Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 54
Kynskiptingar: Mega keppa ÓLYMPÍULEIKAR „Við viljum enga mismunun og Alþjóða ólympíu- nefndin virðir mannréttindi,“ sagði Patrick Schamasch. Nefndin ræddi keppnisrétt kynskiptinga á ólymp- íuleikum á fundi í síðasta mánuði og mun tilkynna stefnu sína á næstu vikum. Schamasch sagði að líklega muni kynskiptingar fá keppnisrétt þegar ákveðinn tími er liðinn frá að- gerðinni. Schamasch sagðist ekki vita hvort einhverjir kynskiptingar muni keppa á Ólympíuleikum í sum- ar en Michelle Dumaresq, áður Michael Dumaresq, keppti nýlega fyrir hönd Kanada í heimsmeistara- keppninni í hjólreiðum. Dumaresq, sem gekkst undir aðgerðina árið 1996, varð í 24. sæti í keppninni. ■ LEIKIR  14.00 HK og KA keppa í Kársnes- skóla í 1. deild kvenna í blaki.  15.30 ÍS mætir Stjörnunni í Haga- skóla í 1. deild karla í blaki.  16.00 HK leikur við sænska félagið Drott í Digranesi í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta.  16.00 ÍR og Keflavík leika í Selja- skóla í 1. deild kvenna í körfubolta.  16.00 Þór og Víkingur keppa í Höllinni á Akureyri í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  17.00 SA og Björninn keppa á Ak- ureyri á Íslandsmótinu í íshokkí. SJÓNVARP  14.00 Meistaradeildin Evrópu í handbolta á Sýn. Útsending frá leik Ciudad Real og Lemgo.  15.50 Evrópukeppni bikarhafa í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik HK og Drott.  17.50 Fastrax 2002 (Vélasport) á Sýn.  23.45 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá keppni í Los Angeles.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í San Antonio. hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 NÓVEMBER Laugardagur HANDBOLTI „Drott er eitt af þrem- ur bestu félögum Svíþjóðar,“ sagði Árni Jakob Stefánsson, þjálfari HK sem leikur í dag gegn sænska félaginu Drott í Evrópukeppni bikarhafa. Leikur- inn verður í íþróttahúsinu í Digranesi og hefst klukkan 16. Drott vann fyrri leikinn 31-25 í Halmstad fyrir viku og þurfa HK-menn því að vinna upp sex marka forskot Svíanna í dag. „Þetta er hægt,“ sagði Árni. „Ég hef sagt strákunum að þeir þurfi bara að vinna upp eitt mark á hverjum tíu mínútum.“ HK þarf að laga ýmislegt sem fór úrskeiðis í fyrri leiknum. Árni segir að fjórtán sóknum HK hafi lokið án þess að leikmenn næðu skoti að marki og hafi þeir fengið á sig hraðaupphlaup í kjöl- farið. Markvörður Drott varði 24 skot en markverðir HK tólf. Einnig náðu Svíarnir að nýta liðs- muninn vel en leikmenn HK voru reknir af velli átta sinnum en leikmenn Drott fjórum sinnum. Tobias Küller, örvhentur horn- amaður, reyndist HK erfiður í fyrri leiknum. „Hann svindlaði í vörninni og var lagður af stað í hvert sinn sem við vorum að fara að skjóta. Hann komst alltaf einn gegn markmanninum.“ Svíarnir kvörtuðu undan harðhentum Kópavogsbúuum eftir leikinn úti. „Þetta er dæmigert sænskt væl,“ sagði Árni. „Við reynum að stoppa mótherja okkar. Þeir voru með leikaraskap og væl en við lékum eins og dómararnir leyfðu.“ Drott leikur 6-0 vörn, en liðið leikur einnig 5-1 vörn þó það hafi ekki beitt henni gegn HK. „Þeir höfðu séð tvær spólur með okkur en við enga með þeim,“ sagði Árni. „Við fengum upplýsingar frá ýmsum aðilum um þá en það hefði verið betra að sjá spólur með þeim.“ „Við breyttum vörninni á lokakaflanum og unnum 7-3. Á vef sænska sambandsins er hægt að skoða ýmsa tölfræði úr leikjum Drott í vetur. Þar sést að liðið gefur eftir á síðustu tíu mínútunum. Það er spurning hvort það sýni að þeir séu ekki í nógu góðu formi,“ sagði Árni Stefánsson. ■ Mark á hverjum tíu mínútum HK leikur við Drott í Evrópukeppni bikarhafa í dag. HK þarf að vinna upp sex marka mun frá fyrri leik félaganna. 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR HK Frá blaðamannafundi HK. Þorsteinn Einarsson, Hilmar Sigurgíslason, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, Árni Stefánsson og Finnur Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.