Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 22

Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 22
22 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Já, Forest Whitaker hefur sam-þykkt að leika aðalhlutverkið í Little Trip to Heaven, kvikmynd sem ég hef verið að undirbúa ásamt Sigurjóni Sighvatssyni undanfarin þrjú ár,“ segir Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri. Hann er með mörg járn í eldinum og stendur nú frammi fyrir þeim vanda að önnur mynd sem hann mun leikstýra, The Bird Artist, gæti skarast við vinnslu- tíma hinnar. Best er að taka eitt skref í einu þegar Baltasar er ann- ars vegar. „Forest Whitaker er einn af mínum uppáhaldsleikurum og frábært að fá hann í myndina. Ég hef hitt hann og það fór vel á með okkur enda hinn viðkunnalegasti náungi. Þetta er spennumynd í film noir stíl og fjallar um trygg- ingasvindl. Að fjármögnun henn- ar koma líkast til Film Council í Bretlandi og þá hefur Capitol Films sýnt áhuga á að dreifa henni.“ Baltasar leikstýrir og skrifar handrit. Fyrirhugað er að ‘skjóta’ myndina strax eftir áramót og verður hún tekin að hluta til í Norður Ameríku og líklega að miklu leyti á Íslandi einnig. „Ég hefði áhuga á að nýta íslenskt fag- fólk. En þá verður að koma til fjármagn héðan. Þetta er svolítið erfið staða með þessar tvær myndir, gerð þeirra gæti rekist saman.“ Berst urmull handrita Baltasar er nú kvikmyndaleik- stjóri á vegum stærstu og virtustu umboðsskrifstofu heims - CAA eða Creative Artist Agency. Þar er Björk einnig og eru þá upptald- ir þeir Íslendingar sem þar eru innan vébanda. Enda er afar erfitt að komast þar að. Þegar Baltasar var í Toronto á kvikmyndahátíð þar sem 101 Reykjavík sigraði sem besta byrj- andamyndin hitti hann aðila á vegum CAA og hefur Baltasar borist margir tugir handrita til yf- irlestrar í gegnum umboðsskrif- stofuna. Það var hins vegar ekki fyrr en handrit að The Bird Artist, sem byggir á samnefndri bók eft- ir Howard Norman, að hann varð virkilega hrifinn. „Já, já, ég nenni ekki að leikstýra einhverjum há- skólakómedíum, byssumyndum eða Pierce Brosnan með sítt hár á hesti að bjarga einhverri stúlku úr kastala...“ Stundum eru stjörn- ur tengdar verkefnunum - stund- um ekki. Baltasar segir ekki þar með sagt að ávallt sé verið að bjóða honum að taka að sér tiltek- in verkefni þegar honum eru send margvísleg handrit til yfirlestrar. En í tilfelli The Bird Artist var um hreint boð að ræða og honum hugnaðist sagan. Bókin eftir Howard Norman, sem handritið byggir á, kom út 1994 og hefur hlotið margvísleg verðlaun, meðal annars var hún tilnefnd til The American National Book Award. Í Kanda í miðju HABL-fári The Bird Artist verður gerð á Nýfundnalandi. Framleiðandi er langstærsta kvikmyndafyrirtæki Kanada, Alliance Atlantis, sem framleiddi meðal annars heimild- armyndina Bowling for Colombine og CSI-þættina sem sýndir eru á Skjá einum. „Ég var hrifinn af bókinni en ekki handritinu og sagði það. Í kjölfarið var mér flogið til Toronto af Alliance Atlantis. Þetta var í miðju HABL-fárinu og Lilja kona mín vildi meina mér að fara. Mjög friðsælt var í Toronto á þessum tíma og auðvelt að fá góð borð á veitingastöðum. En ég sagði þeim hjá Alliance Atlantis mína meiningu og þeim leist vel á það sem ég hafði fram að færa. Svo sendu þeir tilboð til míns um- boðsmanns sem annast alla milli- göngu.“ Baltasar segir 101 Reykjavík hafa verið einskonar „cult-mynd“ í Kanada og svo þegar hinir kanadísku framleiðendur sáu Hafið hefði það gert útslagið. Í kjölfarið flaug handritshöfundur- inn Malcom MacRury, sem meðal annars er með handrit myndar- innar The Man Without a Face með Mel Gibson á afrekaskránni, við þriðja mann til Íslands. „Við dvöldum í viku saman í kofa á Hofsósi. Nú er komið nýtt handrit sem ég er ánægður með og grænt ljós frá framleiðendum.“ Lítill byssubófamyndamaður Sagan er heillandi að mati Baltasar og sviðið, Nýfundnaland, samasvarandi Íslandi á margan hátt. „Svipuð að stærð, svipaður íbúafjöldi og þeir lifa á fiski líkt og við. Á sama tíma og við vorum að slíta á tengsl við Dani gengu þeir í faðm Kanadamanna. Allt hefur legið upp á við hjá okkur en að sama skapi niður á við hjá þeim. Athyglisvert að bera þessar tvær eyjur saman. Ég er miklu meira á heimavelli við leikstjórn þessarar sögu en amerískir leik- stjórar, einhverjir LA-byssubófa- myndamenn. Enda þeir á heima- velli þar. Ekki væri ég tilbúinn að takast á við slík verkefni enda lít- ið um byssubardaga í Kópavogin- um þar sem ég ólst upp.“ Baltasar segir draum sinn vera þann að geta gert myndir fyrir al- þjóðamarkað frá Íslandi. Og eftir því sem hann kemur sér upp sterkari samböndum ytra er meiri möguleiki á því. „Ég hef ekki í hyggju að flytja til Bandaríkjanna og sitja með kokkteil á sund- laugarbakkanum. Enda er ég fluttur að hálfu leyti í Skagafjörð- inn. Við fjölskyldan reynum að verja þar sem mestum tíma, á Hofi á Höfðaströnd. Þar erum við með sveitabæ og hestabúskap. Ég óttast að þegar menn skera á ræt- ur sínar tapi þeir markmiðum sín- um. Mér líður þannig.“ Stórmynd á kanadískan mælikvarða Grunnkostnaður The Bird Artist er 10 milljónir dollara eða 750 milljónir. Ofan á það leggjast laun leikara og leikstjóra. Á annað hundrað manns koma að gerð myndarinnar sem mun taka þrjá mánuði í tökum. Þetta er stór framleiðsla á kanadískan mæli- kvarða. „Þetta er ekki þessi Hollywood-framleiðsla í þeim skilningi. Þetta er alvarlegri kvik- myndagerð og í þeim geira hef ég meiri áhuga á að starfa.“ Í Kanada er mjög blómlegur kvikmyndaiðnaður sem helgast af margvíslegum skattaívilnunum. Bandarískir kvikmyndagerðar- menn flykkjast yfir landamærin til að búa til bíó. „Ekki er búið að kynna handrit- ið fyrir þeim leikurum sem við höfum augastað á. Það eru stór nöfn í umræðunni... en hvað þýðir það? Þeir segja annaðhvort já eða nei. Ég get því miður ekki nefnt nein nöfn á þessu stigi. Og nei, það er ekki Harrison Ford. Þó fólk hafi miklar meiningar þar um, stjörnublikið, finnst mér það ekki aðalatriðið. Sagan og kvikmyndin eru í öndvegi. Ég hef hitt mikið af þessu fólki og það gerir ekki mik- ið fyrir mig.“ Meryl Streep full gömul Baltasar hefur hug á að taka leikarann Ingvar E. Sigurðsson með sér út auk þriggja tækni- manna sem hann treystir vel. En það er flókið ferli og ráða þarf fólk út frá reglugerðum um skattaafslátt. „Fyrst þarf að skipa í aðalhlut- Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum - hann vinnur að undirbúningi nokkurra kvikmynda sem eru mislangt komnar í undirbúningi. Á næstunni hefjast tökur á tveimur kvikmyndum í hans leikstjórn sem ætlaðar eru fyrir alþjóðamarkað. Þær bera titilinn The Bird Artist og Little Trip to Heaven. Það eru stór nöfn í umræðunni... en hvað þýðir það? Þeir segja annaðhvort já eða nei. Ég get því miður ekki nefnt nein nöfn á þessu stigi. Og nei, það er ekki Harrison Ford. Ég hef hitt mikið af þessu fólki og það gerir ekki mikið fyrir mig. ,, Ég hef ekki í hyggju að flytja til Banda- ríkjanna og sitja með kokk- teil á sundlaugarbakkanum. Enda er ég fluttur að hálfu leyti í Skagafjörðinn. Við fjölskyldan reynum að verja þar sem mestum tíma, á Hofi á Höfðaströnd. Þar erum við með sveitabæ og hestabúskap. Ég óttast að þegar menn skera á rætur sínar tapi þeir markmiðum sínum. Mér líður þannig. ,, BALTASAR KORMÁKUR Fyrir dyrum stendur leikstjórn á tveim- ur stórum kvikmyndum og einu leikriti í Þjóðleikhúsinu. En Baltasar lætur sér hvergi bregða enda segist hann vilja hafa mörg járn í eldinum. Baltasar með bensínið í botni FRÉTTABLAÐIÐ/RÓB ERT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.