Fréttablaðið - 31.12.2003, Síða 29

Fréttablaðið - 31.12.2003, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 31. desember 2003 Sálindansleikurí kvöld Húsið opnað kl. 23:00 Miðasala við innganginn ! St af ræ n a h u g m yn d as m ið ja n / 40 30 Sími 533 1100 - broadway@broadway.is Gleðilegt ár ! Sendum öllum landsmönnum bestu óskir um og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Fyrrum heimili Brians Epstein,sem var umboðsmaður Bítlanna til dánardags, er nú að verða að gistiheimili. Húsið er í Anfield í Liverpool og var í eigu fjölskyldu Epsteins á árunum 1927–1946 og bjó umbinn þar sem lítill snáði. Eigendur hússins ætluðu sér að breyta því í leikskóla en breyttu áætlunum sínum eftir að þau átt- uðu sig á sögugildi hússins. „Við erum báðir byggingameist- arar og vorum að vinna í húsinu þegar einn nágranninn kom til okk- ar og sagði okkur hver hefði búið í húsinu,“ sagði Darren McLennan annar eigandi hússins. „Ég trúði því ekki í fyrstu og fór því á skjala- safnið í Liverpool og fletti þessu upp. Hingað til Liverpool koma þúsundir ferðamanna á hverju ári til þess að komast á heimaslóðir Bítlanna. Við erum að vonast eftir því að hagnast á þeim markaði.“■ Rúmlega 20 þúsund bíómiðarseldust á lokahluta Lord of the Rings þríleiksins, Return of the King, á fyrstu þremur sýningar- dögunum hér á landi. Það er 2000 miðum betur en seldust á annan hlutann, The Two Towers. Með for- sýningum hafa 30 þúsund miðar selst. Þetta mun vera næststærsta opnun kvikmyndar hér á landi en Titanic á enn metið. Í Bandaríkjunum, þar sem menn miða velgengni mynda út frá gróða í stað fjólksfjölda, hefur myndin skilað um 223,7 milljónum í kass- ann. Hún náði þannig að komast yfir 200 milljóna markið á 11 dög- um. Fyrsta myndin um Spider-Man er sú eina sem hefur verið fljótari að því, á níu dögum. Lokahluti Hringsins er því á góðri leið með að komast í hóp tekjuhæstu mynda allra tíma. ■ BÍTLARNIR Hérna eru piltarnir með Ed Sullivan. Húsi Bítlaumba breytt í gistiheimili BRIAN EPSTEIN ■ Verið er að breyta húsi umboðs- manns Bítlanna í gistiheimili. Skrýtnafréttin RETURN OF THE KING Uppselt hefur verið á margar sýningar á þriðja hluta Hringadróttinssögu, og margir eiga enn eftir að sjá herlegheitin. 30 þúsund miðar á þremur dögum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.