Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 8

Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 8
8 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Ástralía ■ Írak Heimur versnandi fer „Margt hefur bilað í hinni vest- rænu heimsmynd. Fáokun markaðsrisa hefur haldið inn- reið sína. Hér á landi skipta litl- ir risar með sér markaði og er- lendis etja stærri risar til kapps við þjóðríki um völd og áhrif.“ Jónas Kristjánsson í leiðara DV. 30. desember .Bankastjóri fyrst og fremst „Mikið framkvæmdaskeið er framundan og þjóðin hefur góða burði til allra hluta, en við verð- um auðvitað líka að hafa fulla gát.“ Jón Sigurðsson seðlabankastjóri. DV 30. desember. Skrýtið þetta fólk „Þjóðin er hins vegar vís til að velta meira fyrir sér veðrinu eða dagskrá sjónvarpsins en meint- um leiðindum á þingi.“ Kristján Jónsson í Viðhorfspistli. Morgunblaðið 30. desember. Orðrétt Víða snjóþyngsli í úthverfum borgarinnar: Íbúa snjóaði inni SAMGÖNGUR „Við erum lokuð hér inni vegna snjóa og komumst hvorki lönd né strönd,“ sagði Björn Björnsson, íbúi við Smára- rima í Grafarvogi, í gærmorgun. Aðalæðin hafði þá ekki verið rudd og að sögn íbúa var ekki nema fyrir hörðustu jeppamenn að komast leiðar sinnar út úr hverf- inu. Menn voru þó að moka frá bíl- um til að undirbúa sig þegar loks- ins yrði fært á ný. „Þetta er allt orðið miklu erfið- ara heldur en það var í gær því nú er komið frost í snjóinn,“ sagði Björn. Íbúar sem blaðið ræddi við voru harla óánægðir með að ekki skyldi hafa verið brugðið við í fyrradag og gatan rudd þegar snjókoman var að mestu hætt. Sumir voru heima í gærmorgun, að sögn, og ætluðu ekkert að hreyfa sig fyrr en mokað yrði. Það var svo undir hádegið í gær sem snjóruðningstækin birt- ust og tekið var til við að ryðja götuna við feginleika íbúanna, sem komast nú væntanlega allra sinna ferða, þótt þeir séu ekki á jeppum.■ Kæra Loftkastalans ekki forgangsmál Samkeppnisráð taldi 2001 ekki lagaleg skilyrði til íhlutunar vegna meintra brota stóru leikhúsanna á samkeppnislögum. Ráðið vildi að menntamála- ráðherra endurmæti opinberan stuðning við leikhúsrekstur. LEIKHÚSREKSTUR Óvíst er hvenær kæra Loftkastalans til samkeppn- isyfirvalda vegna meintra brota stóru leikhúsanna á ákvæðum samkeppnislaga, verður tekin fyr- ir. Tugir mála, stórra og smárra eru nú til afgreiðslu hjá samkeppn- isyfirvöldum, meðal annars mál olíufélaganna og tryggingafé lag - anna. Ólíklegt þykir að mál Loftkastal- ans fái forgang hjá samkeppnisyfir- völdum, umfram stóru málin. Samkeppnisráð taldi í mars árið 2001, að ekki væru lagaleg skilyrði til íhlutunar samkeppnisyfirvalda vegna meintra brota Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar á ákvæðum samkeppnislaga. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa sendi Samkeppnisstofnun erindi vegna samkeppnisskilyrða í leik- húsrekstri. Bandalagið vildi með- al annars fá úr því skorið hvort ríki og borg mismunuðu aðilum í leikhúsrekstri, hvort Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið hefðu brotið samkeppnislög með því að nýta opinbera styrki til undirboða í samkeppnisrekstri leikhúsa og hvort Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni væri heimilt að nota opinbera styrki til undirboða við útleigu á húsnæði sínu. Öll þessi atriði, og raunar fleiri, eru sett fram í kæru sem Loftkastalinn sendi Samkeppnis- stofnun viku fyrir jólin. Þótt Samkeppnisráð teldi þá ekki tilefni til íhlutunar, vakti ráð- ið athygli menntamálaráðherra á því að æskilegt verði að teljast að í viðleitni sinni til eflingar leik- listar, gæti opinberir aðilar að jafnræðissjónarmiðum, þannig að leikhús og leikhópar geti keppt um hylli áhorfenda á jafnréttis- grundvelli. Samkeppnisráð taldi þá að mikið ósamræmi í opinber- um stuðningi stríddi gegn mark- miðum samkeppnislaga. Jafn- framt beindi samkeppnisráð þeim tilmælum til menntamálaráð- herra að hann beitti sér fyrir end- urmati á opinberri aðstoð við leik- húsrekstur. Ekki verður séð að grundvall- arbreytingar hafi orðið á sam- keppnisstöðu frjálsra leikhúsa og leikhópa gagnvart opinberum og hálfopinberum leikhúsum frá því samkeppnisyfirvöld sendu frá sér tilmælin. the@frettabladid.is VINSÆLUST Hillary Clinton er sú kona sem bandaríska þjóðin hefur mestar mætur á, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Bandaríska þjóðin: Bush og Hillary dáðust WASHINGTON, AP George W. Bush forseti og öldungardeildarþing- maðurinn Hillary Rodham Clinton njóta mestrar aðdáunar í Banda- ríkjunum, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun. Repúblikaninn Bush og demókratinn Hillary Clinton eru á öndverðum meiði í flestum mál- um en eiga það sameiginlegt að njóta fylgis bandarísku þjóðarinn- ar. 29% aðspurðra sögðu að Bush væri sá karlmaður sem þeir hefði mestar mætur á en sextán prósent nefndu Hillary sem þá konu sem þeir dáðust mest að. Aðrir sem fengu atkvæði voru meðal ann- arra Colin Powell utanríkisráð- herra, Jóhannes Páll páfi annar, Bill Clinton, fyrrum forseti, sjón- varpskonan Oprah Winfrey og forsetafrúin Laura Bush. ■ ÁSTRALAR AUKA KJÖTÚTFLUTN- ING Warren Truss, landbúnaðar- ráðherra Ástralíu, segist búast við mjög auknum útflutningi á nautakjöti frá Ástralíu vegna gruns um kúariðusmit í Banda- ríkjunum. Fjöldi þjóða hafa í kjölfarið sett innflutningsbann á nautakjöt frá Bandaríkjunum en Ástralar og Bandaríkjamenn hafa löngum háð harða baráttu um kjötmarkaðinn, sérstaklega í Asíu. KRÓKÓDÍLLINN DREPINN Áströlskum öryggisvörðum tókst í gær að drepa krókódílinn sem varð 22 ára pilti að bana í Norð- urhéraði í Ástralíu fyrir jólin. Krókódíllinn reyndist 3,8 metrar á lengd og var hann skotinn ná- lægt þeim stað þar sem hann réðst á piltinn í Finniss-ánni. Lík piltsins hefur ekki fundist og er talið að krókódíllinn hafi grafið það í botn árinnar. VISTVÆN ÖKUFERÐ Bíll, sem ein- göngu gengur fyrir vetni og sólar- orku, er nýkominn úr ferð um Ástralíu, þeirri fyrstu sem slíkum bíl er ekið um heila heimsálfu. Skipuleggjendur ökuferðarinnar segja að bílnum hafa alls verið ekið 4000 kílómetra og árangurinn gefi góð fyrirheit um aukna notk- un vistvænni orkugjafa. Bíllinn var hannaður af nemendum Tamagavaháskólans í Tókýó. Sprenging í flugeldaverksmiðju: Tugir manna fórust PEKING, AP Að minnsta kosti 29 manns fórust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í norð- austurhluta Kína. Við sprenging- una hrundi þriggja hæða hús til grunna og nálægar byggingar léku á reiðiskjálfi. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. Hundruð manna látast árlega vegna sprenginga og eldsvoða í flugeldaverksmiðjum í Kína. Slysum fjölgaði á þessu ári þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um að stuðla að bættu öryggi í verk- smiðjunum ■ LÍKIN HEIM TIL TAÍLANDS Lík taílensku hermannanna tveggja, sem féllu ásamt sautján öðrum í bíl- sprengjuárás í Karbala í Írak á laugar- daginn, voru flutt heim til Bangkok í Taílandi í gær frá Kúvaít. Um 200 manns tóku þátt í athöfn sem fram fór á alþjóðaflugvellinum í Taílandi, en þeir föllnu voru meðal rúmlega 400 taílenskra hermanna, sem sendir voru til Íraks í september til uppbyggingarstarfa. 478 BANDARÍKJAMENN LÁTNIR Í gær höfðu alls 478 bandaríkir hermenn látið lífið í Írak síðan hernaðaraðgerðir hófust í land- inu. Þar af höfðu 327 fallið í átök- um en 151 látist af slysförum eða af öðrum orsökum. Í heildina hafa 340 bandarískir hermenn látið lífið í Írak síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí að meiriháttar átökum væri lokið og þar af 212 í átökum. 52 BRETAR FALLNIR Hermenn bandamanna eftir þjóðernum sem fallið hafa í Írak eru: 52 breskir, 17 ítalskir, átta spænskir, fimm búlgarskir, tveir taílenskir, einn danskur, einn úkraínskur og einn pólskur. ÍRAK Saddam Hussein, fyrrum for- seti Íraks, hefur veitt bandaríska hernámsliðinu upplýsingar um sem svarar 2.880 milljörðum ís- lenskra króna sem hann faldi í erlendum bönkum, að sögn Iyad Allawi sem situr í framkvæmda- ráði Íraks. Í viðtali við dagblaðið Al-Hayat segir Allawi að íraski einræðis- herrann hafi flutt féð yfir á banka- reikninga í Sviss, Japan og Þýska- landi og víðar skömmu áður en hann var hrakinn frá völdum. Reikningarnir voru stofnaðir í nafni fyrirtækja sem aldrei hafa verið til. Allawi segir að Saddam hafi gef- ið upp nöfn manna sem geti haft uppi á peningunum og sem vísað hafa bandaríska hernámsliðinu á vopnageymslur uppreisnarmanna. Bandarískir embættismenn hafa leitt að því líkur að féð sem Saddam skaut undan hafi verið not- að til að fjármagna árásir upp- reisnarmanna í Írak. Framkvæmdaráðið í Írak hyggst leita eftir alþjóðlegri aðstoð til að reyna að endurheimta féð. ■ SADDAM HUSSEIN Íraski einræðisherrann er talinn hafa falið sem svarar þúsundum milljörðum króna á erlendum bankareikningum. Saddam Hussein veitir mikilvægar upplýsingar: Þrjú þúsund milljarðar í erlendum bönkum RUTT Í RIMAHVERFI Kærkomin snjóruðningstæki birtust í Rimahverfinu í Grafarvogi í gær. Sumir íbúanna í Smárarima voru innilokaðir og komust hvorki lönd né strönd. ■ Samkeppnisráð taldi þá að mik- ið ósamræmi í opinberum stuðningi stríddi gegn markmiðum samkeppnis- laga. KÆRAN HJÁ SAMKEPPNISYFIRVÖLDUM Óvíst er hvenær erindi Loftkastalans til Samkeppnisstofnunar verður tekin fyrir. Mjög miklar annir eru hjá stofnuninni og engin ákvörðun hefur enn verið tekin um að mál Loftkastalans fari í forgang. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.