Fréttablaðið - 12.01.2004, Page 13
13MÁNUDAGUR 12. janúar 2004
Um vændi
og valdbeit-
ingu
Pétur Tryggvi skrifar:
Þegar einhver leigir út afnot aflíkama sínum eða selur, þá heitir
það að viðkomandi stundi vændi.
Þegar einhver leigir út eða selur
sálu sína eða hugsjónir, þá heitir
það ekki að viðkomandi stundi
vændi. Oftast er útleigður líkami í
formi konu. Í flestum tilfellum er
leigutakinn karlmaður, oft efnamað-
ur.
Á Alþingi Íslendinga er verið að
beygla saman lög um vændi. Já - á
Alþingi Íslendinga þar sem hug-
sjónir ganga kaupum og sölum. Þar
sem sálir eru höndlaðar er ekki litið
á viðskiptin sem vændi. Þar er var-
an ekki sýnileg. Hún er bara sál.
Nauðgun er glæpur. Venjulega
felst sú valdbeiting í því að glæpa-
maðurinn þvingar sál einhvers lík-
ama til að vinna gegn því sköpunar-
verki sem hún býr í. Í sálinni býr
samviskan og líkaminn framkvæm-
ir. Þau eru ein heild sem rústa má
með ofbeldi.
Alþingisfólkið í húsinu sínu við
Austurvöll lítur svo á, að eingöngu
geti verið um nauðgun að ræða ef
þolandinn er spendýr. Ekki sé um
nauðgun að ræða þegar verknaður-
inn er framinn á einhverju öðru
varnarlausu sköpunarverki og gæti
veitt fjárhagslega fróun.
Alþingisfólkið samþykkti sam-
viskulaust að láta nauðga náttúr-
unni. Ráðnir hafa verið þjálfaðir
Ítalir til að framkvæma verknaðinn
við Kárahnjúka. Í ofanálag er ætl-
unin að drekkja fórnarlambinu eftir
nauðgunina.
Voðaverk við Kárahnjúka
Hvenær er löglegt að fram-
kvæma voðaverk og hverjir fá að
fremja þau? Það er löglegt þegar
það fólk sem skipuleggur voðaverk-
in hefur hlotið kosningu þjóðarinn-
ar til allt annarra verka. Voðaverkin
fá aðeins þeir að fremja sem virða
kjarasamninga hins íslenska verka-
manns. Það eru skilyrðin sem Al-
þýðusambandið setur gagnvart
hryðjuverkunum við Kárahnjúka.
Það er hryllilegt til þess að hugsa
ef próflausir vinnuvélastjórar væru
látnir rústa þeirri náttúru sem hef-
ur verið sjö milljónir ára að mótast.
Eðlilegt er að farið sé fram á sjö
daga vinnuvélanámskeið því annars
eru vélamennirnir að brjóta lög. Það
er stranglega vakað yfir því að
voðaverkið verði ekki unnið í trássi
við lög.
Því sem enn hefur ekki verið
eyðilagt er hægt að bjarga. Vegir
sem lagðir hafa verið að Kárahnjúk-
um gætu haft það hlutverk að auð-
velda fólki að komast á svæðið til að
njóta þess. Þeim straumi fylgja
fleiri evrur en þessi viðbjóður sem
nú er verið að fremja á eftir að skila
í íslenskum krónum. Það stendur Ís-
lendingum sjálfum næst að koma í
veg fyrir þetta val-gerða-víti við
Kárahnjúka. Að öðrum kosti verður
að vona að þeir bræður Óðinn, Vili
og Vé, líti hér til og taki fram fyrir
hendurnar á nauðgurunum.
Samviskan er vanmetin viska
sem hefur þá áráttu að forðast auð-
blindaða ráðamenn. ■
Hjúkrunarfræðingar sjálfum sér verstir
Að vera vondur við þann semhentar að vera vondur við er
sérstæður hluti vanþroska. Sá sem
hefur þörf fyrir að vera vondur og
láta illt af sér leiða á að leita læknis.
Því miður liggur það í hlutarins eðli
að vondum forstjórum er fyrirmun-
að að sjá eigin valdníðslu og gera
því ekki viðeigandi ráðstafanir. Að
koma inn í útibú Landsbankans í
Lágmúla er eins og að hitta hluta af
fjölskyldu sinni. Sama elskulega
fólkið í gegnum tíðina og eins og
maður sé kominn heim. Það gefur
auga leið að þar líður öllum vel. Við
slíkar aðstæður þróast mikilvæg-
asti auðurinn.
Svo þroskuðu samstarfi er ekki
til að dreifa í heilbrigðiskerfi lands-
ins. Óvíða eru æðstu ráðendur og
forstjórar skilningslausari, nei-
kvæðari og eiginlega fjandsamlegri
starfsfólki. Það er léleg afsökun hjá
forstjórum að þeim sé fjarstýrt af
skæðasta óvini þeirra sem minna
mega sín, Framsóknarflokknum. Að
ráðskast með fólk eins og sauði
hvarf úr menningu vorri á ofan-
verðri 19. öld og pólitískum hroka-
gikkjum má ekki líðast að draga
þjóðina svo langt aftur. Það setur
hroll að fólki að á sama tíma og ver-
ið er að rústa heilbrigðiskerfinu
skuli þingmaður sem frægur er fyr-
ir að lofsama græðgina komast með
ósvífnu orðaglamri upp með að sölsa
undir sig hundruð milljóna úr sjóði
landsmanna. Ljóst er að til er nóg af
digrum sjóðum sem þjóðin á, en sem
röng lög gefa gráðugum færi á að
sölsa undir sig með aðstoð lagarefa.
Það er sorglegt að á meðan svo kall-
að fínt fólk stendur saman í að
hlunnfara þjóðina, skuli ein fjöl-
mennasta stéttin og mikilvægasta
vera í sífelldu stríði við sjálfa sig.
Samstöðuörðugleikar hjúkrunar-
kvenna létta þeim leik sem nú vega
að heilbrigðiskerfinu, en í því kerfi
hefur heimskan vinninginn um
þessar mundir. Hugsið, þegar
starfsfólk spítalanna er að gefast
upp af vinnuálagi, finnst stjórnend-
um skynsamlegast að grisja hópinn.
Fólki sem rekið er úr starfi er sér-
fræðingum greitt fyrir að hugga og
síðan fer það á atvinnuleysisbætur
og kostnaðurinn verður meiri en
launin. Utan þess fjarar fyrr undan
atvinnuleysingjum andlega og lík-
amlega.
Hjúkrunarkonur, hættið að
skemmta skrattanum og standið
saman á hverju sem gengur, því
sundraðar tapið þið. Vorið 1998 fór
þessi ágæta stétt í verkfall sem
reyndi á þor og þrek. Hvorutveggja
brast og stuðluðu vandræðafor-
stjórar úr þeirra hópi að því. Þegar
þær sem þorðu sögðu upp til að
leggja þunga á málið, auglýsti fram-
kvæmdastjóri heilsugæslu í Kópa-
vogi umsvifalaust eftir öðrum í
þeirra stað. Hún upplýsti í kjölfarið
að í skúffu hennar væri sægur um-
sókna.
Forstjóra heimahjúkrunar tókst
að reka fleyg á milli þeirra sem ann-
ast krabbameinssjúka og annarra
sjálfstæðra hjúkrunarfræðinga og
heimahjúkrunar. Enn eina ferðina
er hún Þrándur í Götu eigin stéttar
og skjólstæðinga. Hún sagði við
Fréttablaðið: „Ég er að vona að þeir
sem ætla að segja upp séu búnir að
því. Það eru mismunandi aðstæður
hjá fólki, ekki allir sem treysta sér í
uppsagnir. Þeir sem það hafa gert
er rúmlega helmingur starfsfólks
heimahjúkrunar“. Hún treystir á
samstöðuleysi og bágar aðstæður.
Heilbrigðisráðherra er blindur á
báðum ef hann sér ekki skaðann
sem forstjórinn veldur með sífelldu
áreiti við mannlegt umhverfi sitt.
Forstjóri þessi gat leyst málið í sátt
við alla en hefur annaðhvort ekki vit
eða vilja til þess. Hjúkrunarkonur
þurfa ekki að láta stórgallaða stjórn
heimahjúkrunar valta yfir sig ef
þær hafa þroska til að standa sam-
an. Sameinaðir eru sigurvissir. ■
Umræðan
■ Bréf til blaðsins
ALBERT JENSEN
■ trésmíðameistari skrifar um málefni
hjúkrunarfræðinga