Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 6
6 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir nýr framkvæmdastjóriAtlantshafsbandalagsins? 2Á hvaða hjúkrunarheimili voru 80vistmenn settir í sóttkví um jólin? 3Hvað heitir nýráðinn þjálfari hol-lenska knattspyrnuliðsins Feyenoord? Svörin eru á bls. 30 Engin ný heilahimnubólgutilfelli hjá Alcan: Eru báðir á batavegi HEILBRIGÐISMÁL „Ég er vongóður að engin ný tilfelli komi upp meðal starfsfólks Alcan. Ef meira en vika líður og engin einkenni eru komin fram eru allar líkur á að ekkert meira gerist,“ segir Har- aldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir ekki um farald að ræða. Tveir starfsmenn Alcan grein- dust með heilahimnubólgu C í síð- ustu viku. Báðir eru á batavegi að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæslu Landspítala-háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Þá er annar mað- urinn laus úr öndunarvél. Allt starfsfólk Alcan, rúmlega fimm hundruð manns, var bólusett við heilahimnubólgu C í gær. Þá hefur nákomnum ættingjum og starfsmönnum mannanna tveggja sem greindust verið gefið fyrir- byggjandi sýklalyf. Mennirnir unnu á sama verkstæðinu í álver- inu í Straumsvík. ■ Erlend íbúðalán hafa mikil áhrif Aukin erlend lán draga úr virkni innlendrar hagstjórnar. Krónan er sterk og erlendir vextir lágir. Veikari króna og hækkandi erlendir vextir myndu þyngja greiðslubyrði verulega. EFNAHAGSMÁL Erlend lán heimila draga enn frekar úr virkni stýri- vaxta Seðlabankans. Lánin eru tengd vaxtastigi og gjaldmiðlum annarra hagkerfa. „Það er hægt að spyrja hversu virkt vaxtatækið er, auðvitað er það virkt en spurningin er hversu virkt,“ segir Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann segir að auknir möguleikar á erlendri lántöku geri meiri kröfur á hagstjórnina með þeim hætti að hegðun hag- kerfisins verði stöðugri og líkari því sem gerist í helstu viðskipta- löndum okkar. Erlendum lán- um fylgir gengis- áhætta og hætta af erlendum vöxtum. Þetta getur hvort tveg- gja þróast með öðrum hætti en innlent efnahagslíf. Bolli segir ým- islegt jákvætt við aukna fjölbreytni í lánamöguleikum fólks: „Það ætti í samkeppnisumhverfi að leiða til lægri vaxta á lánum.“ Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir þetta. „Hins vegar virðist tímasetningin á slíkri breytingu, þegar uppsveifla vegna stóriðju- fjárfestinga fer í hönd og gengi krónunnar er sögulega hátt, ekki vera góð. Í þeirri uppsveiflu sem fer í hönd ýtir slíkt undir þensluna og eykur vanda hagstjórnar.“ Hann segir ójafnvægi í erlendum við- skiptum geta leitt til kröftugrar lækkunar krónunnar þegar dregur saman í hagkerfinu. Við það aukist greiðslubyrði af þessum lánum mik- ið. „Að mínu mati ættu heimilin að fara sér hægt í að auka skuldsetn- ingu á allra næstu árum og bank- arnir að sýna aðgát í útlánum.“ Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, tekur undir það að varlega beri að fara í slíka lántöku. Hann segir slíka lántöku draga úr virkni stýri- vaxta, verði hún almenn. „Við bent- um á það á sínum tíma að aukin er- lend lántaka fyrirtækja drægi úr biti stýrivaxta.“ Hann segir að fólk verði að gera sér grein fyrir sveifl- unum í afborgunum slíkra lána. Vextir í viðskiptalöndum okkar séu lágir og gengi krónunnar sterkt í sögulegu samhengi. Veikist krónan og erlendir vextir hækki, muni greiðslubyrði af slíkum lánum þyngjast. haflidi@frettabladid.is Nýr fjárfestingarbanki verður til: Umsókn samþykkt VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums um leyfi til fjárfestingarbankastarf- semi. „Þetta er mjög jákvætt skref fyrir okkur og eflir okkur í því sem við erum að gera,“ segir Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums. Straumur hefur vaxið mikið undanfarin misseri og á nú stóran hlut í ýmsum fyrirtækjum. „Þetta gefur okkur tækifæri til þess að koma að verkefnum okkar bæði sem fjárfestar og lánardrottnar,“ segir Þórður. ■ GÓÐ TÍÐINDI Utanríkisráðherra Indlands, Yashwant Sinha, tilkynnir blaðamönnum um fyrir- hugaðar friðarviðræður Indverja og Pakistana. Sögulegar friðarviðræður: Kasmír í brennidepli ISLAMABAD Indverjar og Pakistan- ar stigu mikilvægt skref í átt til friðar þegar þeir samþykktu að hefja samningaviðræður um helstu ágreiningsmál sín þegar í næsta mánuði. Viðræðurnar munu að stórum hluta til snúast um þrætueplið Kasmír. Utanríkisráðherrar landanna tveggja sendu frá sér yfirlýsingu þessa efnis í lok leiðtogafundar Suður-Asíuríkja í Islamabad. Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, hafði mætt til Islamabad og rætt við Pervez Musharraf, forseta Pakistans, í fyrsta sinn í þrjú ár. Á leiðtogafundinum var einnig ákveðið að koma á fót fríverslun- arsambandi og lögð drög að sam- eiginlegri áætlun í baráttunni gegn hryðjuverkum. ■ STARFSMENN ALCAN BÓLUSETTIR Haraldur Briem sóttvarnalæknir er vongóður um að engin ný tilfelli heilahimnubólgu greinist meðal starfsfólks Alcan í Straumsvík. HIRÐING JÓLATRJÁA Starfsmenn Gatnamálastjóra í Reykjavík munu annast hirðingu jólatrjáa til 9. janúar. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þjónustuna eru vin- samlegast beðnir að setja jóla- trén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Eftir 9. janúar eru íbúar beðnir um að snúa sér til gámastöðva Sorpu. „Að mínu mati ættu heimilin að fara sér hægt í að auka skuldsetningu á allra næstu árum og bankarnir að sýna aðgát í útlánum. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir að almenningur ætti að fara varlega í að taka er- lend lán til að fjármagna íbúðakaup. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Afnám húsbréfa: Bréfin stöðugri VERÐBRÉF Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastofunnar, segist ekki vera búinn að átta sig á því til fulls hvaða áhrif afnám húsbréfa- útgáfu muni hafa á starfsemi Verðbréfastofunnar. „Það verða gefin út fasteignabréf og ein- hverjir munu þurfa að sjá um uppkaup á þeim. Við munum áfram sinna slíkri þjónustu.“ Jafet segir að kosturinn við þessi nýju bréf séu að þau séu stöðugri fjárfesting. „Yfirverð húsbréfa gat gert það að verkum að menn höfðu lítið upp úr krafs- inu ef það gekk til baka.“ ■ ■ Sorphirða GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69,49 -1,12% Sterlingspund 126,52 0,12% Dönsk króna 11,89 -0,52% Evra 88,57 -0,53% Gengisvísitala krónu 121,57 -0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 339 Velta 4.440 milljónir ICEX-15 2.110 0,34% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 201.866.005 Íslandsbanki hf. 94.269.318 Grandi hf. 67.950.009 Mesta hækkun Jarðboranir hf 2,02% Kaldbakur hf. 1,75% Bakkavör Group hf. 1,64% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin hf. -7,33% Hampiðjan hf. -4,84% Nýherji hf. -3,41% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.520,5 -0,2% Nasdaq* 2.051,9 0,2% FTSE 4.505,2 -0,2% DAX 4.035,4 -0,0% NK50 1.371,0 0,0% S&P* 1.120,2 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.