Fréttablaðið - 12.01.2004, Side 4

Fréttablaðið - 12.01.2004, Side 4
4 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Markar vopnafundur íslensku sprengjuleitarmannanna í Írak tímamót? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við frammistöðu hand- boltalandsliðsins gegn Sviss? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 54% 17% Nei 29%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa Sektir vegna ólögmæts afla í fyrra: Námu rúmum 100 milljónum SEKTIR Fiskistofa innheimti í fyrra rúmar 100 milljónir króna af út- gerðum vegna ólögmæts sjávar- afla. Hæsta einstaka sektin var lögð á Stakkavík í Grindavík en útgerðin varð að greiða tæplega 31 milljón króna í sekt vegna ólög- mæts afla skips útgerðarinnar Clintons GK-46. Sektir vegna afla umfram afla- heimildir innan íslensku fisk- veiðilögsögunnar námu tæpum 93 milljónum króna á síðasta ári. Hæsta einstaka sektin var lögð á Blíðu á Hellissandi en útgerðin mátti reiða fram rúmar 20 millj- ónir vegna umframafla Storms SH-333. Þá sektaði Fiskistofa sjö út- gerðarfélög í fyrra vegna afla um- fram aflaheimildir utan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Hæstu sektirnar voru lagðar á Tanga á Vopnafirði vegna umframafla Brettings NS-50 og Vinnslustöð- ina í Vestmannaeyjum vegna um- framafla Sighvats Bjarnasonar VE-81. Hvor útgerð þurfti að greiða á þriðju milljón króna í sekt. Sektirnar renna í sérstakan sjóð í vörslu sjávarútvegsráðu- neytisins en fénu er varið til haf- rannsókna og eftirlits með fisk- veiðum eftir nánari ákvörðun sjávarútvegsráðherra. ■ Vill bein Keikós úr norskri gröf Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík, leitar liðsinnis Keikósamtakanna til að fá beinagrind Keikós heim frá Noregi. Húsavík verði opinber minningarstaður um hvalinn. KEIKÓ „Ég mun leggjast á árarnar með það að færa beinin heim til Ís- lands og hef þegar leitað liðsinnis Keiko Foundation í þeim efnum. Við viljum umfram allt fá beinin heim,“ segir Ásbjörn Björgvins- son, forstöðumaður Hvalamið- stöðvarinnar á Húsavík, um hræ háhyrningsins Keikós sem hvílir í norskri gröf. Ásbjörn fór strax eft- ir dauða hvalsins heimsþekkta fram á það við norsk yfirvöld að fá hræið afhent en því var hafnað á þeim forsendum að ekki mætti flytja leifar hvalsins á milli landa. „Norðmenn sáu einhverja annmarka á að flytja hann hing- að. Ég skil ekki þá afstöðu þeirra þar sem leyft hefur verið að flytja hval- kjöt frá Noregi til Íslands. Þá hefði ekki átt að vera vandamál að flytja beinagrindina til Íslands,“ segir Ásbjörn. Norðmenn grófu Keikó með leynd í Taknesbukta í Noregi, skammt þaðan sem Keikó drapst. Rætt hefur verið um að reisa minnismerki við gröf Keikós til að laða að ferðamenn. Þau áform draga ekkert úr áhuga Ásbjarnar, sem telur að eftir eitt til tvö ár verði hægt að grafa bein háhyrn- ingsins upp og þau verði þá tilbú- in til flutnings. „Þegar beinin hafa hreinsast þá vil ég að þau verði grafin upp og ég fái grindina heim til Húsa- víkur til að setja hana upp í safn- inu. Þá munum við stofna sér- staka Keikódeild þar. Reyndar er þegar minningarherbergi í safn- inu. Ég á mér þann draum að opin- ber minningarstaður Keikós verði á Hvalamiðstöðinni á Húsavík. Forsvarsmenn Keiko Foundation í Bandaríkjunum hafa tekið ágæt- lega í hugmyndina. Við höfum þegar fengið öll gögn og gripi frá Vestmannaeyjum sem tengjast lífssögu Keikós frá því hann var fangaður og þar til hann kvaddi land og þjóð og nú vantar aðeins beinin,“ segir Ásbjörn, sem verð- ur í bili að láta sér nægja upp- blásna eftirlíkingu af Keikó; meira segja með boginn bakugga. Ásbjörn segir að eftirlíkingin sé útblásin af þingeysku lofti, sem gefi henni enn meira vægi en ella. Á meðan Húsvíkingar bíða þess að Norðmenn afhendi hræ Keikós sitja þeir ekki auðum höndum því þeir eru að setja upp beinagrind af háhyrningi, nauðalíkum Keikó. „Þarna er um að ræða háhyrn- ing sem rak rétt austan við Horna- fjörð og bæjarstjórinn leyfði okk- ur að hirða. Þetta dýr er álíka stórt og Keikó heitinn var. Gæti þess vegna verið bróðir hans,“ segir Ásbjörn. rt@frettabladid.is Indland: Boðað til kosninga NÝJA-DELÍ, AP Stjórnarflokkurinn á Indlandi hefur skýrt frá því að kosningar verði hugsanlega haldnar strax í mars á þessu ári. Yfirlýsingin kemur ekki á óvart, þar sem margir höfðu búist við því að stjórnin myndi nota sér tækifærið og boða til kosninga, nú þegar efnahagslífið er á uppleið og samskiptin við Pakistan virð- ast á batavegi. Vinsældir Vajpayees forsætis- ráðherra hafa aukist mjög eftir að hann samþykkti að taka upp við- ræður á ný við Pakistan, sem ver- ið hefur erkióvinur Indlands ára- tugum saman. Samskipti Indverja og Pakistana hafa batnað á síðustu mánuðum. ■ MYRTI FJÖLSKYLDU SÍNA Lög- reglan á Ítalíu er að rannsaka lát fjögurra manna fjölskyldu, sem fannst á heimili sínu í norður- hluta landsins. Talið er að karl- maður hafi myrt bæði eiginkonu sína og tvo syni áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. METHRAÐI Á SUÐURPÓLINN Tæplega fertug bresk kona, Fiona Thornewill, kom á Suður- pólinn á laugardaginn eftir að hafa gengið þangað 1.127 kíló- metra leið á aðeins 42 dögum. Þar með setti hún nýtt met, því til þessa hefur engum tekist að ganga þessa leið á skemmri tíma en 44 dögum. RÁÐHERRA HÓTAÐ Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur fengið margar líflátshót- anir eftir að hann rak hershöfð- ingja, sem hafði talað illa um gyðinga. Struck skýrði frá þessu í viðtali í þýska dagblaðinu Bild í gær. PALE, AP „Þeir eru ekkert að berja okkur, en ég má ekki yfirgefa hús- ið,“ sagði Ljiljana Karadzic, eigin- kona Radovans Karadzics, við fréttamenn út um gluggann á húsi sínu í Pale í Bosníu í gærmorgun meðan friðargæsluliðar á vegum Nató voru þar inni að leita eigin- manns hennar. Friðargæsluliðarnir gerðu um helgina mikla leit að Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu- Serba, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. „Við leituðum á tveimur stöð- um í morgun, þar á meðal í húsi Radovans Karadzic, en sáum eng- in merki þess að hann væri þar,“ sagði Matthew Brock, talsmaður friðargæslusveitanna, í gær. Ljiljana var að sögn Brocks „samvinnuþýð og fylgdi hermönn- unum um húsið“. ■ Friðargæslusveitir í Bosníu: Leituðu að Karadzic Varnarliðsflutningar Breytingum fagnað FLUTNINGAR Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, fagnar því að Eimskip hafi orðið hlutskarpast í útboði á flutn- ingi á vegum bandaríska varnar- málaráðuneytisins vegna varnar- liðsins í Keflavík. „Við vorum búnir að vera í striti við utanríkisráðuneytið í fyrra og hittiðfyrra út af því að Atlantsskip hafi verið að brjóta reglurnar um Íslandshluta flutninganna. Á þeim tíma stað- festi ráðuneytið að við hefðum rétt fyrir okkur og í kjölfarið skerpa þeir á reglunum hvað varðar áhafnir skipanna,“ segir Jónas. „Þetta eru mjög góðir flutn- ingar fyrir þessa siglingaleið. Við höfum verið að auka flutn- inga milli Íslands og Ameríku undanfarið og innflutningur frá Bandaríkjunum til Íslands hefur verið að aukast,“ segir Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips hf. ■ HÚSLEIT Í PALE Ljiljana Karadzic, til vinstri á myndinni, fullvissaði fréttamenn um að allt væri í lagi meðan húsleit var gerð hjá henni í gærmorgun. 100 MILLJÓNIR Í HAFRANNSÓKNIR Fjölmargar útgerðir máttu greiða sektir í fyrra vegna umframafla. Samtals innheimti Fiskistofa rúmar 100 milljónir vegna ólög- mæts afla. Salan á Brimi: Línur fara að skýrast VIÐSKIPTI Viðræður við mögulega kaupendur á sjávarútvegsfyrirtækj- um í eigu Brims halda áfram í dag. Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar, stjórnarformanns Eimskips, fengu áhugasamir kaupendur nán- ari svör við fyrirspurnum sínum á föstudag og búast má við að línur fari að skýrast í dag og á morgun um hverjir séu líklegastir til þess að kaupa fyrirtækin. Fram hefur komið að rætt hafi verið við töluverðan fjölda áhugasamra aðila í síðustu viku en gera má ráð fyrir að hópurinn þrengist nú eftir fyrstu umferð viðræðna. ■ MINNINGARATHÖFN Minningarathöfn var haldin á Húsavík um háhyrninginn Keikó viku eftir að hann drapst við Noregsstrendur. Húsvíkingar berjast nú fyrir því að fá beinin heim. „Forsvars- menn Keiko Foundation í Bandaríkjun- um hafa tekið ágætlega í hugmyndina. ELDUR Í ÚTIHÚSI Eldur kviknaði í gömlu útihúsi á bæ undir Eyjafjöllum um fjögurleytið í gær. Slökkvilið frá Hvolsvelli og Hellu fór á staðinn en tals- verður eldur var í húsinu. Tók það slökkviliðsmenn um tvo tíma að ráða niðurlögum elds- ins. Húsið er talsvert mikið skemmt. Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru. RANN Á LJÓSASTAUR Ökumaður kenndi sér eymsla í hálsi og hné eftir að bifreið hans rann í hálku á ljósastaur í miðbæ Akraness í gær. Höggið var töluvert og segir lögregla að öryggispúðar sem þöndust út við áreksturinn hafi líklega bjargað manninum frá frekari meiðslum. Bifreiðin skemmdist mikið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.