Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 8

Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 8
8 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Gagnleg fjárfesting „Samkvæmt nýjustu fréttum hafa viðskipti við Japan minnkað á þeim tíma sem lið- inn er frá því 700 milljónum var varið til þess að opna sendiráðið.“ Guðjón Arnar Kristjánsson í umræðum á Al- þingi. Morgunblaðið, 14. nóvember. Lyg-Ari „Þetta eru alger ósannindi.“ Herdís Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Hveragerði, um ásakanir Samtaka atvinnulífsins um mikla framúrkeyrslu í fjárútlátum. Fréttablaðið, 14. nóvember. Of mikill bjór yfir boltan- um? „Bogi er að vísu oft svolítið þvoglumæltur en þetta er besta fólk.“ Stefán J. Hjaltalín, íbúi á Hrafnistu, var álits- gjafi DV um sjónvarpsdagskrána. 14. nóvem- ber. Orðrétt Formaður utanríkismálanefndar Alþingis: Ísland á ekki að þurfa að líða einhliða samningsrof UTANRÍKISMÁL „Utanríkisstefna Íslands og áherslur okkar á al- þjóðamál almennt hafa gert það að verkum að Ísland hefur öðl- ast þann sess og virðingu á al- þjóðavettvangi að það þurfi ekki að sæta því að samningar séu rofnir einhliða,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, í ræðu sem hún flutti í fyrradag um ut- anríkismál. Þar skírskotaði hún til umræðunnar um varnar- samning Íslands og Bandaríkj- anna. Sólveig sagði að það hefði komið eins og köld vatnsgusa framan í íslensku þjóðina þegar bandarísk stjórnvöld tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir- varalaust síðastliðið vor að þau hygðust flytja herafla sinn á brott frá Íslandi innan mánaðar frá tilkynningunni. „Utanríkismálanefnd fylgdist náið með aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í málinu og studdi að- gerðir hennar. Málið fékk far- sælan endi, hagsmunum Íslands var borgið og ber að þakka for- sætisráðherra fyrir hversu vel var haldið á málinu,“ sagði Sól- veig. ■ Akureyri: Sofnuðu út frá eldamennsku LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri fékk tilkynningu um að reykur kæmi út úr íbúð í fjöl- býli við Keilusíðu á Akureyri í fyrrakvöld. Voru lögregla og slökkvilið kölluð á staðinn og þurftu að brjóta sér leið inn í íbúðina. Í ljós kom að tveir karlmenn á fertugsaldri höfðu sofnað út frá eldamennsku og íbúðin fyllst af reyk. Voru þeir báðir fluttir til skoðunar og að- hlynningar á sjúkrahús en að sögn lögreglu er mjög ósenni- legt að þeir hafi orðið fyrir skaða. ■ Þegar þig langar frá kr. 3.800 á mann Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann. *Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember. • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 www.icehotels.is FRÁ NÝAFSTÖÐNU ÞINGI BSRB Félagsmenn BSRB og annarra samtaka opinberra starfsmanna segja að breytingar á lög- um um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna séu aðför að grundvallarréttindum og hyggjast berjast af alefli gegn breytingunum. Breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna: Ráðist á grund- vallarréttindin KJARAMÁL Samtök opinberra starfs- manna mótmæla harðlega fram- komnu frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Samkvæmt því þarf forstöðu- maður ríkisstofnunar ekki lengur að áminna starfsmann formlega áður en að uppsögn kemur. And- mælaréttur starfsmanna verður jafnframt afnuminn. BSRB, BHM og KÍ hafa brugð- ist hart við frumvarpinu og segjast munu beita sér af alefli gegn því. Talsmenn samtakanna segja að frumvarpið feli í sér að lágmarks- réttindi samkvæmt stjórnsýslulög- um séu tekin af ríkisstarfsmönn- um, þeir njóti meðal annars ekki andmælaréttar, reglunnar um jafn- ræði eða meðalhófsreglunnar. Þá hefði breytingin það í för með sér að uppsagnir ríkisstarfs- manna yrðu framvegis algerlega háðar duttlungum stjórnenda stofnana. Talsmenn samtaka opinberra starfsmanna hafa litið svo á að allar breytingar á þessum lögum skuli gerðar í fullu samráði við samtökin. Hér sé hins vegar farið fram án alls samráðs og við slíkt verði ekki unað. ■ FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR „Ísland hefur öðlast aukinn sess og virð- ingu á alþjóðavettvangi,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í ræðu um utanríkismál á Alþingi í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.