Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 16
Erla Aradóttir hefur rekiðEnskuskóla Erlu Ara í Hafnar- firði síðan 1993. „Ég var búin að vera að kenna fyrst í grunnskóla og svo í framhaldsskóla og stofnaði svo þennan skóla þegar ég kom úr mastersnámi í enskukennslu,“ seg- ir Erla. Erla rak framan af skólann sam- hliða framhaldsskólakennslu. Hann óx hjá henni og dafnaði og í fyrra sneri hún sér alfarið að rekstri hans. „Það hafa oft verið biðlistar og þess vegna ákvað ég að fara al- farið út í þetta og sjá hvort ég næði ekki að sinna eftirspurninni.“ Um 90% af nemendum Erlu eru konur og er meðalaldur nemend- anna 45 ár. Erla viðurkennir þó að hún sakni þess svolítið að hafa ekki fleiri karlmenn. „Þeir sem hringja, bæði konur og karlar, finna fyrir miklum vanmætti yfir því að hafa ekki nægileg góð tök á enskunni. Fólk þarf svo mikið á málinu að halda bæði við nám og störf,“ segir Erla og bætir við að fólk sem á ann- að borð hefji nám hjá henni stundi það að jafnaði í tvö til þrjú ár. „Ég legg ríka áherslu á tal í kennslunni en líka að byggja upp málfræði og þjálfa lesskilning,“ segir Erla. „Konur sem koma til mín eru gjar- nan þannig að þær vilja alls ekki gera mistök. Helst vilja þær bara þegja og læra. Stór þáttur í kennsl- unni er að fá fólk til að sætta sig við að gera mistök, slaka á og læra út frá þeim stað sem það er statt á. Ég legg mjög mikla áherslu á að það ríki léttleiki í kennslunni, að fólk taki sig ekki of hátíðlega.“ Erla sinnti eingöngu kennslu fyrir fullorðna þangað til í haust þegar hún auglýsti námskeið fyrir 12 til 15 ára og nú um áramótin hækkar hún aldurinn upp í 17 ár til að ná til framhaldsskólanema. „Ég set unglingana í stöðupróf og raða þeim í hópa eftir getu,“ segir Erla, sem nú er með 250 nemendur í skól- anum sínum í 16 hópum á 10 getu- stigum fyrir fullorðna og þremur fyrir unglinga. „Það er mjög gaman að sjá þeg- ar fólk skiptir um starf eða fer í frekara nám eftir að hafa verið á námskeiði hjá mér.“ Nánari upplýsingar um skólann eru á slóðinni www.simnet.is/erla- ara. ■ nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans, www.fa.is FJARNÁM ALLT ÁRIÐ Skólameistari V i s a - o g Eu ro raðsamningar NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga REIÐSKÓLINN ÞYRILL REIÐSKÓLINN ÞYRILL Barnahópar kl: 16:30 Fullorðnir kl: 17:30 Takmarkaður fjöldi Skráning í síma 896 1248 og 899 4600 Þjálfun fatlaðara hefst hefst 13. janúar. Reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna hefjast 13. janúar. Síðdegisnám fyrir verðandi félagsliða og aðstoðarfólk í grunnskólum. Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar nk. skv. stundaskrá sem er að finna á heimasíðu skólans, www.bhs.is Getum bætt við nokkrum nemendum á námsbraut fyrir aðstoðarfólk í grunnskólum. Innritun á skrifstofu skólans á skrifstofutíma. Kennslustjóri. BORGARHOLTSSKÓLI Enskuskóli Erlu Ara: Áhersla á léttleika ERLA ARADÓTTIR Kennslan fer fram í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A SPENNANDI MATUR Á NÝJU ÁRI Mímir Símenntun ehf. býður upp á mikinn fjölda námskeiða um mat og menningu. Boðin eru námskeið í afrískri, franskri, indverskri, mexíkanskri og víetnamskri matargerð, námskeið í matargerð frá Georgíu í Kákasus, í grænmetis- og ávaxtabökum, indverskum grænmetisréttum, kökuskreytingum, tapas, vín- menningu og smökkun. Fyrsta námskeiðið er í ind- verskri matargerð 14. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.