Fréttablaðið - 31.12.2003, Síða 12
12 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR
SÆKIR Í ELDINN
Skosk kona frá Northwaterbridge í
Aberdeenskíri í Skotlandi sækir sér eldivið.
WASHINGTON, AP Erlend flugfélög
geta átt það á hættu að verða neitað
um aðgang að lofthelgi Bandaríkj-
anna ef þau fara ekki að kröfum
bandarískra stjórnvalda um að hafa
vopnaða lögreglumenn um borð í
flugvélum sínum.
Bandarísk yfirvöld hafa sett
fram kröfur um að vopnaður vörður
verði um borð í farþegaþotum og
flutningavélum í ákveðnum ferðum
ef ástæða þyki til. Ekkert flugfélag
hefur gefið til kynna að það ætli
ekki að verða við þessum óskum þó
Alþjóðlegu flugsamtökin hafi lýst
sig andvíga vopnaburði um borð í
flugvélum.
Öryggismálayfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa lengi óttast að liðs-
menn hryðjuverkasamtakanna al-
Kaída myndu aftur ræna flugvélum
til að fljúga á byggingar. Leiddar
hafa verið að því líkur að hryðju-
verkamennirnir hyggist reyna að
komast um borð í erlendar flutn-
ingavélar sem eigi leið um banda-
ríska lofthelgi.
Fyrir rúmri viku hækkaði
Bandaríkjastjórn viðbúnaðarstig
vegna hættu á hryðjuverkum úr
gulu í appelsínugult sem er næst-
hæsta stigið á fimm stiga lita-
kvarða. Franska flugfélagið Air
France aflýsti sex ferðum frá París
til Los Angeles í síðustu viku eftir
að vísbendingar höfðu borist um
hugsanleg hryðjuverk. ■
RÁÐHERRASKIPTI Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, þingmaður Suðvest-
urkjördæmis, tekur í dag við
embætti menntamálaráðherra af
Tómasi Inga Olrich. Athöfnin fer
fram á ríkisráðsfundi á Bessa-
stöðum fyrir hádegi.
Þorgerður Katrín segir að verk-
efnið leggist vel í sig, það sé í senn
spennandi og krefjandi og vonandi
nái hún að sinna því jafnvel og for-
verar sínir hafi gert.
„Það er ljóst að það bíða mörg
stór verkefni. Ég get nefnt tónlist-
arhús, málefni háskólanna, málefni
framhaldsskólanna og sérstaklega
hvernig við ætlum að halda áfram
að vinna að styttingu framhalds-
skólans. Þetta eru stóru verkefnin
sem við blasa strax á fyrsta mánuði
og ég held að það verði seint skort-
ur á verkefnum í menntamálaráðu-
neytinu,“ sagði Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir verðandi mennta-
málaráðherra.
Þorgerður Katrín nefnir enn-
fremur vísindamálin, gríðarlega
stóran málaflokk sem hún segir
eiga eftir að skipta okkur miklu
máli.
„Sem betur fer er búið að búa
vel um alla formhlið þess máls með
nýrri löggjöf um vísinda- og tækni-
ráð en síðan þarf að reyna að halda
áfram að fylgja því eftir, þannig að
vísindin verði enn meiri og stærri
þáttur í íslensku samfélagi. Ég tel
að það skipti máli upp á að efla enn
frekar hagvöxt í framtíðinni,“ sagði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Fráfarandi menntamála-
ráðherra afhendir Þorgerði
Katrínu lyklana að menntamála-
ráðuneytinu í dag að loknum ríkis-
ráðsfundi á Bessastöðum.
Aðstoðarmaður Þorgerðar
Katrínar verður Steingrímur Sigur-
geirsson, blaðamaður á Morgun-
blaðinu til fjölda ára.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir er lögfræðingur að mennt
og starfaði hjá Lögmönnum
Höfðabakka að loknu lögfræði-
prófi. Þá var hún yfirmaður sam-
félags- og dægurmáladeildar
Ríkisútvarpsins 1997–1999.
Þorgerður Katrín tók fyrst sæti
á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í Reykjaneskjördæmi að loknum
kosningunum í maí 1999.
Hún er gift Kristjáni Arasyni
viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú
börn.
the@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Liðskipta- og augn-
steinaaðgerðum verður fjölgað
umtalsvert á næsta ári, að því er
fram kemur í frétt frá heilbrigðis-
ráðuneytinu.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, hefur
ákveðið að tæpar 84 milljónir
króna renni til fjögurra spítala til
að fjölga umræddum aðgerðum á
næsta ári. Með því fjölgar augn-
steinaaðgerðum um 550 umfram
það sem gert var ráð fyrir og lið-
skiptaaðgerðum fjölgar á sama
hátt um 128 aðgerðir umfram það
sem búist var við. Er þess vænst
að með þessu styttist biðlisti eftir
augnsteinaaðgerðum um helming
og að verulega dragi úr biðtíma
eftir liðskiptaaðgerðum.
Réttar 200 augnsteinaaðgerðir
verða til viðbótar því sem áður
var ákveðið á Landspítalanum og
350 á St. Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði. 60 liðskiptaaðgerðir
verða gerðar aukalega á Land-
spítala á árinu 2004, 60 á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
átta hnjáaðgerðir verða gerðar
aukalega á Heilbrigðisstofnun-
inni á Akranesi.
Landspítali - háskólasjúkrahús
fær um 41 milljón króna aukalega
til að gera aðgerðirnar 260, Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri fær
22,5 milljónir vegna 60 aðgerða,
St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði
fær rúmar 17 milljónir vegna 350
aðgerða og Heilbrigðisstofnunin á
Akranesi fær rúmar þrjár millj-
ónir króna vegna átta hnjá-
aðgerða. Verður greiðsluáætlun
viðkomandi stofnana ársins 2004
hækkuð í samræmi við framvindu
ofangreindra verkefna. ■
MIL LÖGÐ NIÐUR
Markaðsskrifstofa sem Landsvirkjun og
iðnaðarráðuneytið hafa starfrækt í 15 ár
verður lögð niður nú um áramótin. Þrír af
fjórum starfsmönnum skrifstofunnar hefja
störf hjá Landsvirkjun en einn hjá iðnaðar-
ráðuneytinu.
Markaðsskrifstofa:
Lögð niður
STJÓRNSÝSLA Markaðsskrifstofa iðn-
aðarráðuneytisins og Landsvirkj-
unar, MIL, verður lögð niður nú
um áramótin.
Skrifstofan, sem hefur verið
rekin frá árinu 1988, hefur haft
það hlutverk að vinna að öflun er-
lendrar fjárfestingar á sviði orku-
freks iðnaðar. Meðal verkefna sem
MIL hefur unnið að má nefna
stækkun álverksmiðjunnar í
Straumsvík, bygging álvers á
Grundartanga og fyrirhugað álver
í Reyðarfirði.
Það er sameiginleg niðurstaða
eigendanna að það sé heppilegt að
slíta samstarfinu nú af ýmsum
ástæðum. Þar vegur þyngst ný-
skipan raforkumála sem byggir á
samkeppni í raforkuframleiðslu.
Því þykir ekki eðlilegt að iðnaðar-
ráðuneytið starfræki markaðs-
skrifstofu í samstarfi við einn
orkuframleiðenda.
Iðnaðarráðuneytið og Lands-
virkjun munu hafa samstarf næstu
tvö árin um nokkur verkefni sem
hafa verið í vinnslu hjá MIL. Þar
má nefna rafskautaverksmiðju í
Hvalfirði, álþynnuverksmiðju og
stóriðjumál á Norðurlandi. ■
Barnaníðingar í Portúgal:
Fyrrum ráð-
herra ákærður
MISNOTKUN Saksóknari í Portúgal
hefur ákært tíu manns fyrir kyn-
ferðislega misnotkun á börnum
sem eiga við andleg vandamál að
stríða og vistuð eru á ríkisrekn-
um dvalarheimilum. Meðal hinna
ákærðu eru þeir Paulo Pedroso,
fyrrum atvinnumálráðherra
landsins, og Jorge Ritto, fyrrum
sendiherra Portúgals í Suður-
Afríku.
Lögreglan hefur haft málið til
rannsóknar í meira en ár eftir að
ásakanir bárust um að börn á
dvalarheimilum í Lissabon væru
misnotuð af hópi barnaníðinga.
Paulo Pedroso hefur neitað
sakargiftum og segist vera fórn-
arlamb rógsherferðar pólitískra
andstæðinga, en Jorge Sampaio,
forseti Portúgals, segir málið
skelfilegt og að um algjöra þjóð-
arhneisu sé að ræða. ■
FLUGVÖLLURINN Í LOS ANGELES
Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að er-
lend flugfélög hafi vopnaða lögreglumenn
um borð í flugvélum í ákveðnum ferðum.
VERÐANDI MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, á að baki eitt kjör-
tímabil á Alþingi. Þorgerður segist hlakka til að takast
á við verkefnið enda gnægð verkefna sem bíði.
Atlantsolía:
140.000 lítrar
VIÐSKIPTI Í desembermánuði seldi
Atlantsolía alls ríflega 140 þúsund
lítra af dísilolíu. Að sögn Huga
Hreiðarssonar hjá Atlantsolíu
hefur salan verið mun betri en
gert var ráð fyrir.
Hann telur að ánægja með
samkeppni á þessum markaði ráði
miklu um viðtökurnar en atvinnu-
bílstjórar hafa mjög beint við-
skiptum sínum til Atlantsolíu eftir
að rekstur dísilstöðvarinnar í
Kópavogi hófst. Í dag heldur
Atlantsolía upp á eins mánaðar
starfsafmæli og hefur af því til-
efni boðið fjögur hundruð
atvinnubílstjórum í afmæliskaffi
og vestfirskar rjómavöfflur. ■
Hálka á Vesturlandi:
Bílvelta og
útafkeyrsla
UMFERÐARÓHÖPP Ökumaður missti
stjórn á bíl sínum við Hafnar-
fjall um hádegi í gær með þeim
afleiðingum að bíllinn endaði
ofan í skurði. Ökumaðurinn slas-
aðist nokkuð og var fluttur á
sjúkrahúsið á Akranesi til að-
hlynningar.
Annar ökumaður missti
stjórn á bíl sínum um klukkan
14 í gær og valt bíllinn. Þetta
gerðist nálægt Grundartanga.
Enginn slys urðu á farþegum.
Lögreglan í Borgarnesi segir
sennilegt að hálka hafi valdið
báðum þessum óhöppum. ■
Aukið fjármagn til fjögurra sjúkarstofnana:
Fleiri aðgerðir og styttri bið
Gnægð verkefna bíður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, tekur í dag
við embætti menntamálaráðherra af Tómasi Inga Olrich. Þorgerður segir að málefni tónlistar-
húss, háskóla- og framhaldsskóla verði fyrirferðarmikil á fyrstu starfsdögunum.
Bandaríkjastjórn setur erlendum flugfélögum afarkosti:
Vopnaðir lögreglu-
menn í flugvélum