Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 31.12.2003, Qupperneq 22
22 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát Thomas Alva Edison sýndi ífyrsta sinn opinberlega hvernig ljósaperan virkar á þessum degi árið 1879. Edison lýsti upp heila götu Menlo-garðinum í New Jersey. Þrátt fyrir að fyrsti ljósaperu- lampinn hafi verið gerður opinber fjörutíu árum fyrr hafði engum uppfinningamanni tekist að þróa hann og finna einfalda lausn. Með kolefnahugmynd Edison var loks hægt að láta stöðugt ljós loga í lengri tíma. Edison var fæddur í Milan í Ohio árið 1847. Hann fékk ekki langa skólagöngu og átti við heyrnar- vandamál að stríða sem varð upp- sprettan að mörgum merkustu upp- finningum hans. Þegar hann var sextán ára uppgötvaði hann tæki til skeytasendinga og eyddi næstu árum í að þróa þá tækni. Árið 1869 varð Edison uppfinn- ingamaður í fullu starfi og kom sér upp rannsóknarstofu í Menlo-garð- inum. Árið 1877 uppgötvaði Edison grammafóninn, sem þótti eina merkasta uppfinning hans. Eftir að hann sýndi plötuspilaranna opinber- lega fékk hann viðurnefnið „Galdra- karlinn í Menlo-garði“. Thomas Edison lést árið 1931, 84 ára að aldri, og eftir hann lágu um 1.093 einkaleyfi fyrir hinum ýmsu uppfinningum. ■ Bergljót L. Walls Rútsdóttir hjúkrun- arkona, lést mánudaginn 29. desem- ber. Valgerður Haraldsdóttir, lést laugar- daginn 20. desember. Erling Örn Pétursson, frá Sauðárkróki, lést miðvikudaginn 24. desember. Gunnar Ólafsson, fyrrverandi skóla- stjóri, Hraunbæ 42, Reykjavík, lést mánudaginn 29. desember. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Hranfistu, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. des- ember. Ari Gunnarsson, Skútagili 7, Akureyri, lést laugardaginn 27. desember. Ingvar Þórðarson bóndi, Reykjahlíð á Skeiðum, er látinn. Gísli Gunnar Björnsson, Efstasundi 74, Reykjavík, lést 26. desember. Pétur Friðrik Jóramsson, Faxabraut 13, Keflavík, áður Ásabraut 14, Kefla- vík, lést fimmtudaginn 25. desember. Magnús Ólafur Guðmundsson, fyrr- um bóndi í Fagradal, Sundabúð, Vopnafirði, lést sunnudaginn 28. des- ember. Ellý Björg Þórðardóttir, lést miðviku- daginn 24. desember. Víkingi Heiðari Ólafssyni píanó-leikara var á mánudag veittur 250 þúsund króna styrkur úr Minn- ingarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og for- sætisráðherra. Þórólfur Árnason borgarstjóri afhenti Víkingi Heið- ari styrkinn í Höfða í gær, á fæð- ingardegi Gunnars. Víkingur Heiðar er 19 ára og lauk einleikaraprófi árið 2001 þeg- ar hann flutti hinn geysisnúna fyrsta píanókonsert Tsjaíkofskís með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Víkingur er nú við nám í Julliard tónlistarháskólanum í New York. Þar hóf hann nám haustið 2002, en samhliða náminu þar lauk Víking- ur Heiðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú í desember. ■ Tímamót VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON ■ fékk úthlutað 250 þúsund krónur úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Fékk kvartmilljón í styrk Ég er alltaf svo upptekin áþessum degi að gera upp árið,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Sam- fylkingarinnar sem er 49 ára í dag. „Ég reikna með því að vera í einhverju fjölmiðlastússi upp úr hádegi.“ Eins og oft áður mun hluti dagsins fara í að líta um öxl í sjónvarps- og útvarpsþáttum yfir farinn veg og þau átök sem hún hefur togast inn í á árinu. „Síðan verð ég bara hérna heima og fólk er að kíkja við yfir daginn, fjölskylda og vinir, á meðan ég er að elda kalkúninn fyrir kvöldið. Þá koma Össur og Árný og önnur vinahjón okkar í mat og við höfum það notalegt að venju. Annars verður þetta fínn dagur, svolítið kaótískur og ég verð með mörg járn í eldinum.“ Eftirminnilegasta afmæli Ingibjargar Sólrúnar er þegar hún varð fertug en það var sama ár og hún tók við sem borgar- stjóri í Reykjavík. „Þetta ár var mér mjög eftirminnilegt,“ segir hún og minnist einnig bernsku- afmælisdaganna, sem týndust aldrei í önnum dagsins. „Þegar ég var óviti þá hélt ég að þetta allt væri mér til heiðurs gert á gamlárskvöld. Þegar ég varð eldri vitkaðist ég og komst að því að svo væri ekki, en ég gældi alltaf við þá hugsun.“ Nú fer að styttast í að Ingi- björg flytjist um stund til London, þar sem hún ætlar að stunda nám við London School of Economics and Political Science. „Ég fer núna 11. janúar og hef ekki mátt vera að því að hugsa mikið um það. En ég hlakka mik- ið til að fara. Þetta er alveg draumastaða að geta einbeitt mér að einhverju einu; námi. Það er svo mikið í boði í þessum skóla að ég á erfitt með að velja hvað það er sem ég vil einbeita mér að. Það verður að vanda val- ið til að nýta þennan tíma sem best.“ Hún er búin að finna sér íbúð, stutt frá Covent Garden í London. Hún verður því í hjarta London, þar sem stutt verður í alla menningu og mannlíf. Einnig eru Downing Street og Whitehall í göngufæri á góðum degi. „Nei, ég geri ekki ráð fyrir að sakna stjórnmálanna á Íslandi,“ segir Ingibjörg Sólrún hlæjandi að lok- um. ■ Afmæli INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ER 49 ÁRA ■ Hún mun gera upp átök ársins í dag. DONNA SUMMER Diskódrottningin er fædd þennan dag árið 1948. 31. desember ■ Þetta gerðist 1695 Gluggaskattur er tekinn upp í Bretlandi. Í kjölfarið er múrað upp í glugga á mörgum byggingum. 1857 Viktoría Bretadrottning gerir Ottawa að höfuðborg Kanada. 1947 Roy Rogers og Dale Evans giftast. 1979 Í árslok hafði olíuverð hækkað um meira en 88% frá byrjun þess. 1990 Heimsmethafinn Gary Kasparov, frá Sovétríkjunum, ver titilinn sinn með því að leggja Anatolí Karpov að velli. 1999 Boris Yeltsín lætur af embætti sem forseti Rússlands. Forsætis- ráðherrann Vladimir Pútin tekur við forsetaembættinu. 1999 Sarah Knauss deyr 119 ára að aldri. Hún var elsta kona heims, fædd þann 24. september árið 1880. THOMAS ALVA EDISON Lést 84 ára að aldri og skildi eftir sig um ellefu hundruð einkaleyfi. EDISON ■ Uppfinningamaðurinn snjalli sýndi ljósaperuna í fyrsta sinn og lýsti upp heila götu. 17. september 2001 Mun ekki sakna stjórnmálanna Söfnunarsíminn er 907 2020 Rauði kross Íslands til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í íran Jóga í Garðabæ Mjúkir morguntímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 9:30-10:45 kennt í Ásgarði. Framhaldstímar þriðjud. og fimmtud. kl. 18:00-19:15 Byrjendatímar þriðjud. og fimmtud. kl. 19:30-20:45 kennt í Kirkjuhvoli Tímar hefjast 5. janúar Kennari er Anna Ingólfsdóttir kripalujógakennari. Upplýsingar og skráning í símum 565 9722 og 893 9723. ■ Jarðarfarir 11.00 Jón Ólafur Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri í Garði, Hólabraut 12, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. Elskuleg móðir okkar, Þórunn Eiríksdóttir Kaðalsstöðum, Stafholtstungum lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. desember. Sigrún Ólafsdóttir Unnur Ólafsdóttir Björk Ólafsdóttir STYRKURINN VEITTUR Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við Völu Thoroddsen, ekkju Gunnars heitins. Styrkþegar eru orðnir 18 talsins. M YN D /J Ó H AN N ES L O N G INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Mun hefja nám í byrjun ársins og hlakkar til að fara til London Edison sýnir ljósaperuna Heimspeki- messa komin út Háskólaútgáfan hefur gefið útbókina Heimspekimessa í til- efni af sextugsafmæli Mikaels M. Karlssonar prófessors. Í bókinni eru greinar um fjöl- breytt heimspekileg efni eftir sext- án höfunda. Þær eru ágóðinn af tveggja daga heimspekiráðstefnu sem haldin var dagana 28.–29. mars síðastliðna í Lögbergi. Þar fluttu fjórtán íslenskir fræðimenn og tveir erlendir erindi um heimspeki. Ráðstefnan kallaðist Mikjálsmessa og var haldin í tilefni af sextugs- afmæli Mikaels M. Karlssonar, pró- fessors í heimspeki við Háskóla Ís- lands og nýráðins deildarforseta fé- lagsvísinda- og lagadeildar Háskól- ans á Akureyri. Ritstjórar bókarinnar eru heim- spekingarnir og Logi Gunnarsson. ■ FYRSTA EINTAKIÐ AFHENT Kristján Kristjánsson afhendir Mikael M. Karlssyni fyrsta eintakið af Heimspekimessu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.