Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2003 EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.300kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is flugfelag.is 7. – 13. janúar VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 3.000 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 32 86 01 /2 00 4 Dreginn á eftir bílnum Fjórir mennn ruddust inn á heimili, tóku mann og misþyrmdu fólskulega. Skuldin var nokkur hundruð þúsund. Vinkona mannsins var með ofbeldismönnunum. OFBELDI Fjórir handrukkarar og fíkniefnasalar ruddust inn á heimili og tóku þaðan mann með valdi. Þetta gerðist í fyrri- nótt í íbúð í Holtunum í Reykja- vík. Þegar þeir komu út með manninn stungu þeir honum í farangursgeymslu á hans eigin bíl og óku með hann um höfuð- borgarsvæðið. Þeir misþyrmdu honum á ýmsan hátt. Frétta- blaðið telur sig vita að skuldin sé nokkur hundruð þúsund krónur. Það hefur ekki fengist staðfest. Þrjótarnir óku með manninn í Kópavog og Hafnarfjörð. Þeir létu höggin dynja á honum þar sem hann lá í farangursgeymslu bílsins, en opið er á milli far- þegarýmis og geymslunnar. Þeir gerðu stans á akstrinum og fóru inn í óþekkt hús þar sem flugeldi eða kínverji var sprengdur við andlit mannsins. Í ökuferðinni var teygja sett um háls manns- ins og hún ekki fjarlægð fyrr en leið yfir hann. Ekið var í Höfða- hverfi í Reykjavík þar sem manninum var hent út úr bílnum og einn handrukkarana hélt um hálsmál hans og dró hann með- fram bílnum. Næst fóru þeir all- ir út úr bílnum og spörkuðu í manninn, þar á meðal í höfuðið. Vinkona handsamaða mannsins birtist þegar hér var komið sögu og var trúlega ætlað að horfa á misþyrmingarnar. Öryggisvörður, sem átti leið um, sá þegar verið var að pynta manninn og lét lögreglu vita. Stuggur kom að handrukkurun- um þegar þeir urðu varir við lög- regluna og lögðu þeir á flótta. Lögregla á þremur bílum króuðu flóttabílinn af við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þrjót- arnir reyndu að komast undan og síðasta tilraunin var að bakka frá lögreglunni en það tókst ekki. Þeir læstu þá bílnum í veikri ör- væntingu en lögreglan gerði sig líklega til að brjóta rúðu og þá gáfust þeir upp. Mennirnir fjórir og konan voru handtekin, en ekki hefur fengist staðfest hvort hún hafi verið nauðug með ræningj- unum eða ekki. Mildi þykir að maðurinn sem varð fyrir misþyrmingunum sé ekki meira slasaður en raun ber vitni. Hann var fluttur á slysa- deild Landspítalans með áverka á augum, höfði, hálsi og höndum. Ofbeldismennirnir eru fædd- ir á árabilinu 1971 til 1981 og eiga allir nokkurn sakaferil að baki fyrir brot af ýmsu tagi, þar á meðal fíkniefnabrot, ofbeldis- verk, umferðarlagabrot og fleira. Í bílnum fundust nokkur grömm af fíkniefnum auk tóla og tækja til neyslu. mum til lögreglu og við vitum því ekki í tíma hvað er að gerast,“ segir Ás- geir. „Yfirleitt er um það að ræða að verið er að hefna eða innheimta skuldir vegna fíkniefna. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði og að- ferðin er þekkt erlendis. Þeir sem fást við sölu á þessum fíkniefnum geta eðli málsins samkvæmt ekki rukkað eftir löglegum leiðum og því er þessi leið farin,“ segir Ás- geir. Hann segir algengast að verið sé að innheimta vegna fíkniefna- kaupa. Þannig sé algengt að sölu- maður sé að rukka annan sölu- mann þegar gripið er til ofbeldis- ins. „Þetta verður að vítahring sem menn lenda í. Skuldin stækkar og á endanum ráða menn ekki við neitt og þá hefst ofbeldið,“ segir hann. Ásgeir segir að algengast sé að innheimtan beinist í upphafi gegn þeim sem skuldar en síðan sé gjarnan lagst á fjölskyldu eða vini til að knýja fram greiðslu. „Við vildum gjarnan henda reiður á það sem er að gerast en vandinn er sá að fólk leitar sjaldn- ast til lögreglunnar. Við getum ekki einu sinni metið hversu víð- tækt þetta er því málin koma ekki inn á borð lögreglunnar. Við heyr- um yfirleitt af þeim í véfréttastíl og oft á tíðum eru sögurnar mikið kryddaðar,“ segir Ásgeir. Hann segir að handrukkararn- ir geri mikið til þess að ýta undir ótta með því að ýkja frásagnir af því hvernig farið sé með fórnar- lömbin. Þannig tryggja þeir enn betri árangur við innheimtu skuldanna. „Oft á tíðum eru þetta fremur hótanir en beinar aðgerðir,“ segir Ásgeir. ■ SEXBURAR Starfsmenn í dýragarðinum í Buenos Aires í Argentínu urðu himinlifandi þegar hvíta tígrisdýrið Bety eignaðist sex afkvæmi. Talið er að aðeins séu um 210 hvít tígrísdýr eftir í heiminum og eru þessi dýr því í bráðri útrýmingarhættu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.