Fréttablaðið - 15.11.2003, Page 43

Fréttablaðið - 15.11.2003, Page 43
LAUGARDAGUR 15. nóvember 2003 31 Hera flytur lög og áritar nýju plötuna í Hagkaupum sunnudaginn 16. nóvember Skeifu kl. 14-14:45 Kringlu kl. 15-15:45 Smáralind kl. 16-16:45 Sigga flytur lög og áritar nýju plötuna í Hagkaupum í dag, laugardaginn 15. nóvember Skeifu kl. 14-14:45 Kringlu kl. 15-15:45 Smáralind kl. 16-16:45 Íslenskir tónlistardagar VSK af öllum íslenskum Afnemum geisladiskum í nóvember TAX FREE TÓNLIST í nóvember 1.839kr án vsk Verð með vsk. 2.299,- 1.919kr án vsk Verð með vsk. 2.399,- Að sjálfsögðu fær ríkissjóður fullan virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin er alfarið á kostnað Hagkaupa. Íslendingurinn Gunnar Hansenkomst á spjöld kvikmyndasög- unnar þegar hann mundaði vél- sögina með miklum tilþrifum í The Texas Chainsaw Massacre árið 1974 þegar hann lék þroska- hefta morðingjann Leatherface sem sallaði ungmenni niður af miklum móð. Það hefur lítið farið fyrir Gunnari á hvíta tjaldinu síð- an þá en hann er engu að síður goðsögn í lifanda lífi og er í hug- um flestra hryllingsmyndaunn- enda hinn eini sanni Leðurfés. Hann mætir reglulega á ráðstefn- ur víðs vegar um Bandaríkin, seg- ir frá hlutverkinu og áritar mynd- ir fyrir æsta aðdáendur. Gunnar fæddist í Reykjavík árið 1947 og bjó þar fyrstu fimm ár ævi sinnar en fluttist síðan með fjölskyldu sinni til Bandaríkj- anna. Hann stundaði háskólanám í Texas, lagði fyrst stund á eðlis- fræði en lauk prófi í ensku og stærðfræði, en auk þess hefur hann lagt stund á skandinavísk fræði. „Einhvern tíma á þessu tíma- bili frétti ég af fólki sem ætlaði að gera hryllingsmynd í Texas og væri að leita að einhverjum til að leika morðingjann,“ segir Gunnar á heimasíðu sinni og bætir því við að hann hafi ákveðið að sækja um hlutverkið þar sem hann taldi það betri sumarvinnu en að þjóna á veitingastað eða vinna við smíðar. „Ég hélt að þetta yrði bara enn ein lítil, kvikindisleg hryllingsmynd- in sem lítið myndi bera á. Ég hafði svo auðvitað rangt fyrir mér.“ Gunnar segist þó aldrei hafa ætlað að leggja kvikmyndaleik fyrir sig. Hann flutti því ekki til Hollywood og hafnaði hlutverki í hryllingsmyndinni The Hills Have Eyes eftir Wes Craven sem gerð var árið 1975. „Ég flutti aftur til Maine og sneri mér að ritstörfum, eins og ég hafði alltaf ætlað mér.“ Sagan segir að Gunnari hafi verið boðið að endurtaka rulluna sem Leðurfés í endurgerð The Texas Chainsaw Massacre en hann hafi hafnað því þar sem hann teldi það móðgun að einhver léti sér koma það til hugar að endurgera gömlu myndina. Hann hefur leikið í 11 bíómyndum frá árinu 1987 en sumar þeirra „hafa sem betur fer aldrei farið í dreif- ingu,“ eins og hann kýs sjálfur að orða það. ■ myndir sál á sínum tíma var að þær voru gerðar af miklum van- efnum. Þeir sem gerðu þær höfðu enga peninga og urðu því að treysta á sjálfa sig og vera mjög sniðugir og frumlegir í bæði sögu- þræði og kvikmyndatöku. Psycho var endurgerð nýlega en það var allt önnur hugmyndafræði á bak við þá endurgerð Mér finnst þess- ar nýrri myndir aðallega vera brenndar því marki að þeir eru gerðar fyrir mikinn pening en af andleysi.“ The Texas Chainsaw Massacre og Psycho eiga það báðar sameig- inlegt að hafa verið endurgerðar og síðast en ekki síst eru þær byggðar á ævi sama brjálæðings- ins. Sá hét Ed Gein og var einnig fyrirmyndin að morðingjanum Buffalo Bill í The Silence of the Lambs en hann var snælduvitlaus einbúi sem átti það til að flá fórn- arlömb sín og búa meðal annars til lampaskerma og skyrtur úr húð- um þeirra. ■ CAROL J. CLOVER Kom til Íslands í síðustu viku til að flytja fyrirlestur um Gísla sögu Súrssonar. Hún er einnig sérfræðingur í kvikmyndum og skrifaði lærða bók um hryllingsmyndir eftir að hún sá The Texas Chainsaw Massacre. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KEÐJUSAGARMORÐINGINN Leðurfésið er mætt á nýjan leik í endur- gerð The Texas Chainsaw Massacre og heldur sig við þá uppáhaldsiðju sína að saga niður ungmenni. Íslendingurinn Gunnar Hansen lék hann í upprunalegu myndinni en kærði sig ekki um að sveifla vélsöginni á ný. GUNNAR HANSEN Kemur stundum og rennir fyrir lax í gamla heimalandinu. Hann hefur ritstýrt tímarit- um og skrifað bækur og kvikmyndahand- rit. Þá skrifar hann og leikstýrir sínum eigin heimildarmyndum og hefur meðal annars gert eina slíka um Grænland. Gunnar Hansen er að margra mati hinn eini sanni keðjusagarmorðingi: Íslendingurinn með leðurfésið fóru með hlutverk í henni og mið- að við frammistöðu þeirra þar má það teljast með mestu ólíkindum að þeim hafi gefist tækifæri til að klífa á toppinn í Hollywood. The Return of the Texas Chainsaw Massacre var leikstýrt af Kim Henkel, sem samdi handritið að fyrstu myndinni með Hooper, og er einnig einn framleiðenda nýju endurgerðarinnar. Sú mynd þykir gefa þeirri upprunalegu lítið eftir hvað subbuskap og vélsagarmorð varðar enda tímarnir breyttir og ofbeldið orðið sjálfsagðara. thorarinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.