Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR F í t o n F I 0 0 8 5 1 0 Í boði eru lán með breytilegum vöxtum, samsett úr íslenskum krónum og erlendum myntum, eða að öllu leyti í erlendri mynt. Vaxtakjör fara eftir samsetningu láns og veðsetningu húsnæðis. Viðskiptavinir eiga kost á að lækka vexti enn frekar með lánatryggingu sem boðin er í samvinnu við Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. Nánari upplýsingar í útibúum, á isb.is og í þjónustuveri okkar í síma 440 4000. Óverðtryggð húsnæðislán til 40 ára. *4,4% 4,9% 5,8% 6,6% 0 – 30% 30 – 50% 50 – 65% 65 – 80% VEÐSETNING VEXTIR Í töflunni er miðað við blandaða myntkörfu, 50% íslenskar krónur, 50% erlend mynt þann 29. 12. 2003. Árleg hlutfallstala kostnaðar af 1 milljón króna láni til 40 ára, 50% í íslenskum krónum, 50% í erlendri mynt er 4,73, miðað við núverandi forsendur um gengi og vexti og veðsetningarhlutfall innan við 30%. Ofmetin tímamót? Ég verð að viðurkenna að mérfinnast áramótin svolítið ofmet- in tímamót. Að vísu byrjar nýtt ár og gamalt kveður, en hverju breytir það? Auðvitað kemur það til af því að tímatalið okkar byggir á endur- tekningu sem reyndar er til mikils hagræðis. Hugsa sér ef hver dagur væri nýr, í dag væri til dæmis bara næsti dagur á eftir deginum í gær og næsti á undan deginum á morg- un, en ekki miðvikudagur eins og var fyrir sjö dögum og verður aftur eftir aðra sjö daga. MÉR FINNST samt of mikið vera gert úr því þegar ártalið hækkar upp um einn, janúar tekur við af desember. Það er nefnilega ekkert annað að gerast á þessum tímamót- um, Þetta eru eiginlega bara mán- aðamót. Við erum í miðri árstíð, vet- urinn hefur staðið nokkuð lengi og á eftir að standa enn lengur. Að vísu er sól farin að hækka á lofti en það væri þá nær að fagna því á þeim degi. Á HAUSTIN eru tímamót þegar skólar byrja og vetrartörnin í vinn- unni hefst og á vorin líka, þegar þessu öllu lýkur og við tekur sumar með uppbroti á daglega lífinu. Um miðjan vetur gerist ekkert slíkt nema að hvunndagurinn er að taka aftur við eftir jólafríið, sem er þó miklu styttra en sumarfrí. Það eru líka fyrirsjáanleg tímamót þegar kosið er og stjórnvöldum er skipt út (ef þeim er þá skipt út í kjölfar kosninga) en ekkert slíkt á sér stað um áramót. Áramótin skipta að vísu máli í bókhaldi. En það er ekki út af áramótunum sjálfum heldur vegna þess að ákveðið hefur verið að loka yfirleitt bókhaldsári um þessi mán- aðamót fremur en einhver önnur. Oft á tíðum væri samt örugglega þægilegra að miða bókhaldsár til dæmis við mánaðamótin ágúst- september. ÁRAMÓT eru samt gott tækifæri bæði til þess að líta um öxl og horfa fram á veginn, einmitt án þess að einhverjar sérstakar breytingar á ytri aðstæðum eigi sér stað. Það get- ur verið gott að staldra við og íhuga sinn gang, skoða líf sitt með gagn- rýnum augum og meta hvað betur má fara, endurskoða forgangsröðina og þar fram eftir götunum. Áramót- in kannski ekki svo galin þegar upp er staðið. ■ www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.