Fréttablaðið - 15.11.2003, Síða 45
Booker-verðlaunin eru virtustubókmenntaverðlaun Breta.
Skjalasafn verðlaunasjóðsins hef-
ur nýlega verið gert opinbert en
þar er að finna bréf og minnis-
punkta frá nefndarfundum. Þar
kemur til dæmis fram að Philip
Larkin neitaði að verða formaður
nefndarinnar árið 1977 vegna
þess að hann vildi ekki vera með
svart bindi við verðlaunaathöfn-
ina. Hann gaf eftir þegar hann
fékk að vera í grænum jakka við
bindið.
Árið 1971 var rithöfundurinn
og blaðamaðurinn Malcolm
Muggeridge meðal dómnefndar-
manna. Hann sagði af sér þar sem
honum þótti engin þeirra 50 bóka
sem lagðar voru fram uppfylla
gæðakröfur. Í afsagnarbréfi sínu
sagði hann: „Það verður langt
þangað til ég les nútímaskáld-
sögu, ef ég geri
það þá nokkurn
tíma. En ég er
þakklátur fyrir
að hafa verið
þvingaður til að
gefa gaum þess-
um sýnishornum
af nútímaskáld-
skap.“ Það ár
fékk V.S. Naipaul
Bookerinn.
H ö f u n d u m
sem vinna
Bookerinn er
ekki tilkynnt um
sigurinn fyrir
fram heldur
mæta allir til-
nefndir höfundar á samkomuna.
Árið 1980 tilkynnti Anthony
Burgess dómnefndinni að hann
myndi einungis mæta ef honum
yrði sagt fyrir fram að hann væri
sigurvegarinn. Burgess beið síðan
á Savoy-hótelinu í London eftir
símtali sem aldrei kom. William
Golding var sigurvegarinn fyrir
Rites of Passage.
Skuldari á flótta vann í ár
Í bréfum og minnisblöðum frá
þeim þrjátíu árum sem verðlaun-
in hafa verið
veitt kemur hvað
eftir annað fram
ágreiningur um
val á bestu bók-
inni og einhverjir
n e f n d a r m e n n
hafa úthúðað
verðlaunabókum.
Þannig sagði
leikkonan Joanna
Lumley, sem var
í dómnefnd árið
1985, að valið á
The Bone People
eftir Keri Hulme
væri „algjörlega
óverjandi“. Árið 1994 lýsti dóm-
nefndarmaður yfir óánægju sinni
með að How Late It Was eftir
James Kelman hefði unnið og
sagði bókina vera rusl.
Nú í ár vann Vernon God Little
eftir DBC Pierre verðlaunin. Það
kom nokkuð á óvart að bókin
skyldi hreppa verðlaunin en
margir höfðu veðjað á að bók
Monicu Ali, Brick Lane, stæði
uppi sem sigurvegari. DBC Pierre
heitir réttu nafni Peter Finley.
Hann hefur verið á flótta síðustu
árin vegna alls kyns svika og hef-
ur farið í aðgerðir til að breyta
andliti svo þeir sem eiga sökótt
við hann hafi ekki uppi á honum.
Nú getur hann greitt hluta af
skuldum sínum en verðlaunin frá
Booker eru 7,5 milljónir íslenskra
króna. Bókaútgáfan Bjartur hefur
tryggt sér útgáfurétt á bókinni,
sem kemur út hér á landi í mars
og sömuleiðis í Danmörku hjá
dótturforlagi Bjarts. ■
LAUGARDAGUR 15. nóvember 2003 33
Skólavörðustíg 12 / Kringlunni / Smáralind
F
í
t
o
n
F
I
0
0
8
2
2
1
Jólaverkstæði
Binna
790 kr.
Nóvemberkaktus og
keramikpottur
1200 kr.
Snjókarl 34 cm
1. flokks
jólastjarna í
keramikpotti
Binni er kominn í jólaskap og hefur fyllt verslanirnar af
gullfallegum jólavörum. Komdu við og skoðaðu,
fjöldi góðra tilboða.
995 kr.
Sú undarlega staða er kominupp á bandarískum menningar-
markaði að vís vegur til að selja
bækur, og fá fólk til að flykkjast í
kvikmyndahús og draga það að
sjónvarpstækjunum, er að gera
grín að Bush-stjórninni. Mikið er
nú látið með Al Franken og bækur
hans en aðrir höfundar af sama
sauðahúsi eru Jim Hightower, Joe
Conason og Molly Ivins. Sá sem
hratt þessari bylgju af stað er án
efa Michael Moore en metsölu-
bækur hans og óskarsverðlauna-
myndin Bowling for Columbine
hafa án efa fengið fleiri til að
hugsa um stjórnmál en allir
fréttatímar CNN og Fox News
samanlagt. Bókin Heimskir hvítir
karlar höfðaði hins vegar ekki að-
eins til Bandaríkjamanna því hún
sat mánuðum saman í efstu sæt-
um þýska, japanska og breska
metsölulistans. Nú er hún komin
út á íslensku í þýðingu Eiríks Arn-
ar Norðdahl.
Sjálfur segir Moore tilgang
bókarskrifa og
kvikmyndagerðar
sinnar vera afar
einfaldan: Hann
vilji byltingu.
„Byltingu án of-
beldis,“ segir hann í
spjalli við Publish-
er Weekly. „Og
grundval larhug-
myndin að þessari
byltingu er einföld:
Algjört lýðræði. Ég
vil ekki búa í landi
þar sem lýðræðið er
bara í kjörklefan-
um. Það er ekki al-
gert lýðræði. Við
þurfum líka efna-
hagslegt lýðræði.
Við verðum að hafa lýðræði á
vinnustöðum. Ef við segjumst
trúa á lýðræðið, þá verðum við
líka að lifa eftir því og þá verða
fleiri að taka þátt í því og ekki
bara ákveða hverjir eigi að
stjórna landinu, heldur líka hvern-
ig efnahagurinn eigi að vera og
hvernig eigi að skipta kökunni.
Það er ekki hægt að kalla þetta
lýðræði sem við búum við fyrr en
við erum með efnhagskerfi sem er
raunverulega lýðræðislegt. Þetta
er byltingin sem ég vil gera.“ ■
Ég kemst því miður aldrei yfirað lesa nema brot af öllum
þeim bókum sem árlega koma út
hér á landi,“ segir Bryndís Lofts-
dóttir, vörustjóri hjá Pennanum-
Eymundssyni, um lesefni sitt.
„Fyrir stuttu síðan las ég Flateyj-
argátuna eftir Viktor Arnar Ing-
ólfsson sem kom út á síðasta ári en
var nú að koma út í kilju. Þetta er
fínasta glæpasaga. Ég vildi óska
þess að ég hefði lesið hana fyrir
síðustu jól því þá hefði ég notað
hvert tækifæri til að mæla með
henni. En til að bæta fyrir brot
mitt þá mæli ég bara með henni
núna. Betra er seint en aldrei.
Talandi um glæpasögur þá er
ég nýbúin að lesa Bettý eftir Arn-
ald Indriðason. Frábær bók – al-
veg gulltryggður gripur sem löðr-
ungar lesendur sína á óvæntan
hátt. Arnaldur er tvímælalaust ein
bjartasta vonin í íslenskum rithöf-
undaflota. Ég vona svo sannarlega
að hann gefi sér frelsi til að skrifa
áfram bækur eftir eigin höfði,
hvort sem það verða glæpasögur
eða einhverjar allt aðrar sögur.
Áfram Arnaldur!
Íslensku skáldsögurnar eru nú
að tínast inn í verslanir. Ég
var að byrja á nýrri
skáldsögu eftir Ólaf
Gunnarsson, Öxin og
jörðin. Þetta er afar
vel skrifuð söguleg
skáldsaga um siða-
skiptin, Jón biskup
Arason og syni
hans. Ég vildi
óska þess að ég hefði heila helgi í
notalegum sumarbústað til að klára
þessa bók. Tengingin við sögu þjóð-
arinnar verður einhvern veginn
svo miklu sterkari uppi í sveit. Ég
mæli því með henni við alla sem
eru svo lánsamir að eiga sumarbú-
stað, auk þess sem þetta er alveg
pottþétt pabbagjöf um jólin.
Svo er ég að lesa bókina Svo
fögur bein, sem fékk nýlega
bresku bóksalaverðlaunin. Þetta
er eðalgóð, afar óvenjuleg skáld-
saga um 14 ára stúlku sem verður
fórnarlamb morðingja. Sagan
fylgir henni svo til himna þar sem
hún fylgist með ástvinum sínum
sem eins og hún eru að berjast við
að komast yfir þennan skelfilega
atburð og allar þær tilfinningar
sem honum fylgja.
Að lokum má svo kannski geta
þess að eftir vinnu sest ég gjarnan
niður með litlum vini mínum og
les fyrir hann hinar bráðfyndnu
bækur um Herra-
mennina. Herra
Lítill er í alveg
sérstöku uppá-
haldi en auk
þess höfum við á
liðnum vikum les-
ið flestar Skemmti-
legu smábarna-
bækurnar en
þar er Láki
litli í alveg
s é r s t ö k u
u p p á h a l d i
hjá mér. Ég
held hins
vegar að sá
litli hafi
mest gaman
af bók Hall-
dórs Péturs-
sonar, Íslensku
dýrin og taki
dýrahljóð móð-
ur sinnar fram
yfir upplestur-
inn.“ ■
Da Vinci lykillinn eftir DanBrown er nýkomin út hjá
Bjarti en bókin hefur notið gríð-
arlegra vinsælda í Bandaríkjun-
um. Þetta er hörkuspennandi
sakamálasaga og eins og títt er
um slíkar sögur má sem minnist
um efni hennar segja. ABC-
sjónvarpsstöðin sýndi á dögun-
um fréttaskýringaþátt um ævi
Krists, en þar eru settar fram
kenningar sem koma fram í Da
Vinci lyklinum. Rætt er við guð-
fræðinga, blaðamenn og kirkj-
unnar menn um þær. Í myndinni
tekur kaþólskur prestur undir
kenningarnar – sem eru reyndar
ekki allar nýjar
af nálinni en
hafa aftur kom-
ið í umræðu
vegna bókar-
innar. Myndin
hefur hlotið
gagnrýni frá
nokkrum kaþ-
ólskum prest-
um, enda eru
kenningarn-
ar sem þar
er um fjallað
n o k k u ð
öðruvísi en
frásagnir Biblíunnar. ■
BRYNDÍS
LOFTSDÓTTIR
„Ég var að byrja á nýrri skáld-
sögu eftir Ólaf Gunnarsson,
Öxin og jörðin. Þetta er afar vel
skrifuð söguleg skáldsaga um
siðaskiptin, Jón biskup Arason
og syni hans. Ég vildi óska
þess að ég hefði heila helgi í
notalegum sumarbústað til
að klára þessa bók.“
Áfram Arnaldur
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
MICHAEL MOORE
„Við verðum að hafa lýðræði á vinnustöðum. Ef við segjumst
trúa á lýðræðið, þá verðum við líka að lifa eftir því og þá
verða fleiri að taka þátt í því og ekki bara ákveða hverjir eigi
að stjórna landinu, heldur líka hvernig efnahagurinn eigi að
vera og hvernig eigi að skipta kökunni.“
Metsölubókin Heimskir hvítir karlar er komin út á Íslandi:
Moore boðar byltingu
DBC PIERRE
Vann Booker-verð-
launin í ár, en hef-
ur verið á flótta
vegna mikilla
skulda. Hann mun
nota hluta af verð-
launafénu til að
greiða þær.
DA VINCI LYKILLINN
Kenningar í bókinni
eru til umfjöllunar í
bandarískum frétta-
skýringaþætti.
Í Da Vinci lyklinum setur höfundurinn fram
djarfar kenningar um líf Krists:
Sakamálasaga verður
að fréttaskýringaþætti
Skjalasafn sem tengist Booker-verðlaununum hefur verið gert opinbert.
Í því kemur fram margt forvitnilegt.
Rifist um verðlaunabækur
MALCOLM
MUGGERIDGE
„Það verður langt
þangað til ég les
nútímaskáldsögu,
ef ég geri það þá
nokkurn tíma,“
sagði hann þegar
hann sagði sig úr
Booker-dómnefnd.