Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 16
16 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Kiri Te Kanawa, ein frægastasópransöngkona heims, heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld. Uppselt var á tónleikana fyrir hálfu ári en þá seldust miðarnir upp á innan við klukkutíma. Kiri er á stöðugum ferðalögum vegna vinnu sinnar og hefur yfirleitt stutta viðdvöl á hverjum stað. Svo er líka að þessu sinni. Hún segist ekkert sérstaklega hrifin af því að ferðast og búa á hótelherbergj- um. „En ferðalög eru hluti af starfinu og ef maður er söngv- ari getur maður ekki alltaf sungið heima hjá sér og sofið í eigin svefnherbergi. Maður verður að fara út meðal fólks- ins.“ Kiri fæddist árið 1944 í Nýja- Sjálandi. Foreldrar hennar voru ekki í hjónabandi og hún var ættleidd nokkurra mánaða göm- ul. Sem barn þjáðist hún af bíl- veiki og til að róa hana tók fóst- urmóðir hennar upp á því að syngja fyrir hana. Kiri tók und- ir og því meir sem hún söng því minna fór fyrir bílveikinni. „Ég söng klukkustundum saman í bílnum til að losna við bílveik- ina,“ segir Kiri. Fósturmóðir hennar, sem hafði sönghæfi- leika, þóttist sjá sömu hæfileika hjá dóttur sinni og lagði áherslu á að þjálfa þá. Kiri var einungis sex ára gömul þegar hún söng í fyrsta sinn opinberlega í út- varpi. „Ég hef verið að syngja allt mitt líf,“ segir hún, „ég veit ekki hvaða starf ég hefði valið mér hefði ég ekki orðið söng- kona. Ég hef reyndar ágæta skipulagshæfileika og hefði sennilega getað notið mín í ein- hverju slíku starfi. Og svo er ég góður kokkur.“ Stjarna á einu kvöldi Rúmlega tvítug fór Kiri í tón- listarnám til London en hafði þá þegar vakið athygli í heima- landi sínu fyrir afburðasöng. Í London var það Colin Davis sem uppgötvaði hana og fól henni hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Fígarós. „Þegar mér var skyndilega boðið hlutverkið hugsaði ég með mér að menn- irnir hlytu að vera galnir og mér fannst ég líka vera galin að taka boði þeirra. En ég mætti í The Royal Opera House í Covent Garden og söng hlut- verkið,“ segir hún. Ný stjarna á óperusviðinu fæddist það kvöld. Kiri endurtók svo leikinn þegar hún tók að sér, með þriggja klukkustunda fyrirvara, að hlaupa í skarðið fyrir Teresu Stratas sem Desdemona í Óþelló í Metropolitan-óperunni. Gagnrýnendur voru ærir af hrifningu. Kiri segir þessa tvo atburði þá mikilvægustu á söng- ferli sínum. Hún festi sig svo rækilega í sessi árið 1981 þegar hún söng við brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu í Pálskirkj- unni í London. Fáir söngvarar samtímans hafa haft stærri áheyrendahóp því um 600 millj- ónir manna fylgdust með at- höfninni. Konungsfjölskyldan verðlaunaði Kiri með því að aðla hana árið eftir. Söngkonan er sögð treg til að ræða einkalíf sitt. Hún giftist Desmond Park árið 1967 eftir sex mánaða kynni. Hann er verkfræðingur en tók að sér að sjá um viðskiptahliðina í óperu- ferli konu sinnar þótt hann hefði engan áhuga á óperutón- list. Hjónin skildu fyrir nokkrum árum og sagt er að skilnaðurinn hafi verið Kiri sársaukafullur. Hjónin ætt- leiddu dreng og stúlku og Kiri, sem er sjálf ættleidd, segir að ættleiðingu fylgi ákveðin vandamál eins og öryggisleysi. „Ég vona að slíkt eigi ekki við um mín börn en ég tengi ýmis vandamál við að þau eru ætt- leidd. Sjálf leiði ég ekki mikið hugann að því að ég er ættleidd og börn mín gera það ekki held- ur, en auðvitað höfum við rætt þessa hluti. Stundum gleymi ég því að þau eru ættleidd og það skiptir mig engu höfuðmáli í líf- inu að ég er ættleidd.“ Hún seg- ir að það sé flóknara mál fyrir börn sín að eiga fræga móður. Aðdáandi Grateful Dead Kiri hefur sungið inn á fjöl- marga geisladiska, bæði óperu- tónlist, þjóðlög og söng- leikjatónlist. Hún segist ekki setja merkimiða á tónlist eftir tegundum og er ósammála því viðhorfi að popptónlist sé ómerkilegri tónlist en óperutón- list: „Ég er aðdáandi Grateful Dead, ég hlusta á Robbie Willi- ams, ég elska Frank Sinatra og er hrifin af Celine Dion. Ég lít ekki svo á að það sé fyrir neðan mína virðingu að hlusta á popptónlist.“ Hún er heldur ekki sammála því sem oft hefur verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á óperum. „Þeg- ar ég lít á mína áheyrendur þá veit ég að þetta er ekki rétt. Vandamálið er miðaverð, sem er hátt, og ég vil vinna að því að ungu fólk verði gert kleift að kaupa sér ódýra miða, þannig að það hafi efni á að sjá vandaðar sýningar með bestu söngvurun- um.“ Þegar Kiri er spurð að því hvað sé það mikilvægasta sem hún hafi lært á ferlinum segir hún: „Ég er alltaf að læra. Það sem ég hef lært á ferlinum er að syngja lag og segja um leið sögu og fá fólk til að gráta eða verða hamingjusamt. Það mikilvæg- asta er að geta í söngnum túlkað sögu sem snertir hlustandann, og þá skiptir engu á hvaða máli er sungið.“ Hún segir að það erfið- asta við að vera óperusöngkona sé að læra textann. „Maður er að klukkustundum saman og þegar maður fer að sofa er textinn enn að hljóma í höfðinu.“ Hún hefur aldrei þjáðst af sviðsótta en seg- ist stundum verða örlítið tauga- óstyrk áður en hún fer á svið. Félagar á óperusviðinu Þegar hún var að hefja feril sinn voru eftirlætissöngvarar hennar á óperusviðinu Leontyne Price og Victoria de los Angeles en umfram allt Renata Tebaldi sem hún dáði. Hún segir Freder- icu von Stade vera vinkonu sína og segist einnig hafa mikið dálæti á tenórunum þremur, Pavarotti, Domingo og Carreras, sem hún lýsir sem góðum félögum sínum en hún hefur sungið með þeim öll- um. Hún segir þá alls ólíkar manngerðir en alla mikla per- sónuleika: „Pavarotti er sá dá- samlega félagslyndi, Domingo er kaupsýslumaðurinn og Carreras er litli strákurinn.“ Óperusöngvarar hafa þá ímynd að vera skapstórir. „Ég hef séð marga söngvara hegða sér kjánalega,“ segir hún, „og þótt mér finnist ég aldrei hafa verið kjánaleg þá hef ég gerst sek um að rjúka upp á nef mér, en ég held að þá hafi ég yfirleitt haft ástæðu til. Ég hef orðið vitni að slæmri hegðun og ég hef orðið vitni að fyrirmyndarhegðun. Það eiga all- ir sína slæmu daga og ég sé ekk- ert athugavert við það. En þegar slíkt hendir þekkt fólk verður stundum einhver til að hringja í fjölmiðla og þá verður slæmi dag- urinn að frétt.“ Kiri Te Kanawa verður sextug á næsta ári og röddin er ekkert farin að gefa sig. „Ég ætla að syngja eins lengi og ég get. Að eilífu,“ segir hún. kolla@frettabladid.is KIRI TE KANAWA „Ég er alltaf að læra. Það sem ég hef lært á ferlinum er að syngja lag og segja um leið sögu og fá fólk til að gráta eða verða hamingju- samt. Það mikilvægasta er að geta í söngnum túlkað sögu sem snertir hlustandann, og þá skiptir engu á hvaða máli er sungið.“ Kiri Te Kanawa er eitt af stóru nöfnunum í óperuheiminum. Hún heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld. Í viðtali við Fréttablaðið talar hún um feril sinn, líf sitt og óperuheiminn: Ætla að syngja að eilífu Pavarotti er sá dásamlega félagslyndi, Domingo er kaupsýslumað- urinn og Carreras er litli strákurinn. ,, Ég er aðdáandi Grateful Dead, éghlusta á Robbie Williams, ég elska Frank Sinatra og er hrifin af Celine Dion. Ég lít ekki svo á að það sé fyrir neðan mína virðingu að hlusta á popptónlist. ,, Sjálf leiði ég ekki mikið hugann að því að ég er ættleidd og börn mín gera það ekki heldur, en auðvitað höfum við rætt þessa hluti. Stund- um gleymi ég því að þau eru ættleidd og það skiptir mig engu höfuðmáli í lífinu að ég er ættleidd. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.