Fréttablaðið - 06.01.2004, Qupperneq 18
18 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
V
i s
a
-
o
g
Eu
ro
raðsamningar
Það er nú mjög einfalt að svaraþví hvernig ég held mér í
formi,“ segir Erla Ruth Harðar-
dóttir leikkona hlæjandi. „Ég elti
börnin mín fjögur, og svo ber ég
út blöð. Sonur minn ber út Frétta-
blaðið og ég ber út Morgunblaðið.
Ég fer því í göngutúr á hverjum
morgni. Það er mjög heilsusam-
legt og ég fæ borgað fyrir það að
auki. Ég er eiginlega orðin háð
þessu enda hef ég miklu betra þol
og fæ þarna ferskt loft og hreyf-
ingu. Sumir fara í sund á morgn-
ana, aðrir í leikfimi en ég ber út
blöðin. Þarna er ég líka ein, það
finnst mér voða gott því ég er
mjög sjaldan ein.“
Erla viðurkennir að það hafi
verið erfitt fyrst að vakna svona
snemma á morgnana en telur það
ekki lengur eftir sér. Hún segir
það taka hana hálftíma til fjörutíu
mínútur að bera út blöðin, en
helmingi lengri tíma ef færðin er
slæm. „Það getur verið erfitt að
halda jafnvægi í hálkunni og þá
reynir á ýmsa vöðva. Ég hef oft
runnið til en ekki dottið illa, sem
betur fer.“
Erla Ruth rekur söng- og leik-
listarskólann Sönglist með Ragn-
heiði Hall söngkennara. „Þar held
ég mér líka í formi þegar ég er að
hamast með nemendum.“ ■
Hvernig heldur þú þér í formi?
Ber út blöð á hverjum morgni
ERLA RUTH HARÐARDÓTTIR
Heldur sér í formi með því að bera út
blöð. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Foreldrar
Verjum tíma með börnunum okkar
Hver stund er dýrmæt
Hollt og gott:
Súpa sem bragð er af
Nú þegar nýtt ár er gengið ígarð og margir huga að því að
tileinka sér holla lífshætti eftir
jólin er ekki úr vegi að bæta einni
góðri súpuuppskrift á hvunndags-
matseðil fjölskyldunnar. Fátt er
jafn notalegt á köldu kvöldi og að
snæða góða og matarmikla súpu.
Hún yljar vel og mettar og er um
leið holl og næringarrík.
RAUÐ LINSUSÚPA
1 msk. ólífuolía
1 blaðlaukur, þveginn og skorinn í
þunnar sneiðar
1-2 hvítlauksrif
1 tsk. karrí eða karrímauk, t.d. „mild
currypaste“ frá Pataks
1/4 tsk. cuminduft
1 lárviðarlauf
2 kartöflur, afhýddar og skornar í litla bita
200 g rauðar linsur, t.d. frá Ekoland
1 lítri vatn og 3-4 gerlausir græn
metisteningar, t.d. frá Rapunzel
1 dós kókosmjólk
smá sjávarsalt
smá cayennepipar á hnífsoddi
3 msk. sítrónusafi
Ofan á:
3 msk. möndlur, þurrristaðar á pönnu
og skornar í litla bita
smá ferskt kóríander
2-3 blöð fersk minta
smá klettasalat
nokkrir lime-bátar eða sneiðar
Hitið ólífuolíuna í potti og setj-
ið síðan hvítlauk, blaðlauk, karrí,
cuminduft og lárviðarlauf út í.
Mýkið í um 1 mínútu. Bætið kart-
öflum og linsum út í og látið mýkj-
ast í um 2 mínútur.
Leysið grænmetisteningana
upp í vatninu, bætið þeim út í
ásamt kókosmjólkinni og sjóðið
þar til linsurnar og kartöflurnar
eru soðnar, í um 20 mín.
Bragðbætið að lokum með
sítrónusafa, cayennepipar og
sjávarsalti. Þegar súpan er borin
fram er smart að strá ferskum
kóríander, smá ferskri mintu,
þurrristuðum möndlum og smá
klettasalati yfir hvern disk og
bera fram með lime bát.
Uppskriftin er úr bókinni
Grænn kostur eftir Sollu á Græn-
um kosti. ■
BEÐIÐ EFTIR LÆKNI
Mahmoud og Ahmad bíða ásamt mæðr-
um sínum eftir lækni á biðstofu í flótta-
mannabúðum Palestínumanna norður af
Amman.
Þróunarlönd:
Mæðraskoðun í molum
Sérfræðingar segja mjög mikil-vægt að bætt verði verulega úr
mæðraeftirliti í þróunarlöndum.
Samkvæmt læknatímaritinu
Lancet Medical Journal hefur
eftirlit með heilbrigði á með-
göngu verið ábótavant. Þetta kem-
ur fram á fréttavef breska ríkis-
útvarpsins, BBC.
Hálf milljón kvenna deyr á
meðgöngu ár hvert, 99% þeirra í
þróunarlöndum. Mjög mikill mun-
ur er á þeim fjölda kvenna sem
deyr á meðgöngu í þróunarlönd-
um og á Vesturlöndum. Í Vestur-
Evrópu eru líkurnar einn á móti
4000. Í Afríku sunnan Sahara eru
líkurnar einn á móti 16.
Fjórðungur dauðsfalla á með-
göngu orsakast af því að konum
blæðir út, 15% af blóðeitrun, 13%
af völdum fóstureyðinga, 12% af
meðgöngueitrun og 8% vegna ým-
issa vandræða í fæðingunni.
Mörgum af þessum dánarorsök-
um hefur verið útrýmt í þróuðum
löndum þar sem læknisþjónusta
er betri.
Fyrir tíu árum síðan setti al-
þjóðleg ráðstefna um mannfjölda
og þróun (ICPD) fram áætlun um
betra heilbrigði á meðgöngu. En í
greininni í Lancet kemur fram að
mikil vinna sé eftir til að ná til-
settum árangri. „Betri heilsa á
meðgöngu er mjög mikilvæg –
framtíð mannkyns veltur hrein-
lega á henni,“ segir í greininni. ■
MÆNUSÓTT ÚTRÝMT
A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, annar frá hægri, sést hér bólusetja barn gegn mænu-
sótt. Heilbrigðismálaráðherra Indlands, Sushma Swaraj, heldur á barninu. Swaraj sagði
um helgina að stefnt væri á að útrýma mænusótt fyrir árslok 2004.
KÓRIANDER
Ferskt kóriander út á súpuna er punktur-
inn yfir i-ið.