Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2004 SIGURÐUR ÞORVALDSSON Sigurður Þorvaldsson úr Snæfelli kom, sá og sigraði í netkosningunni fyrir Stjörnuleik KKÍ. Stjörnuleikur KKÍ: Sigurður með flest atkvæði KÖRFUBOLTI Framherjinn Sigurður Þorvaldsson úr Snæfelli fékk flest atkvæði í netkosningu fyrir Stjörnuleik KKÍ, sem fram fer á laugardaginn í Seljaskóla. Sigurður mun verða í byrjunarliði norðurliðs- ins ásamt þeim Ingvaldi Magna Hafsteinssyni úr KR, Hlyni Bær- ingssyni úr Snæfelli, Eiríki Önund- arsyni úr ÍR og Clifton Cook úr Tindastóli. Bárður Eyþórsson, þjálf- ari Snæfells, mun stjórna norðurlið- inu í leiknum. Þrír Njarðvíkingar, Friðrik Stefánsson, Páll Kristinsson og Brandon Woudstra, eru í byrjun- arliði suðurliðsins ásamt Páli Axeli Vilbergssyni úr Grindavík og Pálma Frey Sigurgeirssyni úr Breiðabliki. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, stýrir suðurliðinu en hann og Bárður munu velja sjö leik- menn í sín lið þegar nær dregur helginni. ■ Intersport-deildin í körfuknattleik: Stroud til Grindavíkur KÖRFUBOLTI Grindavík, efsta lið Intersport-deildarinnar í körfu- knattleik, hefur fengið Bandaríkja- mann í stað Dan Trammels sem lið- ið ákvað að fá ekki til baka eftir jólafrí. Leikmaðurinn sem um er að ræða er Derrick Stroud en hann er rúmir tveir metrar á hæð og hefur spilað sem kraftframherji eða mið- herji. Stroud, sem er 29 ára gamall, spilaði síðast í Frakklandi en hans bestu ár voru í finnsku deildinni þar sem hann skoraði yfir tuttugu stig og tók yfir 13 fráköst að meðal- tali tímabilin 2001-2002 og 2002- 2003. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög ánægður með að hafa nælt sér í þennan leikmann og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli frá Finnlandi. „Maður veit auðvitað aldrei hvað þessir menn geta fyrr en þeir koma til landsins en ég hef spurst fyrir um hann og hann fær alls staðar mjög góð meðmæli. Ég talaði meðal annars við finnska landsliðsþjálfarann og hann sagði að Stroud væri öflugur leikmaður. Ég á von á því að hann muni hjálpa okkur mikið þegar líða tekur á tímabilið enda var það ástæðan fyr- ir því að við skiptum um Banda- ríkjamann. Þetta er auðvitað áhætta en ég vona að hún borgi sig þegar uppi er staðið,“ sagði Friðrik Ingi. ■ Blaklandslið kvenna: Þrjú töp á EM BLAK Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði öllum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts C-þjóða sem lauk í Dublin á mánudag. Á laugar- dag töpuðu Íslendingar 3-1 fyrir Skotum, 3-0 fyrir Írum á sunnudag og mjög óvænt fyrir Grænlending- um, 3-2, á mánudag. Þetta er í fyrsta skiptið sem Grænlendingar taka þátt í þessu móti og sennilega fyrsti landsliðssigur þeirra í blaki en þeir unnu með gífurlegri baráttu í lág- vörninni. Þeir unnu fyrstu tvær hrin- urnar 26-24 og 25-21 en Íslendingar jöfnuðu með sigrum í næstu tveimur hrinum, 25-13, 25-21. Grænlendingar unnu oddahrinuna 15-11. ■ FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við Íslands- meistara KR en gamli samning- urinn hans rann út síðasta haust. Veigar Páll fékk samningstilboð frá Stabæk í Noregi en hafnaði því á þeim forsendum að hann gæti haft það jafngott á Íslandi. Veigar Páll sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög sáttur við samninginn. „Samningurinn heftir mig ekki og það varð samkomulag á milli mín og KR-inganna að ég get farið erlendis ef mér býðst það tækifæri.“ Aðspurður sagði Veigar Páll það vera metnað KR-inga að vinna báða þá titla sem í boði væru og standa sig betur í Evr- ópukeppninni en í fyrra. „Við erum með hörkulið sem á að geta gert góða hluti.“ Forráða- menn KR-inga sem Fréttablaðið ræddi við sögðust vera mjög sáttir við að halda Veigari enda hefði hann verið besti maður liðsins undanfarin tvö tímabil. Góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Íslandsmeistara KR: Veigar Páll áfram hjá KR VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Veigar Páll Gunnarsson verður áfram í Vesturbænum næstu tvö árin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.