Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 56
44 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
SEIÐKARL
Perúmaður magnar seið gegn Ronaldo fyr-
ir utan þjóðarleikvanginn í Lima. Perú-
menn leika við Brasilíumenn í und-
ankeppni heimsmeistarakeppninnar á
sunnudag.
Fótbolti
Enska 2. deildin:
Forföll hjá Barnsley
FÓTBOLTI Barnsley leikur Tran-
mere Rovers á heimavelli í ensku
2. deildinni í dag.
Barnsley er í þriðja
sæti deildarinnar en
Tranmere er komið í
það nítjánda og er
ósigrað eftir að Brian
Little tók við þjálfun
liðsins.
Guðjón Þórðarson
sagði að hann ætti í
erfiðleikum með að
stilla upp liði fyrir
leikinn vegna meiðsla.
„Ég hef mestar
áhyggjur af miðjunni
og vörninni. Fyrirlið-
inn Peter Handyside sneri sig á
ökkla og verður frá í nokkrar vik-
ur og þrír leikmenn eru
á gráu svæði en þeir
gætu kannski leikið í
dag.“ Auk þess tekur
Antony Kay út leikbann
í dag.
Í vikunni fékk
Barnsley brasilíska
leikmanninn Gustavo
De Araujo að láni frá
Chelsea. Ekki er víst að
Gustavo fái leikheimild
fyrir leikinn í dag en
Guðjón segir hann geta
leikið í stöðu miðvarðar
og á miðjunni. ■
FÓRBOLTI „Ég hef alltaf sagt að
sterkasta lið okkar muni spila,“
sagði Dick Advocaat, landsliðs-
þjálfari Hollendinga. „Bíðið bara
fram á laugardag og þá sjáið þið
það.“ Advocaat hefur verið þrá-
spurður um hvort Ruud van Nist-
elrooy verði í byrjunarliðinu. „Ég
lít á Ruud sem leikmann í hæsta
gæðaflokki, annars myndi ég ekki
velja hann,“ sagði Advocaat, sem
hefur lýst því yfir að hann ætli að
hætta ef Holland kemst ekki í
lokakeppnina.
„Skotar náðu góðum úrslitum
gegn Þjóðverjum í riðlakeppninni
og hver veit hvað gerist ef þeir
leika eins vel gegn Hollending-
um,“ sagði Denis Law en hann
skoraði 30 mörk fyrir skoska
landsliðið á árunum 1958 til 1974.
Hann telur hollenska liðið lakara
en það hefur verið að undanförnu.
„Ég hef dálitlar áhyggur af
bjartsýninni fyrir leikina gegn
Wales,“ sagði Georgí Jartsev,
landsliðsþjálfari Rússlands.
„Þetta er sterkt lið og við verðum
að losa okkur við þessa hugsun.
Ég deili ekki bjartsýninni með
sumum sérfræðingum sem krefj-
ast þess að við vinnum Wales.“
Mark Hughes, þjálfari Wales,
segir að hann geti ekki stillt upp
sínu sterkasta liði frekar en und-
anfarna þrettán mánuði. „Það
þýðir að aðrir í hópnum verða að
leggja meira á sig,“ sagði Hughes.
„Leikmennirnir eru bjartsýnir og
trúa því að við getum komist í
lokakeppnina.“
„Ég er ekki hræddur við bar-
áttuna við markmennina,“ sagði
Steffen Iversen, sem skoraði sig-
urmark Norðmanna gegn Spán-
verjum í lokakepni EM fyrir
þremur árum. Norðmenn leika við
Spánverjar í Valencia í dag.
„Norðmenn eiga marga leikmenn
sem eru sterkir í loftinu,“ sagði
Iker Casillas, markvörður Spán-
verja. „Við óttumst þá og höfum
varið miklum tíma í að skoða þá á
myndböndum.“ ■
Alan Smith:
Inn og út úr
hópnum
FÓTBOLTI Alan Smith, leikmaður
Leeds United, gerði stuttan stans í
enska landsliðshópnum sem mæt-
ir Dönum á Old Trafford á sunnu-
dag. Smith var valinn í stað Dari-
us Vassell á fimmtudag en var
handtekinn um kvöldið fyrir að
kasta flösku í höfuð stuðnings-
manns Leeds í deildabikarleik
gegn Manchester United 28. októ-
ber. Knattspyrnusambandið til-
kynnti í kjölfar handtökunnar að
Smith væri ekki lengur í lands-
liðshópnum.
Smith lék síðast landsleik fyrir
þrettán mánuðum þegar Englend-
ingar léku við Makedóníumenn. ■
nréttiInnréttingar
A-landsliðið í fótbolta:
Helgi í stað
Jóhannesar
FÓTBOLTI Landsliðsþjálfararnir Ás-
geir Sigurvinsson og Logi Ólafs-
son hafa þurft að gera enn eina
breytinguna á hópnum sem leikur
við Mexíkó í næstu viku. Jóhann-
es Harðarson fékk ekki leyfi hjá
félaginu sínu Groningen til að
fara til Bandaríkjanna þó að hann
hafi ekkert leikið með liðinu í vet-
ur. Groningen leikur við Waalwijk
í deildinni næsta föstudag.
Helgi Kolviðsson, leikmaður
Kärnten í Austurríki, var valinn í
stað Jóhannesar. Helgi, sem hefur
leikið 29 A-landsleiki, lék síðast
með landsliðinu gegn Eistlending-
um í nóvember í fyrra. ■
GUÐJÓN
ÞÓRÐARSON
Leikmannahópur Barnsley
er fámennur fyrir leikinn
gegn Tranmere.
Hættir ef
Holland tapar
Fyrri leikirnir í umspili fyrir Evrópumeistara-
keppnina 2004 fara fram í dag. Dick Advocaat,
þjálfari Hollendinga, hættir ef liðið kemst ekki
í lokakeppnina.
SKOTLAND
Darren Fletcher skoraði markið sem
tryggði Skotum sæti í umspilinu.
FYRRI LEIKIRNIR Í UMSPILINU
Lettland - Tyrkland Ríga
Skotland - Holland Glasgow
Króatía - Slóvenía Zagreb
Rússland - Wales Moskva
Spánn - Noregur Valencia
Seinni leikirnir fara fram á miðvikudag.