Fréttablaðið - 23.11.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 23.11.2003, Síða 12
Jón og Guðrún eru enn lang-algengustu mannanöfnin á Ís- landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Þann 31. desember árið 2002 voru 5.546 Jónar skráðir í þjóðskrá og 5.239 Gunnur. Á eftir Jóni koma Sigurður, Guðmundur og Gunnar. Hvað kvennanöfnin varðar fylg- ir Anna á hæla Guðrúnar og Sigríð- ur er í þriðja sæti en Kristín í því fjórða. Þrátt fyrir að Sigríður sé ör- ugg í þriðja sæti á listanum virðist eitthvað vera farið að halla undan fæti hjá henni því samkvæmt skráningu á algengustu nöfnum sem gefin voru stúlkum á árabilinu 1996–2001 nær Sigga aðeins 17. sæti. Anna trónir hins vegar á toppi þess lista. Kristín fylgir í kjölfarið en Guðrún vermir þriðja sætið. Þegar nöfn Íslendinga eru skoð- uð með nöfn ráðamanna í huga vek- ur athygli að forsetinn á flesta nafna en Ólafur er í 5. sæti yfir al- gengustu nöfn karla í þjóðskrá. Nafnar forsætisráðherra eru öllu færri en Davíð er í 28. sæti listans yfir 100 algengustu karlmannsnöfn á landinu. Ólafur hefur einnig gott forskot á Davíð þegar kemur að nafngiftum á árunum 1996–2001 en þar er hann í 15. sæti en Davíð er númer 26. Nafn tilvonandi forsætisráð- herra er í 14. sæti á aðallistanum en er númer 32 á listanum yfir nafn- giftir síðustu ára. Það verður fróð- legt að sjá hvort Dóri sæki síðan í sig veðrið á næstu árum eftir að hann hefur tekið við blússandi góðærisbúi Dabba. Nöfn stjórnmálamanna virðast þó ekki hafa afgerandi áhrif á það hvaða nöfn íslenskir foreldrar velja börnum sínum. Heilbrigðisráðherr- ann Jón Kristjánsson á að vísu 5.545 nafna í þjóðskrá og trónir á toppi listans yfir algengustu karl- mannsnöfn á landinu en saga nafns- ins á toppnum er orðin svo löng að hún verður ekki skýrð eingöngu með áhrifum hins milda og yfirveg- aða ráðherra. Dægurmenningin er öllu líklegri en pólitíkin til að valda stökkbreyt- ingum og þannig eru Birgittur í sókn og uppsveiflu þeirra hlýtur að mega tengja vinsældum ástsælustu poppstjörnu landsins um þessar mundir. Birgitta kemst ekki inn á listann yfir 100 algengustu nöfnin í þjóðskránni en 62 stúlkur hafa ver- ið skírðar Birgitta á síðustu fimm árum og nafnið er í 54. sæti yfir vin- sælustu nöfn tímabilsins. Lánið er að vísu enn fallvaltara í poppinu en pólitíkinni þannig að stórsókn nafna fræga fólksins inn á listana er lík- legri til að ganga hraðar til baka. Hvað sem öllum þessum vanga- veltum líður þá virðast tísku- straumar ekki breyta miklu í þess- um efnum og atkvæðafjöldi og sölu- tölur fá ekki haggað þeim Jóni og Gunnu, þannig að stærsta spurning- in hlýtur að vera: „En hvað kom fyr- ir Siggu?“. ■ Þjóðmálaumræðan okkarsveiflaðist frá farsakenndri þvælu yfir í dramtísk átök – og aftur til baka – frá miðvikudags- eftirmiðdegi til föstudagskvölds í vikunni. Upphafið var reiðilest- ur Davíðs á Alþingi yfir kaupum á eignarhluta Jóns Ólafssonar í Norð- urljósum – og svo sem mörgu öðru sem honum mislík- aði. Lokin voru lestur Davíðs úr P a s s í u s á l m u m Hallgríms Péturs- sonar – Júdasar- eiðnum – lestur þreytts víga- manns að lokinni orrustu. Þarna á milli var síðan langur og krappur rússibani af hörð- um ásökunum og mikilli hneykslan. Það er náttúr- lega engin leið að lesa neitt af viti í þessa atburði alla. Það er enn á huldu hvað vakti reiði Davíðs í upphafi – því eins réttlát og reiðin virtist þá kom réttlæting hennar ekki fyrr en eftir að hún kviknaði. Í upphafi var rætt um vont eignarhald á fjölmiðlum en í lokin um meintan hagnað stjórn- enda Kaupþings Búnaðarbanka af kauprétti sínum á hlutabréf- um í bankanum. Þetta leikrit virðist því ekki hafa verið drifið áfram af efnisatriðum þess held- ur var drifkraftur þess reiðin, vandlætingin og hneykslanin. Það var nánast hending hvað varð fyrir þessum tilfinningum. En þrátt fyrir að ólíklegt sé að nokkurt vit finnist í þessum söguþræði skulum við samt reyna að skilja. Og þar sem end- ir sögunnar virðist ekki vera sprottinn af upphafi hennar – og söguþráðurinn allur hinn rugl- ingslegasti – freistumst við þess að byrja á endanum. Sigurður er Júdas – en hver er Jesús Við mætum forsætisráðherra vorum einum á sviðinu. Honum virðist runninn vígamóðurinn og ræðir við sagnamann Ríkis- útvarpsins um nýafstaðna orr- ustu. Hann telur að sigur hafi unnist – en er ekki tilbúinn að fyrirgefa andstæðingum sínum. Af munni hans rennur erindi úr Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar: Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er. Frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarnir sem freklega elska féð. Auði með okri safna, andlegri blessun hafna en setja sál í veð. Þetta er Júdasareiðurinn – og fjallar um það afl sem fékk einn dauðlegan mann til að svíkja frelsara sinn í hendur kvalara hans með kossi. Við skiljum að það eru þeir Sigurður og Hreiðar Már í Kaupþing sem eiga að taka Júdasariðrun til sín – en hver er sá Jésús sem þeir sviku? Til þess að skilja það verðum við að leita aftur til upphafsins – reiðilestur Davíðs í þinginu. Þar sagðist hann hafa gefið mönnum frelsi en reyndin hefði verið sú að sumir menn hefðu misnotað frelsið – komið á það óorði. Í þessum skilningi er Davíð frels- arinn og rýmkun laga og reglu- gerða lausnarorð hans sem frels- aði atvinnulífið úr viðjum hafta og ófrelsis. Hjá sumum hafa orð Davíðs fallið í frjóan jarðveg og getið af sér góðan ávöxt. Hjá öðr- um hafa fræin lent millum þyrna sem hafa kæft hið góða orð og getið af sér græðgi, óstjórn og óáran. Og í þessari biblíulegu sam- líkingu fæst merking í veru Dav- íðs á skrifstofu hans frá klukkan tíu á fimmtudagskvöldi fram til klukkan tvö eftir miðnætti. Þar sat hann flemtri sleginn yfir fréttum af kauprétt þeirra Sig- urðar og Hreiðars Más – Júdasarsvikum þeirra. Skrifstof- an var þarna Getsemane-garður Davíðs og hugarglíma hans valið milli þess að gera það sem ætlast var til af honum sem leiðtoga lýðsins eða bregðast hlutverki sínu og láta sem ekkert væri. Til að auka á dramatík þessarar senu má ímynda sér Davíð biðja þá Kjartan Gunnarsson og Hann- es Hólmstein að vaka með sér – en þar sem þeir skilja ekki vanda meistara síns rennur þeim í brjóst fram á biðstofu. Daginn eftir heldur Davíð nið- ur í Búnaðarbanka. Hann hrindir ekki um borðum víxlaranna held- ur tekur út sinn fjögurhundruð- þúsundkall – sem víxlararnir höfðu reyndar ávaxtað upp í rúman fimmhundruðþúsundkall. Þarna bregst hin biblíulega sam- líking – auk þess er tímaásinn orðinn skrýtinn – en engu að síð- ur hefur forsætisráðherra fund- ist sem þeir Kaupþingsmenn hafi breytt frelsismusteri Davíðs í ræningjabæli – hjá Jesú var það musteri Salómons. Uppfylling lögmálsins Jesús sagðist vera sannleikur- inn, vegurinn og lífið. Hann er því eðlileg fyrirmynd okkar dauðlegra manna. Við eigum að taka orð hans til okkar og breyt- ni hans okkur til eftirbreytni. Þetta er hins vegar erfitt okkur mönnunum. Það er erfitt að elska óvini sína en auðvelt að berja á þeim; það er erfitt að fyrirgefa en auðvelt að kasta fyrsta stein- inum og það er þrautinni þyngra að halda aftur af löngun okkar til dæma aðra og saka þá um dauða- syndir – til dæmis græðgi og ágirnd. Og þar sem þetta er svona skrampi erfitt hneigist fólk fremur til samsömunar með Jesú; þjáningu hans og forsmán – en einkum þó sigri hans og óvé- fengjanlegri þekkingu á sann- leikanum. Er það ekki dulin þrá okkar allra, að fá að skjóta á und- an fullyrðingum okkar „sannlega segi ég yður“ og hafa óskorað vald til að greina rétt frá röngu? Í krafti þess valds, sem þessi staða gefur, stóð Jesú frammi fyrir valdsmönnum Gyðinga og sagðist ekki kominn til að leysa upp lögmálið heldur til að upp- fylla það. Lögmálið voru Mosélög, lög- bók Gyðinga. Með þessum orðum fullyrti Jesús að það væri ekki nóg fylgja lögunum – það eitt gerði menn ekki réttláta fyrir Guði – heldur þyrftu menn að leita réttlætis innra með sér. Blessun Guðs fengju menn ekki með blindri löghlýðni heldur með því að gefa sig á vald inntaki þessara laga; ást á Guði og ást á náunga sínum. Og erum við þarna ekki aftur komin með lykil að skilningi á atburðum liðinna daga – og aft- ur er þetta biblíulegur skilning- ur. Það hefur komið fram að enginn syndaranna sem Davíð skammaði telur sig hafa brotið lög – og Davíð hefur ekki sakað neinn um það heldur. Ásökun hans fellst í að menn hafi brotið gegn einhverju sem svífur yfir lögunum – andanum sem upp- fyllir lögmálið. Davíð gaf mönn- um frelsi með lögum en þeir brutu gegn frelsinu án þess að brjóta lögin. Samkvæmt Davíð er ekkert skjól í því að fylgja lögunum í blindni heldur skulu menn fylgja inntaki þeirra. Gallinn við þetta er að Davíð er veraldlegur höfðingi en ekki andlegur. Hann vinnur hjá rík- inu við að setja lög og fram- fylgja þeim. Hann er menntaður lögfræðingur. Davíð er æðsti yf- irmaður ríkisvaldsins og öll til- vist og tilurð þess byggir á lög- um. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða – áttuðu þeir sig á sem komu hér á fyrsta vísi af ríkisvaldi fyrir margt löngu. Það er engin leið að halda saman ríkisvaldi án virðingar við lög. Við trúum því að allir skuli jafn réttháir fyrir lögun- um og í því fellst að einstaka ríkisstarfsmenn hafa ekki vald til að túlka langanir sínar eða vilja inn í lögin. Annað er ólög – eins og forfeður okkar kölluðu það – og hefur verið kallað stjórnleysi, kaos og barbarí á öðrum tímum. Vald laganna er mikið en ráðamanna lítið Það er athyglivert hversu andlegur tónn hefur svifið yfir þessum átökum öllum. Menn saka hvern annan um dauða- syndir – græðgi hefur verið nefnd en líklega hafa menn fre- mur meint ágirnd. Forsætisráð- herra vitnar í Passíusálmana – helgasta trúarrit íslenskt. Lýs- ingar hans á átökum í samfélag- inu fá líka á sig mynd átaka góðs og ills – jafnvel úrslitaorrust- unnar í þeirri eilífu glímu. Ég sat á móti Jakobi F. Ásgeirssyni rithöfundi í Silfri Egils í gær og gat ekki betur heyrt en að hann óttaðist um okkur öll ef Davíð myndi yfirgefa okkur. Það svíf- ur yfir þessu öllu einhver ótti og uggur – einhver heimsenda- hryggð. En þegar þessari hryggð er ýtt til hliðar er ef til vill fátt í hættu í samfélaginu. Fyrrum ríkisbankar munu halda áfram að vaxa og eflast – frelsinu fegnir. Stjórnir þeirra – og ann- arra fyrirtækja í Kauphöllinni – munu án efa bera launakjör stjórnenda undir hluthafa- eða aðalfund svo eigendur bankans geti án afskipta annarra verð- launað starfsmenn sína með þeim hætti sem þeir helst kjósa. Það eru engar líkur til að hlut- hafarnir vilji hverfa aftur til launakerfis ríkisbankanna þar sem bankastjórar á góðum föst- um launum ráku bankana reglu- lega í þrot. Endurnýjun íslensk atvinnulífs – og samfélagsins alls – mun halda áfram; fyrir- tæki munu skipta um eigendur, eflast eða deyja. Lög verða sett og lögum verður breytt en ætíð í anda þess sem tíðkast í þeim samfélögum sem eru best lukk- uð, þar sem fólk hefur áttað sig á að tryggð við réttlátar megin- reglur séu farsælasti grundvöll- ur samfélagsins en ekki dagleg- ar tilskipanir ráðamanna. Það má nefnilega ekki gleymast að lögin ein gera sam- félagið ekki réttlátt. Þá á ég ekki við að okkur skorti laga- túlkanda sem blæs lögin réttum anda frá degi til dags – heldur að ekkert ríki hefur verið svo vont að það hafi ekki státað af góðum lögum. Stjórnarskrá Sovétríkjanna var þannig frábært plagg og lög þess ríkis bæði réttlát og góð. Munurinn á Sovétinu og því samfélagi sem við viljum helst búa í er sá að Sovétinu voru lög- in merkingarlaus en vald ráða- manna mikið en við stefnum að samfélagi þar sem vald laganna er mikið en vald ráðamanna sem minnst. ■ Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um dramatík og farsa þjóð- málaumræðunnar í vikulok. 10 16. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Svik, ráðabrugg og iðrun í nútímastjórnmálum Hvað varð um Siggu? ■ Skrifstofan var þarna Get- semane-garður Davíðs og hug- arglíma hans valið milli þess að gera það sem ætlast var til af honum sem leiðtoga lýðsins eða bregðast hlut- verki sínu og láta sem ekkert væri. Til að auka á drama- tík þessarar senu má ímyn- da sér Davíð biðja þá Kjart- an Gunnarsson og Hannes Hólmstein að vaka með sér – en þar sem þeir skilja ekki vanda meistara síns rennur þeim í brjóst fram á biðstofu. Úrval höfuðljósa frá Lát ljós þitt skína Smáaletrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ leggur saman tvo og tvo.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.