Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 24
24 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Tónlistin hennar Leoncie: Illskilgreinan- leg og einstæð Á skrautlegri heimasíðu Icy Spicy Leoncie er tónlist hennar lýst fjálglega. Hún segist semja heildstæða hamingjuríka tónlist sem allir geti hlustað á og dansað við. Popp-rock sem hreinlega fái fólk til að gleyma stund og stað – það fari í sælu- vímu – slík eru áhrifin. Hún semur jöfnum höndum gullfallegar melódíur sem hitta í beint mark og smellna texta. Á síðunni er farið mikinn og talað um að tónlist Leoncie sé ferskur andvari og gimsteinn á fjóshaugi í samanburði við draslið sem einkennir vinsældarlistana. En hvað segja tónlistarspekingar um tónlist Leoncie? Hvernig lýsa þeir tónlistinni? Innflytjendapopp Magnús Kjartansson tón- listarmaður: „Ég hef lítið hlustað á hana. Ætli hún sé ekki í svona einhverri hlið- stæðri krísu hér á landi og ef við værum að reyna að koma okkur á markað í til dæmis Kalkútta. Það sem ég hef heyrt er langt í frá að vera alvitlaust en þetta er ekkert fyrir minn smekk. Ég er á aðeins annarri línu ennþá. Eigum við ekki að kalla þetta innflytjendapopp? Hún er ekki í FTT, félagi tónskálda og textahöfunda, og þang- að vil ég bjóða hana velkomna. Þá yrði ör- ugglega meira gaman á fundum en er.“ Á allar kassetturnar Björgvin Halldórsson popp- goð: „Ég á allar kassetturn- ar með henni.“ Rafrænt skemmtarapopp Eiður Arnarson hjá Skíf- unni: „Algerlega einstakur tónlistarmaður. Heillandi framsetning. Þetta er svona rafrænt skemmtarapopp. Illskilgreinanleg sem er nú reyndar oft aðalsmerki góðrar tónlistar. Alltaf gam- an þegar tónlistarmenn leggja sig alla fram, aðdá- unarvert, og af jafn mikilli sannfæringu. Annað aðalsmerki góðra tónlistarmanna er sjálfstraust og það vantar ekkert upp á það hjá henni.“ Súkkulaðidiskó Lísa Páls útvarps- og tónlistarmaður: „Fyrsta sem mér dettur í hug er súkkulaði- diskó. En ég er ekkert viss um að það sé endilega rétt skilgreining. Þetta er dans- tónlist. Diskó. Mjög sérstök og orginal. Það má sannar- lega segja. Hún er ekki að apa upp eitthvað sem ég þekki. Nýtir sér diskó- taktinn. En framsetningin og textarnir eru hennar. Hún er komin til ára sinna og ég myndi fara að bítta um dress ef ég væri hún. Finna nýjan stíl. Fá sér nýjan búning.“ Goðsögulegt fyrirbæri Gunnar L. Hjálmarsson poppfræðingur: „Leoncie er einstök listakona og verk hennar munu lifa lengi eftir hennar dag. Hún mun eflaust verða jafn goðsögulegt fyrirbæri og það sem fólk á borð við Sölva Sólon Íslandus og Gvendur Dúllari urðu. Tón- listin sameinar það besta úr vestrænni og austrænni tónlistarhefð og flutningur hennar og sviðsframkoma eiga sér ekki hliðstæðu. Textarnir gerast ekki persónu- legri og má segja að líf hennar list renni saman í eitt þar. Áfram Leoncie!“ Indverska söngkonan Leoncie hefur verið milli tann- anna á fólki árum saman enda er hún sérstök mann- eskja sem fer sínar eigin leiðir. Hún segir íslenskt tón- listarfólk standa á bak við ofsóknirnar á hendur sér en lætur ekkert á sig fá enda er bara til ein Leoncie. Hún er Icy Spicy og stefnir á heimsfrægð: Icy Spicy ofsótt á Íslandi Söngkonan Leoncie segist hafafundið illilega fyrir kynþátta- fordómum á Íslandi sem hafa ekki síst kristallast undanfarið á spjallrásum á Internetinu en þan- nig sáu Víkurfréttir sig til dæmis tilneyddar til þess að loka spjall- þræði um söngkonuna eftir að Til- veran og fleiri afþreyingarvefir vísuðu á hann og hótanir um of- beldi og fleira miður skemmtilegt gusu upp í kjölfarið. „Það hefur enginn hérna áhuga á því að bregðast við þessum of- sóknum en erlendis, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, eru stórir hópar sem myndu gera eitt- hvað í svona málum.“ Fer hvergi Leoncie segir þó að það komi ekki til greina, af sinni hálfu, að flytja frá Íslandi en hún stefnir engu að síður ótrauð á frægð í út- löndum. „Það verður sýndur þátt- ur um mig hjá Channel 4 í Bret- landi í næstu viku. Þátturinn var gerður hérna fyrir nákvæmlega einu ári og heitir Leoncie frá Sandgerdi in Iceland. Það er mik- ill húmor í þessum þætti en mað- ur verður að vera með ljónshjarta til að taka svona gríni en ég er ein- mitt þannig. Ég talaði ekkert um rasismann í þessum þætti en nú er ég búinn að fá nóg. Hvað getur maður líka gert þegar lögreglan skemmtir sér yfir þessari kyn- þáttamismunun? Ég er bókuð í viðtöl við erlenda fjölmiðla á næstunni og þar ætla ég að segja frá þeirri lífsreynslu sem ég hef lent í hérna á Íslandi. Ég ætla að tala vel um Íslendinga en ekki um þetta rótgróna kynþáttahatur hérna.“ Ofsótt af tónlistarfólk Leoncie finnur lítið fyrir for- dómum í heimabæ sínum: „Síðan lagið Ást á barnum kom í útvarp- inu hefur afbrýðisemin og brjál- æðið verið með ólíkindum. Ég veit hverjir eru að ofsækja mig. Þetta er aðallega tónlistarfólk og ætt- ingjar þess. Það eru ekki almenn- ir Íslendingar sem hata mig. Þetta eru tónlistarmenn og ég vil koma því á framfæri að ég er ekki á móti Íslendingum en það er verið að breiða það út að ég hati 280.000 Íslendinga. Sérðu hvers konar geðveiki þetta er? Það er verið að leggja mig í einelti og gera árásir á mig.“ Leoncie segist aðspurð ekki eiga gott með að svara því hversu almennir kynþáttafordómar séu á Íslandi. „Fordómarnir eiga sér í það minnsta djúpar rætur og allir þessir nýju kynþáttahatarar eru aldir upp af kynþáttahöturum. Þetta veit ég fyrir víst rétt eins og ég veit að það er litið á mig sem ógnun. Ég er ekki að ógna neinum og framleiði mína tónlist fyrir mína eigin peninga.“ Diskarnir seljast Leoncie segist ekki þurfa að kvarta yfir viðtökunum sem hún fær á Íslandi þó fordómarnir geri henni lífið leitt. „Allt sem ég hef gert hefur selst. Það eru bara ör- fáir geisladiskar eftir. Það er fullt af fólki sem kann að meta mig og kaupir diskana. Ég er líka fullbók- uð langt fram í tímann. Þetta fólk á spjallrásunum heldur því fram að þeir sem bóki mig geri það bara til að gera grín, come on! Þetta er dæmi um þessa fordóma. Það er til fullt af frábærum grínistum sem eru bókaðir til þess að sjá um það. Ég er ekki að biðja fólk um að meta tónlistina mína. Það nægir mér alveg að fólk erlendis kunni að meta mig. Það er bara hér á Ís- landi sem mér mætir ekkert nema hatur, öfundsýki og fordómar. Tónlistarfólk hér á Íslandi þykist vera að gera spes tónlist og þykj- ast vera mestu tónlistarsnillingar í heimi og það eru þessir svoköll- uðu tónlistarsnillingar sem eru að ofsækja mig. En menn skulu bara bíða og sjá því að það er sprengja á leiðinni.“ Eru gagnrýnendur rasistar? Leoncie hefur gefið það í skyn að þeir sem tali illa um tón- list sína geri það á rasískum for- sendum en er það virkilega til- fellið? „Þeir dæma tónlistina mína út frá því að ég er ekki fædd á Ís- landi en það er eitthvað sem ég þarf ekki að þola í Bretlandi, Bandaríkjunum og annars stað- ar. Þetta er tilfellið hérna og ég veit það. Ég hef verið að tala við erlend útgáfufyrirtæki og þar eru menn alveg gáttaðir á því að ég sé ekki með íslenskan útgef- anda. Ég hef fengið fullt af samningum í hendurnar sem ég er að skoða og svo sjáum við bara hvað ég vil skrifa undir. Þessar morðhótanir og hótanir frá þessu tónlistahatarapakki munu ekki hafa neitt að segja og ég mun koma því á framfæri í viðtölum mínum við útlenda fjöl- miðla hvernig tónlistarfólk hérna hefur ofsótt mig í 21 ár. Ég er hérna og látið mig í friði!“ Leoncie segist alltaf gera sitt besta og gefur sig alla í tónlist- ina. „Ég einbeiti mér alltaf að sjálfri mér. En það er nánast ómögulegt að hugsa um sjálfan sig þegar fjöldi fólks er á hælun- um á manni og lætur mann ekki í friði. Ég er með stóra samninga í gangi en ætla ekki að segja frá þeim á Íslandi þar sem hér vill fólk bara vinna skemmdarverk. Bresk sjónvarpsstöð sagði orð- rétt að Björk væri kannski þekktari en ég en að Leoncie væri best.“ thorarinn@frettabladid.is LEONCIE Segir að tenglasafnið www.tilveran.is hafi gengið sérstaklega hart fram í ofsóknum á hendur sér. „Þeir hafa hótað mér og reynt að kúga mig til að auglýsa hjá sér. Þeir hafa bæði sagt móðgandi hluti um mig og líka sent mér tölvupóst þar sem þeir segja að ef ég sé klár kona skuli ég auglýsa á Tilverunni annars muni þeir alltaf gera grín að tónlistinni minni og hvetja fólk til að halda áfram að skrifa illa um mig. Þetta er fjárkúgun og ég hef sent þennan póst á erlenda fjölmiðla.“ Misskilningur „Við sendum henni póst þar sem við bentum henni á að ef hún væri „smart“ myndi hún notfæra sér Tilveruna til að auglýsa sig enda yrði það ókeypis“, segir Ísar Logi Arnar- son hjá Tilverunni og segir það fullkominn misskilning að með þessari ábendingu hafi verið gerð tilraun til að kúga Leoncie til samstarfs við vefinn. „Við bentum henni líka á að við myndum halda áfram að gera grín að henni þó hún sendi til okkar fréttir og fréttatilkynn- ingar þannig að þó hún hefði áhuga á einhvers konar sam- starfi myndum við halda okkar stefnu. Það er líka engin spurn- ing að það var hátindurinn á ferli hennar að komast inn á Tilveruna. Þetta er stærsta aug- lýsing sem hún hefur fengið. Það vissi enginn hver Leoncie var áður en hún komst inn á Tilveruna.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MAGNÚS KJARTANS- SON BJÖRGVIN HALLDÓRS- SON EIÐUR ARNARSON LÍSA PÁLS GUNNAR L. HJÁLMARS- SON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.