Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 32
32 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Við förum nýja leið með því aðbjóða upp á meðferðarúrræði þar sem við vinnum alfarið með unglinginn í hans eigin umhverfi og fjölskyldan tekur virkan þátt í því starfi. Markmiðið er að krökk- unum líði vel og að þeir styrki sjálfsmynd sína,“ segir Rafn Magnús Jónsson, ráðgjafi og einn aðstandenda nýs meðferðarúr- ræðis fyrir unglinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. „Ný leið“ er yfirskrift með- ferðarinnar en í henni er lögð mikil áhersla á að ungmennin fái útrás fyrir sköpunarþörfina, á sama tíma og þau reyna að losa sig úr klóm fíkninnar. „Þetta snýst ekki um að vista unglingana inni á stofnunum, heldur gengur meðferðin, eða námið eins og við köllum það, út á það að ungling- arnir halda áfram að stunda skóla eða vinnu, taka áfram þátt í dag- legu lífi en um leið öðlast þeir hæfni til þess að takast betur á við umhverfi sitt og tilfinningar,“ segir Rafn. Mikið hvílir einnig á foreldrunum að sögn Rafns, því þeir taka fullan þátt í að hjálpa unglingunum að koma sér á réttan kjöl. Fjórir sérfræðingar hafa komið sér upp skrifstofu og vinnuhúsnæði að Laugavegi 43 þar sem megináherslan er lögð á þetta fyrirbyggjandi úrræði, sem er nokkurs konar snemmtæk íhlutun þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir að vista þurfi ungmennin inni á stofnunum. Sláandi að horfa upp á ungt fólk í vanda „Okkur hefur fundist vanta svona úrræði hér á landi. Það er yfirleitt boðið upp á stofnanavist- un, en hún hentar ekki öllum þótt hún þurfi vissulega að vera til staðar. Foreldrar eru ekki alltaf tilbúnir til þess að senda börnin sín í meðferð, sem er oft eina úr- ræðið, eða í erfið sálfræðiviðtöl í hverri viku,“ segir Rafn. Hann bætir við: „Við leggjum áherslu á markvisst prógramm sem tekur 3-4 mánuði og við reynum að tengjast fjölskyldunni á jákvæðan hátt. Unglingarnir búa heima hjá sér á meðan þau taka þátt í nám- skeiðinu og við komum meðal annars heim til þeirra og ræðum við þá og förum yfir þá þætti sem skipta mestu máli.“ Áhugi Rafns Magnúsar á þess- um málum tengist meðal annars starfi hans hjá einu af gistiskýlum borgarinnar á sínum tíma, en þar kynntist hans aðstæðum þeirra sem eiga um sárt að binda vegna áfengis- og vímuefnavandans. Hann starfaði einnig sem tækni- maður hjá Ríkisútvarpinu í fimm ár sem hann segir að hafi verið lærdómsríkur tími og kennt sér margt í mannlegum samskiptum. Að því loknu ákvað hann að læra sálfræði og skellti sér í skóla til Kaupmannahafnar, en hann vinn- ur nú að því að ljúka við masters- ritgerð í þeirri grein. „Ég ætlaði upphaflega að læra afbrotafræði og nýta það til að vinna með ung- lingum, en það varð hins vegar ofan á að ég fór til Kaupmanna- hafnar í sálfræði. Þegar ég vann í Gistiskýlinu á sínum tíma þá varð ég var við að það voru að verða ákveðin kynslóðaskipti hvað varð- ar skjólstæðinga þess. Yngra fólk sótti í æ meira mæli eftir aðstoð, jafnvel jafnaldrar mínir og fólk sem var yngra en ég, og mér fannst mjög sláandi að horfa upp á það. Mér fannst það einhvern veginn vera köllun mín að snúa mér alfarið að starfi í tengslum við meðferð fyrir unglinga.“ Farvegur í listsköpun Hvað felst nákvæmlega í með- ferðinni/náminu sem þið bjóðið upp á? „Við fáum unglingana til þess að greina og þekkja þann vanda sem þau eiga við að etja og kort- leggja reynslusögu sína. Við skoð- um hvaða hópi viðkomandi ung- lingur tilheyrir og hvaða áhrif það hefur á hann og við förum í gegn- um það með honum. Sumir þess- ara unglinga eiga við önnur heilsufarsleg vandamál að stríða eða hafa þurft að þola ofbeldi af einhverju tagi og við skoðum það sérstaklega og tökum mið af því þegar við hjálpum þeim. Ungling- arnir geta fengið að taka vini sína með sér ef það hjálpar þeim. Við teljum að þetta sé mun árangurs- ríkari leið til bata heldur en þegar unglingurinn er látinn standa í þessu alveg einn. Við hjálpum ein- staklingnum að byggja sig upp og blómstra, til dæmis með því að finna sér farveg í listsköpun.“ Rafn Magnús segir að þetta úr- ræði hafi þegar gefið góða raun og hjálpað mörgum krökkum sem hafi þurft að kljást við áfengis- og vímuefnavanda. Hann segir að mjög mikið hafi borist af fyrir- spurnum. Í meðferðinni gefst unglingunum tækifæri á að kynn- ast AA-samtökunum. Einnig sækja sumir þeirra reglulega fundi. „Sjálf erum við með hópa- vinnu tvisvar í viku í lífslistinni þar sem unnið er með ýmis mál- efni sem tengjast lífi ungs fólks. Einnig eru vikulegir hópafundir sem eru meira frjálsir. Unnið er náið með krökkunum, en það er mjög persónubundið hvernig þeim gengur og hvernig þeir bregðast við meðferðinni.“ Ný vinatengsl En hvernig gengur að hjálpa þessum krökkum ef þeir slíta ekki tengslin við þá félaga sína sem kunna að hafa slæm áhrif á þá? „Þegar við setjumst niður með þeim einstaklingi sem við erum að vinna með reynum við líka að ná til vina hans eða félaga, þeirra sem hafa verið í vímuefnaneyslu með honum. Það er auðvitað ljóst að ef viðkomandi er að reyna að hætta í neyslu þá verður hann að slíta samskiptum við þann félags- skap sem enn er í neyslu, þar lig- gja freistingarnar. Viðkomandi lærir svo fljótt að hann á ekki samleið með þessum félögum fyrr en þeir eru einnig komnir á réttan kjöl. Það er mjög erfitt fyrir suma þessara krakka að þurfa að slíta öll tengsl við félaga sína og vini meðan þeir ganga í gegnum með- ferð og reyna svo að eignast nýjan vinahóp. Krakkarnir sem hafa lokið þriggja mánaða námskeiði hjá okkur hafa kynnst öðrum krökkum sem eru að glíma við sömu vandamál og þar hefur myndast góður hópur þar sem krakkarnir hafa getað sett sig í spor hvers annars og treyst hver öðrum. Þetta hefur gefið þeim mikið og þarna hafa myndast sterk vinabönd unglinga sem fara saman á fundi, bíó og kaffihús. Þjónusta okkar byggir á hug- rænni atferlismeðferð og mark- vissri þjálfun í lífsleikni. Til þess að ná settum markmiðum notumst við einnig við hópmeðferð, AA- fundi og sérstaka vinafundi,“ seg- ir Rafn Magnús. Náttúrleg upplifun Hvernig er dæmigerð vika í meðferðinni? „Það eru yfirleitt tveir ráðgjaf- ar hér hjá okkur sem byrja á því að halda fund með unglingnum og foreldrum hans. Það er farið yfir sögu viðkomandi og reynt að skoða orsök og afleiðingar þess vanda sem hann er í. Við leggjum áherslu á að kynnast unglingnum vel og spyrjum fjölskylduna um það hvað hún telur að sé megin- vandinn. Svo taka við viðtöl á stofu, fjölskyldufundir heima, fundir með skóla, vinum, vinnu- veitendum og svo framvegis. Samhliða því er unnið með list- sköpun,“ segir Rafn Magnús. Fyrirmyndin að þessu með- ferðarúrræði fyrir unglingana tengist hugmyndum Bandaríkja- mannsins prófessors Harveys Milkman um Project Self Discovery, eða Lífslistin, þar sem lykilorðið er vellíðan án vímu- efna. Markmiðið er að fjarlægja fíknina og fá eitthvað jákvætt í staðinn, og fylla það tómarúm sem einstaklingurinn finnur fyrir. Það var hópur sérfræðinga hér á landi sem hafði þegar unnið að hugmyndum að uppsetningu þessa úrræðis hér á landi en ný Leið-Ráðgjöf hafði samráð við þann hóp og Pr. Milkman um að laga lífs-listina að íslenskum að- stæðum. „Milkman vann með okkur hér síðastliðið sumar. Hugmyndir hans ganga út á að þeir einstak- lingar sem fara í meðferð skapi eitthvað jákvætt og þá til dæmis í tengslum við leiklist, myndlist og tónlist. Þetta snýst um svokallað „natural high“ eða vellíðan án vímuefna, að einstaklingnum líði vel með hreinni og klárri sköpun. Þegar fólk er í vímuefnaneyslu þá upplifir það mikið efnakikk, svo- kallað adrenalín- eða endorfín- kikk, en það getur fengið þetta kikk án þess að taka inn hættuleg efni. Um það snýst þessi náttúru- lega upplifun sem Milkman legg- ur áherslu á með hugmyndinni um að skapa. Það er lykilatriði að krakkarnir finni fyrir þessari vellíðunartilfinningu í líkamanum og við hjálpum þeim og reynum að beina þeim á þá braut. Við búum þeim þann vettvang sem þeir þurfa, krakkarnir geta komið til okkar og starfað í hópum og farið í gegnum ákveðið meðferð- arprógramm, samhliða vinnu eða skóla. Síðan skiptast hóparnir nið- ur eftir því hvaða listsköpun hent- ar viðkomandi og það er reynt að þjálfa hina náttúrlegu vellíðan. Hápunkturinn er svo við útskrift þegar allir eru samankomnir, krakkarnir, foreldrar þeirra, fé- lagsráðgjafar og aðrir sem hafa komið að meðferðinni. Við störfum því eftir hug- myndum Milkman en aðlögum þær að íslenskum kringumstæð- um. Starfsemin í kringum með- ferðina hefur verið fjármögnuð af okkur sjálfum til þessa, en auk þess hafa sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu lagt sitt af mörk- um með samstarfi.“ Ódýrara en stofnanavistun „Við vorum svo heppin að sveitarfélagið ákvað að hoppa á vagninn og gera við okkur til- raunasamning í þeirri trú að þetta myndi ganga vel og skilaði ár- angri,“ segir Rafn Magnús. Og hann bætir við: „Þetta hefur geng- ið mjög vel og fulltrúar sveitarfé- lagsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Þar að auki höfum við einnig fengið mál frá hinum sveit- arfélögunum. Við vonumst til þess að fá stuðning frá félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti. Enn höfum til þessa lent svolítið á milli í kerf- Þegar ég vann í Gistiskýlinu á sínum tíma þá varð ég var við að það voru að verða ákveðin kynslóðaskipti hvað varðar skjólstæðinga þess. Yngra fólk sótti í æ meira mæli eftir aðstoð, jafnvel jafn- aldrar mínir og fólk sem var yngra en ég, og mér fannst mjög sláandi að horfa upp á það. Mér fannst það ein- hvern veginn vera köllun mín að snúa mér alfarið að starfi í tengslum við með- ferð fyrir unglinga.“ ,, Það er mjög erfitt fyrir suma þessara krakka að þurfa að slíta öll tengsl við félaga sína og vini meðan þeir ganga í gegnum meðferð og reyna svo að eignast nýjan vina- hóp. Krakkarnir sem hafa lokið þriggja mánaða nám- skeiði hjá okkur hafa kynnst öðrum krökkum sem eru að glíma við sömu vandamál og þar hefur myndast góður hópur þar sem krakkarnir hafa getað sett sig í spor hvers annars og treyst hver öðrum.“ ,, Fyrrum tæknimaður á Ríkisútvarpinu, Rafn Magnús Jónsson, er nú orðinn sálfræðingur og býður upp á nýja tegund meðferðar fyrir unglinga í vímuefnavanda. Þetta er mín köllun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.