Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75,48 -0,46% Sterlingspund 127,49 -0,12% Dönsk króna 11,96 0,38% Evra 88,97 0,38% Gengisvísitala krónu 125,30 0,11% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 425 Velta 5.778 milljónir ICEX-15 1.993 -0,5% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 995.439.199 Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 327.400.000 Eimskipafélag Íslands hf. 257.921.896 Mesta hækkun Fiskeldi Eyjafjarðar hf. 5,88% Bakkavör Group hf. 1,08% Landsbanki Íslands hf. 0,88% Mesta lækkun Sæplast hf. -4,41% Opin Kerfi Group hf. -2,22% Eimskipafélag Íslands hf. -1,45% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.846,6 0,1% Nasdaq* 1.956,1 -0,6% FTSE 4.397,0 0,6% DAX 3.797,4 0,8% NK50 1.302,9 0,0% S&P* 1.057,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1DV kom út í gær eftir hlé á útgáfunni.Hverjir eru ritstjórar DV? 2Ekki eru allir sammála um hvernigstjórnarfar sé heppilegast fyrir hina „frelsuðu“ þjóð Íraka. Hver er landstjóri þar? 3Á hverju Norðurlandanna hafa kýrn-ar lengsta spena? Svörin eru á bls. 51 Blóðbankinn fimmtíu ára: Stórafmæli fagnað HEILBRIGÐISMÁL Það var margt um manninn í Blóðbankanum í gær, þegar fagnað var 50 ára starfsafmæli hans með opnu húsi. Þar gafst blóðgjöfum og öðrum velunnurum bankans tækifæri til að fagna tímamótun- um. Þeir sem gáfu blóð fengu rauða rós frá blómabændum. Í tilefni afmælisins hafa full- trúar Og Vodafone og Blóðbank- ans skrifað undir samkomulag sem felur í sér stuðning Og Vodafone við kynningar-, útgáfu- og fræðslustarf Blóðbankans næstu þrjú árin. Blóðbankinn safnar árlega 15.000 einingum blóðs. Virkir blóðgjafar eru 10.000 og um það bil 25 prósent af íslenskum blóð- gjöfum eru konur. Á síðasta ári fékk Blóðbank- inn að gjöf frá Rauða krossi Ís- lands glæsilegan blóðbankabíl, sem hefur styrkt starf bankans við blóðsöfnun og öflun nýrra blóðgjafa. Nú í nóvember er fyrirhugað að hefja söfnun sjálfboðaliða í svonefnda beinmergsgjafaskrá, sem er samstarfsverkefni með norsku beinmergsgjafaskránni og hefur hlotið stuðning nor- rænu ráðherranefndarinnar. ■ Allt að tvöfalt hærra lyfjaverð Vandi sá sem steðjar að Tryggingastofnun ríkisins vegna aukinna lyfjaút- gjalda stafar að stórum hluta af tilfærslu yfir í dýrari lyf. Þá eru einstök lyf miklu dýrari í smásölu á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. ÚTGJALDAAUKNING Við samanburð á smásöluverði tíu útgjalda- mestu lyfja hjá Tryggingastofn- un við það sem gerist á Norður- löndum kemur í ljós að verðmun- urinn er rúmlega 93 prósent þar sem hann er mestur. Þar er um að ræða magalyfið Losec sem kostar rúmar 10.000 krónur í Sví- þjóð en rúmar 20.000 krónur hér á landi. Verðmismunur á öðrum lyfjum af þessum tíu tegundum hleypur á bilinu 9,4-48,7 prósent. Aðrar samanburðartölur sýna, svo ekki verður um villst, að á Ís- landi er smásöluverð tiltekinna lyfja mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar, nefnir sem dæmi um aukin lyfjaútgjöld stofnunarinnar að ný, dýr blóð- þrýstingslyf hafi hækkað útgjöld stofnunarinnar um 55 milljónir króna á síðasta ári. Hann segir að gömlu ódýru þvagræsilyfin hefðu dugað jafnvel fyrir meiri- hluta sjúklinga. Hann bendir jafnframt á að í Kaupmannahöfn hafi læknar náð niður kostnaði vegna blóðfitulækkandi lyfja um 40 prósent með því einu að ávísa í auknum mæli á ódýrasta blóð- fitulækkandi lyfið. Hins vegar hafi útgjöld TR vegna blóðfitu- lækkandi lyfja aukist um tæpar 130 milljónir milli áranna 2001 og 2002. Í árslok hafi þau numið um 460 milljónum króna. Hann tel- ur að mögulegt sé að lækka þessi útgjöld um 180 milljónir á árs- grundvelli, sé reiknað með sama sparnaði og í Danmörku. Karl Steinar segir dæmin sanna að yfirvöld verði að auka eft- irlit með kaupum á þeim vörum sem greitt sé fyr- ir með almanna- fé. Málum sé þannig háttað að lyfjafyrirtækin sjái nær alfarið um að uppfræða lækna um ný lyf sem sett séu á markað. Sem mótvægi gegn því þurfi samstillt átak yfirvalda og lækna svo efla megi skynsamlegt val á lyfjum. Þá þurfi að athuga hvort dreifikerfi lyfja, bæði í heildsölu og smásölu, sé ekki of dýrt hér á landi. jss@frettabladid.is Flugmaður lést: Hjartaáfall í lendingu DANMÖRK Flugmaður tyrkneskrar farþegavélar fékk hjartaáfall í lendingu á flugvellinum í Billund á Jótlandi. Að sögn Jyllandsposten átti at- vikið sér stað 4. júní þegar tóm farþegaþota frá Ankara kom til lendingar í Billund. Flugmaður á sextugsaldri sat við stýrið þegar vélin lenti. Eftir lendingu sat hann þögull í sæti sínu og hægði ekki á vélinni. Flugstjórinn uppgötvaði, sér til skelfingar, að félagi hans sat meðvitundarlaus við stýrið og tók því stjórnina í sínar hendur. Flugmaðurinn lést á leið á sjúkrahús. ■ GRUNAÐUR HRYÐJUVERKAMAÐUR Lögreglan í Jakarta fann hryðjuverkalista í herbergi Azahari bin Husins. Hryðjuverkaótti í Indónesíu: Fundu lista skotmarka JAKARTA Lögreglan í Indónesíu er sögð hafa fundið lista yfir hryðju- verkaskotmörk við leit í herbergi sem leigt var af grunuðum hryðjuverkamanni á flótta. Á meintum skotmarkalista, sem lek- ið var til indónesískra fjölmiðla um miðja vikuna, eru sögð nöfn bandarískra banka og hótela auk alþjóðlegra skóla í Jakarta. Lögreglan hefur ekki fengist til þess að staðfesta hvaða skot- mörk eru á listanum en varar við því að sá grunaði, sem nefndur er Azahari bin Husin, gæti látið til skarar skríða í febrúar þegar hálft ár er liðið frá sprengju- árásinni á Marriott-hótelið í Jakarta. ■ VERSLUNARMIÐSTÖÐ í stærsta skýjakljúfi í heimi, í Taipei í Taívan, hefur verið opnuð almenningi. Byggingin, sem er 508 metra há, verður ekki vígð í heild sinni fyrr en seint á næsta ári. Kostnaður við bygginguna er áætlaður í kringum 130 milljarða ís- lenskra króna. Jöfnunarsjóður: Uppgjör tefst SVEITARFÉLÖG Endurskoðun og upp- gjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar tekjujöfnunar- framlaga til sveitarfélaga á þessu ári mun ekki fara fram fyrr en eftir miðjan desember. Starfsmenn sjóðsins funduðu í vikunni með fulltrúa frá Hagstof- unni og kom í ljós að upplýsingar um endanlegar íbúatölur 1. des- ember árið 2002 liggja ekki fyrir fyrr en á fyrrgreindum tíma. Samkvæmt tillögu ráðgjafar- nefndar sjóðsins fær Akureyrar- bær hæsta framlagið, um 103 milljónir króna, og Reykjanesbær er næstur með 59 milljónir. BLÓÐGJÖF Óskar Magnússon forstjóri innsiglaði samkomulag Og Vodafone og Blóðbankans með því að gefa blóð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KARL STEINAR GUÐNASON Lyfjafyrirtæki sjá nær alfarið um að fræða lækna um ný lyf sem koma á markaðinn. VERÐSAMANBURÐUR - á smásöluverði tíu útgjaldamestu lyfja TR Smásöluverð Mismunur á m.vsk. smásöluverði Ísland Danmörk Seretide 60 stk. 7.344 6.325 16,1% Zocor 98 stk. 17.811 14.860 19,9% Zarator 100 stk. 19.217 16.158 18,9% Efexor 98 stk. 14.277 13.046 9,4% Vioxx 98 stk. 16.630 14.123 17,8% Seroxat 60 stk. 9.107 6.807 33,8% Zyprexa 56 stk. 36.534 30.339 20,4% Ísland Noregur Nexium 56 stk. 6.676 4.490 48,7% Ísland Svíþjóð Losec 100 stk. 20.578 10.653 93,2% ■ Asía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.