Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 1

Fréttablaðið - 15.11.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 46 Leikhús 46 Myndlist 46 Íþróttir 42 Sjónvarp 48 LAUGARDAGUR ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KARATE Í dag er haldið Íslandsmeist- aramót í Kumite og fer keppnin fram í Íþróttahúsinu Austurbergi. 35 keppendur eru skráðir til keppni á mótið, sem hefst kl. 10.00. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG POTTÞÉTT VEÐUR Á FJÖLLUM Já, hreint frábært veður, ekki síst í borginni. Hægviðri og bjart víða, síst þó með norð- urströndinni. Að vera á hálendinu í svona veðri er hreint magnað. Sjá síðu 6 15. nóvember 2003 – 283. tölublað – 3. árgangur ALLIR VANHÆFIR Hver og einn ein- asti starfsmaður Landlæknisembættisins er vanhæfur til að fjalla um málið sem rekið er vegna andláts barns, skömmu eftir fæð- ingu, að áliti lögfræðings á vegum embætt- isins. Sjá síðu 2 SKATTAR OG FATLAÐIR Lægri skatt- ar og aukin framlög til málefna fatlaðra voru helstu áherslur í ræðu Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, við upphaf miðstjórnarfundar flokks- ins í gær. Sjá síðu 2 RÉTTAÐ UM SKJÖLIN Beðið er úr- skurðar Hæstaréttar um hvort afhenda skuli Jóni Steinari Gunnlaugssyni skjöl sem tengj- ast afmælisveislu Bryndísar Schram 1988. Málsmeðferð fyrir dómstólnum fór fram í gær. Sjá síðu 4 HÁTT LYFJAVERÐ Lyfjaverð er allt að tvöfalt hærra hér á landi en á Norðurlönd- um samkvæmt úttekt Tryggingastofnunar á þeim lyfjum sem stofnunin ber mestan kostnað af. Sjá síðu 6 LANDVERNDARDAGUR Í DAG Á sköfu sem framkvæmdastjóri Landverndar afhenti umhverfisráðherra í tilefni Landverndardags í dag eru tíu góð ráð fyrir ökumenn, sem stuðla eiga að því að draga úr notkun eldsneytis og bæta þannig umhverfið. Keppt verður í vistakstri í Nauthólsvík klukkan ellefu í dag. Siv sagði að nú þyrfti hún ekki lengur að nota kreditkortið til að skafa af bílnum. Keyptu eignir Jóns á Íslandi Jón Ólafsson, einn umdeildasti kaupsýslumaður landsins, hefur selt allar eigur sínar á Íslandi. Kaupendur eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Kaupþing Búnaðarbanki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Kiri Te Kanawa: Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa í viðtali um lífshlaup sitt, feril sinn og óperuheiminn. ▲ SÍÐA 16 Segist vera ofsótt Icy Spicy, eða indverska prinsessan, hefur lengi verið á milli tannanna á Íslendingum. Hún segist vera ofsótt. SÍÐA 24 ▲ Leoncie: Ætlar að syngja að eilífu BANASLYS Rúmlega sjötugur karl- maður lét lífið í bílslysi á Reykja- nesbraut, skammt austan við Grindavíkurafleggjara, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Maðurinn var í kyrrstæðum bíl sínum út í vegkanti þegar önnur bifreið, sem ók eftir vegkantinum til að víkja fyrir umferð, ók aftan á hann. Við áreksturinn kastaðist bifreið mannsins út af veginum og endaði á hvolfi utan vegar. Öku- mennirnir, sem voru einir í bílun- um, voru fluttir með sjúkrabif- reiðum á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Skömmu eftir komu á sjúkra- húsið var maðurinn úrskurðaður látinn. Meiðsl hins ökumannsins eru talin minniháttar. Annað umferðaróhapp varð á slysstað, þegar bifreið var ekið aftan á bíl ökumanns sem stöðvaði vegna fyrra slyssins. Engin slys urðu á fólki í því tilviki en önnur bifreiðin er óökufær eftir. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um tildrög slyssins eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í Keflavík í síma 420 2400. ■ GYLFI SIGURÐSSON Lögreglan óskar eftir vísbendingum. Bankarán í Hafnarfirði: Vopnaður og dulbúinn BANKARÁN „Hann var með hníf og klæddur lambhúshettu með götum fyrir augu og munn,“ segir Gylfi Sigurðsson, varðstjóri lögreglunn- ar í Hafnarfirði, um bankaræn- ingjann sem framdi vopnað rán í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg rétt fyrir klukkan hálf tíu í gærmorgun. Gylfi segir manninn ekki hafa ógnað neinum með hnífnum en að starfsfólki hafi vitanlega verið brugðið við aðstæður sem þessar. Hann segir manninn hafa komið gangandi inn, heimtað peninga í poka en verið horfinn á braut nokkrum andartökum síðar. Upp- hæðin sem hann náði er óveruleg. Sjá nánar á síðu 2 ● ætlar að laga til á afmælinu Snæbjörn Arngrímsson: ▲ SÍÐA 12 Ólífubóndi á Ítalíu ● heimildarmyndin er komin út XXX Rottweiler: ▲ SÍÐA 34 Við ruddum brautina ● tónleikar á nasa í kvöld Bubbi: ▲ SÍÐA 46 Aftur til mannheima e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n …með allt f yrir jólin Geymið Kri nglublaðið 12 blaðsíðu r Nýtt kortatí mabil …fylgir blaðinu í dag Umferðarslys á Reykjanesbraut: Rúmlega sjötugur maður lét lífið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Ökumenn: Hvattir til vistaksturs UMHVERFIÐ Landvernd stendur fyrir sérstökum Landverndar- degi í dag. Af því tilefni verður haldin keppni í vistakstri í Naut- hólsvík þar sem fyrrum um- hverfisráðherrar og fjölmiðla- fólk munu taka þátt. Þá verða sjálfboðaliðar á vegum Land- verndar á ferðinni í Nauthóls- vík, á Olísstöðvum og í verslun- armiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi Landverndar og bjóða fólki að gerast félagar í samtök- unum. Á árunum 1990 til 2002 jókst árleg losun kolefnis vegna sam- gangna hér á landi um 15%. Í nýlegri spá er gert ráð fyrir að þessi losun geti aukist um lið- lega 20% fram til ársins 2020, verði ekkert að gert. ■ VIÐSKIPTI Búið er að ganga frá samn- ingi milli Jóns Ólafssonar annars vegar og Kaupþings Búnaðarbanka og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hins vegar um kaup á öllum eigum Jóns Ólafssonar á Íslandi. Búið er að skrifa undir rammasamning en unn- ið er að endanlegri útfærslu. Í fram- haldinu munu fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupa hluta eignanna, aðallega fasteignir og lóð- ir. Inni í þessum kaupum Jóns Ás- geirs og Kaupþings Búnaðarbanka er ríflega 62% hlutur Jóns í Norður- ljósum. Á hluthafafundi í Norður- ljósum var hlutafé fært niður um 80% og er nú 300 milljónir króna. Samþykkt var heimild til hækkunar hlutafjár um allt að tvo milljarða. Eftir helgina mun ný stjórn taka við félaginu. Í framhaldinu verður settur saman hópur nýrra eigenda. Nokkrir hópar hafa verið nefndir til sögunnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og hópur í kringum hann munu ásamt Kaupþingi Búnaðarbanka verða stórir hluthafar í Norðurljósum. Þessir aðilar munu ráða því hverj- ir aðrir koma að félaginu. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Kaupþing Búnaðarbanki ræddi við Finn Ingólfsson, forstjóra VÍS, um að taka þátt í hlutafjáraukningu ásamt tengdum aðilum. Einnig hefur hópur tengdur Kára Stefáns- syni, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, verið í umræðunni. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvort eða í hve miklum mæli þessir aðilar koma að endurfjármögnun fyrirtækis- ins, né heldur hvort aðrir bætist í hópinn. Margir hafa sýnt áhuga á að koma að félaginu eftir að ljóst var að Jón Ólafsson væri á förum úr hópi eigenda. haflidi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.