Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 47
Syngur um sjálfsfróun FÓLK Lag af nýrri breiðskífu Britney Spears hefur valdið henni miklum roða í kinnum upp á síðkastið. Ástæðan er sú að lagið Touch of My Hand, sem er að finna á nýrri breiðskífu henn- ar In the Zone, fjallar um sjálfs- fróun. Þar með hefur stúlkan opnað fyrir það að fjölmiðlar spyrji hana spjörunum úr um þá unaðslegu athöfn. „Það er mjög jákvætt að láta stundum eftir sér kynferðis- lega,“ sagði Britney í viðtali við The New York Daily News. „Þetta er bara hluti af lífinu. Strákar geta talað um þetta. Af hverju geta stelpur það ekki? Þetta er jákvæður hlutur. Ég held að ef stelpur segist ekki gera þetta, þá séu þær að ljúga.“ Í viðtalinu var hún einnig spurð að því hvort henni líkaði það að vera á lausu. „Þegar maður er einn áttar maður sig á því hvað það er sem gerir mann í rauninni hamingjusamann. Þá er auðveldara að gefa af sér. Þegar maður kemst í rétta skapið þá kveikir það á strákn- um líka. Svo maður á bara að reyna að gleðja sjálfan sig og leyfa þeim svo að fylgja manni eftir.“ ■ Óperuleikstjóri beraði bossann Gerald Thomas, óperuleik- stjóri í Rio de Janeiro í Brasil- íu, hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun á almanna- færi eftir að hann beraði bossa sinn fyrir framan áhorfendur. Atvikið átti sér stað eftir frumsýningu Thomas á verk- inu Tristan og Ísold eftir Wagner í Theatro Municipal- leikhúsinu í Ríó. Húsið var troðfullt af áhorfendum sem létu í ljós óánægju sína að lokinni sýningunni með því að púa óspart. Það telst varla skrýtið því á sýningunni stundaði ein kvenpersónan sjálfsfróun á sófa auk þess sem sálfræðingurinn Sigmund Freud var látinn sniffa kókaín í gríð og erg. Thomas, sem segir að sýn- ingar sínar snúist ekki um raunsæi, varð æfur vegna hinna slæmu viðbragða og brást við með því að fletta bux- unum niður um sig og bera bossann á miðju leiksviðinu. Athæfið var umsvifalaust tilkynnt til lögreglunnar. Á Thomas yfir höfði sér annað hvort sekt eða fangelsisdóm. ■ XXX ROTTWEILER Hundarnir rappa og árita diska í Smára- lindinni í dag. Nýr diskur ERPUR EYVINDARSON ■ Í nýrri heimildarmynd sem kemur út í dag er skyggnst bak við tjöldin og sýnt hvaða áhrif frægðin hafði á rapparana. Erpur segir bransaliðið í bænum vera tóma sultuhunda. sem er náttúrlega tómir sultu- hundar upp til hópa,“ segir Erpur en nákvæmari lýsingar á þroska- ferli rapparanna er að finna í myndinni sjálfri. Ein af athyglisverðari uppá- komum í Rokkstjörnum Íslands er samskipti Rottweilerhundanna við Árna Johnsen: „Það er korters atriði á disknum þar sem sýnt er frá því þegar við byrjum að taka lagið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Árni Johnsen heyrir að hon- um sé ekki boðið, kippir okkur úr sambandi og það verður uppþot í kjölfarið.“ Diskurinn inniheldur öll sjö tónlistarmyndbönd Rottweiler, þar af tvö sem sjónvarpsstöðvarn- ar hafa ekki viljað sýna: „Stefnan var að gera þrennu af myndbönd- um sem ekki fá spilun. Það fyrsta var við lagið Sönn íslensk sakamál en það myndband er mjög ofbeld- isfullt, það næsta var við lagið Blautt malbik en þar er klám- kóngurinn Ron Jeremy í stjörnu- hlutverki og það þriðja á að vera mjög pólitískt og tilgangurinn er að láta banna það líka.“ Salan á disknum hefst klukkan 14.00 í BT í Smáralind í dag. Rottweilerhundarnir mæta á svæðið til að rappa og árita diska og verður afhent platína fyrir sölu á fyrstu plötunni. ■ BRITNEY SPEARS Talar nú um lítið annað en sjálfsfróun í viðtölum. Líður greinilega vel þegar hún er ein. Skrýtnafréttin BERAÐI BOSSANN ■ Óperuleikstjóri í Brasilíu beraði boss- ann framan í áhorfendur sína. LAUGARDAGUR 15. nóvember 2003 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.