Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 7. janúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
Auðunn Blöndal hefur fariðmikinn í sjónvarpsþáttunum
70 mínútum og Svínasúpunni, sem
frumsýnd var í byrjun árs. Auð-
unn er Skagfirðingur og eru sveit-
ungar hans að vonum ánægðir
með drenginn. Á fréttatengda
þjónustunetinu www.skagafjord-
ur.com er hægt að kjósa Skagfirð-
ing ársins og stendur valið á milli
Auðuns, Eyjólfs Sverrissonar fót-
boltahetju, Jóhanns Skúlasonar,
heimsmeistara í tölti, Óskars Pét-
urssonar stórsöngvara, Sigríðar
Skúladóttur, safnstjóra í Glaum-
bæ, og Skúla Skúlasonar, rektors á
Hólum.
Auðunn hefur tekið afgerandi
forystu í valinu og var með um
40% atkvæða síðast þegar frétt-
ist. Óskar kemur næstur með
23%, Sigríður safnstjóri er með
12% en Eyjólfur 10.
Hægt er að kjósa á Netinu til
10. janúar og þá skýrist hver hlýt-
ur hinn eftirsótta titil Skagfirð-
ingur ársins. Nú þegar hafa um
sjöhundruð manns kosið, sem að
sögn aðstandenda vefsins er
býsna gott miðað það sem gengur
og gerist. ■
Netið
SKAGFIRÐINGAR
■ Hægt er að kjósa um Skagfirðing árs-
ins á heimasíðu Skagafjarðar. Auðunn
Blöndal virðist vinsælastur.
...fær Iceland Express fyrir að
gefa ekki bara þúsund frímiða,
heldur tvö þúsund.
Kosið um Skag-
firðing ársins
Laus úr sóttvkí
Pang
handtekinn
ásamt
félögum
Sílikon
ekki í tísku
Sjónvarpsþátturinn Popppunkt-ur hefur heldur betur slegið í
gegn. Aðdáendur þurfa ekki að
gráta það að önnur sería þáttanna
sé búin því sú þriðja er handan við
hornið. Hún hefur göngu sína 17.
janúar og fyrstu fjórir þættirnir
verða með öðru sniði en venju-
lega.
„Þar keppa ekki hljómsveitir,
heldur andstæðingar. Til dæmis
andstæðingar í stjórnmálum,“
segir dr. Gunni, dómari og spurn-
ingahöfundur.
Gunni segist hafa fundið fyrir
miklum áhuga hjá hinum og þess-
um um að taka þátt, ekki bara tón-
listarmönnum. Í öðrum aukaleikj-
um keppa rithöfundar, gagn-
rýnendur, Norðurljós á móti Rík-
issjónvarpinu. Að aukaleikjum
loknum verður farið í nýjan sext-
án liða leik á milli hljómsveita.
„Við settum saman lista með 80
hljómsveitum, þannig að það er
endalaust hægt að halda áfram.“
Engin sveit hefur afþakkað það
að keppa í poppfræðum. Fyrir
næsta haust er búið að ákveða að
vera með fjórðu seríuna. „Þá
verða búnar að taka þátt í þessu
64 sveitir. Þá vorum við að hugsa
um að hafa hinn endanlega Popp-
punkt, þar sem fjórar efstu sveit-
irnar úr hverjum riðli keppa sín á
milli. Sú sveit sem vinnur það ætti
þá að vera hinn endanlegi sigur-
vegari. Þetta er hugmyndin núna,
svo er aldrei að vita hvað gerist.“
Hugsanlegt er að bráðlega geti
allir þeir sem vilja tekið þátt í
leiknum, því í undirbúningi er
borðspil, byggt á þættinum. „Það
eru svo miklar kröfur frá neyt-
endum með það. Ég hugsa að við
neyðumst til að uppfylla þær ósk-
ir,“ segir Gunni.
Stefnt er á að gefa út spilið fyr-
ir næstu jól og segir Gunni líklegt
að hann muni koma til með að
semja spurningarnar.
biggi@frettabladid.is
Óróleikinn innan Sjálfstæðis-flokksins fer stigvaxandi eft-
ir því sem starfslok Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra færast
nær í tíma. Að sama skapi eykst
værð framsóknarmanna sem bíða
þess að Halldór Ásgrímsson, for-
maður flokksins og raunveruleg-
ur sigurvegari síðustu kosninga,
taki við veldissprotanum. Enginn
veit hvað Davíð hyggst fyrir
þann 15. september þegar ögur-
stund rennur upp en talið er full-
víst að mánuðirnir sem eftir lifa
af valdatíð hans verði Framsókn-
armönnum erfiðir. Órólega deild-
in innan Sjálfstæðisflokksins er
sögð hugsa sér gott til glóðarinn-
ar að dansa á Framsóknarflokkn-
um. Forsmekkurinn að því sem
koma skal er óvægin gagnrýni
Einars Odds Kristjánssonar Vest-
fjarðagoða á hendur Jóni Krist-
jánssyni heilbrigðisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einnig stútað einu feitasta kosn-
ingaloforði Framsóknar um 90
prósenta húnsæðislán. Glöggir
segja að þetta sé aðeins upphafið
að dansi Sjálfstæðismanna á
sprengsöddum Framsóknar-
flokki.
Hrafn Jökulsson, forsetiHróksins, var aðeins hárs-
breidd frá því að verða kosinn
maður ársins á Rás 2 en hann
hafnaði í öðru sæti og laut þar í
lægra haldi fyrir fréttamanninum
Ómari Ragnars-
syni. Hrafn er
ódrepandi við að
breiða út boðskap
skákarinnar og á
síðasta ári hóf
hann landnám á
Grænlandi með því að halda al-
þjóðlegt skákmót í Qaqortoq á
Suður-Grænlandi. Nú heyrist að
Hrafn ætli sér að halda áfram
með landnámið og stefni ótrauður
á Austur-Grænland þar sem hann
stefnir skákinni gegn sligandi fé-
lagslegum vandamálum heima-
manna. Í ár eru 110 ár frá því
þjóðflokkur á steinaldarstigi á
Austur-Grænlandi fannst og af
því tilefni hyggjast Hrafn og fé-
lagar efna til alþjóðlegs skákmóts
í Tasilaq á austurströndinni.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-ráðherra þykir hafa styrkt
sig mjög í sessi með þeirri lausn
sem hann kom með í hinu maka-
lausa deilumáli sem kennt er við
línuívilnun. Árni var sem milli
steins og sleggju
sægreifa og
smábátamanna í
málinu sem
snýst um það að
veiðiheimildir
verði færðar frá
stórútgerðinni
til hinna smærri.
Lausn ráðherrans var sú að nota
heimildir sem hann hafði til að
úthluta aukakvóta til þeirra sem
af einhverjum ástæðum eiga
erfitt uppdráttar. Að sumu leyti
er þessu líkt við ævintýrið um
nýju fötin keisarans. Árna tókst
að þagga niður í jafnt stórum
sem smáum með lausninni, sem
fæstir botna neitt í en allir vita
að felur í sér að staðið verður við
kosningaloforð um línuívilnun.
Smábátar fá að veiða meira og
þótt það sé í raun á kostnað hinna
stærri þá lítur það ekki þannig út
á blaðinu og algjör friður ríkir
eftir heiftúðug átök.
AUÐUNN BLÖNDAL
Var með örugga for-
ystu í kosningu um
Skagfirðing ársins síð-
ast þegar fréttist.
Sjónvarp
POPPPUNKTUR
■ Nú sería er handan við hornið.
Áætlað er að hafa þær að minnsta kosti
þrjár til viðbótar. Borðspil er í vinnslu fyrir
næstu jól.
Ný sería og borðspil
Fréttiraf fólki
POPPPUNKTUR
Þáttur Gunna og Felix er einn sá vinsælasti á dagskrá Skjás 1. Fer aftur í loftið 17. janúar.
„Það voru margir saklausir koss-
ar í byrjun. Þeir áttu sér allir
stað í Hafnarfirði þegar ég var að
vaxa úr grasi,“ segir Björgvin
Halldórsson söngvari.
Skagfirðingar hafa, eins ogþjóðin öll, fylgst spenntir með
Idol-stjörnuleit en rísandi stjörn-
ur úr þeirra röðum hafa gert það
gott í keppninni. Það kveða þó við
nokkur harmakvein á vefsvæðinu
þessa dagana eftir að Tinna Mar-
ína Jónsdóttir, „síðasti Skagfirð-
ingurinn“, féll úr keppni með
gamla Phil Collins-laginu Against
All Odds en „aldrei þessu vant
tókst henni ekki nógu vel upp og
féll úr leik í símakosningunni“.
Það er þó vonandi einhver huggun
harmi gegn að það eru fleiri en
hreinræktaðir Skagfirðingar sem
sakna stúlkunnar.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Jaap de Hoop Scheffer.
Seljahlíð.
Ruud Gullit.
Lárétt: 1 tómstundaiðja, 6 gruna, 7
eldivið, 8 tveir samhljóðar, 9 fæða, 10
fisk, 12 útlim, 14 frostskemmd, 15 nútíð,
16 samtenging, 17 poka, 18 mæla.
Lóðrétt: 1 offur, 2 fugl, 3 átt, 4 bylta, 5
stilli, 9 egna, 11 bæta, 13 fjallsrana, 14
smábýli, 17 skóli.
Lausn:
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
Lárétt:1föndur, 6óra,7mó,8rn,9æti,
10ýsu,12arm,14kal,15nú,16og,17
mal, 18 tala.
Lóðrétt: 1fórn,2örn,3na,4umturna,5
rói,9æsa,11laga,13múla,14kot,17
ma.
Fyrsti kossinn