Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 14
14 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR Frakkinn Jean-PierreBlanchard og Bandaríkja- maðurinn John Jeffries flugu fyrstir manna yfir Ermarsundið í loftbelg þennan dag árið 1785. Ferðalagið hófst í Dover á Englandi og lauk í Calais í Frakk- landi. Ofurhugarnir tveir brotlentu nærri á leiðinni en komust hjá því með því að losa sig við búnað eins og akkeri og árar. Rétt áður en þeir komu að strönd Frakk- lands neyddust þeir til að losa sig við nánast allt úr loftbelgnum, þar á meðal buxur Blanchard, allt til að létta loftbelginn. Fjórtán mánuðum áður höfðu uppfinningamaðurinn Jean François Pilâtre de Rozier og ofurstinn François Laurent, sem báðir voru Frakkar, mannað fyrsta loftbelginn þegar þeir flugu yfir París í tæpan hálftíma. Í janúar 1785 varð Rozier þátttakandi í kapphlaupi um að verða fyrstur manna til að kom- ast yfir Ermarsundið í loftbelg. Hann lést ásamt aðstoðarmanni sínum þegar loftbelgur þeirra hrapaði til jarðar, nokkrum dög- um áður en Blanchard og Jeffries komust yfir. ■ NICHOLAS CAGE Leikarinn snjalli er fæddur þennan dag árið 1964 og er því fertugur í dag. 7. janúar ■ Þetta gerðist LOFTBELGUR Fjöldi manna flýgur nú um á loftbelgjum um allan heim. JEAN-PIERRE BLANCHARD ■ Flaug, ásamt John Jeffries, fyrstur manna yfir Ermasundið í loftbelg. Margir höfðu reynt áður en án árangurs. 7. janúar 1785 Guðný G. Guðmundsdóttir, Smáratúni 48, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimili aldraða Garðvangi, Garði, laugardaginn 3. janúar. Dr. Claude Simha, 1 rue Villaret de Joyeuse, 75017 París, er látinn. Guðbjörg Valdimarsdóttir lést á Landspítal- anum við Hringbraut á nýársdag. Álfheiður Ákadóttir lést laugardaginn 3. janúar. Nanna Tryggvadóttir, sjúkraliði, Heiðagerði 80, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardag- inn 3. janúar. Marteinn Folmer Níelsson, járnsmiður, Lindargötu 61, lést á sunnudaginn 28. des- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingvar Þorgils Antonsson andaðist á heim- ili sínu í New York laugardaginn 3. janúar. Hjónin Guðgeir Guðmundsson og Katrín Sigrún Brynjólfsdóttir létust þriðjudaginn 30. desember og föstudaginn 2. janúar. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 10.30. Útför aug- lýst síðar. Hans Rudolf Andersson lést í Boxholm í Svíþjóð föstudaginn 2. janúar. ■ Afmæli Sólveig Birna Gísladóttir förðunarfræð- ingur er 31 árs. Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona er 34 ára. Ísak Halim Al er 49 ára. 10.30 Ingvar Þór Halldórsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Jónatan Sveinsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Kristinn Eysteinsson, Hraunbæ 103, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 15.00 Ragnheiður Thorarensen, Vestur- brún 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. ■ Jarðarfarir Erling Theodórsson, 1130 N. Viewmont Dr. Mt. Vernon, Wash. 98273, lést á heimili sínu fimmtudaginn 1. janúar. Gunnar Petersen, Kambsvegi 36, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. janúar. Bragi Sigfússon, Millboro, Virginíu, Banda- ríkjunum, lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. desember. Bálför hefur farið fram í kyrr- þey. Ingi Hjörleifsson, Gnoðarvogi 30, er látinn. Guðfinna Sigurdórsdóttir lést á Landspítal- anum á gamlársdag. ■ Andlát 1610 Galileo Galilei uppgötvar fjögur tungl Júpíters. 1789 Bandaríkjamenn kjósa í fyrsta sinn forseta. George Washington er kjörinn. 1926 George Burns og Gracie Allen giftast. 1935 Franski utanríkisráðherrann Pierre Laval og Benito Mussolini, forsætisráðherra Ítalíu, skrifa undir sáttmála sem kenndur var við þjóðirnar. 1949 Háskólinn í Suður-Kaliforníu í Los Angeles tilkynnir að starfs- fólk skólans hafi náð mynd af genaröð, í fyrsta sinn í sögunni. 1953 Harry Truman, forseti Bandaríkj- anna, gefur út þá yfirlýsingu að Bandaríkjamenn hyggist fram- leiða vetnissprengju. Yfir Ermarsundið í loftbelg Velkomin um borð LAUGAVEGI 1, S. 561 7760 Útsalan er hafin Opið til kl. 22 í kvöld Mjaltakona gengur aftur Ég hlakka til að vera á alvörueinkarekinni útvarpsstöð,“ segir Anna Kristine Magnús- dóttir, sem hefur nýjan þátt á út- varpi Sögu á fimmtudaginn. „Á útvarpi Sögu þarf maður að bjarga sér sjálfur og ef maður stendur sig vel fær maður laun eftir því. Ég er á móti því að fólk fái sömu laun fyrir að vinna mis- mikið.“ Útvarpsþáttur Önnu kallast Stafrófið – lífið frá A til Ö og verður á dagskrá alla virka daga frá klukkan eitt og endurtekið sama kvöld klukkan 23. „Ég byrja á stafnum A og á fyrsta degi fjalla ég um afmælisbörn dagsins, sem eiga sama afmæl- isdag og Elvis Presley. Það er merkilegt við þennan dag að þá á margt hæfileikaríkt söngfólk afmæli eins og til dæmis Edda Kristín Reynisdóttir sem verður hjá mér í þættinum. Á föstudag- inn mun ég svo fjalla um at- vinnuleysi og áhrif þess. Í fram- haldinu mun ég svo til dæmis fjalla um Amnesty og Albaníu svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég hef svo fjallað nóg um A mun ég snúa mér að umfjöllunarefnum sem byrja á stafnum B.“ Eins og heyra má verður fjallað um allt milli himins og jarðar í þætti Önnu. „Ég ætla að fjalla um tilfinningar, taka við- töl við fólk og kynna lönd. Það væri svo gaman að fá tillögur frá hlustendum um umfjöllunar- efni, en þær er hægt að senda á netfangið annakristine- @utvarpsaga.is.“ Anna var fyrst í dagskrár- gerð á Rás 2 frá 1991 til 1999 og á þeim tíma vann hún meðal annars undir stjórn Sigurðar G. Tómassonar, sem er einnig núna á Útvarpi Sögu. Árið 1999 flutti hún sig um set yfir á Bylgjuna með þáttinn Milli mjalta og messu og voru þættir hennar endurfluttir á Útvarpi Sögu í árdaga hennar. „Það má segja að ég sé að snúa aftur á útvarp Sögu. Ég er að henda mér svolítið í djúpu laugina og vona að einhver hendi í mig kút. Það verður spennandi að prófa þetta og finna viðbrögð hlustenda. Það verða þeir og auglýsendur sem ráða hvort þátturinn verði áfram á dagskrá.“ ■ Útvarp ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR ■ Hún er snúin aftur í útvarpið eftir sjö mánaða hlé. Verður á Útvarpi Sögu frá og með morgundeginum. ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Aftur í útvarpi eftir sjö mánaða hlé. Byrjar á Útvarpi Sögu á morgun. Guðmundur Guðjónsson Tove Bech Gísli H. Guðjónsson Júlía Guðjónsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón A. Guðmundsson fyrrverandi kaupmaður sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 30.desember sl. verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.