Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 12
■ Andlát Magnús Eyjólfsson lést föstudaginn 31. október. Útförin fór fram í kyrrþey. Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir er látin. Guðjón E. Long, prentari, lést miðvikudag- inn 12. nóvember. Olga Sigurðardóttir, frá Hnífsdal, lést mið- vikudaginn 12. nóvember. Stefnir Sigurðsson, Hrafnistu, Reykjavík, er látinn. Útförin fór fram í kyrrþey. ■ Jarðarfarir 13.30 Sveinsína Jónsdóttir, Brekkugötu 7, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Karl Árnason, Kambi, Reykhólasveit, verður jarðsunginn frá Reykhóla- kirkju. 14.00 Steindór Kristján Sigurjónsson, Nautabúi, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju. 14.00 Sigurveig Pétursdóttir frá Vakur- stöðum, Vopnafirði, verður jarðsung- in frá Vopnaðafjarðarkirkju. 14.00 Jófríður María Jóhannesdóttir frá Vegamótum, Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju. 12 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Love Me Tender, fyrsta bíó-myndin sem Elvis Presley lék í, var frumsýnd í New York þenn- an dag árið 1956. Kostnaður við gerð myndarinn- ar nam einni milljón dala, en þann kostnað halaði myndin inn á fyrstu þremur sýningardögunum. Eftir það var stanslaus gróði af henni, enda var Presley sá alheit- asti á þessum árum. Í myndinni leikur Elvis ungan pilt, Clint Reno, sem situr heima meðan bróðir hans fer að berjast í bandarísku borgarastyrjöldinni. Þegar bróðirinn kemur til baka úr stríðinu er gamla kærastan hans búin að kvænast þeim bróðurnum sem heima sat. Upp úr þessu spretta svo ýmis átök með gráti og gnístran tanna. Elvis lék samtals í 33 bíómynd- um um ævina, og voru þær ansi misjafnar að gæðum. Sjálfur hélt Elvis víst mikið upp á bíómyndina Rebel Without a Cause með James Dean og kunni utan að hvert einasta orð sem Dean mælti í þeirri mynd. ■ Á afmælisdaginn verð ég aðlaga til eftir veislu sem ég held daginn áður,“ segir Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi, sem er 42 ára í dag. Snæbjörn segist alltaf halda upp á afmælisdaginn með útgáfu- veislu á föstudeginum í kringum 15. nóvember. „Gestirnir hafa ekki hugmynd um að ég sé líka að halda upp á afmælið mitt og oftast mæta nokkur hundruð manns. Reyndar hefur dregið úr fjöldan- um síðustu árin en það verða ör- ugglega eitthvað yfir hundraðið,“ segir Snæbjörn, sem hefur nóg að gera þessa dagana. Þegar hafa verið send um átta þúsund eintök af Harry Potter í verslanir og ganga hratt út. „Við létum prenta fimmtán þúsund eintök og ég á allt eins von á að þau fari öll. Þær eru betri með hverju ári,“ segir hann og vill meina að J.K. Rowl- ing, höfundur Harry Potter, vaxi með hverri bók. Snæbjörn er gamall íþrótta- maður og lék knattspyrnu og handbolta með Fram hér áður fyrr. „Nú spila ég fótbolta einu sinni í viku með bókmenntafræð- ingum og við skemmtum okkur vel. Nei, við erum ekkert stirðir, leikum fótbolta af list,“ segir Snæbjörn hlæjandi og neitar því alfarið að aldurinn sé eitthvað far- inn að setja mark á þá. Fyrir utan að hafa gaman af bókum og fótbolta gengur Snæ- björn með litla dóttur sína þegar vel viðrar en kötturinn Venus er ekki sérlega fús að koma með. „Mitt aðaláhugamál er að hlúa að ólífutrjám sem ég á og bíð eftir að fari að bera ólífur. Í framtíðinni ætla ég að verða ólífubóndi á Ítal- íu,“ segir Snæbjörn, sem bíða má nokkuð lengi því trén eru rétt að komast á fjórða árið og enn langt í að hann gerist ólífubóndi. ■ Afmæli SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON ■ ætlar að laga til á afmælisdaginn en daginn áður býður hann til fjölda manns til veislu sem ekki hefur hugmynd um af- mælið. ■ Þetta gerðist 1859 Síðasti hluti framhaldssögunnar „Saga tveggja borga“ eftir Charles Dickens birtist í dreifi- bréfi höfundarins. 1889 Pedro II, keisara í Brasilíu, er steypt af stóli með valdaráni eft- ir. Hann hafði ríkt í 49 ár. 1943 Heinrich Himmler, leiðtogi þýsku Stormsveitanna, gefur út skipun um að fara eigi með „sígauna“ og „hálfsígauna“ á sama hátt og gyðinga. 1957 Nikíta Krústsjev, sem þá var leið- togi Sovétríkjanna, skoraði á Bandaríkin í „skotkeppni“ með flugskeytum. 1968 Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth, sem á sínum tíma var stærsta skip sinnar tegundar í heiminum, lauk síðustu siglingu sinni þennan dag. 1977 Hundrað milljónasti Ford-bíllinn kemur þennan dag út úr bíla- verksmiðju í New York. ELVIS PRESLEY Hann lék í 33 bíómyndum um ævina. Sú fyrsta var með þeim skárri. Fyrsta bíómynd Presleys ELVIS Í BÍÓ ■ Þennan dag var fyrsta bíómyndin með Elvis Presley frumsýnd. 15. nóvember 1956 Ólífubóndi á Ítalíu DRÍFA HJARTARDÓTTIR Hún segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að koma til móts við sauðfjárbændur og opn- að á að bændur geti óskað eftir endur- skoðun á búvörusamninginn. ??? Hver? Drífa Hjartardóttir alþingismaður. ??? Hvar? Ég er stödd í símaklefa Alþingishússins við Austurvöll. ??? Hvaðan? Fædd og uppalin í Reykjavík og er meira að segja Vesturbæingur. ??? Hvað? Það er verið að koma til móts við sauð- fjárbændur sem hefur verið viðvarandi síðustu misseri. Ætlunin er að ríkis- stjórnin fái fjárveitingu á aukafjárlögum að upphæð 140 milljónir sem greiðast eiga út að hálfu samkvæmt beingreiðsl- um og hálfu vegna framleiðslu. ??? Hvernig? Við ætlum að leyfa bændum að taka upp samninginn ef þeir vilja en ég tel að það þurfi að taka hann upp og end- urskoða hann. Það er aðeins verið að leysa bráðavandann núna. ??? Hvers vegna? Vandinn er margþættur. Að sumu leyti hefur hann orðið vegna minnkandi sölu á lambakjöti og ekki síður hafa verið undirboð á kjötmarkaði. Þar má nefna hvíta kjötið sem hefur verið niðurgreitt þannig að kostnaðurinn við framleiðsl- una er meiri en fæst fyrir það. Það skekkir markaðinn. ??? Hvenær? Það gæti orðið strax í vetur sem við tækjum búvörusaminginn til endur- skoðunar en það yrði ákvörðun Búnað- arþings og Landssambands sauðfjár- bænda hvort og hvenær það yrði gert. ■ Persónan SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Hann hefur nóg að gera núna því bókin um Harry Potter rennur út eins og heitar lummur. ■ Jarðarfarir 14.00 Ólafur Sveinbjörnsson, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. 14.00 Rósa Valtýsdóttir, áður Hátúni 10a, verður jarðsungin frá Raufarhafnar- kirkju. 14.00 Nanna Steinunn Jónsdóttir, Bald- urshaga, Fáskrúðsfirði, verður jarð- sungin frá Fáskrúðsfirði. ■ Afmæli Hjálmar Árnason alþingismaður, 53 ára. Hildur Njarðvík lögfræðingur, 34 ára. Richard Scobie tónlistarmaður, 43 ára. Rýmum fyrir nýjum vörum 20–60% afsláttur Nýtt kortatímabil Sissa tískuhús G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0 Opið virka daga 10-18 • laugardaga 10-16 Austurveri Háaleitisbraut Sími 800 6767 Opið frá 16-22 alla daga Allar pizzur á matseðli á 1000 kr sótt frítt hvítlauks- brauð fylgir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.