason gít-
aristi, Róbert Þórhallsson á bassann og
Eric Qvick á trommur. Tónleikarnir hefjast
á hádegi og standa til klukkan tvö. Matur
er innifalinn í miðaverðinu.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT