Fréttablaðið - 06.01.2004, Page 1

Fréttablaðið - 06.01.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR BLÁIR MENN OG LJÓSAR KONUR Kristín Loftsdóttir mannfræðingur heldur fyrirlestur um skrif Íslendinga um Afríku á 19. öld. Fyrirlesturinn ber heitið „Bláir menn og ljósar konur“ og hefst klukkan 12.05 í Norræna húsinu. VEÐRIÐ Í DAG LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM Hún er ekki glæsileg lægðin sem mun senda okkur vonskuveður á morgun, fyrst sunnan- og vestantil. Í dag verður hins veg- ar hið besta veður með stöku éljum sunn- an- og vestantil. Sjá síðu 6 6. janúar 2004 – 5. tölublað – 4. árgangur 35 ára í dag Bergur Þór Ingólfsson: ▲ SÍÐA 15 Breytist í konu VISTMENN Í SÓTTKVÍ Veirusýking sem lýsir sér í uppköstum og niðurgangi kom upp á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Á Þorláksmessu voru allir 83 vistmenn heim- ilisins settir í sóttkví. Sjá síðu 2 HEILAHIMNUBÓLGA Í STRAUMS- VÍK Allt starfsfólk Alcan í Straumsvík verð- ur bólusett við heilahimnubólgu C eftir að tveir starfsmenn veiktust. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir sjaldgæft að tvö tilfelli komi upp á sama vinnustað. Sjá síðu 4 DEAN GAGNRÝNDUR Fyrsta prófkjör demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verður 19. janúar. Howard Dean er gagnrýndur af andstæðingum sín- um fyrir ofsafenginn málflutning. Sjá síðu 6 VEITA ÁFALLAHJÁLP Í ÍRAN Guð- björg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur fer til jarðskjálftasvæðanna í Íran á morgun ásamt Jóhanni Thoroddsen sálfræðingi. Um 70 þúsund manns hafast við í tjöldum á svæðinu. Sjá síðu 8 Meðallestur fólks á þriðjudögum NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 69% 47% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Héraðsdómur Vestfjarða: Dæmdur en refsing fyrnd DÓMSMÁL Héraðsdómur Vest- fjarða dæmdi í gærmorgun vest- firskan karlmann sekan um kyn- ferðisbrot, önnur en samræði, gegn stúlku sem var á barnsaldri þegar brotin voru framin. Karl- maðurinn mun þó ekki þurfa að taka út refsingu vegna verknaðar- ins, þar sem sök hans telst fyrnd, samkvæmt niðurstöðu dómsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa framið brotin gegn stúlkunni á árunum 1985-1989, en þá var hún barn að aldri. Samkvæmt nið- urstöðu dómsins er talið sannað að maðurinn hafi framið þau brot sem honum voru gefin að sök í ákærunni, allt fram á mitt ár 1988. Stúlkan kærði málið til lögreglu í september 2002. Það var hins veg- ar ekki fyrr en í maí 2003 sem lög- reglan kynnti ákærða kæruna. Niðurstaða dómsins var, að fyrn- ingu hefði verið slitið of seint, en það hefði gerst í maí 2003. Með öðrum orðum, að það hefði gerst þegar ákærði var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. ■ KÁTIR KARLAR Áhöfnin á Keili AK er með glaðasta móti þessa dagana. Mokveiði er og þorskurinn í Faxaflóa rambar beint í net þeirra. Myndin var tekin á Akranesi í gær þegar verið var að landa þremur tonnum af vænum þorski. Til vinstri á myndinni er Sigmundur Sig- urðsson, annar eigenda Keilis, en til hægri er Pétur Lárusson háseti. DAGURINN Í DAG heldur myndlistarsýningu Jón Gnarr: ▲ SÍÐA 30 Býr til Jesúmyndir gjörningur í kling og bang Ragnar Kjartansson: ▲ SÍÐA 26 Listrænn jólasveinn Ingvar Helgason og Bílheimar: Fjölskyldan selur fyrirtækin VIÐSKIPTI Gengið var frá drögum að samkomulagi í gær um sölu meirihluta hlutafjár í bílainnflutn- ingsfyrirtækjunum Ingvari Helgasyni og Bílheimum. Viðræð- ur stóðu um helgina og í gær lágu fyrir drög um kaup Jóns Snorra Snorrasonar, fyrrverandi for- stjóra Bifreiða og landbúnaðar- véla, um kaup á fyrirtækinu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Íslands- banki hafði milligöngu um kaupin. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að eignarhald afkomenda og ekkju Ingvars Helgasonar myndi taka breytingum. Fyrr í vetur lágu fyrir drög að samkomulagi um kaup Helga Ingvarssonar um kaup á fyrirtækinu fyrir hönd fjárfesta. Kaupin gengu til baka. Ingvar Helgason hf. var stofn- að árið 1956 og hóf bílainnflutn- ing 1963 með innflutningi Trabant-bifreiða frá Austur- Þýskalandi. Fyrirtækinu óx fisk- ur um hrygg og hefur undanfarin ár verið í hópi stærstu fyrirtækja á sínu sviði. Fyrirtækin hafa flutt inn bíla af gerðunum Nissan, Isuzu, Subaru og Opel sem hafa verið í hópi söluhæstu bíltegunda hér á landi. Félögin hafa tapað nokkurri markaðshlutdeild að undanförnu en eru þriðja stærsta bílaumboð landsins. ■ HEILBRIGÐISMÁL Samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins, sem fer með gerð samnings við sérfræði- lækna, átti fundi með einstökum læknum í gær, þar sem gengið var frá samningi þeirra við Trygginga- stofnun ríkisins. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins ákvað nefndin að fara þessa leið eftir að ljóst varð að stór hópur sérfræðilækna hafði lýst sig tilbúinn í slíka samn- ingsgerð. Formaður hennar, Garð- ar Garðarsson, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti en því að nefndin byði þá velkomna til starfs sem vildu „starfa fyrir al- mannatryggingar“. Hann vildi ekki staðfesta að samningur við allmarga lækna væri í höfn og enn fleiri á leiðinni, en sagði að mark- mið nefndarinnar væri „að gæta almannahagsmuna, hagsmuna hinna sjúku og minni máttar“. Með það að leiðarljósi hefði nefndin starfað og myndi gera áfram. Deila sérfræðilæknanna við TR hefur verið í hörðum hnút. Lækn- arnir höfðu sagt upp samningi við TR í byrjun desember og rann hann út um áramót. Upp úr samn- ingaviðræðum slitnaði á gamlárs- dag og síðan hafa samninganefnd- irnar ekki komið saman til fundar. Höfuðágreiningsefnið var það, að læknar vildu semja um rétt til þess að taka sjúklinga framhjá samningi. Því hafnaði samninga- nefnd ráðuneytisins og sagði, að með því væri verið að leggja al- mannatryggingakerfið niður. Tals- menn sérfræðilækna héldu því fram, að TR væri skylt að endur- greiða sjúklingum hluta læknis- kostnaðar þótt samningur væri ekki í gildi. Tryggingastofnun rík- isins benti hins vegar ítrekað á vegna útrunnins samnings við sér- fræðilækna, að lagalegt skilyrði þess að stofnuninni væri heimilt að taka þátt í sérfræðilæknis- kostnaði væri það að í gildi væri samningur milli aðila. Meðan svo væri ekki væri Tryggingastofnun ekki heimilt að taka þátt í þeim kostnaði. TR hefur bent þeim sem þurfa á læknisaðstoð að halda á þjónustu heilsugæslustöðvanna og Lækna- vaktina á Smáratorgi, göngudeild- ir sjúkrahúsa og Barnalæknaþjón- ustuna í Domus Medica, en við hana gerði TR tímabundið sam- komulag. Enn fremur eru í gildi samningar við sjálfstætt starfandi rannsókna- og röntgenstofur. Ekki hafði verið boðaður form- legur fundur í deilunni í gærkvöld. jss@frettabladid.is Samið við einstaka sérfræðilækna Hafin er gerð samninga Tryggingastofnunar við einstaka sérfræðilækna. Gengið hefur verið frá nokkrum slíkum samningum. Haldið verður áfram á þeirri braut á næstu dögum. Stefnt að því að leysa vanda sjúklinga vegna kjaradeilu með þessum hætti, ef ekki takast heildarsamningar. ætla sér sigur BMW-Williams: ▲ SÍÐA 25 Nýr keppnisbíll Beiðni saksóknara hafnað: Krekar laus OSLÓ Dómstólar í Osló hafa komist að þeirri niðurstöðu að norskum yfirvöldum beri að sleppa kúrdíska flóttamanninum Mullah Krekar úr haldi á meðan lögreglan rannsakar mál hans. Saksóknarar segjast hafa fundið nýjar sannanir fyrir því að hann hafi tekið þátt í samsæri um að myrða pólitíska andstæðinga sína í Norður-Írak á árunum 2000 og 2001 en beiðni þeirra um fjögurra vikna gæsluvarðhald var hafnað. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.