Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 46 Leikhús 46 Myndlist 46 Íþróttir 42 Sjónvarp 48 LAUGARDAGUR ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KARATE Í dag er haldið Íslandsmeist- aramót í Kumite og fer keppnin fram í Íþróttahúsinu Austurbergi. 35 keppendur eru skráðir til keppni á mótið, sem hefst kl. 10.00. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG POTTÞÉTT VEÐUR Á FJÖLLUM Já, hreint frábært veður, ekki síst í borginni. Hægviðri og bjart víða, síst þó með norð- urströndinni. Að vera á hálendinu í svona veðri er hreint magnað. Sjá síðu 6 15. nóvember 2003 – 283. tölublað – 3. árgangur ALLIR VANHÆFIR Hver og einn ein- asti starfsmaður Landlæknisembættisins er vanhæfur til að fjalla um málið sem rekið er vegna andláts barns, skömmu eftir fæð- ingu, að áliti lögfræðings á vegum embætt- isins. Sjá síðu 2 SKATTAR OG FATLAÐIR Lægri skatt- ar og aukin framlög til málefna fatlaðra voru helstu áherslur í ræðu Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, við upphaf miðstjórnarfundar flokks- ins í gær. Sjá síðu 2 RÉTTAÐ UM SKJÖLIN Beðið er úr- skurðar Hæstaréttar um hvort afhenda skuli Jóni Steinari Gunnlaugssyni skjöl sem tengj- ast afmælisveislu Bryndísar Schram 1988. Málsmeðferð fyrir dómstólnum fór fram í gær. Sjá síðu 4 HÁTT LYFJAVERÐ Lyfjaverð er allt að tvöfalt hærra hér á landi en á Norðurlönd- um samkvæmt úttekt Tryggingastofnunar á þeim lyfjum sem stofnunin ber mestan kostnað af. Sjá síðu 6 LANDVERNDARDAGUR Í DAG Á sköfu sem framkvæmdastjóri Landverndar afhenti umhverfisráðherra í tilefni Landverndardags í dag eru tíu góð ráð fyrir ökumenn, sem stuðla eiga að því að draga úr notkun eldsneytis og bæta þannig umhverfið. Keppt verður í vistakstri í Nauthólsvík klukkan ellefu í dag. Siv sagði að nú þyrfti hún ekki lengur að nota kreditkortið til að skafa af bílnum. Keyptu eignir Jóns á Íslandi Jón Ólafsson, einn umdeildasti kaupsýslumaður landsins, hefur selt allar eigur sínar á Íslandi. Kaupendur eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Kaupþing Búnaðarbanki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Kiri Te Kanawa: Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa í viðtali um lífshlaup sitt, feril sinn og óperuheiminn. ▲ SÍÐA 16 Segist vera ofsótt Icy Spicy, eða indverska prinsessan, hefur lengi verið á milli tannanna á Íslendingum. Hún segist vera ofsótt. SÍÐA 24 ▲ Leoncie: Ætlar að syngja að eilífu BANASLYS Rúmlega sjötugur karl- maður lét lífið í bílslysi á Reykja- nesbraut, skammt austan við Grindavíkurafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Maðurinn var í kyrrstæðum bíl sínum út í vegkanti þegar önnur bifreið, sem ók eftir vegkantinum til að víkja fyrir umferð, ók aftan á hann. Við áreksturinn kastaðist bifreið mannsins út af veginum og endaði á hvolfi utan vegar. Öku- mennirnir, sem voru einir í bílun- um, voru fluttir með sjúkrabif- reiðum á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Skömmu eftir komu á sjúkra- húsið var maðurinn úrskurðaður látinn. Meiðsl hins ökumannsins eru talin minniháttar. Annað umferðaróhapp varð á slysstað, þegar bifreið var ekið aftan á bíl ökumanns sem stöðvaði vegna fyrra slyssins. Engin slys urðu á fólki í því tilviki en önnur bifreiðin er óökufær eftir. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um tildrög slyssins eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Keflavík í síma 420 2400. ■ GYLFI SIGURÐSSON Lögreglan óskar eftir vísbendingum. Bankarán í Hafnarfirði: Vopnaður og dulbúinn BANKARÁN „Hann var með hníf og klæddur lambhúshettu með götum fyrir augu og munn,“ segir Gylfi Sigurðsson, varðstjóri lögreglunn- ar í Hafnarfirði, um bankaræn- ingjann sem framdi vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg rétt fyrir klukkan hálf tíu í gærmorgun. Gylfi segir manninn ekki hafa ógnað neinum með hnífnum en að starfsfólki hafi vitanlega verið brugðið við aðstæður sem þessar. Hann segir manninn hafa komið gangandi inn, heimtað peninga í poka en verið horfinn á braut nokkrum andartökum síðar. Upp- hæðin sem hann náði er óveruleg. Sjá nánar á síðu 2 ● ætlar að laga til á afmælinu Snæbjörn Arngrímsson: ▲ SÍÐA 12 Ólífubóndi á Ítalíu ● heimildarmyndin er komin út XXX Rottweiler: ▲ SÍÐA 34 Við ruddum brautina ● tónleikar á nasa í kvöld Bubbi: ▲ SÍÐA 46 Aftur til mannheima e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n …með allt f yrir jólin Geymið Kri nglublaðið 12 blaðsíðu r Nýtt kortatí mabil …fylgir blaðinu í dag Umferðarslys á Reykjanesbraut: Rúmlega sjötugur maður lét lífið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Ökumenn: Hvattir til vistaksturs UMHVERFIÐ Landvernd stendur fyrir sérstökum Landverndar- degi í dag. Af því tilefni verður haldin keppni í vistakstri í Naut- hólsvík þar sem fyrrum um- hverfisráðherrar og fjölmiðla- fólk munu taka þátt. Þá verða sjálfboðaliðar á vegum Land- verndar á ferðinni í Nauthóls- vík, á Olísstöðvum og í verslun- armiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi Landverndar og bjóða fólki að gerast félagar í samtök- unum. Á árunum 1990 til 2002 jókst árleg losun kolefnis vegna sam- gangna hér á landi um 15%. Í nýlegri spá er gert ráð fyrir að þessi losun geti aukist um lið- lega 20% fram til ársins 2020, verði ekkert að gert. ■ VIÐSKIPTI Búið er að ganga frá samn- ingi milli Jóns Ólafssonar annars vegar og Kaupþings Búnaðarbanka og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hins vegar um kaup á öllum eigum Jóns Ólafssonar á Íslandi. Búið er að skrifa undir rammasamning en unn- ið er að endanlegri útfærslu. Í fram- haldinu munu fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupa hluta eignanna, aðallega fasteignir og lóð- ir. Inni í þessum kaupum Jóns Ás- geirs og Kaupþings Búnaðarbanka er ríflega 62% hlutur Jóns í Norður- ljósum. Á hluthafafundi í Norður- ljósum var hlutafé fært niður um 80% og er nú 300 milljónir króna. Samþykkt var heimild til hækkunar hlutafjár um allt að tvo milljarða. Eftir helgina mun ný stjórn taka við félaginu. Í framhaldinu verður settur saman hópur nýrra eigenda. Nokkrir hópar hafa verið nefndir til sögunnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og hópur í kringum hann munu ásamt Kaupþingi Búnaðarbanka verða stórir hluthafar í Norðurljósum. Þessir aðilar munu ráða því hverj- ir aðrir koma að félaginu. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Kaupþing Búnaðarbanki ræddi við Finn Ingólfsson, forstjóra VÍS, um að taka þátt í hlutafjáraukningu ásamt tengdum aðilum. Einnig hefur hópur tengdur Kára Stefáns- syni, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, verið í umræðunni. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvort eða í hve miklum mæli þessir aðilar koma að endurfjármögnun fyrirtækis- ins, né heldur hvort aðrir bætist í hópinn. Margir hafa sýnt áhuga á að koma að félaginu eftir að ljóst var að Jón Ólafsson væri á förum úr hópi eigenda. haflidi@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.