Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 8
8 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Gagnleg fjárfesting „Samkvæmt nýjustu fréttum hafa viðskipti við Japan minnkað á þeim tíma sem lið- inn er frá því 700 milljónum var varið til þess að opna sendiráðið.“ Guðjón Arnar Kristjánsson í umræðum á Al- þingi. Morgunblaðið, 14. nóvember. Lyg-Ari „Þetta eru alger ósannindi.“ Herdís Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Hveragerði, um ásakanir Samtaka atvinnulífsins um mikla framúrkeyrslu í fjárútlátum. Fréttablaðið, 14. nóvember. Of mikill bjór yfir boltan- um? „Bogi er að vísu oft svolítið þvoglumæltur en þetta er besta fólk.“ Stefán J. Hjaltalín, íbúi á Hrafnistu, var álits- gjafi DV um sjónvarpsdagskrána. 14. nóvem- ber. Orðrétt Formaður utanríkismálanefndar Alþingis: Ísland á ekki að þurfa að líða einhliða samningsrof UTANRÍKISMÁL „Utanríkisstefna Íslands og áherslur okkar á al- þjóðamál almennt hafa gert það að verkum að Ísland hefur öðl- ast þann sess og virðingu á al- þjóðavettvangi að það þurfi ekki að sæta því að samningar séu rofnir einhliða,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, í ræðu sem hún flutti í fyrradag um ut- anríkismál. Þar skírskotaði hún til umræðunnar um varnar- samning Íslands og Bandaríkj- anna. Sólveig sagði að það hefði komið eins og köld vatnsgusa framan í íslensku þjóðina þegar bandarísk stjórnvöld tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir- varalaust síðastliðið vor að þau hygðust flytja herafla sinn á brott frá Íslandi innan mánaðar frá tilkynningunni. „Utanríkismálanefnd fylgdist náið með aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í málinu og studdi að- gerðir hennar. Málið fékk far- sælan endi, hagsmunum Íslands var borgið og ber að þakka for- sætisráðherra fyrir hversu vel var haldið á málinu,“ sagði Sól- veig. ■ Akureyri: Sofnuðu út frá eldamennsku LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akur- eyri fékk tilkynningu um að reykur kæmi út úr íbúð í fjöl- býli við Keilusíðu á Akureyri í fyrrakvöld. Voru lögregla og slökkvilið kölluð á staðinn og þurftu að brjóta sér leið inn í íbúðina. Í ljós kom að tveir karlmenn á fertugsaldri höfðu sofnað út frá eldamennsku og íbúðin fyllst af reyk. Voru þeir báðir fluttir til skoðunar og að- hlynningar á sjúkrahús en að sögn lögreglu er mjög ósenni- legt að þeir hafi orðið fyrir skaða. ■ Þegar þig langar frá kr. 3.800 á mann Næturgisting með morgunmat frá aðeins 3.800 kr.* á mann. *Tilboðið miðast við tvo í herbergi og gildir í nóvember og desember. • Flughótel • Flúðir • Rangá • Loftleiðir • • Nordica • Hérað • Kirkjubæjarklaustur • Selfoss • Sími: 444 4000 www.icehotels.is FRÁ NÝAFSTÖÐNU ÞINGI BSRB Félagsmenn BSRB og annarra samtaka opinberra starfsmanna segja að breytingar á lög- um um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna séu aðför að grundvallarréttindum og hyggjast berjast af alefli gegn breytingunum. Breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna: Ráðist á grund- vallarréttindin KJARAMÁL Samtök opinberra starfs- manna mótmæla harðlega fram- komnu frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Samkvæmt því þarf forstöðu- maður ríkisstofnunar ekki lengur að áminna starfsmann formlega áður en að uppsögn kemur. And- mælaréttur starfsmanna verður jafnframt afnuminn. BSRB, BHM og KÍ hafa brugð- ist hart við frumvarpinu og segjast munu beita sér af alefli gegn því. Talsmenn samtakanna segja að frumvarpið feli í sér að lágmarks- réttindi samkvæmt stjórnsýslulög- um séu tekin af ríkisstarfsmönn- um, þeir njóti meðal annars ekki andmælaréttar, reglunnar um jafn- ræði eða meðalhófsreglunnar. Þá hefði breytingin það í för með sér að uppsagnir ríkisstarfs- manna yrðu framvegis algerlega háðar duttlungum stjórnenda stofnana. Talsmenn samtaka opinberra starfsmanna hafa litið svo á að allar breytingar á þessum lögum skuli gerðar í fullu samráði við samtökin. Hér sé hins vegar farið fram án alls samráðs og við slíkt verði ekki unað. ■ FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR „Ísland hefur öðlast aukinn sess og virð- ingu á alþjóðavettvangi,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í ræðu um utanríkismál á Alþingi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.