Fréttablaðið - 31.12.2003, Qupperneq 28
28 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
U2
„And so we’re told this is the golden age
And gold is the reason for the wars we wage
Though I want to be with you
Be with you night and day
Nothing changes
On New Year’s Day
On New Year’s Day.“
Þeir eru víst atburðalitlir nýársdagarnir í lífi
söngvarans Paul Hewson, eða Bono eins og flestir
þekkja hann. Lagið New Years Day er tekið af War,
þriðju breiðskífu U2 frá árinu 1983.
Popptextinn
Fréttiraf fólki
Leikkonan Kristin Davis, semflestir þekkja sem Charlotte í
sjónvarpsþáttunum Sex and the
City, langar til þess að reyna fyrir
sér á leiksviði í London. Fram-
leiðsla þáttanna er við
það að ljúka og
sagði hún nýlega í
viðtali að drauma-
starfið væri að fá
að sýna leikhæfi-
leika sína í leik-
listarborginni.
Davis á bresk-
an kærasta og
vill því eflaust
eyða sem
mestum tíma
á heimaslóð-
um hans.
Gítarleikari The Who, PeteTownshend, segist hafa íhugað
sjálfsmorð eftir að hafa verið
ásakaður um kaupa barnaklám í
gegnum Netið. Townshend var
handtekinn í janúar síðastliðnum
og sætti lögreglurannsókn í fjóra
mánuði áður en allar
kærur voru felldar
niður. Í ljós kom að
Townshend hefði far-
ið inn á síður sem
innihéldu barnaklám
án þess að vista
myndirnar þar inn á tölvu sína.
Pete viðurkenndi allan tímann að
hafa gert það og sagðist hafa verið
í rannsóknarvinnu fyrir bók sem
hann væri að skrifa. Í viðtali við
The Observer sagðist hann þess
fullviss að hann hefði kálað sér
hefði hann átt byssu. Hann er þó
glaður að hafa ekki gert það í dag
því hann áttar sig á því að þá
hefðu flestir talið hann sekan.
21 árs nemi í London hefur kom-ið því þannig fyrir að ef hann
nær að lokka
þokkadísina
Kylie Minogue
á stefnumót á
árinu þá gæti
hann grætt
mörg hundruð
punda. Piltur-
inn lagði inn veðmál í veðbanka og
hélt því fram að hann myndi ná
settu takmarki sínu fyrir lok
næsta árs. Veðbankinn gaf honum
líkur upp á 1/100 og þótti honum
það frekar hátt.
Natalie Portman segist vera aðíhuga að taka að sér aðalhlut-
verkið í framhaldsmynd Leon sem
franski leikstjórinn Luc Besson
gerði árið 1994. Sú mynd skartaði
henni og franska
leikaranum Jean
Reno í aðalhlut-
verkum og fjallaði
um það hvernig
launmorðingi tók
að sér tánings-
stelpu og kenndi
henni til verka.
Portman var 12
ára þegar hún lék í myndinni. Hún
segist hafa fengið handrit myndar-
innar í hendurnar og segist lítast
vel á. Eina sem gæti haldið henni
frá því að taka að sér hlutverkið
sé að hún þurfi að eyða mörgum
tímum í vaxtarræktinni ef hún á
að vera „rétt“ fyrir hlutverkið og
því nenni hún varla.
Takk og
amen!
1The Mars Volta - De-Loused in the Comatorium
Með útgáfu þessarar
plötu var afróhaus-
unum tveim úr At
the Drive-in, Cedric
Bixler söngvara og
Omar Rodriguez gít-
arleikara, fyrirgefið
fyrir að rústa þeirri
merku sveit. Þrekvirki frá upphafi til enda.
Það er allt nær ótrúlegt við þessa plötu,
krafturinn, flutningurinn, útsetningarnar,
lagasmíðarnar, hljómurinn og hljóðtil-
tilraunirnar. Skýtur Ok Computer ref fyrir
rass og á án efa eftir að hafa mikil áhrif á
framþróun rokksins. Er margt í senn,
harðkjarna sýru-progg-hippa-rokk, dub,
mexíkósk þjóðlagatónlist, experimental
noise og spunadjass.
2Bonnie Prince Billie - Master and Everyone
Þriðja plata Wills Oldham,
undir listamannsnafninu
Bonnie Prince Billie, er
hans besta til þessa. Mað-
urinn er með ótrúlega til-
finninganæma og fallega
rödd og berstrípuð lögin rista djúpt. Hef-
ur verið settur í hóp indie-rokkara vegna
fortíðar sinnar en er í raun skærasta stjar-
na bandarískrar sveitatónlistar. Einlægnin
er slík að það er engin furða að Johnny
Cash hafi tekið eitt af lögum piltsins upp
á sína arma. Skyldueign sem vex og vex
við hverja hlustun.
3Moloko- Statues
Þrátt fyrir að hafa slitið
ástarsambandi sínu náðu
þau Roisin Murphy og
Mark Brydon að gera sína bestu plötu.
Hefur sterkara aðdráttarafl en svarthol og
ratar alltaf reglulega í tækið. Róar strekkt-
ar taugar, kemur manni þó í stuðgírinn
og skilar manni endurnærðum aftur á
jörðina. Jafnast á við móðurmjólkina.
4Placebo- Sleeping With Ghosts
Eftir að hafa ráfað um í
dimmu skuggasundi með
afleitri þriðju plötu sinni skil-
aði Placebo sinni bestu
plötu. Sveitin opnaði sig fyrir
nýjum áhrifum og varð betri fyrir vikið. Allt
gekk upp og Placebo bætti sér í hóp stór-
sveita rokksins. Stútfull af slögurum enda er
platan orðin þeirra söluhæsta frá upphafi.
5Outkast- The Love Below/Speakerboxxx
Eins undarlega og það
hljómar þá er fimmta Out-
kast-platan í raun tvær
sólóplötur liðsmannanna
tveggja, Big Boi og André
3000. Lagið Hey Ya! telst til stærri slagara
ársins og nóg er eftir af smáskífulögum.
André 3000 leyfði sér að rasa út á með-
an Big Boi hélt sig við fasta liði eins og
venjulega. Báðar plöturnar eru frábærar
og ómögulegt að gera upp á milli þeirra.
6Interpol - Turn on the Bright Lights
Eins og platan í sætinu
fyrir neðan kom þessi
eiginlega út árið 2002
en skilaði sér ekki til Ís-
lands fyrr en í ár. Ég átti
mjög góðar stundir með
þessari plötu í sumar, keyrandi um
landið með landslagið þjótandi fram-
hjá. Augngotur íslenska sauðfésins
passaði vel við tónana af einhverjum
ástæðum.
7Hot Hot Heat - Make Up the Breakdown
Nýliðar rokksins voru
margir á árinu.
Kanadíska sveitin Hot
hot heat átti frábæra
frumraun og spennandi
verður að fylgjast með
áframhaldinu. Fylgdi þeirri bylgju vel
sem The Strokes, Interpol og The
White Stripes hrintu af stað. Partíplata
dauðans.
8Four Tet - Rounds
Það besta sem ég heyrði í
raftónlist á árinu. Er eins
manns sveit Kieran
Hebden úr síðrokksveitinni
Fridge og er í ætt við það
sem Múm og Mugison eru að gera hérna
heima. Falleg, áhugaverð og vel gerð.
9Yeah Yeah Yeahs - Fever to Tell
Plata sem vex og vex. Fyrst
kom ógurlegt hype-ið að
utan og ótrúlegt en satt
náði sveitin að standa
undir væntingum. Var
svoldið efins í fyrstu en stóð mig svo að
því að vera stelast í að hlusta endrum og
eins. Er í dag orðin hálf nauðsynleg fyrir
vellíðan um helgar. Lagið Maps er gott
efni í lag ársins.
10Peaches - Fatherfucker
Færði pönkið yfir í raftón-
listina. Er án efa ein
svalasta kvenfígura tónlist-
arbransans í dag. Hefur
hreðjar á við fíl og segir nákvæmlega það
sem hún vill. Hetja hinnar frjálsu konu og
er hér með krýnd drottning elektróclash
stefnunnar eftir frábæra aðra plötu. Kven-
kyns Iggy Pop.
11. Grandaddy - Sumday
12. Calexico - Feast of Wire
13. Radiohead - Hail to the Thief
14. The Cardigans - Long Gone Before
Daylight
15. Kelis - Tasty
16. Muse - Absolution
17. The Thrills - So Much for the City
18. The White Stripes - Elephant
19. Deadbeat - Wild Life Documentaries
20. Damien Rice - O
Birgir Örn Steinarsson
1Mínus- Halldór Laxness
Mínus kom eins og ferskur stormsveipur
inn í sumarið með mögnuðu nýju sándi
sem kom manni algjörlega í opna skjöl-
du. The Long Face og Romantic Exorcism
munu sitja lengi í minningunni.
2Maus- Musick
Frábær plata frá
Maus og töluverð
framför frá þeirri
sem kom á undan.
Full af vönduðum
og grípandi popp-
lögum. Mjög já-
kvætt að Kerfisbundin þrá var látið fljóta
með í enskri útgáfu, enda eitt allra besta
lag sveitarinnar.
3Skytturnar - Illgresið
Skytturnar frá Ak-
ureyri komu mjög
á óvart með þess-
ari fínu plötu.
Rappið var krydd-
að með skemmti-
legum gítarleik og
vitrænar samfé-
lagslegar vangaveltur gáfu lögunum aukið
vægi.
4Botnleðja- Iceland National Park
Hrátt rokkið fer
Botnleðju ákaflega
vel eins og sýndi
sig á þessum öfl-
uga grip. Flottur,
ruddalegur gítar-
leikur og áberandi
spilagleði stóðu
upp úr.
5Eivör Pálsdóttir - Krákan
Eivör Páls heillaði
mann upp úr
skónum með fal-
legri rödd og góð-
um lagasmíðum.
Færeysk þulu-
stemningin virkaði
vel og heildarút-
koman var framúrskarandi.
6Dr. Gunni - Stóri hvellur
Dr. Gunni hafði
legið í dvala í
Popppunkti þar til
hann birtist óvænt
með þessa fínu
rokkskífu. Minnti
oft á Pixies sem
telst mikill kostur
hér á bæ.
7Bang Gang - Something Wrong
Mjög góð og
vönduð poppplata
frá Barða Jóhanns-
syni. Gamaldags
yfirbragðið og
þunglyndisleg tón-
listin virkuðu mjög
vel. Barði á eftir
að gera fína hluti í
framtíðinni.
8Steintryggur - Dialog
Kom mjög á óvart
fyrir skemmtileg-
heit. Hrærigrauti
frá öllum heims-
hornum var bland-
að saman á listi-
legan hátt. Kær-
komin tilbreyting
frá hefðbundnari tónlist.
9Brain Police - Brain Police
Fín plata frá Brain
Police sem sýndi
að þar fer ein
fremst rokksveit
landsins. Fjölmarg-
ir hörku rokkslag-
arar hittu rækilega
í mark.
10KK & Maggi Eiríks - 22 ferðalög
Þessir félagar
slógu í gegn í
sumar með
skemmtilegum út-
gáfum á gömlum
og góðum íslensk-
um ferðalögum.
Plata sem kom sér
vel um verslunar-
mannahelgina.
Á eftir koma í réttri röð:
11. Worm is Green - Automagic
12. 200 naglbítar - Hjartagull
13. Sálin og Sinfó - Vatnið
14. Land og Synir - Óðal feðranna
15. Bubbi - 1000 kossa nótt
16. Kimono - Mineur-Aggresif
17. Graveslime - Roughness and Toughness
18. Miðnes - Alein
19. Páll Óskar og Monika - Ljósin heima
20. Írafár - Nýtt upphaf.
Freyr Bjarnason
Sko, Guð...
þú veist að enginn er
fullkominn! Það geta
allir gert mistök!
Og það er ekki
alltaf auðvelt að við-
urkenna mistökin...
...en nefrennsli
var MISTÖK!
MISTÖK,
MISTÖK,
MISTÖK!!!
Þú sérð það örugg-
lega sjálfur ef þú
pælir aðeins!
Íslenskar plötur ársins 2003
Fjölmargar góðar íslenskar plötur komu út á árinu enda víðast hvar vandað mjög til verka.
Hér er listi yfir þær 20 athyglisverðustu.
Erlendar plötur ársins 2003
Tónlistarárið 2003 var sérstaklega blómlegt. Poppið varð aftur skemmtilegt,
rokkið færði okkur glás af nýliðum og reyndari tónlistarmenn héldu höfði.
Eftirfarandi eru tuttugu athyglisverðustu erlendu plötur ársins 2003.