Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 7. janúar 2004 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN nýtt kortatímabil Í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM Í KRINGLUNNI K A R E N M I L L E N R E Y K J A V I K 30-50% S.533 1740 dico fcuk dkny jeans traffic people custo cultura wrangler lee , 20-60% afsláttur ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR s. 533 1727 30-60% verðlækkun , , buxur buxur skór peysur LEVI'S DIESEL NIKE SPARKZ 4.990 5.990 3.990 1.990 30-60% afsláttur s. 533 1717 opið til 21 fimmtudag s.533 1730 s.588 0079 Það er náttúrlega miklu kúlara að lifa innihaldslausu lífi í New York en í Fossvogi! Word! Kristjanía hefur lengi veriðþyrnir í augum borgaryfir- valda í Kaupmannahöfn. Í stað frí- ríkisins er vilji fyrir hendi til að skipuleggja íbúðabyggð og skrif- stofuhúsnæði og hafa þau rök með- al annars verið notuð að uppræta þurfi fíkniefnasölu í Kristjaníu vegna slæmra samfélagsáhrifa sem hún hefur. Sem viðbrögð við þessu ákváðu íbúar Kristjaníu að rífa niður sölubásana á Pusher- stræti, þar sem kannabisefni voru til sýnis og sölu. „Fíkniefnasalan hverfur aldrei, hvorki hér né annars staðar,“ segir Ilmur Árnadóttir sem bjó í Krist- janíu um sjö ára skeið en flutti heim fyrir fimmtán árum síðan. „Það voru engir sölubásar þegar ég bjó þarna og mér hefur ekki fundist þetta aðlaðandi. Mér skilst á vin- konu minni sem býr þarna að þetta sé nú komið í sama horf og áður en básarnir komu.“ Ilmur hefur ekki mikla trú á að dönsku borgaryfirvöldunum takist að rífa Kristjaníu. „Það er mikið af fólki sem hefur búið þarna alla ævi og börn sem eru að alast þarna upp. Það er ekki hægt að ryðja þeim í burtu. Kristjanía er heldur ekki bara Pusher-stræti. Þetta er fallegt svæði og það er gaman að vera þarna. Kristjanía er líka sér á báti með það að þar eru ekki seld harð- ari efni en kannabis og það er bann- að að nota hörð efni á svæðinu. Samfélagið hefur getað lifað svona lengi því íbúarnir settu og fram- fylgja þessu banni sjálfir.“ ■ Kristjanía ■ Íbúar hafa rifið sölubásana á Pusher- stræti til að vernda framtíð fríríkisins. Kristjanía er ekki bara Pusher-stræti FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ILMUR ÁRNADÓTTIR Trúir ekki að Kristjanía verði rýmd fyrir nútíma- legri íbúabyggð. Ástæða þess að Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, mætti ekki við opn- un Lauga, líkamsræktarstöðvar í Laugardal, var sú að hún hafði þennan sama dag lofað sér sem aðalræðumanni á hátíð karlakórs norður í landi. Þórólfur Árnason borgarstjóri naut því ekki lið- sinnis borgarstjórans fyrrver- andi eins og til stóð. Fréttiraf fólki Seint í gærkveldi var haldinjólamessa safnaðar rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar en samkvæmt tímatali hennar hófust jólin á miðnætti. „Þetta er þriðja árið í röð sem við höld- um messu,“ segir Ksenía Ólafs- son, formaður safnaðarfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar á Íslandi. „Það eru um hundrað manns skráðir í söfn- uðinn, en það eru mun fleiri sem mæta í hátíðarmessur.“ Rússneskur munkur þjónaði fyrir altari og hópur Íslendinga tók þátt í söng. „Þeim finnst skemmtilegur þessi austur- kristilegi söngur, en það er erfitt fyrir þau að syngja á rússnesku.“ Fjölskylda Kseníu byrjaði á að halda íslensk jól og því verður jólahátíðin nokkuð löng. „Við fengjum gjafirnar á fyrstu jólunum en í dag er frí- dagur í Rússlandi og hér taka sér margir frí líka.“ ■ Jólin aftur Jól RÚSSNESK JÓL ■ Jólamessa var haldin hjá söfnuði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en samkvæmt henni hófust jólin í nótt. KVEIKT Á JÓLAKERTI Sóknarbörn rétttrúnaðarkirkja víða um heim héldu upp á upp- haf jóla í nótt. Rocky

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.