Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
Faðir & sonur
Jólabæklingur IKEA - aðeins á Netinu!
www.IKEA.is
Mikið mál að eiga son. Sérstak-lega ef maður á bara einn.
Margt að kenna og enn meira að
læra hjá þeim litla sem vex eins og
grasið. Hægt og hljótt. Í sjálfu sér
þarf ekki að hafa mörg orð um
blómin og býflugurnar á meðan
sjónvarpið er í gangi með tilheyr-
andi kossaflensi og ástríðum sem
engan enda ætla að taka. Meira að
segja hjá hommum og lesbíum á
kjörtíma.
ÁSTALÍFIÐ kemur af sjálfu sér
eins og annað í dýrafræðinni. Helst
að maður reyni að benda á að lítið
sé varið í að kyssa stelpu nema
mann langi virkilega mikið til þess.
Hitt er mikilvægara að senda son-
inn ekki út í lífið án þess að kunna
að ferðast. Að lifa er að ferðast.
Finna andardrátt heimsins með lykt
og lit og hafa vit á því að komast á
milli staða án þess að geggjast.
ÞVÍ lögðum við feðgar í langferð.
Alla leið til Old Trafford undir því
yfirskyni að sjá Manchester United
baka Portsmouth. Sem þeir reyndar
gerðu 3-0. Þar stóð minni útgáfan af
sjálfum mér rétt við hliðarlínuna á
þessum frægasta knattspyrnuvelli
Evrópu og komst í augnsamband
við Nistelrooy, Keane, Giggs og
Forlan. Sjaldan hafa jafn ung augu
orðið jafnstór og þarna í hauststill-
unni í Manchester.
SJÁLFUM fannst mér leikurinn
eins og viðureign Vals og Fram á
Laugardalsvelli sumarið ‘75. En var
einn um þá skoðun á vellinum þar
sem 70 þúsund manns hrópuðu ákaft
og nær látlaust í 2x45 mínútur. Og
sonurinn gaf sig allan í leikinn. Í eft-
irvæntingunni og sigurvímunni fyr-
ir og eftir leik reyndi ég af varfærni
að kenna syninum undirstöðuatriði
ferðamennskunnar.
AÐ pakka rétt í tösku. Passa upp á
sitt. Spyrja til vegar. Nota götukort.
Kaupa lestarmiða. Læra á neðan-
jarðarkerfið. Og síðast en ekki síst:
Njóta þess að vera þar sem enginn
þekkir mann og stöðugt að sjá eitt-
hvað nýtt. Taka á sig krók til þess
eins að fara götu sem ekki hefur
verið farin áður. Með þeim orðum
að aldrei sé að vita hvað bíði hand-
an hornsins. Þar gæti tækifæri lífs-
ins leynst.
HANN var fljótur að læra. Kom til
baka ferðbúinn - fyrir lífið. Næst
getur hann farið einn. ■
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
22
74
1
11
.2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
STRÅLA aðventuljós
SAMLAS kerti 195,-
MINNAS kerti 12 sm 225,-
SAMLAS kerti 5 stk. 495,-
SAMLAS sprittkertastjakar 195,-
STRÅLA ljós 995,-
STRÅLA aðventuljós 2.690,-
3.900,-
Kveikjum ljós...
www. .is
Taktu þátt
í spjallinu á
...