Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 31. desember 2003
HANDBOLTI Ásgeir Örn Hallgrímsson
var kjörinn íþróttamaður Hafnar-
fjarðar 2003. Kjörinu var lýst á
íþróttahátíð sem haldin var í
Íþróttahúsinu við Strandgötu á
mánudag.
Ásgeir Örn hefur verið einn lyk-
ilmanna handknattleiksliðs Hauka
sem varð Íslands- og deildarmeist-
ari í ár. Hann lék sína fyrstu A-
landsleiki í vor og var fyrirliði ung-
lingalandsliðsins sem varð Evrópu-
meistari síðastliðinn vetur. Ásgeir
Örn var valinn í úrvalslið Evrópu-
mótsins og var jafnframt marka-
hæstur Íslendinga á mótinu.
Allir hafnfirskir íþróttamenn
sem unnu meistaratitla á árinu 2003
fengu viðurkenningar á hátíðinni en
420 hafnfirskir íþróttamenn urðu Ís-
landsmeistarar á árinu í átján grein-
um, sex hópar urðu bikarmeistarar
og 36 einstaklingar urðu heims-,
Evrópu- eða Norðurlandameistarar.
Fjórtán íþróttamenn fengu viður-
kenningu bæjaryfirvalda fyrir góð-
an árangur og frammistöðu í íþrótt-
um á árinu. Auk Ásgeirs fengu eftir-
taldir íþróttamenn viðurkenningu:
Björn Þorleifsson taíkvondómaður
úr Björk, Þórey Edda Elísdóttir og
Björgvin Víkingsson, frjálsíþrótta-
menn úr FH, Heimir Guðjónsson,
knattspyrnumaður úr FH, Ragnar
Ingi Sigurðsson, skylmingamaður
úr FH, Björgvin Sigurbergsson,
kylfingur úr Keili, Helena Sverris-
dóttir, körfuknattleikskona úr Hauk-
um, Hafsteinn Ægir Geirsson, sigl-
ingamaður úr Þyt, Anja Ríkey Jak-
obsdóttir og Heiðar Ingi Marinós-
son, sundmenn úr SH, Örn Valdi-
marsson, skotmaður úr Skotíþrótta-
félagi Hafnarfjarðar, Eyjólfur Þor-
steinsson, hestamaður úr Sörla, og
Andri Jónsson, tennismaður úr Bad-
mintonfélagi Hafnarfjarðar.
FH og Haukar útnefna sína
íþróttamenn ársins í dag. Haukar
klukkan 12.30 og FH-ingar kl. 13. ■
11.00 Saga HM 2002 á Sýn.
13.00 Mótorsport 2003 á Sýn.
13.25 Íþróttamaður ársins 2003 á
RÚV.
14.00 US PGA Tour 2003 á Sýn.
15.00 Opna breska meistaramót-
ið 2003 á RÚV.
15.55 Formúla 1 2003 á RÚV.
16.00 Íþróttaárið 2003 á Sýn.
16.55 Vestfjarðavíkingurinn 2003
á RÚV.
17.15 Mótorsport 2003 á Stöð 2.
Námskeið
Í boði eru 3 námskeið
8 vikur: 20. Janúar – 13. Febrúar og
2. Mars - 26. Mars.
4 vikur: 20. Janúar – 13. Febrúar
4.vikur: 2. Mars – 26. Mars.
4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna
Æfingar 3x í viku
Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30.
8 vikur kosta 39.900
34.500 ef greitt er með MasterCard
5.750 kr per mánuð miðað við 6 mán. greiðsludreifingu.
4 vikur kosta 19.900
4.975 kr per mánuð miðað við 4 mán. greiðsludreifingu.
5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna:
Æfingar 2x í viku
Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30
8 vikur kosta 26.600
23.000 ef greitt er með MasterCard
5.750 kr per mánuð miðað við 4 mán. greiðsludreifingu.
4 vikur kosta 13.300
4.433 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu.2
.
n
á
m
sk
ei
ð
1
.
n
á
m
sk
ei
ð
Rútuferðir:
frá Frostaskjóli,
Hafnarfirði og Árbæ.
Gjafakort
Hægt er að kaupa gjafakort í skólann. Bara
fara inn á www.knattspyrnuskolinn.net
og hægt að ákveða hvaða upphæð sem er.
Frí heimsendingarþjónusta.
Innifalið í gjaldi:
Morgunmatur.
Æfingatreyja, stuttbuxur og sokkar.
Fyrirlestrar um forvarnir, íþróttasálfræði,
næringarfræði o.fl.
Allir nemendur fá nú greiningu á eigin
getu í lok hvers námskeiðs:
Stjórnun á bolta, sendingar, knattrak,
hlaup með bolta, skot og skallatækni,
varnar-sóknarleikur,hugarfar leikmanns
o.fl.
skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt-
ingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga
að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík:
Naustareitur
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nausta-
reits, lóðir að Vesturgötu 6-10 og Tryggvagötu
18.
Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að sameina
ofangreindar lóðir og að núverandi byggingar
við Tryggvagötu 18 verði fjarlægðar, fyrir-
huguðum gönguleiðum/torgi milli húsa við
Vesturgötu og Tryggvagötu er breytt, lagt til að
viðbygging aftan við veitingastað við Vestur-
götu 8 verði fjarlægð og heimilt verði að
skyggni og svalir nái allt að 1 metra út fyrir
byggingarreit Tryggvagötumegin.
Samkvæmt þessari breytingu er nýbygginga-
rmagn 3270m2. Við sameiningu lóðanna er
hægt að leyfa meira byggingarmagn norðan
megin á lóðinni en núverandi deiliskipulag
gerir ráð fyrir og er heildaraukning á bygg-
ingarmagni alls 693m2. Nýtingarhlutfall sam-
einaðrar lóðar er 2,60.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 31.
desember 2003 - til 11. febrúar 2004. Einnig
má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins,
skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hvattir til að kynna sér
tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við
hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa
eigi síðar en 11. febrúar 2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 31. desember 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Íþróttamaður Hafnarfjarðar:
Ásgeir Örn útnefndur
ÍÞRÓTTAMAÐUR HAFNARFJARÐAR 2003
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2003, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar.
hvað?hvar?hvenær?
28 29 30 31 1 2 3
DESEMBER
Miðvikudagur
Landsbankadeildin:
Viktor í
Víking
FÓTBOLTI Viktor Bjarki Arnarsson
skrifaði í gær undir 2 ára samn-
ing við Landsbankadeildarfélag
Víkings. Viktor lék með yngri
flokkum Víkings en gerðist 17
ára gamall atvinnumaður hjá
hollenska félaginu Utrecht.
Viktor lék með unglinga- og
varaliði Utrect leiktíðina 2000
til 2001 en skipti yfir í 1. deildar
félagið TOP Oss leiktíðina 2001
til 2002. Hann skoraði eitt mark
í fimmtán leikjum fyrra árið hjá
TOP Oss en hefur leikið sautján
af nítján leikjum félagsins í vet-
ur og skorað þrjú mörk. Viktor
hefur leikið 23 leiki með yngri
landsliðum Íslands.
Þetta er fjórði nýi leik-
maðurinn sem semur við Víking
á síðustu vikum og nýliðarnir
ætla sér greinilega að standa sig
í efstu deild næsta sumar. ■
FÓTBOLTI „Ég er mjög sáttur við að
vera kominn heim á ný og stefni
að því að vinna titla með KR,“
sagði Bjarni Þorsteinsson sem
skrifaði í gær undir samning við
Íslandsmeistarana. Bjarni lék
með KR-ingum á árunum 1996 til
2000 en hefur leikið með norska
úrvalsdeildarfélaginu Molde
undanfarin þrjú ár. Nýi samn-
ingurinn gildir út leiktíðina
2006.
Bjarni sagði að aðdragandinn
hafi í raun verið verið stuttur.
KR-ingar höfðu samband við
hann þegar ljóst var að hann
væri laus mála hjá Molde en
ekki komst skriður á málið fyrr
en í vikunni þegar ljóst var að
hann færi ekki til danska félags-
ins AGF.
Bjarni er þriðji leikmaðurinn
sem KR-ingar fá til sín frá lok-
um leiktíðar 2003. Ágúst Gylfa-
son gekk til liðs við KR frá Fram
og Sigmundur Kristjánsson frá
hollenska félaginu Utrecht. ■
BJARNI ÞORSTEINSSON
Leikur með KR að nýju.
Landsbankadeildin:
Bjarni til KR á ný