Fréttablaðið - 06.01.2004, Side 10
10 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Lögreglufréttir
FJÁRMÁLASTJÓRI Í FRÍÐU
FÖRUNEYTI
Fausto Tonna, fyrrum fjármálastjóri
Parmalat, var færður til yfirheyrslu í borg-
inni Parma í gær. Hann og fleiri yfirmenn í
matvælafyrirtækinu eru sakaðir um tug-
milljarða svik.
Húsbrot á heimili við Flókagötu:
Rifust í gegnum síma
HÚSBROT Fimm menn hafa verið
yfirheyrðir af lögreglunni í
Reykjavík vegna húsbrots sem
framið var á Flókagötu aðfara-
nótt sunnudags.
Samkvæmi var í íbúðinni á
Flókagötunni um nóttina. Einn
piltanna í teitinu hafði lent í per-
sónulegum ágreiningi símleiðis
við annan pilt, sem sagði vini
sínum frá símtalinu og hvað
þeim hafði farið á milli. Vinur-
inn safnaði því saman liði og
ruddist inn í íbúðina þegar ein-
hver gestanna var á leið út. Þeir
voru búnir ísexi, kúbeini og
skammbyssu sem reyndist vera
eftirlíking. Sá sem þeir leituðu
að var ekki á staðnum.
Einn árásarmannanna var
handtekinn heima hjá sér um
kvöldmatarleytið á sunnudag.
Fjórir til viðbótar voru færðir í
yfirheyrslur á lögreglustöðina í
gær. Lögreglan bjóst við því í
gær að komast langleiðina með
að tala við alla árásarmennina,
sem eru á sautjánda aldursári. ■
Grandi loksins við
samningaborðið
Grandi hefur árum saman reynt að komast að samningaborði um kaup á Haraldi Böðvarssyni á
Akranesi. Það tókst í gær þegar fyrirtækið hóf ásamt fjölskyldu Haraldar Böðvarssonar viðræður
við Landsbankann og Eimskipafélagið. Fyrirtækin eru talin henta vel til sameiningar.
VIÐSKIPTI Í gær hófust viðræður
milli Eimskipafélagsins annars
vegar og útgerðarfélagsins
Granda og
heimamanna á
Akranesi hins
vegar um kaup á
útgerðarfélag-
inu Haraldi
Böðvarssyni á
Akranesi. Félag-
ið er eitt þriggja
fyrirtækja sem
mynda sjávarút-
vegsstoð Eim-
skipafélagsins,
Brim.
Kristján Dav-
íðsson, forstjóri
Granda, og
Magnús Gunn-
arsson, stjórnar-
formaður Eim-
skipafélagsins,
leggja báðir áherslu á að viðræð-
urnar séu á byrjunarstigi. Ekkert
sé farið að ræða um verð eða nán-
ari útfærslu viðskiptanna. Grandi
hefur lengi horft upp á Akranes
og keppti við Eimskipafélagið um
kaup á HB á sínum tíma. Fjöl-
skyldan sem átti Harald Böðvars-
son kaus að ganga frekar til samn-
inga við Eimskipafélagið. Þreif-
ingar milli Granda og fjölskyld-
unnar hafa leitt til þess að ákveð-
ið var að setjast sameiginlega að
borðinu með Landsbankanum og
Eimskipafélaginu.
Lengi hefur verið bent á að
sameining þessara tveggja fyrir-
tækja sé borðliggjandi. Kvóta-
samsetningin og skipastóll falli
vel saman. Talið er að auðvelt
verði að flytja hluta starfsemi
Granda upp á Akranes. Margir
eru þeirrar skoðunar að verði af
sameiningunni muni fiskvinnslan
með tíð og tíma flytjast upp á
Skaga. Grandi rekur mjölbræðslu
á Grandagarði sem er á undan-
þágu. Bræðslan á Akranesi er
hins vegar nýleg. Líklegt er að
vinnsla uppsjávarfisks myndi
verða það fyrsta sem flytti til
Akraness.
Magnús Gunnarsson segir að á
fundinum í gær hafi menn skil-
greint fyrir sér verkefnið og
framhald viðræðna. „Við leggjum
áherslu á að þessar viðræður taki
ekki langan tíma. Það er alveg
skýrt frá okkar hendi að ef við
fáum ekki það verð fyrir félagið
sem við teljum ásættanlegt, þá
munum við ekki selja og reka fyr-
irtækið eins og verið hefur. Ég
held að menn séu raunsæir á það
hvað þeir geta keypt þetta á.“
Magnús segist ekki hafa fundið
annað en að mikill áhugi sé fyrir
sjávarútvegsfyrirtækjunum inn-
an Brims. Hann segir viðræður
um Harald Böðvarsson komnar
lengst. „Ég á von á því að við för-
um í viðræður um öll fyrirtækin.
Það kemur í ljós í framhaldinu.“
Kristján Þ. Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri Granda, segir við-
ræðurnar skammt á veg komnar.
„Við höfum áhuga á fyrirtækinu,
en það á eftir að koma í ljós hvað
kemur út úr viðræðunum.“ Hann
segir Granda hafa verið í viðræð-
um við fjölskyldu Haraldar Böðv-
arssonar. Hann segir fjölskylduna
hafa ákveðið að standa að viðræð-
unum með Granda. Hann segir
nánari útfærslu eða hugmyndir
um flutning starfsemi upp á Akra-
nes ekki hafa verið ræddan. For-
svarsmenn Granda þekkja vel til
rekstrar Haraldar Böðvarssonar.
Meðal þeirra sem nefndir hafa
verið til sögunnar sem hugsanleg-
ir kaupendur að Granda eru Fjár-
festingarfélagið Straumur og Ís-
félag Vestmannaeyja. Samkvæmt
heimildum fylgjast þessir aðilar
grannt með þróun mála. „Við höf-
um ekki átt í neinum viðræðum
um kaup á Haraldi Böðvarssyni,“
segir Ægir Páll Friðbertsson,
framkvæmdastjóri Ísfélags Vest-
mannaeyja. „Við skoðum auðvitað
alla fjárfestingarkosti í sjávarút-
vegi, þennan sem aðra.“
Slitni upp úr viðræðum milli
Granda og Eimskipafélagsins er
talið líklegt að Ísfélagið taki sæti
Granda við samningaborðið. Þá
eru margir þeirrar skoðunar að
Ísfélagið gæti komið að samein-
uðu félagi Granda og HB.
haflidi@frettabladid.is
ELDUR Í ÍBÚÐ Eldur kviknaði út
frá sjónvarpstæki í íbúð á þriðju
hæð í fjölbýlishúsi við Lautar-
smára í Kópavogi í gærmorgun.
Kona og barn voru í íbúðinni og
voru þau flutt á slysadeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss til
skoðunar vegna hugsanlegrar
reykeitrunar. Slökkvistarf gekk
vel. Íbúðin skemmdist nokkuð
vegna reyks og elds.
BÍLSKÚR BRANN Eldur logaði í
bílskúr í Löngubrekku í Kópavogi
um hádegið í gær. Mikill eldur
var í bílskúrnum þegar slökkvilið
kom á staðinn. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn en bílskúrinn er
talinn ónýtur. Talið er að kviknað
hafi í út frá rafmagni. Málið er til
rannsóknar.
„ Það er al-
veg skýrt frá
okkar hendi
að ef við
fáum ekki
það verð fyrir
félagið sem
við teljum
ásættanlegt,
þá munum
við ekki selja
og reka fyrir-
tækið eins og
verið hefur.
Vinnuslys sjómanns:
Missti fót
SLYS Sjómaður missti vinstri fót við
ökkla og hægri fóturinn brotnaði
mjög illa fyrir neðan ökkla í alvar-
legu vinnuslysi um borð í Eldhamri
GK 13 á sunnudagskvöld.
Maðurinn flæktist í netatrossu,
sem verið var að leggja, og dróst að
borðstokknum með fyrrgreindum
afleiðingum. Vinnufélagar hans
náðu að koma í veg fyrir að hann
færi fyrir borð með netatrossunni
með því að halda honum og skera á
færið.
Eldhamar var staddur sex sjó-
mílur vestan við Garðsskaga þegar
að slysið varð. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var kölluð út klukkan
rúmlega tíu um kvöldið. Um þrem-
ur korterum síðar var læknir kom-
inn um borð til að hlúa að sjómann-
inum og gera hann klárann til flutn-
ings á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi. ■
MALARBÍLL VALT Bílstjóri missti
stjórn á malarflutningabíl sem
hann ók í mikilli hálku á Krísu-
víkurvegi um hádegi í gær. Bíll-
inn hafnaði utan vegar og valt
vagninn á mannlausan og kyrr-
stæðan fólksbíl sem gjöreyðilagð-
ist. Bílstjórinn var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild en reyndist
ekki vera alvarlega slasaður.
Stóran krana þurfti til að rétta
flutningabílinn við en hann
skemmdist töluvert.
VEIKUR KÓPUR Tilkynnt var til
lögreglunnar í Keflavík um sels-
kóp í smábátahöfninni í Gróinni í
Keflavík seint á sunnudagskvöld.
Kópurinn reyndist vera veikur og
þurfti að aflífa hann.
TUTTUGU INNBROT Í REYKJAVÍK
Tuttugu innbrot voru tilkynnt
til lögreglunnar í Reykjavík um
helgina. Þá voru framdir sex
þjófnaðir og í fimmtán tilfellum
var tilkynnt um skemmdarverk.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir
grunaðir um ölvun við akstur.
Þá voru 27 umferðaróhöpp og
tólf ökumenn voru kærðir fyrir
hraðakstur.
KVEIKT Í PÓSTKASSA Kveikt
var í póstkassa í stigagangi við
Eyjabakka í Breiðholti á sunnu-
dagskvöld. Eldurinn náði að
komast í gegnum millivegg og
varð mikill reykur í stigagang-
inum. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins reykræsti.
ÞRJÚ FÍKNIEFNAMÁL Í HAFNAR-
FIRÐI Þrjú fíkniefnamál komu
til kasta lögreglunnar í Hafnar-
firði um helgina. Í einu þeirra
var lagt hald á fíkniefni. Sjö
umferðaróhöpp voru tilkynnt,
öll án slysa á fólki. Einn öku-
maður var kærður vegna gruns
um ölvun við akstur.
RANNSÓKN GENGUR VEL
Flestir þeirra sem tóku þátt í húsbrotinu
hafa verið yfirheyrðir.
MAGNÚS GUNNARSSSON
Stjórnarformaður Eimskipafélagsins segist
leggja áherslu á að viðræðurnar taki ekki
langan tíma.
SNJÓFLÓÐ FÉLL Á FJALLAKOFA
Hjón fórust þegar snjóflóð féll á
fjallakofa í Idaho. Hjónin voru sof-
andi þegar snjóflóðið féll. Dóttir
hjónanna, tengdasonur og barna-
börn sem sváfu á svefnlofti lifðu
af. Hundi hjónanna var bjargað á
lífi eftir að hann hafði legið grafinn
í snjó í nokkrar klukkustundir.
■ Bandaríkin
■ Lögreglufréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA