Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 2
2 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR „Ég minni á ráðgjafasímann okkar, 862 1105.“ Stefán Karl Stefánsson leikari er stofnandi Regn- bogabarna, samtaka gegn einelti. Sigurður Einars- son, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, segir að Davíð Oddsson leggi sig og fyrirtæki sitt í einelti. Spurningdagsins Stefán Karl, sýnist þér þetta vera alvar- legt einelti sem stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka verður fyrir? ■ Ísrael ■ Ísrael ■ Lögreglufréttir Mýmörg dæmi um hagsmunaárekstra Pétur Blöndal segir áhættusækni fjárfestingarbankanna rök fyrir aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Valgerður Sverrisdóttir segir mikilvægt að viðskiptaumhverfið á Íslandi sé svipað og í viðskiptalöndunum. BANKAMÁL „Mér finnst meiri rök mæla með því að aðskilja þetta heldur en ekki,“ segir Pétur Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. „Löggjaf- inn á samt ekki að vera í einhverri slökkvil iðsstarf- semi. Hann má ekki bregðast of hratt við einstökum atburð- um í þjóðfélaginu. Hann á að hugsa til langs tíma og móta reglur sem eru almennar og eiga að gilda ætíð. Ekki vera í einhverjum bráðabirgðalausnum. Ég held að menn verði að skoða þetta mál mjög vandlega.“ Pétur segir að það sem mæli með því aðskilja þessa starfsemi séu áhættusækni fjárfestingarbank- anna. „Þeir geta bæði hagnast mjög mikið en þeir geta líka tapað mjög miklu og því ákveðin hætta að tengja þetta sam- an við innlán, sem eiga að vera gull- tryggð. Rökin gegn aðskilnaði er að fjárfestingar- bankastarfsemin vegur upp á móti viðskiptabanka- starfseminni hvað varðar áhættu. Þarna er verið að blanda saman tveimur áhættum sem oft á tíðum upphefja hvor aðra. Pétur segir að banki sem eigandi fyrirtækis geti fengið upplýsingar um samkeppnisaðilann. Þetta eigi líka við um það þegar hann sé að lána til fyrirtækja sem séu sam- keppni. „Þá geta hagsmunirnir rekist á. Sérstaklega þegar annað fyrirtækið er að verða undir í samkeppninni. Þá getur hann reynt að miðla upp- lýsingum til að bjarga sínum útlán- um. Það eru mýmörg dæmi um þetta í okkar litla þjóðfélagi. Sami bankinn er til dæmis að lána tveim- ur skipafélögum og tveimur kjúklingabúum.“ Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra er á annarri skoðun. „Ég tel mjög mikilvægt að við séum með svipað umhverfi hvað þetta varðar og aðrar Evrópuþjóðir og aðrir sem við berum okkur sam- an við. Þar er þetta heimilt og stundað, en undir miklu eftirliti og ákveðnum takmörkunum. Sam- kvæmt íslenskum lögum eru fjár- festingar fjármálafyrirtækja í at- vinnufyrirtækjum öðrum en fjár- málafyrirtækjum, háðar því að þær sé mjög tímabundnar. Ástæðurnar þurfa að vera annaðhvort þær að verið sé að fara í fjárhagslega end- urskipulagningu eða þá að um um- breytingar á starfsemi sé að ræða. Fjármálafyrirtæki getur ekki verið kjölfestufjárfestir í atvinnufyrir- tækjum, öðrum en þá fjármálafyr- irtækjum. Það er skýrt í lögunum.“ Reynt var að ná í Davíð Oddsson forsætisráðherra vegna málsins en hann svaraði ekki skilaboðum. trausti@frettabladid.is jss@frettabladid.is Bankastjóri Landsbankans: Væri mikil afturför og kemur ekki til greina BANKAMÁL Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, telur að sérstakar reglur um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka- starfsemi væri mikil afturför og komi í raun alls ekki til greina. Hann segir að aukin stærðar- hagkvæmni í bankarekstri sé mikilvæg fyrir íslenskt atvinnulíf og að íslensku bankarnir þyrftu að stækka. „Bankarnir þurfa að hafa mik- inn fjárhagslegan styrk til þess að geta veitt stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu,“ segir Halldór. Auk þessa segir hann í raun erfitt að greina á milli þessara þátta í rekstri bankanna þar sem í fjár- festingarbankaverkefnum nýti bankar alla þjónustuþætti sína, sem bæði geta fallið undir við- skipta- og fjárfestingarbanka- starfsemi. Þá segir Halldór það vera sam- eiginlega skoðun forsvarsmanna í bankaheiminum að ekki sé heppi- legt að setja „séríslenskar“ reglur um starfsemi banka. Líta þurfi til þess sem tíðkist í löndunum í kring- um okkur enda séu íslensku bank- arnir í alþjóðlegri samkeppni. „Nú- verandi fyrirkomulag kemur öllum viðskiptavinum bankanna til góðs, hvort sem það eru stórir viðskipta- vinir eða einstaklingar því að bætt stærðarhagkvæmni skilar sér í öll- um rekstrarþáttum,“ segir hann. ■ BÍLVELTUR Tvær bílveltur urðu í gær þegar bíll valt í hringtorginu við Þverholt í Mosfellsbæ og í Ein- arsnesi í Skerjafirði. Engin slys urðu á mönnum en bílarnir voru í báðum tilvikum fluttir með krana- bifreið á brott. FÉLL AF STILLANS Maður féll tvo til þrjá metra af stillans við Maríu- baug án teljanlegra meiðsla. Við Ásenda var maður við vinnu á hús- þaki og féll niður. Báðir mennirnir leituðu aðstoðar á slysadeild og var gert að meiðslum þeirra. BLINDAÐIST AF SÓL Fólksbifreið ók aftan á vörubifreið með tengivagn við Bæjarhraun í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Ökumaður gaf þá skýringu að hann hafa blindast af sól en ekki urðu slys á mönnum. Forstjóri Íslandsbanka: Takmarkanir þegar í lögum BANKAMÁL Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir ekki hægt að tjá sig sérstaklega um hvort slík lög hefðu áhrif á rekstur Íslands- banka, enda liggi ekki fyrir hvernig þau lög kæmu til með að líta út. Hann segir að lagaum- hverfið á Íslandi sé samkvæmt t i l s k i p u n u m E v r ó p u s a m - bandsins og í takt við lagaum- hverfi í ná- grannalöndunum. Bjarni segir að ekki megi heldur horfa fram hjá því að í núgildandi lögum sé að finna ákvæði um fjárfestingar við- skiptabankanna. „Í lögunum í dag eru heilmargar takmarkan- ir á þátttöku banka í fjárfest- ingum í hlutabréfum,“ segir Bjarni. ■ TÍU ÁRA DRENGUR FÉLL Í SKOT- BARDAGA Tíu ára palestínskur drengur féll þegar ísraelskir her- menn skutu á hóp ungmenna sem köstuðu að þeim grjóti í borginni Jenín á Vesturbakkanum. Herinn heldur því fram að hópurinn hafi kastað bensínsprengjum. Vopnað- ir Palestínumenn svöruðu skot- hríð hermannanna. TVEIR ÍSRAELSKIR ÖRYGGISVERÐ- IR DREPNIR Tveir ísraelskir ör- yggisverðir voru skotnir til bana í arabahverfi í útjaðri Jerúsalem. Mennirnir voru skotnir af stuttu færi þar sem þeir stóðu vörð um tækjabúnað við múrinn sem Ísra- elar eru að byggja á Vesturbakk- anum. Árásarmaðurinn komst undan. Forstjóri Kaupþings: Færum með starfsemina BANKAMÁL Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka telur það ekki myndu hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins ef sett yrðu lög á Íslandi sem kvæðu á um að- skilnað á viðskipta- og fjárfestingar- bankastarfsemi. „Ef íslenskum lögum verður breytt þá einfald- lega setjum við þessa starfsemi annað þar sem bönkum er heimilt að vera með báðar tegundir banka- starfsemi,“ segir Hreiðar Már. Hann bendir á að nú þegar hafi Kaupþing leyfi til rekstrar fjárfestingarfyrir- tækja í tíu löndum og leyfi til rekstrar viðskiptabanka í fjórum. Að mati Hreiðars Más getur Kaup- þing Búnaðarbanki t.d. flutt rekstur sinn til Svíþjóðar eða Lúxemborg ef sett verða lög sem koma í veg fyrir þess háttar rekstur á Íslandi. ■ edda.is Einstakur þjóðarspegill Þessi nýstárlega bók inni- heldur tilsvör og kafla úr ræðum þingmanna frá stofnun lýðveldisins til okkar daga. Stórmál hvers tíma fá sinn sess en jafnframt er smærri málum á borð við stafsetningu og áfengismál gefinn gaumur. Með leyfi forseta er í senn fróð- legur og skemmtilegur vitnis- burður um veröld sem var og lykill að ýmsum helstu umræðuefnum samtímans. Fljúgandi mælska, heitar hugsjónir og hárfínt skopskyn LIÐSMAÐUR HAMAS SKOTINN TIL BANA Ísraelskir hermenn skutu til bana liðsmann Hamas-samtakanna þegar hann var að koma fyrir sprengju við múr Ísraela á Gaza- ströndinni. Að sögn hersins fannst Kalashnikov-riffill og 20 kíló- gramma sprengja skammt frá líki mannsins. FRIÐARSAMKOMULAG FORDÆMT Einn af leiðtogum Hamas-samtak- anna hefur fordæmt óformlegt friðarsamkomulag sem palestínskir og ísraelskir sendifulltrúar undir- rituð í Genf. Nizar Riayan kallar palestínsku samningamennina svik- ara fyrir að hafa gert málamiðlan- ir. Genfarsáttmálinn hefur hvorki hlotið viðurkenningu ísraelskra yf- irvalda né palestínskra. Vopnað rán í 10-11 Öryggisgæsla aukin RÁN „Okkur er illa brugðið en þetta er fyrsta skiptið sem verslun okkar er rænd að nóttu til,“ segir Guðjón Reynisson, framkvæmdastjóri 10- 11. Aðfaranótt laugardags ógnaði maður vopnaður hnífi afgreiðslu- fólki 10-11 í Staðarbergi og komst á brott með rétt innan við hundrað þúsund krónur í poka. Guðjón seg- ir starfsfólk vel þjálfað og öryggis- vörður fari á milli verslana alla nóttina. Hann var rétt ókominn þegar atburðurinn átti sér stað. „Við erum með mikla öryggis- gæslu og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar sé vel þjálfað. Eft- ir þennan atburð gerum við það sem við getum til að auka öryggið og skoðum hvað betur má fara,“ segir Guðjón. Viðskiptavinir 10-11 voru róleg- ir og kipptu sér ekki upp við ránið. „Auðvitað finnst manni þessi óöld skelfileg. Bankar rændir einu sinni í viku og hér í hverfinu vopn- aðir ræningjar á næturnar,“ segir Kolbrún Þorleifsdóttir, íbúi í Set- berginu. Hún telur ekki vafa á því að þessir menn séu að leita að pen- ingum fyrir eiturlyfjum. Lögreglan leitar ræningjans og þegar blaðið fór í prentun var hann ófundinn. ■ VERSLUN 10-11 VIÐ STAÐARBERG Í versluninni voru tvær stúlkur á vakt. Þær brugðust hárrétt við og fá áfallahjálp. KOLBRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR Auðvitað finnst manni þessi óöld skelfileg og það virðist vera einhver alda í gangi. BJARNI ÁR- MANNSSON Lagaumhverfið samræmist tilskip- unum Evrópusam- bandsins. VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA Ráðherra segir segir lögin skýr. HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON Kaupþing Búnað- arbanki færi með starfsemi úr landi.■ Löggjafinn á samt ekki að vera í einhverri slökkviliðs- starfsemi. FORMAÐUR EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR Pétur Blöndal segir löggjafann ekki mega vera í einhverri slökkviliðsstarfsemi. HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Öflugir bankar eru í þágu atvinnulífsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.