Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 4
4 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR ■ Lögreglufréttir Á að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja? Spurning dagsins í dag: Hvernig líst þér á nýtt DV? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 65,3% 22% Nei 12,7%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Þriðja ránið í Kópavogi síðan í sumar: Ýtti starfsmanni og tók peningana RÁN Ungur maður rændi verslun 11-11 í Þverbrekku í Kópavogi í fyrrakvöld. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlög- regluþjóns í Kópavogi, kom ræn- inginn inn í verslunina, stjakaði við starfsmanni sem stóð við aðra sjóðsvél verslunarinnar, tók þaðan peninga og hélt á brott. Lögreglan leitar ræningjans enn. Hann var klæddur í svarta úlpu með loðkraga, snjáðar galla- buxur og í hvítum strigaskóm. Hann huldi ekki andlit sitt og var ekki með höfuðfat. Ekki er ná- kvæmlega vitað hversu mikla pen- inga maðurinn tók en upphæðin er talin vera óveruleg. Myndbands- upptökukerfi er í versluninni og eru myndirnar notaðar við rann- sókn málsins. Tvö önnur rán hafa verið fram- in í Kópavogi frá því um miðjan júní. Í fyrri ránunum tveimur var starfsmanni ógnað með hnífi en þau voru framin í söluturninum Biðskýlinu við Kópavogsbraut. Þýfi úr þeim ránum er samanlagt hátt í 90.000 krónur. Öryggis- myndavél var á staðnum en lög- reglan hefur ekki eftirlátið fjöl- miðlum myndir til birtingar. Öll ránin þrjú eru óupplýst. ■ DÓMSMÁL Hæstiréttur úrskurðar innan skamms í máli sem Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og eiginkona hans, Bryndís Schram, höfðuðu gegn Ríkisend- urskoðun vegna varðveislu gagna sem tengjast greiðslu þeirra hjóna á kostnaði vegna veislu- halda við fimmtugsafmæli Bryn- dísar í júlí árið 1988. Jón Baldvin gegndi embætti fjármálaráðherra þegar veislan var haldin, en rúmlega ári eftir hana, þegar hann var orðinn utanrík- isráðherra, komu fram getgátur um að hann hefði mis- notað risnuheimild- ir ráðuneytisins. Jón Baldvin óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun kannaði hvort ástæða væri til að rengja það að greiðsla veislu- fanganna hefði verið með eðlileg- um hætti og sendi meðal annars afrit af gögnum sem sýndu hvernig kostnaður vegna fimm- tugsafmælis Bryndísar var greiddur, en þau gögn taldi Jón Baldvin vera einkagögn. Ríkis- endurskoðun taldi ekkert óeðli- legt við greiðsluna og sendi nið- urstöðuna til utanríkisráðuneyt- isins. En í ágúst 2001 óskaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður eftir ljósriti af gögn- unum, samkvæmt upplýsingalög- um. Stofnunin vísaði á utanríkis- ráðuneytið, en gögnin var ekki að finna í skjalasafni þess og komst úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál að þeirri niðurstöðu að málið varðaði fjármálaráðuneytið, ekki utanríkisráðuneytið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að afhenda skyldi fjármálaráðu- neytinu gögnin, en Jón Baldvin og Bryndís krefjast þess að Hæsti- réttur felli þá ákvörðun úr gildi. Hjónin byggja kröfu sína meðal annars á því að þetta varði einka- hagi þeirra, skjölin séu ekki opin- ber skjöl. Lögmaður Jóns Baldvins og Bryndísar benti á það fyrir Hæstarétti að kostnaðurinn við fimmtugsafmælið hefði verið greiddur af þeim en ekki íslenska ríkinu og pappírarnir vörðuðu því einkahagi þeirra og rétt þeirra til þess að njóta friðhelgi. Ákvörðun héraðsdóms fæli aftur á móti í sér skerðingu á þeim grundvallar- rétti. Lögmaður Ríkisendurskoð- unar krefst þess að dómur héraðs- dóms verði staðfestur þar sem ekki sé um einkaskjöl að ræða og afhending þeirra sé liður í því að fjármálaráðuneytið geti gegnt upplýsingaskyldu sinni. bryndis@frettabladid.is TVEIR HANDTEKNIR VEGNA KIRKJUBRUNA Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir grunaðir um að hafa kveikt í Gjerpen-kirkju, 850 ára gamalli steinkirkju í bænum Skien í Nor- egi. Mönnunum er einnig gefið að sök að hafa krotað á veggi kirkj- unnar. Vitni komu lögreglu á spor mannanna, sem báðir hafa áður komist í kast við lögin. HERMENN FÓRUST Í SPRENGINGU Fjórir hermenn létust og að minnsta kosti átta særðust þegar sprengja sprakk í húsi í Ingusetíu- héraði í Rússlandi. Hermennirnir voru í eftirlitsferð um húsið. Þetta var þriðja árásin á rússnesk yfir- völd í héraðinu í þessari viku. Talið er að uppreisnarmenn hafi komið sprengjunni fyrir. Átökin í Írak: Felldu sjö skæruliða ÍRAK, AP Bandarísk þyrlusveit felldi í fyrrakvöld sjö íraska skæruliða þar sem þeir voru að undirbúa eldflaugaárás á banda- ríska herstöð í norðurhluta Íraks nálægt borginni Tikrit. Auk þeirra sjö sem féllu særð- ist einn skæruliði í árásinni og annar komst undan á flótta. Að sögn talsmanns bandaríska hers- ins í Tikrit voru mennirnir að und- irbúa eldflaugaárás við tjaldbúðir sínar rétt norður af Tikrit, en seinna fundu bandarískir her- menn að minnsta kosti 600 sprengjuflaugar í nálægum jarð- byrgjum og á flutningavagni við tjaldbúðirnar. ■ Menningardagar: Innsýn í heim heyrnarlausra BLÓÐBANKINN Betri tengsl menn- ingarheima og það að veita heyr- andi fólki innsýn í heim heyrnar- lausra er megintilgangur menn- ingardaga, sem hófust á Sam- skiptastöð heyrnarlausra í gær. Helstu liðir menningardaganna eru myndlistarsýning heyrnar- lauss myndlistarmanns og útgáfa íslenskra þjóðsagna á táknmáli. Um er að ræða tíu þjóðsögur, sem Samskiptamiðstöð gefur út á myndbandi. Þetta er menningar- efni sem heyrnarlaus börn hafa ekki haft aðgang að til þessa. ■ Mjólkurvörur: Aukin sala NEYTENDUR Mjólkursala jókst í síð- asta mánuði frá fyrra ári og næstu mánuðum á undan. Þetta kemur fram í yfirliti sem samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa tekið saman. Í yfirlitinu kemur fram að neysluaukning varð í flestum vöruflokkum ferskvöru. Skyr heldur áfram að seljast vel. Sala þess jókst um 24% miðað við sama tíma og í fyrra. Hins vegar dróst sala á nokkrum vöruflokk- um, svo sem osti, saman. Ef horft er til síðustu þriggja mánaða nemur söluaukningin 3,4%. ■ VERKFALL Í SELLAFIELD Um 300 starfsmenn kjarnorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi boðuðu til átta klukku- stunda verkfalls í gær vegna deilna um 2.000 punda launamis- mun milli verkamanna og ann- arra starfsmanna. Þetta er fyrsta verkfall verkamanna stöðvarinn- ar í 26 ár. KJARNORKUÚRGANGUR Í NÁTT- ÚRUPERLU Ítölsk stjórnvöld hafa valið stað í nágrenni strandbæjarins Scanzano á Suð- ur-Ítalíu til þess að urða kjarn- orkuúrgang, en bærinn og ná- grenni hans eru rómuð nátt- úruperla. Náttúruverndarsinnar hafa fordæmt þessa ákvörðun stjórnvalda og segja að úrgang- urinn haldi geislavirkni næstu 150 þúsund árin. VIÐSKIPTI Nýir 5.000 króna seðlar fara í umferð á mánudag. Eldri seðlar verða áfram löglegir en þeir fara smám saman úr umferð. Þetta er meðal annars gert vegna þess að peningafölsun hefur auk- ist hér á landi. Núverandi útgáfa seðilsins er frá árinu 1986 og hefur hann ekk- ert breyst á þeim tíma. Nýi seðill- inn er öruggari en sá sem fyrir er. Auðveldara verður að greina nýja seðilinn og þá um leið erfiðara að falsa hann. Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir að frá árinu 1996 hefur fölsunum fjölg- að. „Á síðasta ári komu 28 mál til kasta lögreglu vegna falsana á ís- lenskum peningaseðlum. Þrettán einstaklingar komu við sögu í sautján málum sem voru kærð.“ Tryggvi sagði að ekki hefði verið um háar upphæðir að ræða. Hinn nýi 5.000 króna seðill er nánast eins og hinn eldri. Mis- munurinn felst meðal annars í fleiri öryggisþáttum eins og gylltri málmþynnu, nýju vatns- merki og öryggisþráðum í lit- brigðum. Þá eru á seðlinum reitur sem sést í útfjólubláu ljósi og fleiri öryggisþættir sem eru að- eins greindir með sérstökum bún- aði. ■ ■ Evrópa ■ Evrópa 11-11 ÞVERBREKKU Ræninginn huldi ekki andlit sitt. NÝR 5.000 KRÓNA SEÐILL Rúmlega ein milljón seðla er í umferð af eldri gerð 5.000 króna seðilsins. Prentaðar hafa verið tvær milljónir nýrra seðla og er kostnaðurinn rúmlega 23 milljónir. Kynningarefni um nýja seðilinn verður sent á öll heimili. Nýr 5.000 króna seðill: Falsanir kalla á nýjan seðil Í TIKRIT Bandaríkjamenn hafa hert sókn- ina gegn skæru- liðum í Írak og felldu sjö úr þeirra liði í ná- grenni Tikrit í fyrrakvöld. Telja brotið á rétti sínum til einkalífs Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram eiga enn í málaferlum. Áfram er deilt um áfengiskaup vegna fimmtugsafmælis Bryndísar árið 1988 og niðurstöðu Hæstaréttar að vænta. ■ En í ágúst 2001 óskaði Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlög- maður eftir ljósriti af gögn- unum, sam- kvæmt upplýs- ingalögum. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Jón Baldvin og Bryndís Schram krefjast þess að Hæstiréttur ógildi ákvörðun héraðsdóms um að fjármálaráðuneytið fái afhent gögn varðandi áfengiskaup í fimmtugsafmæli hennar. LENTI UTAN VEGAR Bíll lenti utan vegar á Laugavatnsvegi skammt frá Svínavatni í gær án þess að meiðsl yrðu á fólki. Bíll skemmd- ist töluvert og var fluttur á brott með dráttarbíl. FJÖGUR INNBROT Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gærmorgun. Tvö inn- brotanna voru í fyrirtæki, eitt í einbýlishús og það fjórða í bifreið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.