Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 10
10 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Íran KVIÐDÓMUR VALINN Í MÁLI MÖRTHU Val á kviðdómendum í máli gegn líkams- ræktarfrömuðinum Mörthu Stewart. Málið var dómtekið í júní 2003 en Martha er kærð fyrir fjársvik og að hindra framgang réttvísinnar. Blaðberi mánaðarins: Hefur borið út Fréttablaðið frá byrjun BLAÐBURÐUR Tanja Huld Guð- mundsdóttir var kjörin blaðberi desembermánaðar af dreifingar- deild Fréttablaðsins og fékk að launum glæsilegann ferðageisla- spilara frá BT. Tanja Huld er búin að vera blaðberi á Fréttablaðinu frá byrj- un, hefur ýmist verið með tvö eða þrjú hverfi og hefur staðið sig virkilega vel. Tanja Huld segir að það sé ekk- ert erfitt að bera út svona snemma á morgnana þótt hún sé með þrjú hverfi. „Pabbi hjálpar mér og við erum aldrei lengur en einn og hálfan tíma. Það er fínt að bera út Fréttablaðið, góður vasapeningur og þetta hefur líka gengið mjög vel.“ Tanja Huld er í handbolta fimm sinnum í viku og fékk bassa í jóla- gjöf og stefnir á að byrja fljótlega að læra á hann. Það á því eftir að vera nóg að gera hjá henni. Tanja Huld býr í Vesturbænum og er í 9. bekk í Hagaskóla. Hún á einn bróður og foreldrar þeirra eru Ingibjörg Hreiðarsdóttir og Guð- mundur Magnússon. Innheimta í undirhei Lögreglan hefur á sáralitlu aðbyggja hvað varðar líkams- árásir tengdar undirheimum. Starfshópur á vegum ríkislög- reglustjóra hefur undanfarið unn- ið að skýrslu um átök tengd fíkni- efnum en hefur komist að því að mjög fá mál eru um slíkar árásir í málaskrá lögreglunnar. Tilvik sem fjölmiðlar hafa sagt frá, svo sem því að borað hafi verið í hné manns, eru ekki skráð og finnast hvorki hjá lögreglu né í skrám sjúkrahúsa. Árás sem gerð var á rúmlegan þrítugan mann í fyrri- nótt er eitt fárra tilvika þar sem gróft ofbeldi tengt fíkniefnum kemur inn á borð lögreglu. Fimm menn píndu fórnarlamb sitt með grófum hætti og drógu meðal ann- ars á eftir bifreið. Það var sjónar- vottur sem tilkynnti lögreglu um málið og það varð til þess að mennirnir voru handteknir. Grafinn lifandi Meðal dæma um handrukk- anir sem tengjast fíkniefna- neyslu er frásögn handrukkara í sjónvarpsþættinum Ísland í bít- ið í fyrravetur þar sem hann lýsti því hvernig farið var með skuldunaut út í Gróttu þar sem þjarmað var að honum. Sá hafði safnað upp hárri eiturlyfjaskuld og hótanir dugðu ekki til þess að hann greiddi. Eftir að maðurinn hafði verið barinn um hríð tóku handrukkararnir rafmagnstæki og gáfu honum rafstraum. Síðan helltu þeir yfir hann vatni og gáfu aftur rafstraum. Þetta mál fór auðvitað ekki til lögreglu enda voru bæði handrukkararn- ir og fórnarlamb þeirra í sölu á eiturlyfjum og kæra hefði leitt þann glæp fram í dagsljósið. Annað dæmi um handrukkun kemur frá fórnarlambi sem svipað var háttað um. Sá hafði reynst skuldseigur um of og eft- ir að handrukkarar höfðu hótað honum og fjölskyldu hans náðu þeir honum og komu fyrir í farangursrými bifreiðar. Síðan var ekið með manninn út fyrir Reykjavík þar sem hann var barinn og honum síðan hrint ofan í skurð og sett yfir hann farg. Málið fór heldur ekki til lögreglu. Þriðja dæmið er um fjöl- skylduföður sem varð fyrir barðinu á handrukkurum. Sonur hans hafði verið í mikilli neyslu og reyndist ekki borgunarmað- ur. Eftir að fullreynt þótti með að ungi maðurinn greiddi skuld sína lögðust innheimtumenn undirheima á föðurinn. Þar var þó ekki beitt líkamlegu ofbeldi heldur brotnar rúður og skemmd bifreið fjölskyldunnar en án þess að borgað væri. At- vikin voru samviskusamlega kærð til lögreglu en án þess að ofbeldismennirnir næðust enda höfðu þeir varann á við skemmdarverkin. Hrint í stiga Fréttablaðið þekkir enn eitt dæmi þar sem einstæð móðir var krafin um greiðslu skuldar vegna fíkniefnaneyslu sonar síns. Hand- rukkararnir ruddust inn á heimili mæðginanna og árásin á konuna endaði með því að þeir hrintu henni niður stiga. Konan hlaut varanlegan skaða af en treysti sér ekki til að kæra vegna sonarins. Hún greiddi á endanum skuldina til að losna frá kvölurum sínum. Ekki er ástæða til að draga sannleiksgildi þessara frásagna í efa en erfiðara er að fá staðfesta frásögn um manninn sem sagt er að hafi verið borað í hné á. Þar gæti verið um tröllasögu að ræða sem sögð er til þess að ala á ótta og auka skilvirkni vegna inn- heimtu. Viðmælendur Fréttablaðsins eru á einu máli um að á meðan eit- urlyfjaneysla eigi sér stað sé of- beldið fylgifiskur þess. Neysla ólöglegra efna kalli á aðrar inn- heimtuaðferðir en þar sem lögum er fylgt. Eiturlyfjasalarnir ráði sér augljóslega ekki lögfræðing og á meðan bæði ofbeldismaður og fórnarlamb brjóti lög komi málin ekki inn á borð lögreglunn- ar. Ótti við handrukkara Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir óljóst hvort of- beldi tengt eiturlyfjum hafi færst í aukana að undanförnu. Hann segir að þegar handrukkarar láti til skarar skríða veki þeir gjarnan svo mikinn ótta að fórnarlömbin þori ekki að kæra af ótta við að verða fyrir enn meira og grófara ofbeldi. „Við höfum sjaldnast vitneskju um það þegar þessi mál eiga sér stað. Sjaldnast eru þessi mál kærð ÚTSALA ÚTSALA 60- 90% afsláttur Áður Núna Leðurjakki 12.900.- 1.300.- Mokkajakki 7.900.- 2.900.- Jakki m/satíni 4.900.- 900.- Jakkapeysa 7.900.- 2.900.- Yrjótt peysa 4.600.- 1.700.- Dömubolur 3.100.- 1.200.- Hettupeysa 5.700.- 2.300.- Dömuskyrta 4.600.- 900.- Kjóll 6.500.- 2.600.- Sítt pils 4.700.- 1.300.- Dömubuxur 4.900.- 1.900.- Satínbuxur 6.700.- 900.- Og margt margt fleira Stærðir 34-52 Opið 10:00 - 18:00 Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 568-2870 Ótrúleg verð! Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON OG HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ■ skrifa um ofbeldi í fíkniefnaheiminum. Handrukkarar eru sjaldnast kærðir og aðeins örfá dæmi til um að ofbeldi tengt fíkniefnaneyslu komi til kasta lögreglu. Einstæðri móður hrint niður stiga og skuldseigum fíkniefnasala fleygt í skurð og mokað yfir hann. Skuldara gefið raflost til að knýja fram greiðslu. FORSETAR Ahmet Necdet Sezer, forseti Tyrklands, og starfsbróðir hans Bashar al-Assad hlýða á þjóðsöngva Tyrklands og Sýrlands í Ankara. Opinber heimsókn til Ankara: Sýrlend- ingar biðla til Tyrkja TYRKLAND Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í opinbera heimsókn til Tyrklands, fyrstur sýrlenskra þjóðhöfðingja. Sýrlendingar hafa verið málaðir út í horn vegna ásakana Bandaríkjamanna um að þeir styðji hryðjuverkastarfsemi og því er það mjög mikilvægt fyrir þá að styrkja tengslin við nágrannana í norðri. Búist er við því að al-Assad muni ræða við tyrkneska ráðamenn um stöðu mála í Írak, þar sem bæði löndin eiga hagsmuna að gæta. Ísra- elsk stjórnvöld hafa einnig beðið Tyrki að koma skilaboðum til al- Assad en Sýrland og Ísrael hafa lengi eldað grátt silfur saman. ■ SAMVISKUSAMUR BLAÐBERI BT músin afhendir Tönju Huld verðlaunin fyrir hönd Fréttablaðsins, en hún var kjörin blaðberi desembermánaðar. Á BATAVEGI Öldruð kona sem fannst á lífi í rústum Bam í Íran tæpum níu sólarhringum eftir að öflugur jarðskjálfti skók borgina er við góða heilsu, að sögn lækna. Sharbanou Mazandarani, sem er 97 ára, lá vafin inn í teppi í rúminu sínu þegar skjálftinn reið yfir. Tré- stólpar í húsinu komu í veg fyrir að veggir þess og þak hryndu yfir Mazandarani og hún gat nærst á mat og vatni sem lá við hliðina á rúminu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.